Íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar: Kólnun á markaði?

Meðalverð á fermetra í fjölbýli í hverfum 107 og 109 lækkaði á milli annars og þriðja ársfjórðungs. Um er að ræða póstnúmer í Vesturbænum og Seljahverfi. Í Vesturbænum fór meðalverð úr 496 þúsund niður í 488 þúsund á fermetra en það er lækkun um tæp tvö prósent. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Fasteignaverð hefur risið hratt á síðustu árum. Árið 2013 var verð í byrjun árs í Breiðholti um 218 þúsund á fermetra og fór upp í 390 þúsund á þessu ári.

Í Seljahverfi er lækkunin talsvert meiri. Þar lækkaði verð á þessum tíma úr 374 þúsund niður í 349 þúsund. Segir í Morgunblaðinu að þetta bendi til kólnunar á markaði. Þess má þó geta á öðrum stöðum í Breiðholti hækkaði verð á fermetra á þessu tímabili sem og í miðborginni.