Ný lyf sem skynja inntöku og láta lækna vita

Ný reglugerð í Bandaríkjunum hefur gefið leyfi fyrir útgáfu af töflum sem hafa í sér skynjara sem sendir skilaboð í farsíma sjúklinganna og lætur læknirinn vita að viðkomandi hafi tekið lyfin sín á réttum tíma. 

BBC greinir frá því að lyfin sem um ræðir séu fyrir einstaklinga með geðklofa og þá sem fara í svokallaðar maníur. Settur er sérstakur plástur á einstaklinginn sem skynjar þegar lyfin hafa verið tekin inn og sendir upplýsingar í síma viðkomandi.

Ef sjúklingurinn hefur skrifað undir leyfi þá fara upplýsingarnar einnig til læknisins sem skrifaði upp á lyfið.

Sérfræðingar vona að þetta komi í veg fyrir að sjúklingar sleppi því að taka lyfin sín en Abilify MyCite fyrirtækið sem framleiðir lyfin hefur þó tekið fram að ekki sé hægt að greina inntöku þeirra í rauntíma þar sem einhver tímaskekkja getur alltaf verið til staðar.