Rassstórar konur eru heilbrigðari en þær rassminni

 Áhugi á konum með stóra sitjanda er ekki neitt nýtt fyrirbrigði en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að konur séu með stóran rass er ekki aðeins gott út frá fagurfræðilegu sjónarmiði (að margra mati) heldur er einnig ákveðinn heilsufarslegur ávinningur af því.

Í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í tímaritinu Cell Metabolism kemur að sögn indy100.com fram að konur sem eru með aðeins meiri fitu á neðri hluta líkamans eru síður líklegar til að fá hjartaáfall, heilablóðfall og sykursýki.

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir konur eins og Kim Kardashian, Jennifer Lopez og Nicki Minaj. En hver er skýringin á þessu?

Á vef indy100.com kemur fram að fita í neðri hluta líkamans sé eins og svampur og geti komið í veg fyrir að meiri fita nái til mikilvægra líkamshluta eins og hjartans og lungna.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að fólk sem er perulaga í vexti er miklu heilbrigðara en þeir sem eru eplalaga. Þeir eplalaga eru líklegri til að vera með fitu á miðjum líkamanum og hún getur losnað og borist út í blóðið og aukið magn blóðfitu og valdið sykursýki.

Þetta á við um bæði kynin en mesti heilsufarsávinningurinn var í konum, sem ekki voru komnar að tíðahvörfum, en líkamar þeirra geyma oft meiri fitu neðarlega en líkamar karla gera.

Á vef indy100.com kemur fram að þetta hafi þó ekki átt við konur í yfirþyngd sem voru þegar komnar með hjarta- og lungnavandamál vegna þeirrar miklu fitu sem þær eru þegar með.

Það voru vísindamenn við háskólann í Tubingen í Þýskalandi sem framkvæmdu rannsóknina að sögn indy100.com.