Börn sjá plastmengun í sjónum: „Þetta er ógeðslegt“

Tólf milljón tonn af plasti enda í sjónum hvert ár. The Eco Experts sýndi börnum myndir af plastmengun í heimshöfunum.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.


Fyrst báðu rannsakendur börnin um að teikna myndir af dýrum í sjónum. Börnin teiknuðu fisk, skjaldbökur, krabba og hval. Síðan var börnunum sýndar myndirnar. Börnin voru hneyksluð við ásýndinni.

„Það er örugglega hræðilegt fyrir dýrin að vera þarna með allt þetta drasl,“ sagði einn.

„Þetta er frekar ógeðslegt. Ég myndi ekki vilja fara þangað,“ sagði annar.

Ein stúlkan vorkennir dýrunum. „Þau hafa ekki gert neitt rangt,“ sagði hún. 

Að lokum voru börnin spurð hvernig þau telja að það sé hægt að finna lausn á vandanum. 

„Mér finnst að við ættum að vera tillitsamari þegar við gerum hluti og hugsa almennilega um afleiðingar gjörða okkar,“ sagði ein stúlkan.