Til að komast að því hvort þetta væri réttur hundur gerðu þeir eitt mjög krúttlegt – Yndislegt myndband

Lögreglunni í Ísrael tókst að bera kennsl á týndan hund með því að athuga hvort hann syngur við uppáhaldslagið sitt.

Eigandi hundsins tilkynnti hann týndan. Hann sagði að það væri auðvelt að bera kennsl á hundinn en það væri hægt með því að spila eða syngja uppáhaldslagið hans og athuga hvort hann syngur með. Uppáhaldslagið hans er þemalagið við ísraelska þáttinn shemesh eða teiknimyndaþættina Arthur.

Lögreglan fékk tilkynningu um vannærðan hund sem hafði fundist og fóru á vettvang. Þeir töldu að um hundinn væri að ræða og höfðu samband við eigandann til að athuga hvort þetta væri réttur hundur.

Hins vegar sagði eigandinn að það væri ekki nauðsynlegt þar sem lögreglan gæti auðveldlega komist að því hvort um réttan hund væri að ræða með því að spila annað hvort lagið.

Lögregluþjónarnir tóku upp snjallsímann og spiluðu þemalag Shemesh og eins og sést í meðfylgjandi myndbandi söng hundurinn hátt og snjallt með.

Í myndbandinu sést einnig eigandinn koma og sækja hundinn og eru þeir rosalega ánægðir að sjá hvorn annan.