Hversu líklegt er að fá hjartastopp þegar þú stundar kynlíf?

Margir frægir menn hafa látist á meðan þeir voru að stunda kynlíf og er orsökin yfirleitt leidd til hjartaáfalls. Ný rannsókn skoðaði hvort karlmenn þurfi virkilega að hafa áhyggjur af því að látast úr hjartastoppi þegar þeir stunda kynlíf.  

Metro greinir frá því að rannsóknin sem fór fram á hjartastofnuninni Cedar-Sinai í Los Angeles hafi komist að því að litlar líkur séu á því að fólk fái hjartastopp á meðan eða stuttu á eftir kynlíf en karlmenn eru þó í meiri áhættuhópi heldur en konur. 

Áður hefur verið rannsakað kynlíf og hjartaáföll en meiri líkur eru á því að viðkomandi sem fær hjartaáfall nái að komast á sjúkrahús áður en hann lætur lífið. 

Dr. Sumeet Chuch var einn af þeim sem leiddi rannsóknina og vildu þeir skoða líkurnar á hjartastoppi í eða eftir kynlíf þar sem það er alvarlegra og leiðir oftar til dauða heldur en hjartaáfall.  

Á þrettán árum skoðuðu þeir yfir 4500 einstaklinga sem fengu hjartastopp, af þeim voru 34 einstaklingar sem fengu hjartastopp á meðan þeir stunduðu kynlíf eða innan við klukkutíma eftir á. Einungis tvær konur voru í hópi þeirra sem fengu hjartastopp og hinir 32 voru karlmenn.