30.des. 2014 - 08:30

Kannabisáróðurinn og unglingarnir okkar

Ekki fyrir löngu tók til máls forvarnarfulltrúi á opnum fundi í unglingaskólanum í hverfinu mínu. Hann hafði þungar áhyggjur af vaxandi kannabisneyslu unglinga. Vaxandi ræktun kannabis hér á landi undanfarin ár hefur valdið auknu framboði og þar með lægra verði efnanna.
18.okt. 2014 - 12:22 Ágúst Borgþór Sverrisson

Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni

Á föstudagsmorgun las ég á einum vefmiðlanna að forsetafrúin vildi banna innflutning á sykri. Fréttin birtist víðsvegar en ég rak einmitt augun í hana fyrst á vefmiðli þar sem hugtakið „virkir í athugasemdum“ varð fyrst til sem samheiti yfir dónalega og ómálefnanlega umræðu fólks úti í bæ enda þykja margir lesenda miðilsins vera sérlega svæsin nettröll. Valdastéttin í landinu hefur lengi kvartað undan „virkum í athugasemdum“ og hefur oft töluvert til síns máls.
05.apr. 2010 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Afmælisgjöfin

SMÁSAGA

28.mar. 2010 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hádegishlé 1976

SMÁSAGA

 

Kem óvenjulega timbraður heim, þoli ekki við í vinnunni. Ætla að nota þennan samningsbundna klukkutíma til að hvíla mig í einveru og skjóli svo ég geti þraukað síðdegið, klárað verkefnin og þolað augnagotur, ímyndaðar eða raunverulegar. Samt er líka oft svo ömurlegt að stíga inn um dyrnar hérna í hádeginu, sjá óhreyft draslið sem maður hafði fyrir augunum um morguninn: yfirhafnirnar í anddyrinu, dót eftir krakkana á gólfinu. En ég er búinn að segja sjálfum mér að það verði allt í lagi núna, líklega enginn heima, ég get fleygt mér á sófann, lokað augunum og verið einn í heiminum í tæpa klukkustund. Ég ætti raunar að fara beina leið inn í stofu, en ég álpast inn í eldhús því mig verkjar í magann, fékk mér engan morgunverð, og ákveð frekar en ekkert að rífa í mig þurrt brauð eða kex til að fá dálitla fyllingu fyrir blundinn. Ég kvíði samt sem áður því sem ég kann að sjá í eldhúsinu og hvernig það getur leikið skapsmuni mína.

21.mar. 2010 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Sektarskipti

SMÁSAGA

 

1

Sagan um góða og slæma bróðurinn er til í ótal gerðum, bæði í skáldskap og lífinu. Oft fjallar hún þó ekki um gæsku og illsku heldur ólánsaman bróður og gæfusaman bróður. Ólafur velti þessu stundum fyrir sér en þó kom honum fátt í hug ef hann reyndi að rifja upp útgáfur af sögunni. Hann mundi eftir Kain og Abel úr biblíusögunum í barnaskóla en var búinn að gleyma því hvor drap hvorn. Hann rámaði í sjónvarpsþættina Gæfu og gjörvileika frá 8. áratugnum, með þeim Nick Nolte og Peter Strauss í hlutverki Jordache-bræðranna. Tilhugsunin um þessa þætti vakti í honum áleitna tilfinningu fyrir bræðrasögunni sígildu en samt mundi hann nánast ekkert úr þáttunum, hafði bara óljósa mynd af einhverju illmenni sem hét Falconetti og var hvorugur bróðirinn.

14.mar. 2010 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Eiginkona þýskukennarans

SMÁSAGA

Þegar Jóhann varð blankur í Þýskalandi hugsaði hann oft um smápeningakrukkuna í herberginu heima. Sumarið áður var hann vanur að tæma í hana klinkið þegar hann var múraður og vildi létta á veski og vösum. En síðustu vikuna í hverjum mánuði var hann orðinnblankur og þá sturtaði hann úr krukkunni.

