Kínversk stjörnuspeki: Í hvaða dýramerki ertu og hvað segir það um þig?

Kínversk stjörnuspeki er gjörólík þeirri vestrænu, en jafn skemmtileg að skoða og pæla í. Kínversku stjörnumerkin eru tólf; rottan, uxinn, tígrisdýrið, kanínan, drekinn, snákurinn, hesturinn, kindin, apinn, haninn, hundurinn og svínið. 

Hvert stjörnumerki nær yfir tólf mánuði og er þá miðað við gamla kínverska dagatalið þar sem nýtt ár byrjar á tímabilinu frá janúarlokum og fram í miðjan febrúar.

Rotta

Fæðingarár: 1912, 1924, 1936,1948, 1960, 1972, 1984, 1996, 2008

Fólk sem fæðist á ári rottunnar er hugmyndaríkt, heillandi og mjög örlátt gagnvart ástvinum sínum. Rottur eru sagðar vera ágengar, metnaðargjarnar, tortryggnar, valdasæknar og heiðarlegar. Þær eiga það til að vera skapstórar og of gagnrýnar. Hentugustu störf rottunnar eru á sviði sölumennsku, gagnrýnenda eða rithöfunda. Bestu makar rottunnar eru drekar og apar, en þær ættu hins vegar að halda sig frá hestum.

Uxi

Fæðingarár: 1913, 1925, 1937,1949, 1961, 1973, 1985, 1997, 2009

Uxar eru fullkomnir leiðtogar og foreldrar. Þeir eru einnig taldir heiðarlegir, hvetjandi, áhyggjulausir og íhaldssamir. Uxar eru sterkir einstaklingar, sem á tímum geta verið mjög þrjóskir. Bestu störf uxa eru á sviðum skurðlækninga, hershöfðingja eða hárgreiðslu. Hentugustu makar uxans eru snákar og hanar, en þeir ættu að forðast geitur.

Tígrisdýr

Fæðingarár: 1914, 1926, 1938,1950, 1962, 1974, 1986, 1998, 2010

Tígrisdýr eru alment viðkvæm, árásargjörn, ófyrirsjáanleg, heillandi, tilfinningarík og hugrökk. Þeim finnst gaman að taka áhættur og lifa áhyggjulausu lífi. Tígrisdýr eru góðir leiðtogar, könnuðir, kappakstursmenn eða nautabanar. Hentugustu makar tígrisdýrsins eru hestar og hundar, en apar geta hinsvegar valdið þeim vandræðum.

Kanína

Fæðingarár: 1915, 1927, 1939,1951, 1963, 1975, 1987, 1999, 2011

Fólk sem fæðist á ári kanínunnar er vinalegt, hæfileikaríkt og samviskusamt. Kanínur kunna vel að meta friðsæld og öryggi og þær hafa mjög glaðlegt lundarfar. Kanínur eiga það til að vera of tilfinningaríkar og yfirborðskenndar. Þær forðast ágreining og eru hræddar við að skuldbinda sig um of í samböndum. Kanínur eru íhaldssamar og varkárar í gjörðum sínum. Þeim finnst ekki gaman að taka áhættur, sem gerir þær að frábæru viðskiptafólki. Aðrar hentugar starfsgreinar eru lögfræði, opinberi geirinn eða leiklist. Hentugustu makar kanínunnar eru geitur eða svín, hana ættu kanínur hinsvegar að forðast.

Dreki

Fæðingarár: 1916, 1928, 1940,1952, 1964, 1976, 1988, 2000, 2012

Drekar eru oft gáfaðir, hæfileikaríkir, ráðríkir, háværir, montnir og mislyndir, en einnig vinsælir og farsælir. Þeir eru ákafir og lífsglaðir einstaklingar. Drekar virðast oft ófeimnir og opinskáir, en eru í raun og veru mjög ljúfir og hjartagóðir. Bestu störf fyrir drekann eru á sviði lista, presta, stjórnmálamanna eða leiðtoga. Hanar og snákar eru bestu makarnir fyrir drekann, hinsvegar getur samband við geit valdið vandræðum.

Snákur

Fæðingarár: 1917, 1929, 1941,1953, 1965, 1977, 1989, 2001, 2013

Fólk sem fæðist á ári snáksins er hnyttið, ástríðufullt, ákveðið, rómantískt, ákaft, heillandi og gáfað, en einnig hégómafullt. Kvenkyns snákar eru oft líkamlega aðlaðandi. Snákar eiga það til að hlusta á innsæi sitt og þéna mikla peninga, en reyna einnig að vera sparneytnir. Bestu störf snáksins eru á sviði kennara, heimspekinga, rithöfunda eða sálfræðinga. Hentugustu makar snáksins eru hanar eða uxar. Svín eru aftur á móti ekki ákjósanleg fyrir snáka.

