Nart- ofáts- og sykurþörf er bara VANI, ekki sjúkdómur!

Kæri heilsuþyrsti lesandi.

Hvort þætti þér auðveldara að bæta eigin lífsgæði með því að meðhöndla gamlan vana eða sjúkdóm?

Gamlan vana?

Ef svo er, þá er það hárrétt hjá þér og það góða er að það sem stimplað er sem sjúkdómur í formi ofáts, óhóflegrar sykurísækni og sínarts er bara vani og því fullkomlega meðhöndlanlegt án vandkvæða.

Nartþörf, sykur“púki“ og ofát er vani, rúllandi prógramm inni í heilanum þínum, hannað af þér sjálfum sem þrífst á síendurtekningu vissrar rútínu og hefur myndað næsta ýmindaða þörf fyrir hinu og þessu sem þú mögulega misnotar í daglegu lífi og rýrir lífsgæði þín.

Sjúkdómsvæðingin í dag er út í hött að mínu mati því með því að sjúkdómsstimpla allt er um leið verið að draga styrk úr viðkomandi og gera hann að sjúkling að óþörfu og með því að gera það þá veigrar einstaklingurinn sér frá því að fást við sína „djöfla“ af því allt er gert svo erfitt í stað þess að nota hugarorkuna til þess að vinna bug á þessu meini.

Nokkur örráð:

- Skoðaðu rútínuna hjá þér. Hvar er vaninn að ryðja sér til rúms? Við hvaða aðstæður, í kringum hvaða aðilja og í hver konar tilfinningaástandi? Þegar þú kemst til niðurstöðu þar þarftu meðvitað að breyta rútínunni og hugsuninni í þeim aðstæðum, í kringum þá aðilja og í því tilfinningaástandi sem löngunin myndast því allt er þetta fyrirfram hannað prógramm af þér sjálfum og því einfaldlega hægt að búa til nýtt prógramm til að vinna bug á þessari ísækni.

- Hver er skammtavani þinn? Ertu ómeðvitað að skammta þér of stóra skammta samkvæmt vana og því heilinn orðinn vanur því að biðja um meira en hann þarf og maginn því vanur að upplifa tilfinningu útbelgingar? Ráðið við því er að taka meðvitaða ákvörðun í hvert sinn sem þú borðar að minnka skammtinn í takt við þín markmið því það tekur heilann skamman tíma að venjast nýjum venjum.

- Aðstæður eru mjög stór þáttur vanans, á hverju ári upplifirðu margskonar aðstæður, veislur, frí, ferðir, helgar, hversdöga ofl ofl. Allar aðstæður hafa sér sjálfsstýringu (autopilot) og því getur allt gengið svakavel heimafyrir í miðri viku en svo leysist allt upp í vitleysu þegar helgin kemur. Af hverju? Jú, af því þú hefur ekki búið til grunnrútínu. Ráðið við því er að breyta einum venjum við helgarnar, t.d að hafa þá prinsippreglu að ná 12.000 skrefum alla daga og borða morgunmat, líka um helgar því þegar heilinn skynjar að eitthvað er öðruvísi þá fer minningin um rútínuleysið út um gluggann og þar ertu í aðstöðu til að mynda nýjar venjur. Svo er vaninn bara eins og sturtan, þarf að hlúa að daglega til að viðhalda.

Endalaust er hægt að halda áfram með þetta en hafa ber í huga að meðvitund þarf að setja í allar ákvarðanir og stilla hugann í hvert sinn á markmiðin, ef þú hefur ekki markmið þá hefurðu ekki fasta rútínu, svo einfalt er það.

1. Settu markmið, þau sem þér líður vel með að hugsa til

2. Skráðu þau niður á blað, helst með mynd og dagssetningu

3. Hafðu þessi markmið við rúmstokkinn, ætíð sjáanleg þegar þú vaknar

4. Hugsaðu eingöngu um það sem þú vilt, ekki um það sem þú vilt ekki því hugurinn vinnur þannig að það sem þú einblínir huga þínum á dregurðu til þín með afli aðdráttar, ef þú hugsar: „Ég ætla ekki að borða nammi í dag“ þá ertu í raun að segja: „nammi nammi nammi nammi“ hugsaðu frekar „ég ætla að láta mér líða vel í lok dags og borða í samræmi við það“

5. Kláraðu daginn fyrir svefn, farðu alltaf sátt/ur að sofa því hver dagur byrjar með auðu blaði

6. Slepptu fortíðarhugsunum varðandi mistök, þær þjónuðu þér ekki þá og munu svo sannarlega ekki þjóna þér núna.

7. Hafðu fasta rútínu í öllum aðstæðum, einhverja prinsipprútínu sem þér líður vel með og eru í takt við þín markmið

 

8. Farðu yfir daginn í huganum í lok dags, hvað ertu ósátt/ur við? Innsæið svarar strax og það er þitt verkefni að laga fyrir næstu aðstæður

9. Varstu mataður af skaðlegum upplýsingum í garð eigins sjálfs í fortíðinni? Þær þjóna þér ekki og eru ekki sannar, þú þarft að losa þessar upplýsingar úr undirmeðvitundinni með því að vera stöðugt að hrósa sjálfum/sjálfri þér.

10. Dagsmantran, þyldu hana upp í upphafi hvers dags: Í dag er ég þakklát/ur fyrir og ánægð/ur með ........ og endaðu á að þakka fyrir daginn, haltu þessari orkutíðni út allan daginn.

Þú ert ekki sjúklingur nema þú ákveðir sjálf/ur að þú sért svo, en hafðu það fyrir vissu að heilinn þinn og þitt innsæi er fullkomlega í stakk búið til að mynda nýjar venjur, þær mynduðu þær gömlu og skaðlegu, ekki satt?

Lifið heil og vel 😊

Grenningarráðgjafinn. http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn