23.05 2017 - 09:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Munu launakröfur Gylfa drepa áhuga Everton?

Enska götublaðið Mirror segir að Everton sé búið að ná samkomulagi við Swansea um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. Mirror segir þó að launakröfur Gylfi gætu gert út um það að hann fari til Everton í sumar.
22.05 2017 - 14:33 433/Hörður Snævar Jónsson

Milos endaði í Kópavoginum eftir fjöruga daga

Breiðablik hefur ráðið Milos Milojevic þjálfara meistaraflokks karla. Milos er reynslumikill þjálfari, einn af fáum þjálfurum á Íslandi með UEFA Pro...
22.05 2017 - 12:00

Fannar og Berglind fögnuðu sigri á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í Hveragerði og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Egils Gullmótinu sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru...
20.05 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Frjálsíþróttamenn á Akureyri ósáttir: „Kemur niður á árangrinum“

„Þetta kemur klárlega niður á árangrinum,“ segir frjálsíþróttamaðurinn Bjarki Gíslason sem segist hafa fengið nóg af takmörkuðu aðgengi...
19.05 2017 - 10:13 433/Hörður Snævar Jónsson

Heimir svarar stjóra Arons - Hann velur ekki íslenska landsliðið

Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins segir að Neil Warnock stýri ekki íslenska landsliðinu og að Heimir taki þær ákvarðanir sem séu...
18.05 2017 - 14:42 433/Hörður Snævar Jónsson

Gylfi ætlar ekki að vera með neitt vesen í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea kveðst ekki ætla að berjast fyrir því að fara frá félaginu í sumar. Mörg stærri lið hafa áhuga á Gylfa eftir...
18.05 2017 - 10:58 433/Hörður Snævar Jónsson

Formaður Breiðabliks – Tók á alla að reka Arnar úr starfi

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrudeildar Breiðabliks hefur sent stuðningsmönnum félagsins bréf. Bréfið ritar Ólafur í Facebook hóp þar sem...
17.maí 2017 - 14:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Hættir Aron Einar í fótbolta og fer í handbolta?

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins íhugar að taka eitt ár í handbolta áður en hann hættir í knattpsyrnu. Aron var mjög öflugur í handbolta áður en hann ákvað að velja fótboltann frekar.
16.maí 2017 - 13:29 433/Hörður Snævar Jónsson

Einn fremsti þjálfari sögunnar vildi ekki sjá það að stelpurnar myndu spila

Manchester City er orðið eitt stærsta og sterkasta liðið í kvennaboltanum á Englandi. City hefur sett mikið af fjármunum í kvennaboltann síðustu ár og fengið marga öfluga leikmenn.
16.maí 2017 - 10:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Það góða og það slæma – Dion Acoff eða Dion Acox

3. umferð Pepsi deildar karla fór fram um helgina en umferðinni lauk í gær með 1-1 jafntefli Vals og FH. Á sunnudag vann Stjarnan sinn fyrsta sigur á Breiðabliki í Kópavogi í 23 ár. Á sama tíma vann ÍBV góðan sigur á Víkingi.
15.maí 2017 - 20:01 433/Hörður Snævar Jónsson

Frábær tíðindi berast landsliðinu fyrir EM

Freyr Alexandersson og kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið frábær tíðindi nú tveimur mánuðum fyrir EM. Meiðsli hafa herjað á lykilmenn liðsins fyrir EM í Hollandi en þessi tíðindi styrkja liðið mikið.
15.maí 2017 - 15:43 433/Hörður Snævar Jónsson

Eiður Smári veit ekki hvort skórnir séu komnir upp í hillu

,,Ég er ekki formlega hættur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var gestur í Soccer AM á Englandi á laugaradginn. Eiður er án félags en hann þurfti að hætta við að spila á Indlandi fyrir jól vegna meiðsla.
15.maí 2017 - 13:07 433/Hörður Snævar Jónsson

