04.nóv. 2016 - 11:56 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lifðu til fulls: UPPSKRIFT

Ég hitti Júlíu Magnúsdóttur um daginn á kaffihúsi. Hún var að gefa út bókina Lifðu til fulls og við hittumst til að ræða hollar uppskriftir og heilsusamlegt líf. Júlía geislaði, enda einungis holl og góð næring sem fer inn fyrir hennar varir. Hún var svo elskuleg að gefa mér eintak af bókinni sinni og ég fór að sjálfsögðu beinustu leið heim að prófa mig áfram.

17.mar. 2016 - 16:25 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar saltkarmellutrufflur með hnetusmjöri: UPPSKRIFT

Þessar trufflur eru ómótstæðilegar og mjög hollar. Gott er að geyma þær í frysti og næla sér í eina og eina þegar mann langar í eitthvað sætt, eða bjóða upp á þær með kaffinu eða sem desert. Hægt er að gera þær vegan með því að nota agave sýróp í staðinn fyrir hunang og vegan dökkt súkkulaði.

02.des. 2015 - 17:05 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Dásamlegar prótein smákökur fyrir heilsusamlega í desember: UPPSKRIFT

Deborah Olafsson, sem heldur úti skemmtilegu heilsubloggi á http://deboraolafsson.com  deilir með okkur á Heilsupressunni þessari gómsætu uppskrift af prótein smákökum. Ég myndi ganga svo langt að mæta með þær í næsta jólakaffiboð og bjóða upp á, á meðan ég fæ mér bara af þeim og sleppi sykrinum
27.okt. 2015 - 18:27 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Holl og hræðileg hrekkjavaka

Hrekkjavakan nálgast og þrátt fyrir að vera Amerísk hátíð, eru margir Íslendingar farnir að halda upp á daginn með látum. Búningar, grasker og hræðilegar nornir eru stór partur af þessum degi og mikið er um nammiát. Hér eru nokkrar hugmyndir að hollari hrekkjavöku.
02.okt. 2015 - 01:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT

Það fór allt á annan endann hjá mér á Snapchat í vikunni þegar ég setti inn blómkálspítsu uppskrift í svokallað „story“. Yfir 700 skjáskot eða „screenshot“ voru tekin af uppskriftinni og ég hafði ekki undan að svara skilaboðum sem mér bárust um þessa fljótlegu og hollu pítsu uppskrift. Nokkrum dögum eftir að ég skellti inn þessari uppskrift ákvað ég að henda í aðra góða pítsu og setti aftur á Snapchat. Það sama gerðist og ég fékk ófá skilaboð með spurningum.
11.ágú. 2015 - 05:58 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimalagað og sykurlaust „nutella“ fyrir nammigrísinn: UPPSKRIFT

Margir kannast við Nutella, súkkulaði og heslihnetusmjör sem gott er að setja á vöfflur, pönnukökur, brauð og jafnvel ávexti. En það sem er slæmt við fjöldaframleidda nammið er að það er stútfullt af sykri og öðrum efnum sem við kærum okkur ekki um. Hér er skotheld uppskrift af sykurlausu súkkulaði heslihnetusmjöri sem gott er að setja á epli, banana eða á hollu hafra vöfflurnar.
05.ágú. 2015 - 01:40 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Dásemdar kókós-lime-Quinoa morgunverður í skál: UPPSKRIFT

Þessi morgunverður er algjört æði. Ég lofa því að þú munt elska hann.
22.júl. 2015 - 23:18 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Holl og góð agúrku súpa: UPPSKRIFT

Dásamlega fersk og ekki verra að lauma smá cayenne pipar í hana eftir smekk og avókadóið gerir hana rjómalega góða.
01.júl. 2015 - 16:09 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvernig veistu hvenær avocado er tilbúið til að borða það? Guacamole: UPPSKRIFT

Avocado er stútfullt af góðum fitum og vítamínum. Það er gott með næstum hverju sem er. Guacamole er t.d. vinsælt á sumrin með snakki og það er hægt að búa til ferskt guacamole mjög auðveldlega. En stundum kemur maður heim úr búðinni með avocado sem er bara ekki hægt að borða. Hvað er til ráða?
23.jún. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Chia hafragrautur: UPPSKRIFT

Ég elska að byrja daginn á góðum chia graut. Það er hægt að leika sér endalaust að þeim. Hér eru nokkrir af mínum uppáhalds.
19.jún. 2015 - 21:47 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Girnileg gulrótarkaka úr kókoshveiti: UPPSKRIFT