07.mar. 2010 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Smásaga

FYRSTI DAGUR FJÓRÐU VIKU9:30

Klósettmottan, tjásuleg græn rýja sem á að liggja á flísunum upp við klósettrörið, hálfhringur sveigður inn í hana sem fellur að rörinu þar sem það nemur við gólfið. En mottan er aldrei á sínum stað, í besta falli liggur hún rétt hjá klósettinu, í versta falli í kuðli úti í horni. Hefði hann verið spurður að því fyrir nokkrum vikum hvort það væri salernismotta heima hjá honum hefði hann ekki getað svarað spurningunni. Núna rifjast upp fyrir honum að hann hefur séð konuna taka þessa mottu úr þvottavélinni og hengja hana upp á snúru. Gott ef hann hefur ekki sjálfur einhvern tíma gert það án þess að leiða að því hugann hvað þetta væri, þetta blauta græna stykki.

04.mar. 2010 - 11:06 Ágúst Borgþór Sverrisson

Launfræg smásaga um atvinnuleysi

Hvernig er hægt að vera launfrægur? Það kemur í ljós. Fyrir nokkrum dögum fékk ég senda í tölvupósti þýska þýðingu á smásögu sem ég skrifaði árið 2003. Sagan mun birtast í bók ásamt verkum níu annarra íslenskra höfunda og mun eiga að endurspegla með einhverjum hætti íslenska smásagnagerð síðustu tíu ára.

21.feb. 2010 - 19:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Bankster

Algeng lýsing á þjóðfélagsástandinu eftir hrun er sú að almenningur líði fyrir óráðsíu bankamanna og sé af þeim sökum fullur af réttlátri reiði. Þetta er auðvitað alveg rétt lýsing en engan veginn tæmandi.
17.feb. 2010 - 15:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

Laufléttur hlaupapistill

Ég var staddur á fundi manna í gærkvöld og afþakkaði að taka til máls sem er nokkuð ólíkt mér því ég get talað miklu hraðar en ég hugsa og nánast hugsað með talfærunum.
10.feb. 2010 - 13:13 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tær snilld árið 2004

Allt í einu skaut upp í hugann hvenær ég heyrði orðalagið „tær snilld“ fyrst. Þá vöktu þau orð önnur hughrif en í dag og höfðu ekkert með peninga að gera.
06.feb. 2010 - 14:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Siðferðistíðarandinn II - Þegar nektarfyrirsætan bjargaði bankamanninum

Meðal þekktustu frétta liðinnar vinnuviku voru þær sem greindu frá vanda bankamanns er hafði verið að skoða mynd af nakinni eða fáklæddri fyrirsætu á tölvuskjá sínúm á meðan á beinni sjónvarpsútsendingu frá vinnustöð hans stóð.
03.feb. 2010 - 15:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Siðferðistíðarandinn

Bankastarfsmaður hefur nú gert sig að athlægi heimsbyggðarinnar vegna þess að hann var að skoða mynd af fáklæddri fyrirsætu á tölvuskjánum sínum í beinni sjónvarpsútsendingu.
21.jan. 2010 - 22:33 Ágúst Borgþór Sverrisson

Langt seilst í spillingarumfjöllun

Skrýtnar þóttu mér fréttir RÚV í kvöld af kaupum stjórnmálamanna á fasteignum í eigu Arion-banka. Lítið þótti mér fara spillingunni þegar ég rýndi í innhald fréttanna.

 

01.jan. 2010 - 16:14 Ágúst Borgþór Sverrisson

Báknið fór ekki burt - það stækkaði

Það var undarleg tilfinning að vakna í morgun á fyrsta degi ársins fullur eftirvæntingar eftir nýársávarpi forseta Íslands. Eftirvæntingin stafaði ekki af almennum áhuga á hátíðarræðum fyrirmenna heldur því að vænta mátti að í ræðunni yrðu gefnar einhverjar vísbendingar um að hvaða niðurstöðu forsetinn mun komast í Icesave-málinu, þ.e. hvort hann hyggst skrifa undir lögin um ríkisábyrgð eða vísa þeim í þjóðaratkvæði.

 

25.des. 2009 - 23:52 Ágúst Borgþór Sverrisson

Moðvolg jólamynd af ÁBS

Senn tekur viðburðaríkt ár enda, ár sem leit ekkert sérstaklega vel út í byrjun en afbragðsvel rættist úr því. Pressan kom þar að einhverju leyti við sögu. Geri ég þessu betri skil í áramótapistli í næstu viku.
20.des. 2009 - 14:46 Ágúst Borgþór Sverrisson

Íslenskir ljósvakapistlar - sérhönnuð lágkúra

Ég hef yfirleitt gengið út frá því að blaðamenn séu upp til hópa frekar vel gefið lið, fólk með áhuga á t.d. bókmenntum og þjóðmálum. Það síðarnefnda liggur í eðli starfsins.