Íhugar hallarbyltingu hjá Breiðabliki – Eiga ekki að reka knattspyrnulið

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Harmageddon um Pepsi deild karla og fyrrum kantmaður Breiðabliks er allt annað en sáttur með stjórn knattspyrnudeildar og ákvörðun hennar að reka Arnar Grétarsson úr starfi. Arnar var rekinn úr starfi fyrri tæpri viku eftir tvær umferðir...
(21-31) Boðtækni eldsneytisvöktun mai 2017
12.maí 2017 - 10:45 433/Hörður Snævar Jónsson

Arnar Grétarsson: Ég var í smá vandræðum í einkalífinu

Arnar Grétarsson verður gestur í þættinum 1á1 með Guðmundi Benediktssyni á Stöð2 Sport í kvöld. Þar mun margt áhugavert koma fram en Arnar var rekinn úr starfi hjá Breiðabliki á þriðjudag.
12.maí 2017 - 10:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Verður Gylfi dýrasti leikmaður í sögu Leicester í sumar?

Craig Shakespeare knattspyrnustjóri Leicester útilokar ekki að félagið muni kaupa sinn dýrasta leikmann í sögunni í sumar. Félagið borgaði 28 milljónir punda fyrir Islam Slimani síðasta sumara og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
11.maí 2017 - 14:26 433/Hörður Snævar Jónsson

Pistill sem allir ættu að lesa – Ekki gráta og gera svo ekkert

Bryndís Gunnlaugsdóttir fyrrum körfuboltakona skrifar pistil á Facebook síðu sína sem hefur vakið mikla athygli. Ástæða þess að Bryndís skrifaði pistilinn var auglýsing frá Icelandair sem birtist fyrst á þriðjudag. Auglýsingin er fyrir kvennalandsliðið í fótbolta og sínir...
10.maí 2017 - 12:57 433/Hörður Snævar Jónsson

Breiðablik vann ekki Pepsi deildar lið eftir frægt agabann Arnars

Það virðist hafa reynst Arnari Grétarssyni dýr ákvörðun að setja þá Damir Mumunivoc og Gísla Eyjólfsson í agabann síðasta sumar. Þann 19. september í fyrra mætti ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll og vakti það strax athygli að Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir...
10.maí 2017 - 10:02 433/Hörður Snævar Jónsson

Formaður Breiðabliks vill ekki ræða ástæðu þess að Arnar var rekinn

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks ætlar ekki að tjá sig meira um ástæðu þess að félagið rak Arnar Grétarsson úr starfi sem þjálfari karlaliðs meistaraflokks félagsins í gær. Ákvörðunin kom flestum á óvart enda aðeins tvær umferðir búnar af mótinu...
08.maí 2017 - 18:10 433/Hörður Snævar Jónsson

FH-ingar leika með sorgarbönd – Móðir Heimis lést í gær

FH-ingar leika með sorgarbönd nú gegn KA í Pepsi deild karla en leikurinn hófst klukkan 18:00. Ástæðan er sú að móðir, Heimis Guðjónssonar þjálfara FH féll frá í gær.
08.maí 2017 - 09:39 433/Hörður Snævar Jónsson

Hraunar aftur yfir Heimi vegna Arons Einars

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff er lítt hrifinn af þeim áformum Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Íslands vegna Arons Einar Gunnarsssonar leikmanns Cardiff og fyrirliða Íslands. Tímabilið hjá Aroni með Cardiff er búið en 11. júní er gríðarlega mikilvægur...
05.maí 2017 - 09:29 433/Hörður Snævar Jónsson

Jóhann Berg fær væna upphæð

Leikmenn Burnley eru á barmi þess að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni sem væri gríðarlegt afrek. Burnley er það félag sem hefur eytt minstum fjárhæðum í laun í deildinni á þessu tímabili.
03.maí 2017 - 14:16 433/Hörður Snævar Jónsson

