Þetta eru verstu ósiðir fólks samkvæmt stjörnumerkjunum

Sumir naga neglur, aðrir bölva hátt og enn aðrir stara á símann sinn öllum stundum. En hvað á við hvern og einn? Hvað segja stjörnumerkin um þetta? Á vefsíðunni Yourtango var nýlega birt samantekt yfir þetta og finnst sumum hún eflaust ansi athyglisverð.

Vatnsberinn

Vatnsberinn á erfitt með að finna jafnvægi á milli þess að vera of hávær eða of veikur í framkomu. Þegar hann er í stuði fer mikið fyrir honum en þegar hann er þreyttur verður hann mjög rólegur.

Nautið

Nautið nagar neglur þegar það er stressað. Þess vegna er það svo oft með ljótar neglur. Það ætti að finna sér aðra leið til að glíma við stressið.

Tvíburinn

Tvíburar sjást nánast aldrei símalausir. Ef þú borðar með tvíbura er hann eða hún að öllum líkindum svo upptekin(n) af símanum sínum að þú efast um hvort viðkomandi sé að hlusta á þig. Tvíburar verða að átta sig á að það er mjög dónalegt að nota símann þegar þeir eru samvistum við annað fólk.

Krabbinn

Krabbar eru oft í öðrum heimi, dagdraumar heilla þá. Þeir eiga því stundum erfitt með að taka eftir þegar talað er við þá.

Ljónið

Versti ávani ljóns er að draga hlutina á langinn. Ef ljón er beðið um greiða segir það gjarnan já en er í rauninni alltof latt til að gera það sem þarf að gera. Það bíður oft fram á síðustu stundu með að framkvæma hlutina.

Meyjan

Meyjan hefur tilhneygingu til að vera aðeins of hreinskilin. Þegar hún er beðin um álit á einhverju skefur hún ekki utan af skoðunum sínum. Það er stundum í lagi að draga aðeins úr því sem sagt er en meyjan veit bara ekki hvernig hún á að gera það.

Vogin

Vogin er ekki mikið fyrir augnsamband og horfir oft ekki á þá sem hún tala við. Af þessum sökum heldur fólk að hún hafi ekki áhuga á því sem er verið að tala um en vogin er bara svona feimin.

Sporðdrekinn

Sporðdrekinn gleymir strax hvað hann eða hún sagði við fólk. Ef einhver biður sporðdrekann um að vísa sér veginn gleymir sporðdrekinn því um leið og viðkomandi er horfinn sjónum.

Bogamaðurinn

Bogamaðurinn á mjög erfitt með að einbeita sér að einum hlut í einu. Hann tekur snöggar ákvarðanir og skiptir hratt um skoðun. Þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja hlutina með bogamanni.

Steingeitin

Steingeitin deilir góðum ráðum í gríð og erg en fylgir þeim sjaldnast sjálf. Hún segir eitt en gerir annað. Hún veit vel hvað er best að gera en gerir það samt ekki.

Hrúturinn

Hrúturinn elskar að syngja og raula fyrir sjálfan sig. Stundum gleymir hann að aðrir eru til staðar. Það getur orðið ansi vandræðalegt.

Fiskurinn

Fiskurinn er orðljótur og bölvar of mikið sérstaklega þegar hann er reiður eða æstur. Hann hefur ekki stjórn á því sem hann segir og bölvar oft þegar það á ekki við, til dæmis nærri börnum.