Bíórefurinn býður upp á gæðamyndir: Phantom Thread ein besta mynd síðasta árs sýnd í kvöldKvikmyndin Phantom Thread verður sýnd í kvöld kl. 20 í AXL sal Laugarásbíós. Myndin er nýjasta kvikmynd hins virta Paul Thomas Anderson, sem á að baki myndir einsog Boogie Nights, There Will be Blood og The Master). Í aðalhlutverki er hinn frábæri leikari Daniel Day-Lewis, en hann hefur gefið út að þetta sé hans síðasta hlutverk á skjánum.

Það er Bíórefurinn sem sér um bíósýninguna, en Bíórefurinn er hlutlaus lítill áhugarefur um kvikmyndir sem teljast öðruvísi, æðislega spes eða til hárra gæða almennt. Hann sér um að standa að sérstökum sýningum á myndum sem rata ekki í almenna bíódreifingu hér á landinu litla, til þess að deila gleðinni með öðrum sem kunna að meta gott á stóru bíótjaldi.

Í Phantom Thread kynnumst við farsæla og vanafasta klæðskeranum Reynold Woodcock (Day-Lewis) sem sérhæfir sig í viðskiptum við hástéttina í London í kringum árið 1960. Dag einn, þegar Woodcock ferðast utan borgarinnar á matsölustað, kynnist hann þjónustustúlkunni Ölmu (Lesley Manville) sem á eftir að gjörbreyta veröld hans og rútínu á máta sem hann gat ómögulega fyrirséð. 

Myndin hlaut sex Óskarstilnefningar, meðal annars fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta leikara í aðalhlutverki, bestu leikkonu í aukahlutverki, bestu kvikmyndatöku og búningahönnun. Myndin fékk Óskar fyrir búningahönnun.

Gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir af myndinni, hún er með einkunnina 90 á Metacritic og 91% á Rotten Tomatoes. Við hvetjum sem kunna að meta vandaðar kvikmyndir að upplifa Phantom Thread á einu stærsta tjaldi landsins.

*Athugið að sýningin verður textalaus.*

Miða má fá hér.