Tíu mánaða gamall drengur vegur 28 kíló: „Ég hélt ég hefði svona góða brjóstamjólk“

Móðir tíu mánaðar gamals barns sem vegur um 28 kíló hélt að ástæðan fyrir ofþyngd barnsins væri vegna þess hvað hún hefði góða brjóstamjólk. Læknar hafa nú greint hann með sjúkdóm sem kallast Prader-Willi.   

Metro greinir frá því að Luis Manuel Gonzales hafi fæðst í kringum þrjú og hálft kíló eins og eldri bróðir hans sem er þremur árum eldri. Á tíu mánuðum hefur Luis þyngst upp í rúm 28 kíló vegna Prader-Willi sjúkdómsins sem hann fæddist með og er genasjúkdómur sem lætur börn hafa stanslausa matarlyst og litla vöðva.

 
Mynd/Getty

Fjölskylda Luis býr í Mexíkó og þurfa þau að mæta fjórum sinnu í viku á spítalann með hann í blóðprufur.

Það er virkilega sárt að horfa upp á hjúkrunarfræðingana leita að æðum í fitunni á höndunum á honum. 

Segir Mario Gonzales faðir drengsins.

 
Mynd/Getty

Þrátt fyrir stanslausar rannsóknir er í raun ekki vitað hvað er að né hvað sé hægt að gera fyrir hann en líklegt er að Luis muni þurfa að gangast undir hormónameðferð sem verður fjölskyldunni mjög dýrkeypt.

Sérfræðingur í næringarfræði hafði samband við fjölskylduna og fékk hún að rannsaka Louis. Telur hún að hann sé ekki að þjást af Prader-Willi sjúkdómnum heldur hafi næring móðir hans á meðgöngu skort ákveðin næringarefni sem gerir það að verkum að kirtlar sem sjá um efnaskipti í líkama Louis starfi ekki rétt.

Luis virðist vera mjög hamingjusamt barn sem hlær mikið en talið er líklegt að hann muni aldrei geta gengið eða skriðið heldur einungis setið.