Vöffluauglýsing Framsóknar slær í gegn: „Kosningaauglýsingin sem verður ekki toppuð í ár“

Auglýsing Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ hefur slegið í geng á samfélagsmiðlum og hrósa jafnvel hörðustu andstæðingar flokksins henni. 

Auglýsingin er einföld og sýnir Jóhann Friðrik, sem skipar fjórða sæti í Suðurkjördæmi, haldandi á disk smekkfullum af vöfflum. „Komdu í vöfflukaffi á föstudaginn 13. okt, kl. 16.00. Annars þarf ég að borað allar vöfflurnar sjálfur!,“ segir svo í texta auglýsingarinnar. 

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og Vinstri grænn, deilir auglýsingunni á Facebook og skrifar: „Ég mun ekki leggja það í vana minn að deila auglýsingum Framsóknarmanna, en þessi frá Framsóknarmönnum í Reykjanesbæ Iceland er sú strangheiðarlegasta.“ 

Líf Magneudóttir skrifar athugasemd og segir þau verða að mæta. Paul Fontaine, áður varaþingmaðru VG, skrifar: „Þetta er án gríns besta auglýsingin sem ég hef nokkurn tímann séð.”

Egill Helgason skrifar jafnframt um auglýsinguna á síðu sinni á Eyjunni og segir: „Framsóknarmenn eru frægir fyrir vöfflurnar sínar. Og þetta er kosningaauglýsingin sem verður ekki toppuð í ár. Algjör negla, eins og einhver sagði.