Hestur

Fæðingarár: 1918, 1930, 1942,1954,1966, 1978, 1990, 2002, 2014

Hestar eru duglegir, gáfaðir, vinalegir, jákvæðir og vinsælir, en einnig óþolinmóðir. Hestar eiga það oft til að telja sig betri en aðra og þeir ættu að passa sig á því að verða ekki of hrokafullir. Bestu störfin fyrir hesta eru á sviði ævintýramanna, ljóðskálda, stjórnmálamanna og vísindamanna. Hentugustu makar hestsins eru tígrisdýr eða hundar, en ekki rottur.

Geit

Fæðingarár: 1919, 1931, 1943,1955, 1967, 1979, 1991, 2003, 2015

Fólk sem fæðist á ári geitarinnar er skapandi, listfengið, ástríðufullt, fágað, hjartahlýtt, heillandi og heiðarlegt. Hins vegar getur það einnig verið svartsýnt, feimið, óskipulagt og viðkvæmt. Geitur eru afslappaðar, kvarta auðveldlega og eru næmar fyrir álagi, en einnig mjög úrræðagóðar. Hentugustu störf geitanna eru á sviðum leiklistar og garðyrkju. Bestu makarnir fyrir geitur eru annaðhvort kanínur eða svín, en ekki uxar.

Api

Fæðingarár: 1920, 1932, 1944,1956, 1968, 1980, 1992, 2004, 2016

Apafólk er gáfað, útsjónarsamt og skemmtilegt, en einnig ófyrirsjáanlegt og oft kjarklaust. Þökk sé óvenjulegum og fjölbreyttum persónuleika þeirra eiga apar stóran vinahóp og eru vel liðnir af öllum. Apar geta náð langt í hvaða starfi sem er. Bestu makar apans eru drekar eða rottur. Tígrisdýr ættu þeir að forðast.

Hani

Fæðingarár: 1921, 1933, 1945,1957, 1969, 1981, 1993, 2005, 2017 

Fólk sem fæðist á ári hanans er duglegt, hugrakkt, gáfað, hrokafullt, hirðulaust, sjálfselskt og sérviturt. Hönum þyrstir í kunnáttu, eru ákafir í vinnu sinni og sterkir í ákvarðanatökum.Þeir eru leiknir í starfi sínu og veita smáatriðum athygli, svo mikið að öðrum gæti þótt það hrokafullt. Bestu störf hana eru á sviði veitingahúsrekanda, rithöfunda, hermanna eða heimsferðalanga. Hentugustu makar hanans eru annaðhvort uxar eða snákar, en kanínur ætti að forðast.

Hundur

Fæðingarár: 1922, 1934, 1946,1958, 1970, 1982, 1994, 2006, 2018

Hundar eru rólegir, gáfaðir, heiðarlegir, örlátir, þrjóskir, dyggir og trúir þeim sem eru þeim kærastir. Hundar eru góðir hlustendur, ákafir, en einnig tortryggnir og geta auðveldlega látið kvíðann heltaka sig. Hundar hafa sífelldar áhyggjur, eru hvassyrtir og eiga það til að finna annmarka á öllu, sem gerir þeim lífið stundum erfitt. En hundar eru farsælt fólk í eðli sínu. Þeir eru framúrskarandi viðskiptafólk, aðgerðarsinnar, kennarar og jafnvel leynilögregluþjónar. Ákjósanlegustu makar hundsins eru tígrisdýr eða hestar, en þeir ættu hinsvegar að vera á varðbergi gagnvart drekum.

Svín

Fæðingarár: 1923, 1935, 1947,1959, 1971, 1983, 1995, 2007, 2019 

Fólk sem fæðist á ári svínsins er yfirleitt heiðarlegt, áreiðanlegt, trútt, þolinmótt, feimið, ástúðlegt, alúðlegt og hvatvíst, en einnig skapstórt. Svín eru fullkomnir félagar og eru vitsmunaleg og mjög þrá þegar kemur að því að ná einhverju markmiði. Á hinn bóginn geta þau verið mjög einföld. Svín þyrstir í þekkingu sem hjálpar þeim að ryðja brautina að velgengni, en veraldlegur metnaður þeirra gerir þau oft pirruð. Svín geta tileinkað allt líf sitt góðum málstað. Svín eru farsæl á sviði fjármála, skemmtunar eða lögfræði. Geitur, kanínur og önnur svín eru ákjósanlegustu makarnir fyrir svínið.

Hvernig eiga merkin saman?

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa hvernig merkin eiga saman:
1 þýðir að merkin passi illa saman, 2 þýðir að merkin eigi frekar illa saman, 3 þýðir að leggja þurfi vinnu í sambandið, 4 þýðir að merkin passi frekar vel saman og 5 þýðir að merkin eiga vel saman.