10.des. 2009 - 16:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ásdís Rán eflir samband Pressupenna við unglingsdóttur sína

Eftir mikið Icesave-þras og Baugsþras er tímabært að skrifa um eitthvað jákvætt nú á aðventunni. Undanfarið hafa menn séð tvo Pressupenna í miklum slagsmálum hér á þessu vefsvæði en samskipti Pressupenna geta líka verið jákvæð.
15.nóv. 2009 - 14:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Framtíð netmiðla og dagblaða

Eitt lítið atriði í pólitískum skotgrafarhernaði haustsins hefur verið að henda gaman að nýrri sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins en Sunnudagsmogginn er nú fylgirit laugardagsblaðsins og er í smærra broti.
06.nóv. 2009 - 00:06 Ágúst Borgþór Sverrisson

Eldheit mynd vikunnar

Ég hef ekki farið til útlanda síðan í september árið 2008 en þá fórum við Erla saman til Berlínar. Þetta eru mikil viðbrigði því síðustu árin fór ég 3-4 sinnum á ári til Þýskalands auk einhverja ferða til annarra landa.
04.nóv. 2009 - 00:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Afsökunarbeiðni

Fyrir nokkrum dögum birti ég hér pistil undir yfirskriftinni Ofbeldi gegn börnum. Í pistlinum vísaði ég til og hlekkjaði á vefsvæði móður sem sakar föður barnanna sinna um ofbeldi gagnvart þeim. Pistillinn vakti nokkuð hörð viðbrögð í afmörkuðum hópi og m.a. bárust mér ummæli og upplýsingar þar sem þessum ásökunum er mjög kröftuglega andmælt.

01.nóv. 2009 - 13:14 Ágúst Borgþór Sverrisson

Laugardagsdjammið

Það eru ekki ný tíðindi að það tekur konu lengri tíma en karl að hafa sig til fyrir mannamót. Erla, konan mín, starfar hjá Íslandspósti, og í gærkvöld fór ég með henni á árshátíð fyrirtækisins 12. skiptið í röð.

28.okt. 2009 - 19:29 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ofbeldi gegn börnum

Kona ein hefur opnað vefsvæði þar sem hún lýsir skelfilegu og svívirðilegu, líkamlegu ofbeldi sem börn hennar hafa orðið að þola af hendi föður síns sem konan var nauðbeygð til að veita umgengnisrétt yfir.

 

 

26.okt. 2009 - 00:35 Ágúst Borgþór Sverrisson

Aðeins meira um fjölmiðla, hrunið, Mikka Torfa og ástandið núna

Mikki Torfa var svo elskulegur að minnast á síðasta pistilinn minn hér á Rás 2 í morgun sem varð til þess að hann hoppaði upp vinsældalistann hér fyrir neðan svo nú er maður aftur farinn að glíma við snillinga á borð við Ásdísi Rán, Hannes Hólmstein, Ólaf Arnarson og ólétta, unga konu í vinsældakapphlaupinu.
24.okt. 2009 - 01:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Mikael Torfason afneitar ábyrgð fjölmiðla á hruninu

Það er ánægjuefni að Mikael Torfason sé búinn að senda frá sér nýja skáldsögu, þá fyrstu í sjö ár. Ég hef haft mikla ánægju af fyrri bókum hans.

22.okt. 2009 - 14:33 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hópefli gegn presti

Aldrei gleymi ég því þegar undrandi og skelfingu lostið smettið á mömmu fyllti skyndilega sjónvarpsskjáinn í miðri frétt um mál Ólafs heitins Skúlasonar biskups árið 1995 eða 1996. Mamma var þegar orðin stútungskelling á þessum tíma sem hvorki prestar né biskupar höfðu minnstan áhuga á að káfa á.

21.okt. 2009 - 00:40 Ágúst Borgþór Sverrisson

Gamalmenni í skóla og miðaldra vinnudýr

Ég hitti gamlan yfirmann minn á kaffihúsi í dag, þ.e. athafnamann sem ég vann hjá í nokkur ár um og upp úr þrítugu. Hann spurði hvort ég væri að gutla eitthvað uppi í háskóla núna. Ég játaði því. Ég spurði hann að því sama.  

