Neil deGrasse Tyson sannar í eitt skipti fyrir öll að Jörðin er ekki flöt - Myndband

Það er enn fólk í veröldinni sem trúir því að Jörðin sé flöt. Sá hópur fólks er kallaður „Flat Earthers“ og héldu meðal annars ráðstefnu á síðasta ári.

Sjá einnig: Af hverju heldur fólk enn þá að Jörðin sé flöt?

Nú hefur Neil deGrasse Tyson sannað eitt skipti fyrir öll að Jörðin er ekki flöt. Hann notar skugga Jarðarinnar á tunglinu sér til rökstuðnings.


Af hverju ætli fólk haldi því enn fram að Jörðin sé flöt?

Við búum í landi með misheppnað menntakerfi. Kerfið okkar þarf að þjálfa okkur í að vita ekki aðeins það sem við vitum, heldur einnig hvað okkur finnst um upplýsingar og kunnáttu. Ef þú hefur ekki þess konar þjálfun þá geturðu trúað hverju sem er,

segir Neil deGrasse Tyson.