Wise lausnir: Frábært aðgengi að ítarlegum upplýsingum – bókhaldskerfi í áskrift og leigu

Wise lausnir eru leiðandi söluaðili á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum á Íslandi og hefur fyrirtækið sérhæft sig í lausnum fyrir margvísleg starfssvið. Vel á annað hundrað þúsunda fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum notast við Dynamics NAV bókhaldskerfið enda hentar það jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum og ólíkum starfssviðum: verktökum, framleiðendum, sjávarútvegsfyrirtækjum, sveitarfélögum, verslun, ferðaþjónustu o.fl. Kerfið uppfyllir allar þarfir fyrir aðgengi að fjárhagsupplýsingum og er meðal annars hægt að samþykkja reikninga, skrá verkbókhald og yfirfara stöðuna á netinu, í síma, spjaldtölvu eða heimilistölvunni.

Áskrift er að verða algengt form á hugbúnaðarsölu. Mikil aukning hefur orðið í þessari í sölu hjá Wise. Á vefsíðunni www.navaskrift.is er hægt að velja um áskriftarleiðir og panta aðgang að hugbúnaðinum. Aðeins einn dag tekur að afgreiða leyfi og setja upp nýtt bókhald með grunnkerfum Dynamics NAV og helstu sérlausnum sem duga fyrir flest fyrirtæki.

Ný útgáfa Microsoft Dynamics NAV
Fyrir stuttu kom á markaðinn ný útgáfa af hugbúnaðinum, Microsoft Dynamics NAV 2017, og er hún í boði í áskrift en einnig geta viðskiptavinir eignast kerfið og rekið það. Margar nýjungar eru í nýju útgáfunni, t.d. er enn betri samþætting við Microsoft Outlook, tengiliði og dagbók, skýrslugerð er orðin auðveldari, sem og samþætting við annan Microsoft hugbúnað.

Það er hagkvæmt og þægilegt að vera í áskrift að Dynamics NAV þar sem rekstrarkostnaðurinn er þekktur, greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslur og hýsingu, í fullkomnu og öruggu tækniumhverfi. Innifalið í því er vistun gagna, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.

Hýsing er hagkvæmur kostur
Hýsing á bókhaldsþjónustu er hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hægt er að fjölga eða fækka notendum eftir þörfum og kostnaður við uppsetningar er lítill þar sem engin þörf er á kaupum á miðlægum tölvubúnaði eða hugbúnaðarleyfum.

Hýsingin gerir bókhaldið aðgengilegt hvar sem er í heiminum. Gögnin eru geymd í hátæknitölvuverum, í einu öruggasta og öflugasta gagnaveri heims, Microsoft Azure. Færustu sérfræðingar Microsoft sjá um að gögnin séu örugg og hægt sé að nálgast þau hvar og hvenær sem er.

Hugbúnaðargerð og þjónusta jafn mikilvægir þættir

Wise lausnir státa af öflugum hópi sérfræðinga með áratuga reynslu í Microsoft lausnum. Jafnframt hefur fyrirtækið sjálft hannað fjölda lausna fyrir íslenskan markað og auk þess náð góðum árangri í útflutningi á sínum lausnum og þjónustu.

 

Starfsemin byggir á hugbúnaðargerð en jafnframt er þjónustan við viðskiptavinahópinn mjög mikilvæg. Þannig má segja að starfsemin sé tvískipt, annars vegar hugbúnaðargerðin þar sem eru um 40 starfsmenn og hins vegar þjónustan og ráðgjöfin þar sem fyrirtækið hefur yfir öðrum eins hópi sérfræðinga á að skipa.

Nánari upplýsingar um starfsemi Wise lausna er að finna á vefsíðunni www.wise.is.