Brooklyn Beckham: Nýjasta húðflúrið er til heiðurs mömmuFrumburður Beckham hjónanna, hinn 18 ára gamli Brooklyn, deildi mynd af nyjasta húðflúrinu á Instagram og er það til heiðurs mömmu hans. 

Flúrið er hjarta og rósir með borða með orðunum Mamma á.


Áður var Brooklyn búinn að fá sér flúr með fæðingarári föður síns, töluna sjö fyrir Harper litlu systur og bræður hans eru ekki undanskildir, en Brooklyn er með DVBRCH á rifbeinunum, upphafsstafi allra í fjölskyldunni.