María fer til Guatemala að taka upp lag: „Ég elska þegar tónlist segir manni sögu“

María Viktoría er 24 ára tónlistarkona sem býr í Laugardalnum. Hún var að gefa út lag sem heitir Rainy Rurrenabaque á Youtube og Spotify. Lagið fjallar um lítinn stað í Norður-Bólívíu rétt við Amasónskóginn. Árið 2016 skrapp hún til Suður-Ameríku með bakpoka, lítinn gítar og lítil sem engin plön.

„Þetta var frekar mikið ævintýri að henda sér út í óvissuna en ég mæli með þessu fyrir alla,“ segir María. Lagið Rainy Rurrenabaque byrjaði sem ljóð og það samdi hún í koju á hosteli í La Paz.

Þannig byrja flest lögin mín, þau byrja sem ljóð. Mér hefur alltaf fundist textinn vera aðalatriðið í tónlist. Ég elska þegar tónlistin segir manni sögu. Þetta lag fjallar manneskju sem ég kynntist í ferðalaginu og ég hætti við plönin mín og elti hana í frumskóginn.

María Viktoría ólst upp í Svíþjóð og hefur verið að semja lög og ljóð síðan hún var lítil. Fyrsta lagið sem hún samdi gerði hún þegar ég var 11 ára. Lagið var á sænsku og hét Äkta vanner (Sannir vinir) og samdi hún það til besta vin síns á þeim tíma. Svo komu næstu lögin fljótt á eftir því. Hún tók þátt í hæfileikakeppni með eitt lögunum sínum 13 ára og það vakti athygli lenti á netinu og í blaðinu í Svíþjóð.

Þetta var mjög spennandi og stórt á þeim tíma. 10 mínútur af frægð 13 ára,

segir María. Lög Maríu byggja á persónulegum upplifunum.

„Oftast eru þetta upplifanir sem hafa vakið sterkar tilfinningar hjá mér og ég finn þörf til að miðla þeim í texta sem verða svo að lögum,“ segir María og lýsir því sem svo að henni finnst lögin vera tilbúin áður en hún semur þau.

Mér líður oft eins og ég séu löngu búin að gerjast í undirmeðvitundinni löngu áður en ég sem þau

segir hún og hlær.

Hlutir sem geta verið of óþægilegir eða erfiðir að tala um virka oft fullkomið inn í lagatexta.

Fyrir utan það að vera tónlistarkona er vinnur María í Gjafir Jarðar á laugaveginum og er líka meðlimur í sjálfboðaliðasamtökunum Stelpur Rokka! og næst á dagskrá er ráðstefna til Philadelfia með þeim og svo mánaðardvöl í Guatemala þar sem hún ætlar að taka upp lag í stúdíó hjá Hönnunarsetri PDC sem Töfrastaðir eru að vinna a og ferðast um.

Næstu tónleikar hennar eru á Vínýl þann 19 apríl  kl 20.00 með þeim Dread Lightly (Arnaldur Ingi) og Stuntbird.