Rekin úr setustofu á flugvelli fyrir að vera í Ugg stígvélum

Ugg stígvélin njóta mikilla vinsælda víðs vegar um heiminn. Þeir eru kannski ekki álitnir vera mjög töff eða flottasta tískufyrirbærið, en þeir eru rosalega þægilegir. 

Þegar maður ferðast eru þægindin oftast manni efst í huga. Þú gætir samt viljað hugsa þig tvisvar um ef þú ætlar að ferðast í Uggs, sérstaklega ef þú ert að ferðast með fínni og dýrari flugfélögum.

Kona heldur því fram að hún hafi verið rekin úr „Business Class“ setustofu ástralsks flugfélags fyrir að klæðast Uggs stígvélum. 


Joanne er ekki sátt við flugfélagið. Hér má sjá hana klæðast Ugg stígvélunum frægu.

Joanne Catherall tjáði sig um atvikið á Twitter. 

Flugfélagið svaraði Joanne og vísaði í reglur flugfélagsins um klæðnað í setustofunni. Joanne var ekki sátt við svarið og spurði hví Ugg stígvél sem hún klæddist utandyra væru talin náttföt.