Léku á bæjaryfirvöld í áratug – Földu íbúðarhús bak við bílskúrshurð

Par fékk háa sekt eftir að í ljós kom að bílskúrinn þeirra var í raun og veru hús sem búið var að dulbúa sem bílskúr. Reeta Herzallah og Hamdi Almasri sóttu um að byggja lítið íbúðarhúsnæði á lóðinni sinni í Leicester á Englandi fyrir rúmum áratug en fengu neitun frá skipulagsyfirvöldum. Þau fengu hins vegar leyfi til þess að byggja bílskúr og allt leit út fyrir að það hafi verið lokaniðurstaðan.

Þegar byggingarfulltrúi gerði úttekt á bílskúrnum nýverið kom hið sanna í ljós. Bílskúrinn var í raun íbúð í útleigu sem búið var að dulbúa sem bílskúr.

Þau Reeta og Hamdi voru sektuð fyrir rúmlega 300 þúsund krónur og þurfa að breyta íbúðinni í bílskúr.