Girnileg gulrótarkaka úr kókoshveiti
09.jún. 2015 - 05:51 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sykurlaust bananabrauð: UPPSKRIFT

Ég bakaði þetta sykurlausa bananabrauð í gær og setti á snapchat. Ég fékk rosalega mikið af einkaskilaboðum þar sem fólk var að spyrja mig um uppskriftina. Þetta brauð er ótrúlega fljótgert og bragðast einstaklega vel.
07.jún. 2015 - 17:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Avocado brauð: UPPSKRIFT

Eins einfalt og þetta hljómar þá er þetta ótrúlega gott. Avocado brauð. Fljótlegt, þægilegt og hollt.
02.jún. 2015 - 15:47 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Orkuskot sem kemur þér af stað: UPPSKRIFT

Það er svo gott að fá sér eitthvað orkuríkt og gott til að koma sér af stað á morgnanna, þetta ávaxta og orkuskot kemur okkur svo sannarlega af stað, vittu til!  Það er svo gott að fá sér eitthvað einfalt og fljótlegt á morgnana og ég tala nú ekki um ef að það er einnig orkuríkt og hollt.
26.maí 2015 - 23:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Jógúrthúðuð bláber: UPPSKRIFT

Vantar þig eitthvað til að narta í á milli mála? Jógúrthúðuð bláber eru holl og góð.
24.maí 2015 - 04:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Súkkulaði-hrákaka með “mousse” kremi: UPPSKRIFT

Súkkulaði-hrákaka með “mousse” kremi. Botn: / 2 bollar valhnetur / 1 1/2 bolli hlynsíróp / 1 bolli vatn / 1 tsk lífrænir vanilludropar / 2 bollar hreint kakó / 3 bollar kókosmjöl / 1 tsk sjávarsalt
17.maí 2015 - 01:55 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Brauðið sem börnin elska: UPPSKRIFT

Þetta brauð er í uppáhaldi allra. Sérstaklega barnanna.
13.maí 2015 - 20:49 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvítlaukshummus: UPPSKRIFT

Hvítlaukshummus. Mjög gott með hrökkbrauði.
05.maí 2015 - 17:06 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollustunni viðhaldið í prófalestri: VIÐTAL

Margrét Silfa Schmidt kennir námskeið í stærðfræði fyrir Nóbel Námsbúðir. Margrét æfir 5-6 sinnum í viku og segist alltaf vera vel nestuð fyrir daginn. „Það hjálpar mér að halda mataræðinu mínu réttu og góðu“ Margrét borðar á 2-3 tíma fresti og borðar holla og góða fæðu til að eiga orku fyrir því sem hún er að fást við.
30.apr. 2015 - 16:53 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollara súkkulaðinammi: UPPSKRIFT

Innihald: / 200 g dökkt súkkulaði / trönuber / pistasíuhnetur / gojiber / valhnetur / appelsínubörkur.
29.apr. 2015 - 06:09 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hrátt og heimatilbúið Kasjú mæjónes án mjólkurvara: UPPSKRIFT

Majónes sem þú kaupir út í búð er fullt af óhollustu og ónauðsynlegum aukaefnum. Hefur þú prófað að búa til þitt eigið majónes? Prófaðu þessa mjólkurlausu, hráu útgáfu og þú munt ekki vilja annað majónes.
24.apr. 2015 - 17:15 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvernig býrðu til pítsubotn úr blómkáli? UPPSKRIFT

Hakkaðu blómkálið í matvinnsluvél eða blandara. Blandaðu saman blómkáli, osti, kryddum, hvítlauk og eggi. Settu bökunarpappír á plötu eða notaðu olíu. Búðu til hringlaga pítsu úr deiginu á plötuna og penslaðu með Ólivuolíu. Bakaðu í 15 mínútur á 230° C. Þegar botninn hefur bakast skaltu setja allt sem þú vilt á pítsuna þína. Gott er að setja Mozzarella ost, grænmeti, ólivur og svartan pipar t.d. Bakaðu svo aftur í nokkrar mínútur þar til osturinn hefur bráðnað.
23.apr. 2015 - 15:51 Ragnheiður Ragnarsdóttir

The Ivy í LA: Cobb salat með humri

Staðurinn er þekktur fyrir fallegt og rómantískt yfirbragð. Það er hvít gamaldags girðing í kringum veröndina og allt skreytt með fallegum og ferskum blómum. Þrátt fyrir að sumarið hafi komið hingað til LA fyrir þó nokkru síðan þá leið mér eiginlega eins og að sumarið væri loksins komið þegar ég sat þarna og gæddi mér á matnum.
20.apr. 2015 - 19:19 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Súkkulaði og lakkrís sjeik: UPPSKRIFT

