08.jún. 2011 - 15:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Meðan fæturnir bera mig

Ég þekki fjögurra ára dreng sem hefur unnið marga sigra á síðustu 18 mánuðum. Drengurinn Krummi greindist með hvítblæði í byrjun 2010. Eina orrustu vann hann þegar hann mætti í haust í hjólastól á leikskólann sinn eftir 9 mánaða hlé. Hjólastóllinn bar Krumma þegar hann hafði misst styrk í fótunum vegna harkalegrar lyfjameðferðar.  Fyrir viku síðan gladdist ég með honum þegar ég sá hann úti á leikvelli með félögum sínum, skríkjandi glaðan og á hlaupum. 
08.maí 2011 - 10:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Í móðurhjartanu slær von, ótti og kærleikur

Innra með hverri móður býr von. Von um að allir vegir séu færir barninu manns. Að möguleikar þess til að vaxa og dafna séu ótakmarkaðir. Von um að það fari leikandi létt í gegnum lífið og stökkvi létt á fæti yfir allar hindranir. Von um að það muni jafnframt kunna að meta forréttindi sín. Möguleikar barna eru mismunandi og vonir mæðranna í samræmi við það ólíkar. Til eru mæður sem þakka fyrir hvern dag sem barnið lifir, að það fái að mennta sig, að það verði ekki fyrir ofbeldi, að það fái nægan mat til að vaxa eðlilega. Einnig eru til mæður sem lifa við betri lífsskilyrði sem gera sér meiri væntingar til framtíð barnsins. Vonin er þeim þó sameiginleg. Von um velgengni í þeim heimi sem það lifir í.
28.apr. 2011 - 18:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Einræðisherra reynir við lýðræðið

scrreenjunkies.com Liðin vetur hafa verið sviptingar í valdastrúktur í heimi múslima við Miðjarðarhafið. Eins og flestir aðrir vesturlandabúar hef ég fylgst með úr fjarlægð og samglaðst með almenningi vegna tilhneigingar til aukins lýðræðis.
10.apr. 2011 - 14:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Uppeldi og upp í mót: hugleiðingar hlaupa-wannabe

Að ala barn, annast það og fylgja því í gegnum mikilvægustu mótunarár þess er mikið verk og flestum kærkomið. Orðið uppeldi er skemmtilega lýsandi fyrir þetta verkefni. Að ala upp barn felur í sér að horfa á það vaxa "upp", að stækka líkamlega og andlega. 
29.mar. 2011 - 09:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Ofurmamma fer í skíðafrí

Ofurmömmum þykir ekkert tiltökumál að ferðast með þrjá kraftmikla og káta drengi. Ef að ferðafiðringurinn grípur hana fer hún í ferðalag! Ofurmömmur láta ekki frjósemi sína né fyrirferð í afkvæmum sínum hindra sig í að gera skemmtilega hluti. Ofurmamma hefur til að mynda farið með hvítvoðung og kerru í skíðakláf uppí tvöþúsund metra hæð í Ölpunum svo hægt sé að njóta þeirra dásemda sem skíðabrekkur eru. 
20.mar. 2011 - 12:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Gæðastund bókorma

Háttatíminn er háannatími dagsins. Það er verðugt verkefni að baða, klæða, tannbursta, lesa, syngja og svæfa 3 hresslinga. Þetta gerist beint í kjölfar þess að elda, mata og ganga frá kvöldmatnum. Samhliða þessu sinnir sá elsti heimanáminu. Stundum er kona bara ekki í stuði fyrir þetta. Langar bara að liggja í sófanum og horfa á hamfarafréttatíma á RÚV. Þetta er bara eitt af þessum verkum sem þarf að gera. Rétt eins og bændur verða að mjalta sínar kýr á ákveðnum tíma dagsins. Allt annað skipulag snýst í kringum þetta. Það er því auðvelt að falla í þá gryfju að pirra sig óstjórnlega útí þetta.
17.mar. 2011 - 14:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Tabú: 4 hlutir sem nýbakaðir foreldrar mega alls ekki segja

Þó að hlutverk okkar hér á jörðu sé að fjölga okkur er ekki þar með sagt að foreldrahlutverkið flækist ekki fyrir okkur. Að koma börnum til manns getur verið snúið verkefni, sér í lagi á okkar tímum þar sem mikil auglýsingamennska er í kringum foreldrahlutverkið. Glansmyndir úr tímaritum og skemmtiþáttum gefa ekki raunsanna mynd af uppeldishlutverkinu. 
05.mar. 2011 - 20:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Rannsóknir sýna...

Í fjölmiðlum birtast af og til sniðugar greinar sem eiga að byggjast á vísindalegum rannsóknum. Mér eru ofarlega í minni þrjár rannsóknir sem fengið hafa umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. Ég ætla að ganga svo langt að fullyrða að þær hafi meira skemmtangildi en vísindalegt.
28.feb. 2011 - 18:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Hreindýr

Ég heiti Agnes og ég er hreindýr!
22.feb. 2011 - 20:00 Agnes Ósk Sigmundardóttir

Kærleikur í 3ja veldi

Fegurðin, ástin, og lífið býr í hinu smáa. Lífsgleðin felst í að taka eftir því og fagna því. Þrátt fyrir mikið eirðarleysi, efa og landeyðukomplexa þá helltist móðurástin yfir mig allavega þrisvar sinnum í gær:

Pressupennar
Í stafrófsröð
Agnes Ósk Sigmundardóttir

Kvennaskólapía, félagsfræðingur og markaðsfræðingur með siðferðisvitund.

Strákamamma í þriðjaveldi og fyrirmyndar húsmóðir.

Skrifar um lífið og tilveruna.

Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.3.2017
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.3.2017
Margar samúðarkveðjur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.3.2017
Víðtæk spilling?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.3.2017
Nokkrir fyrirlestrar framundan
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 23.3.2017
Hann kom fyrir tæplega sextán árum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.3.2017
Jóga - Fimmti hluti
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 27.3.2017
„Sorglegt og dapurt“
Austurland
Austurland - 23.3.2017
Að hafa ekki skoðun
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 25.3.2017
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 20.3.2017
Eftirámótmæli!
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 26.3.2017
Að kunna að skammast sín
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 27.3.2017
Tvöfalda kerfið
Fleiri pressupennar