16.des. 2015 - 15:42 Ágústa Kolbrún Roberts

Svona finnur maður fyrir heilun: Elskum okkur eins og við erum

Elsku andlegu jógavinir mínir
Að deila er að heila, á ensku „to feel is to heal“, þannig að á íslensku á þetta meira að segja við á facebook, en á ensku á þetta frekar við að við förum inná við! Skemmtilegt að leika sér að orðum.
03.des. 2015 - 12:00 Ágústa Kolbrún Roberts

Það er frábært að skipta um skoðun!

Það er svo hollt og gott að skipta um skoðun á hverjum degi, oft á dag. Ef við leyfum okkur að vera við sjálf - og hlustum á okkar innri rödd, verðum við betri manneskjur. 
23.nóv. 2015 - 19:08 Ágústa Kolbrún Roberts

Svona galdrar þú til þín það sem þig langar í

Í þessari viku tala ég um það hvernig orð geta breytt lífi okkar. Það sem við tölum um verður að veruleika. Þess vegna er svo mikilvægt að tala um það sem okkur langar, hvernig við viljum hafa lífið og það sem við viljum laða til okkar.
13.nóv. 2015 - 16:20 Ágústa Kolbrún Roberts

Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!

Leyfum okkur að vera sexí. Leyfum okkur að vera sterk í okkar kynorku.

Í þessu myndbandi segi ég ykkur frá því hvað gerðist eftir að myndband mitt um heilun píkunnar varð svona vinsælt. Hvað gerðist hjá mér og hvernig ég óx upp í að vera sterk með sjálfri mér.

Ágústa Kolbrún Roberts
Ágústa Kolbrún fór þessa hefðbundnu leið í lífinu, eins og flestir. Hún flutti til ítalíu þegar hún var 17 og fékk tilboð um módelstarf. Eftir það bjó hún á Spáni, Noregi, Sviss, Englandi, og Ameríku. Ameríka var uppáhalds landið hennar en hún fór upphaflega til New York til þess að læra að verða leikkona, og var búin að ímynda sér að lífið yrði eins og í Friends þáttunum. Það reyndist ekki alveg rétt.

Í staðinn var hún leidd til indjána, lærði með þeim fór í jóga og hitti heilunarkennarann sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar.

Þannig var hún leidd áfram í andlegt ferðalag og hefur ekki stoppað síðan. Hún hefur leyft andanum að leiða sig áfram og reynir að láta egóið þvælast sem minnst fyrir.

Ágústa vinnur sem heilari og heldur fyrirlestra um andleg málefni.