Lakkrísrótarduft er ekki bara gott á bragðið og harmónar vel með hráu kakódufti (hver elskar ekki bragðið af súkkulaði og lakkrís) heldur hefur það nokkra frábæra eiginleika:
17.apr. 2015 - 17:28 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Viltu losna við kviðfituna? UPPSKRIFT

Þú notar grænt te, appelsínu og myntu í þennan drykk. Hann er afar góður ef þú ert að grenna þig og ert í vandræðum með kviðfituna.
13.apr. 2015 - 18:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lime avókadó hrákaka: UPPSKRIFT

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði.
07.apr. 2015 - 16:16 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Rófusnakk: UPPSKRIFT

Hvort sem þú notar gular rófur eða rauðrófur þá er þetta snakk ómótstæðilega gott og auðvelt að búa til. Rófur eru vítamín ríkar og margir telja þær það hollasta sem þú getur látið ofan í þig. Að borða rófur getur lækkað blóðþrýsting, bætt þol, hreinsað líkamann og rannsóknir benda einnig til þess að rófuát geti hjálpað til við að verja líkamann gegn krabbameini.
03.apr. 2015 - 00:40 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Rósmarín límonaði: Fordrykkur á páskum

Límonaði er oftast drukkið á heitum sumardögum með fullt af klökum í. Það er eitthvað við þennan frábæra sítrónudrykk sem minnir á sól og strönd. Þetta er samt bara fallega gulur og ferskur drykkur sem gaman væri að bjóða upp á sem fordrykk á páskum. Bættu við Rósmarín og tengdu drykkinn við páskalambið.
26.mar. 2015 - 04:49 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimalagað múslí með te bragði: UPPSKRIFT

Dásamleg uppskrift af heimalöguðu múslíi með Earl Gray te bragði.
16.mar. 2015 - 07:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pönnukökur með bláberjum, höfrum og jógúrt

Pönnukökur eru alltaf góð hugmynd. Sérstaklega þegar þær eru hollar. Hér er uppskrift af mjög góðum og hollum bláberja pönnukökum með höfrum og grískri jógúrt.
05.mar. 2015 - 19:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þessi er rosaleg! Súkkulaði og möndlu ostakaka sem er hrá og vegan: UPPSKRIFT

Þessi kaka er bara rosaleg. Gæti varla verið einfaldara eða fljótlegra að búa hana til. Það tók mig u.þ.b. 20 mínútur að búa hana til, en hún þarf að vera í frysti í nokkra klukkutíma eða jafnvel yfir nótt. 
01.mar. 2015 - 03:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar leiðir til að búa til góðan dögurð á sunnudegi

Það er fátt betra á sunnudagsmorgni en að fá gott fólk í heimsókn og njóta þess að borða dögurð eða „brunch“ saman. Oftast fær ímyndunaraflið ekki að njóta sín nógu vel og fyrir valinu verða oft pönnukökur, snúðar eða brauðmeti fyrir valinu þegar við bjóðum í dögurð. Hvernig getum við gert þessa stund hollari og jafnvel betri? Hér eru nokkrar hugmyndir.
26.feb. 2015 - 04:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Smákökur með höfrum og eplum: UPPSKRIFT

Ég bjó til smákökur í kvöld með höfrum og eplum. Útkoman var ótrúlega góð. Enginn hvítur sykur er í kökunum, einungis agave sýróp. Þessar smákökur sviku engan. Þær kláruðust á met tíma. Ég hafði hugsað mér að taka eina með mér í skólann á morgun en ég þarf víst að henda í aðra uppskrift og jafnvel tvöfalda eða þrefalda uppskriftina til að eiga eitthvað til að hafa með sem nesti.
19.feb. 2015 - 20:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Kjúklingabaka með grænmeti: UPPSKRIFT

Ég bjó til þessa ljúffengu böku í hádeginu í dag. Það tók mig hálftíma að búa hana til og klukkutíma að baka hana í ofni. Hádegismaturinn hefur sjaldan verið betri og ég hlakka til að fá mér afganga á morgun.
16.feb. 2015 - 02:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástarkakan Santa Valentína: UPPSKRIFT

