Slökkviliðið í Bónus í Skeifunni vegna reyksprengju

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að verslun Bónus í Skeifunni rétt fyrir kl. 13 í dag. Í ljós kom að einhverskonar reyksprengja var sprengd í anddyri verslunarinnar.

Samkvæmt Morgunblaðinu var reykurinn að mestu horfinn þegar slökkvilið mætti á vettvang.

Engum varð meint af en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.