18.okt. 2009 - 23:31 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fjölmiðlar eru vindhanar

Ef hér hefðu verið eðlilega starfandi fjölmiðlar undanfarin ár hefði einhver rannsóknarblaðamaðurinn kastað eins og einni Hafskips- eða Watergate-bombu í síðasta lagi árið 2008 með svohljóðandi risafyrirsögn: BANKAKERFIÐ Á HELJARÞRÖM. - Ef rannsóknarblaðamennska hefði verið stunduð hér í stað skotgrafarblaðamennsku hefði þetta verið eðlilegasta rannsóknarefni og niðurstaðan óhjákvæmileg.
12.okt. 2009 - 19:46 Ágúst Borgþór Sverrisson

Pólitísk rétthugsun og örlög Peters Connelly

Hræðíleg örlög sveinbarnsins Peters Connelly hafa snert marga Íslendinga undanfarið einfaldlega vegna þess að Pressan tók þá réttu ritstjórnarlegu ákvörðun að fjalla mjög ítarlega um málið og á sláandi hátt. Núna þegar staðreyndir þessa ólýsanlega skelfilega máls liggja fyrir þá er erfitt að tjá sig um það á vitrænan hátt án þess að leitast við að setja það í þjóðfélagslegt samhengi.  Ef Peter litli var einungis fórnarlamb einskærrar illmennsku tveggja manneskja þá er lítið meira um málið að segja. Ég held hins vegar að þessi fallegi og saklausi drengur sem þjáðist ólýsanlega og án nokkurrar vonar eða vitneskju um gott líf hafi verið fórnarlamb annars vegar sjúklegrar eigingirni og hins vegar pólitískrar rétthugsunar.

09.okt. 2009 - 21:31 Ágúst Borgþór Sverrisson

Nóbelsgrín

Í gær kíkti ég inn á Baggalút og sá að Helga Möller söngkona hafði fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Það þótti mér skemmtileg absúrdfyndni og hló. Í dag les ég síðan að Barack Obama hafi fengið friðarverðlaun Nóbels. Og ég er ekki að lesa Baggalút, ég er á Pressunni. En Pressan getur líka verið gamansöm svo ég fer á mbl.is og Visir.is og þar er sami brandarinn.

07.okt. 2009 - 19:23 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hvernig stjórn vilja Ögmundur og kó?

Hérna áður fyrr kaus ég alltaf Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að reynslan sýndi að betri og raunsærri stjórn var á efnahagsmálum þegar hann var við stjórn. Fyrir utan að vera allt of hallir undir ríkisforsjá virtust vinstri menn ekki geta unnið saman, það var ávísun á glundroða að kjósa þá.
03.okt. 2009 - 20:51 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hugur þjóðarinnar eða rugl í mótmælafíklum?

Margir hafa glaðst í hljóði yfrir skemmdarverkum á húsum útrásarvíkinga, þar á meðal fólk sem aldrei fyrr á ævinni hefur haft annað en skömm á skemmdarverkum. En við lifum á öfgafullum tímum, núverandi aðstæðum verður ekki jafnað við neitt.

29.sep. 2009 - 17:04 Ágúst Borgþór Sverrisson

Viltu vera unglegur lengur?

Ég hef ákveðið að reyna að feta í fótspor vinsælasta Pressupennans um þessar mundir, í tilraun til að auka vinsældir eigin skrifa.

27.sep. 2009 - 13:58 Ágúst Borgþór Sverrisson

Davíð Oddsson og Gunnar í Krossinum: Tvö mál sem mér koma ekki við

Stundum þykir mér fréttamat vera sérstakt. Undanfarið hefur verið gerður mikill ágreiningur um mál sem ég get ekki séð að almenningur eigi að hafa mikla skoðun á. Málin hafa verið þvæld og gerð flókin en eru sáraeinföld.

25.sep. 2009 - 14:12 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þegar konur tala um fótbolta

Kunningi minn góður spilaði með ÍBV í efstu deild í nokkur ár. Einu sinni sagði hann við mig orðrétt: „Pabbi horfði aldrei á mig keppa fyrr en ég var kominn í meistaraflokk. Þá fór hann hvort eð er á völlinn.“
20.sep. 2009 - 15:12 Ágúst Borgþór Sverrisson

Bráðabirgðalög, takk!

