Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn: Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

Kísilsteinefnið geoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að kísill gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og er honum nauðsynlegur. Kísill er sérstaklega mikilvægur fyrir heilsu beina enda örvar hann myndun kollagens í líkamanum, en kollagen er helsta uppistaða bandvefjar sem er að finna í beinum, húð, hári, nöglum, liðböndum, sinum og brjóski.

Kísill hjálpar einnig kalki að koma sér fyrir í beinvef og er því mikilvægt að taka inn kísil samhliða kalkinntöku til að kalkið nýtist sem best. Inntaka kísilsteinefnis gæti haft fyrirbyggjandi áhrif gegn beinþynningu.

Kísilsteinefnið geoSilica styrkir bandvef, styrkir hár og neglur og vegna betri myndunar kollagens getur inntaka kísilsins stuðlað að sléttari og fallegri húð.

Fyrirtækið geoSilica Iceland hefur þróað vöruna, framleiðir hana og selur. Þau Fidu Abu Libdeh og Burkni Pálsson, ásamt Ögnum ehf., stofnuðu fyrirtækið árið 2012. Um haustið það ár fékk geoSilica verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs til rannsókna og þróunar á vörunni. Hún kom síðan á markað í desember árið 2014: 100 prósent hágæða náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku.

Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn

geoSilica hefur eflt mjög vöruþróun á síðustu misserum og hafa nýjar vörur frá fyrirtækinu slegið rækilega í gegn. geoSilica kísilsteinefni eru á metsölulistanum Top 10 Best Sellers in Silica Mineral Supplements á Amazon US.

geoSilica býður nú upp á eftirfarandi vörulínu:
.


geoSilica kísill
.

geoSilica kísill -Íslenskt kísilsteinefni

Vítamín og steinefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Líkaminn er fær um að framleiða sum vítamín sjálfur en hann er ekki fær um að framleiða steinefni.  

Kísill er okkur lífsnauðsynlegur og hefur oft verið kallaður hið gleymda næringarefni. Hann er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir mikilvægu hlutverki í myndun og styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið beinvefur, sinar, liðbönd og húð. Kísilsteinefni geoSilica er unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku vatni og inniheldur því engin aukaefni.geoSilica Renew
.

geoSilica Renew - Fyrir húð, hár og neglur

Rannsóknir sýna að kísill stuðlar að skilvirkari myndun kollagens í líkamanum. Þannig getur geoSilica Renew styrkt húðina og gert hana stinnari. geoSilica Renew getur einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af völdum of mikils sólarljóss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt. Sink og kopar eru  lífsnauðsynleg steinefni  en rannsóknir sýna að þau stuðla að styrkingu nagla og hárs auk þess að minnka hárlos og klofna enda.

 

 
geoSilica Recover
.

geoSilica Recover - Fyrir vöðva og taugar

Kísilsteinefni styrkir allan bandvef líkamans t.d. brjósk, sinar og liðbönd. Þannig getur geoSilica Recover dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega hreyfingu. geoSilica Recover er magnesíumbætt, en magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem dregur úr þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins.

 

 
geoSilica Repair
.

geoSilica Repair - Fyrir liði og bein

geoSilica Repair getur aukið beinþéttni en rannsóknir sýna að dagleg inntaka kísils getur dregið úr beinþynningu og jafnvel hægt á henni á byrjunarstigi, sérstaklega hjá konum. geoSilica Repair er manganbætt en það á ríkan þátt í að viðhalda eðlilegum beinvexti s.s. myndum brjósks og liðvökva og er nauðsynlegt heilbrigði tauga og ónæmiskerfis.

GeoSilica kísilsteinefnið fæst í heilsuvörubúðum, öllum helstu apótekum, Nettó og öllum verslunum Hagkaupa. Varan er einnig til sölu í vefverslun á heimasíðu geoSilica, geosilica.is. Þar er jafnframt að finna ítarlegan og aðgengilegan fróðleik um vöruna.