The Saga Bites: Fiskisnakk fyrir fólk á ferðinni

The Saga Bites er ný vara sem kom á markað ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða íslenskan þorsk sem hefur verið þurrkaður í einum háþróaðasta þurrkunarklefa á Íslandi, sem gerir það að verkum að bitarnir verða bæði stökkir og bragðgóðir – og minna um leið á eitthvað sem kalla mætti fiskisnakk.

Umbúðir The Saga Bites hafa einstakt útlit þar sem þemað er tengt við víkingasögu Íslands og hver bragðtegund tileinkuð sérstökum karakter úr sögunni. Umbúðirnar eru hannaðar með það í huga að ná til bæði ferðamanna og Íslendinga og henta vel bæði sem gjafavara eða minjagripur. The Saga Bites er einnig hentugt fyrir fólk á ferðinni en snakkið smell passar í glasahaldara í bílum og er varan frábært nesti fyrir gönguhópa, útivistarfólk eða fólk sem vill tileinka sér hollan og heilbrigðan lífsstíl.

Fjórar bragðtegundir hafa verið þróaðar og er nú þegar hafin sala á tveimur þeirra. Fyrri bragðtegundin er tengd við Leif Heppna (original/salt) og sú seinni við Eirík Rauða (rauð kryddblanda). Næsta bragðtegund sem kemur á markað er kennd við Gretti Sterka og er hún með framandi karrýblöndu.

Varan er í stöðugri þróun og að sjálfsögðu munum við svo taka inn kvenkyns karakter úr sögunni og erum við með miklar væntingar fyrir þeirri bragðtegund, sem því miður er ekki hægt að tilkynna að svo stöddu

segir hinn framsækni Hjörleifur Davíðsson, einn af eigendum The Saga Bites.

Í hverjum stauk eru 50 grömm af harðfisksbitum sem innihalda 42 grömm af próteini, lítið af kolvetnum og mikið af Omega 3 fitusýrum. Það skal tekið fram að fiskisnakkið inniheldur engin aukaefni þar sem aðeins 100% náttúruleg hráefni eru notuð við framleiðsluna.

Hægt er að kynna sér The Saga Bites nánar hér á Facebook.