Ef það reynist raunin að Bretar og Hollendingar geri aðeins athugasemd við fyrirvara um niðurfellingu ríksiábyrgðar 2024, þá vona ég að ríkisstjórnin semji um breytingu á þeim fyrirvara og keyri síðan breytinguna í gegn með bráðabirgðalögum.

18.sep. 2009 - 15:06 Ágúst Borgþór Sverrisson

Borgarahreyfingin og danska flutningaskipið Erik Boye

Ég veit ekki hvort ég stafset heiti skipsins í fyrirsögninni rétt en mér líka skítsama. Þið skiljið það kæruleysi ef þið lesið aðeins lengra.  
12.sep. 2009 - 01:02 Ágúst Borgþór Sverrisson

Davíð Oddsson fær ekki inngöngu í M.R.

Dóttir mín er tæplega 15 ára og því að mestu óskrifað blað. Henni er ýmislegt til lista lagt og á líka sínar veiku hliðar eins og aðrir. Forvitnilegt verður fyrir mig að sjá hvað hún kemur til með að sýsla við á fullorðinsárum. Tvennt er hins vegar ljóst nú þegar. Hún mun ekki útskrifast með yfir 9 í meðaleinkunn úr Hagaskóla í vor. Hún mun í mesta lagi skríða yfir 8 ef hún verður dálítið duglegri en í fyrra. Þar með er líka ljóst að M.R verður ekki framhaldsskólinn hennar, líklega ekki Kvennó heldur, örugglega ekki Versló. Nokkurm veginn útilokað er að hún fái skólavist í hverfinu sem við búum í. Kannski þarf hún að sækja framhaldsnám upp í Mosfellsbæ eða Kópavog.
06.sep. 2009 - 00:14 Ágúst Borgþór Sverrisson

2007 í götunni

Rétt fyrir miðnætti hefur Björn Jörundur  upp raust sína: Hún á afmæli í dag ... hún er fertug í dag. Það er gleðskapur í húsi á Tómasarhaganum og afmælið virðist hafa breyst í útitónleika með Nýdanskri, því nú koma þeir slagarnir allir og það er spilað undir á gítar og píanó.
04.sep. 2009 - 18:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kaldar kveðjur til fótboltalandsliðsins

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að fara að spila við Noreg á laugardaginn. Einhvern tíma hefði mér fundist það spennandi tilhugsun. En ekki lengur. Samt hafa leikir við Noreg oft verið ákaflega skemmtilegir og okkur hefur gengið vel gegn þeim. Sumarið 1977 sá ég Íslendinga vinna skemmtilegan heppnissigur yfir Norðmönnum, 2-1. Ingi Björn Albertsson sá þá um að afgreiða taugaveiklaðan markvörð Norsara með tveimur klaufamörkum.

30.ágú. 2009 - 10:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Herra Icesave í sjónvarpinu

Það er viðkvæmt mál að setja fram harðar fullyrðingar um persónur manna í jafnlitlu þjóðfélagi og því íslenska. Það er líka ekki stórmannlegt að kalla einhvern ónefnum eins og t.d. hið svínfeita andlit græðginnar, jafnvel ekki hið breiðleita tákn útrásarinnar svo við skulum kalla hann herra Icesave.

21.ágú. 2009 - 12:41 Ágúst Borgþór Sverrisson

Frá „floating in money“ til „practically bankrupt“ á „no time“

Í sumar ræddu nokkrir Íslendingar efnahagshrunið í erlendum sjónvarpsþætti. Meðal annars var rætt við rösklega þrítug hjón sem höfðu starfað í fjármálakerfinu. Konan sagði nokkurn veginn orðrétt, „We were floating in money“ og stuttu síðar „We are practically bankrupt“ en þessir ágætu frasar lýstu fjárhagsstöðu hjónanna annars vegar fyrir og hins vegar eftir hrun.
18.ágú. 2009 - 17:34 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hvort er fyrirmyndin, ég eða persónan?

