fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Kvartað undan fjarveru stjórnarflokka: „Kolvitlaus fýlubomba“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir málefnaþurrð stjórnarandstöðunnar átakanlegar og að spurningar um fjarveru stjórnarþingmanna um skýrslumálið væri ein kolvitlausasta fýlubomba stjórnarandstöðu sem hann hefði séð á sínum 14 ára ferli sem þingmaður. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu í dag undan því að þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefðu ekki tekið þátt í umræðum á þingi í gær um skil Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra á skýrslum um leiðréttinguna og eignir Íslendinga í skattaskjólum. Það mál hefur undið upp á sig en í gær kallaði þingmaður stjórnarandstöðunnar eftir því að Bjarni segði af sér vegna málsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vakti athygli á fjarveru þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í dag, benti hann einnig á að engin mál frá ríkisstjórninni væru á dagskrá þingsins. Spurði hann hvort þetta væru þessi nýju stjórnmál sem hefðu verið boðuð. Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður Pírata tók undir með Sigurði Inga og sagði gott að fá svör frá hinum stjórnarflokkunum á málinu:

Það hefði verið gott yfirhöfuð að fá svör frá þessum tveimur flokkum hver afstaða þeirra væri á skilum fjármálaráðherra á skattaskjólsskýrslunni,

Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður Pírata.

sagði Ásta Guðrún. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG sagði þetta ekki góð vinnubrögð og undir það tók formaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði að á sínum fjórtán ára ferli sem þingmaður væri þetta ein „kolvitlausasta fýlubomba sem stjórnarandstaðan hefði reynt að sprengja í þingsalnum“:

 Ef málefnaþurrð stjórnarstöðunnar er með þessum hætti þá er það átakanlegt.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur varið forsætisráðherra í málinu, steig í pontu þar sem talað hefði verið um fýlubombu:

Ég hef ekki séð þingflokksformann minn á slíku flugi síðan að hann settist á þing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“