Fær að skíra barnið í höfuðið á Gylfa ef hann fær 10 þúsund læk

Rhys Stranaghan harður stuðningsmaður Swansea hefur fengið leyfi frá kærustu sinni að skíra komandi strák þeirra í höfuðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er þó sett með skilyrði en Rhys þarf að fá 10 þúsund læk við færslu sína á Facebook.
03.maí 2017 - 11:01 433/Hörður Snævar Jónsson

Tindastóll styður Ragnar sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot

Eins og greint hefur verið frá í fréttum var íslenskur knattspyrnumaður, Ragnar Þór Gunnarsson dæmdur fyrir kynferðisbrot og bann á barnavendarlögum. Ragnar var dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum en hann káfaði á 15 ára gamalli stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð...
02.maí 2017 - 15:30 433/Hörður Snævar Jónsson

„Shit hvað ég horfði mikið a rassinn þinn og…“

Maðurinn er dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum en hann káfaði á 15 ára gamalli stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð í gegnum Snapchat. Atvikið átti sér stað árið 2015 er maðurinn var tvítugur og starfaði hjá íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu.
02.maí 2017 - 14:38 433/Hörður Snævar Jónsson

Óskar Hrafn hjólar í Blika – Af hverju eru þeir ekki að bæta sig?

Óskar Hrafn Þorvaldsson sérfræðingur Pepsi markanna var ómyrkur í máli sínu þegar hann fór yfir lið Breiðabliks í Pepsi mörkunum í gær. Breiðablik hóf Pepsi deildina á að tapa 1-3 fyrir nýliðum KA á heimavelli í gær.
29.apr. 2017 - 16:22 433/Hörður Snævar Jónsson

„Held áfram þangað til að ég verð 100 ára“

Gunnleifur Gunnleifsson mun standa vaktina í marki Breiðabliks í sumar eins og en hann fagnar 42 ára afmæli sínu í sumar en er samt sem áður einn allra besti markvörður Íslands. Eins og fram hefur komið er Gunnleifur að verða 42 ára gamall í sumar en þrátt fyrir háan aldur...
28.apr. 2017 - 15:19 433/Hörður Snævar Jónsson

,,Æfingaferðirnar voru djammferðir"

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks vill meina að á Íslandi í dag sé atvinnumennska í efstu deild karla og menn verði að haga sér þannig Á Íslandi fá margir leikmenn vel borgað og tölur eins og að menn fái eina milljón króna í vasann á mánuði hverjum heyrast...
27.apr. 2017 - 21:56 433

Breiðablik, Fylkir og Stjarnan með sigra

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Breiðablik vann 1-0 sigur á FH þar sem að Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark leiksins.
27.apr. 2017 - 13:21 433/Hörður Snævar Jónsson

Bubbi hættur að horfa á Ronaldo eftir að hann var sakaður um nauðgun

Bubbi Morthens einn ástælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur átt kveðst vera hættur að horfa á Cristiano Ronaldo spila knattsyrnu. Ástæðan er umfjöllun þýska blaðsins Der Spiegel en þar er Ronaldo sakaður um að hafa nauðgað konu í Las Vegas sumarið 2009.
26.apr. 2017 - 19:46 433/Hörður Snævar Jónsson

„Ég á að vera á undan, ég er karl“

Jón fjallar um Pepsi-deild kvenna sem byrjar á morgun og segir að það sé lítið verið að fjalla um að deildin sé að fara af stað. Meira er um auglýsingar um Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudaginn en það hefur ekki farið framhjá neinum.
25.apr. 2017 - 13:48 433/Hörður Snævar Jónsson

Segir KA stunda mansal með hegðun sinni

Haraldur Ingólfsson sem starfað hefur í kringum lið Þór/KA í mörg vandar ekki KA kveðjurnar í pistli sínum á Kaffid.is. Haraldur sakar þar KA um að ræna peningum sem Þór/KA átti að fá fyrir framgöngu Íslands á EM síðasta sumar.