Rithöfundar eru misjafnlega frumlegir í persónusköpun. Sumir geta skrifað um allan andskotann, um Páfann í Róm og Alexander mikla, geimfara, fjárglæframenn og kynskiptinga. Sett sig í spor allra. Svo eru aðrir sem geta bara skrifað um sjálfa sig í misjafnlega lélegum dulbúningi. Hallgrímur Helgason skrifaði áhugaverða grein um þetta einu sinni þar sem hann stillti Halldóri Laxness upp í fyrri hópnum og Þórbergi Þórðarsyni í þeim síðari.
11.ágú. 2009 - 14:34 Ágúst Borgþór Sverrisson

Róni borðar samloku

Þessi pistill er með nokkuð löngum inngangi. Einnig má segja að í pistlinum sé bloggfærsla og inngangurinn að bloggfærslunni (sem er þá hinn eiginlegi pistill) sé nokkuð langur. Allt um það þurfa lesendur að hafa nokkra biðlund uns þeir fá að vita um örlög rónans sem nefndur er í fyrirsögninni.
07.ágú. 2009 - 11:25 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hinsegin dagar og helsta ástæðan til þjóðarstolts

Ég hef ekki gaman af skrúðgöngum og því síður hef ég gaman hálfnöktu fólki í skrípabúningum. Mér leiðist trommusláttur nema að með honum hljómi líka rafmagnsgítar, bassi og hávær söngrödd. Það þarf varla að taka fram að ég fer aldrei í Gay Pride gönguna.
04.ágú. 2009 - 19:13 Ágúst Borgþór Sverrisson

Dæmið ekki af kápunni

Sumir sköllóttir menn líta út eins og glæpamenn. Sérstaklega ef þeir eru breiðleitir og með stingandi augu. En það er auðvitað fráleitt að dæma menn þannig eftir útlitinu. Hafi þeir einhvern tíma sent ofdekruð börn sín í einkaþotu á fótboltaleik í útlöndum þá er það í sjálfu sér heldur ekki glæpur.
30.júl. 2009 - 11:48 Ágúst Borgþór Sverrisson

Útlendingar eru ekki óvinurinn

Í fljótu bragði gæti vandamál Íslendinga virst felast í því að þeir kunni ekki að reikna. Svo mun þó ekki vera raunin heldur hitt að reikningsmeistarar séu meðal vandamála. Athugið, að til er og vel þekkt orðið reikningslist.  Reikningur mun víst í eðli sínu vera list og heimspeki. Og af því niðurstöður reikningsmeistaranna eru svo ólíkar og hafa í mörgum tilvikum haft svo skelfilegar afleiðingar, þá er fólk eins og ég, sem getur varla reiknað sig í gegnum spam-síur í athugasemdakerfum, fyllilega ályktunarhæft.
23.júl. 2009 - 00:13 Ágúst Borgþór Sverrisson

Icesave - óbreyttur segir já

Allt bendir til að samþykkt ríkisábyrgðar vegna Icesave-samkomulagsins sé annars vegar lokahnykkurinn á lausn ýmissa brýnna mála sem unnið hefur verið að undanfarið og hins vegar ávísun á gríðarlega skuldabyrði síðar. Málið hlýtur að setja þingmenn (þ.e. alla þá þingmenn sem ekki eru sjálfhverfir, ábyrgðarlausir og gasprandi lýðskrumarar, en þeir eru því miður nokkrir) í feikilega erfiða klemmu, jafnvel mun erfiðari stöðu en þinglályktunartillagan um umsókn að Evrópusambandinu.
14.júl. 2009 - 14:20 Ágúst Borgþór Sverrisson

Könguló

Í steikjandi sólarhita, mánudagskvöldið 13. júlí, voru það bara fyllibyttur og ég sem héngu innandyra á hótelbarnum á Hlemmi. Ég í miðri skáldsögunni sem á að koma út haustið 2010 en gerist að mestu leyti í lok apríl 2007. Fyllibytturnar að spóla í sama augnablikinu.

 

10.júl. 2009 - 16:06 Ágúst Borgþór Sverrisson

Síðasta lánið undir sólinni

Margt fólk sem á í erfiðleikum með að greiða af húsnæðislánum hefur með ýmsum hætti komið þeirra ósk eða eftir atvikum þeirri kröfu á framfæri að höfuðstóll láns og greiðslubyrði verið með einhverjum hætti sambærileg við það sem gilti þegar lánin voru tekin. Eða eins og ágætur bloggari og fyrrverandi ritstjóri hins merka tímarits Úrvals ritar: „Að sú upphæð sem þær fengu að láni í íslenskum krónum verði látin gilda en ekki einhver ímynduð upphæð miðuð við gjaldmiðil annarra landa“.

 

 

 


Pressupennar
Í stafrófsröð
Ágúst Borgþór Sverrisson

Blaðamaður á Pressunni og rithöfundur.

Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar