Var ósáttur við hávaða úr samkvæmi og veittist að gestum

Klukkan 00:42 í nótt var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Karlmaðurinn mun hafa verið ósáttur með mikinn samkvæmishávaða og önnur læti sem eiga að hafa fylgt samkvæminu. Hann veittist að gestum og skemmdi bifreið. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Lögreglan stöðvaði sex ökumenn í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.