Hjónin á Eyrabakka, Valgeir og Ásta eru engu lík. Það virðist allt í kringum þau eiga sér sögu og sál. Ég sá mynd af mjög girnilegri köku sem Ásta hafði bakað á laugardaginn. Ég sendi henni skilaboð um leið og ég sá myndina og heimtaði uppskrift. Ég þóttist vita að Ásta hefði lagað góða og holla köku og ég hafði heldur betur rétt fyrir mér. Kakan er allt í senn holl, góð og með heilmikla sál.
11.feb. 2015 - 08:00

Fyllt paprika í ofni: Stútfull af andoxunar efnum og A -og C - vítamínum – Uppskrift

Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best.  Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
07.feb. 2015 - 05:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar kókoskúlur: UPPSKRIFT

Þessar kókoskúlur eru bæði bragðgóðar og hollar. Njóttu þess að fá þér smá nammi um helgina án þess að fá samviskubit. 
04.feb. 2015 - 21:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimboð í höll: Húsfreyja á Eyrarbakka með heilsusamlega veislu: UPPSKRIFTIR

Móðurbróðir minn, Valgeir Guðjónson tónlistarmaður og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi búa og vinna í fallegu og söguríku húsi á Eyrabakka. Húsið heitir Búðarhamar og þar reka þau hjónin Bakkastofu. Þar halda námskeið semja tónlist, halda menningardagskrár fyrir íslenska og erlenda gesti og margt fleira
02.feb. 2015 - 09:00

Einmana súkkulaðikaka- UPPSKRIFT

Hvað gera bændur þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta?
Nú þá skellir maður í bráðholla og löglega súkkulaðiköku.
28.jan. 2015 - 22:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hrákaka vikunnar: ég verð alltaf að eiga eina svona í frysti – UPPSKRIFT

Hrákaka er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í frysti. Þegar ég fæ löngun í eitthvað gott, þegar ég þarf að hlaupa út og vill taka eitthvað fljótlegt og hollt með mér eða þegar gestir koma, er mjög gott að eiga eina holla og góða köku í frystinum sem auðvelt er að fá sér af.
04.jan. 2015 - 23:00 Elín Helga Egilsdóttir

Hafraklattar sem ekki þarf að baka

Hversu oft ferð þú t.d. á kaffihús, í búð, og kaupir þér eitt stykki hafraklatta í "leiðinni". Nú, eða hafraköku? Jebb. Oftar en þig grunar er það ekki? Af hverju? Af því það er gott að narta og hafrar eru bara det beste som er! Sparaðu þér peninga og skelltu í einn skammt til að eiga á lager fyrir komandi kaffihúsaferðir og nart-tímabil. 

05.apr. 2014 - 17:00

Vissir þú að eplaedik er algert töfraefni? Bólgueyðandi, hreinsandi og bætir meltinguna

Á þessum árstíma er viðeigandi að huga að heilsunni og reyna að komast aftur í jafnvægi eftir allt „sukkið“, ef svo má að orði komast. Eitt besta ráðið við að núllstilla líkamann er að drekka eplaedik, en það er jafnframt eitt elsta húsráð sem til er. Ömmur og langömmur staupuðu sig með eplaediki ef þær vildu taka sig í gegn.

28.ágú. 2013 - 21:00

Átta fæðutegundir sem hjálpa þér að grennast!

Milljónir manna þjást af offitu víða um heim og það er alvarlegt mál. Sumar fæðutegundir eru þekktar fyrir að auka brennslu. Það eru slíkar jurtir og hráefni sem eru bandamenn okkar í baráttunni við aukakílóin.
21.júl. 2013 - 11:00

Búðu til þinn eigin náttúrulega hárlit - uppskriftir að litum sem fara vel með hárið

Að reyna að halda hárlitnum náttúrulegum getur verið erfitt. Það er góð hugmynd að lita fyrst einn hárlokk, til þess að athuga hvort liturinn sé réttur, hvort hann sé of ljós eða dökkur, áður en þú setur litinn í allt hárið. Til eru náttúrulegar aðferðir til þess að lita hárið sem virka vel og fara vel með hárið.
03.júl. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir - Flaug óspennt til Bandaríkjanna. Var of feit fyrir öryggisbeltið!

Kolbrún Jónsdóttir hefur náð undraverðum árangri í baráttunni við aukakílóin. Á innan við þremur árum hefur hún grennst um 55 kíló. Botninum var náð er hún flaug óspennt til Bandaríkjanna af því hún þorði ekki að segja frá því að hún væri of feit fyrir öryggisbeltið.
07.mar. 2013 - 07:00

Drykkur dagsins: Ferskir ávextir, appelsínusafi, skyr og hunang - UPPSKRIFT

Þessi er ferskur og skemmtilegur ávaxtasmoothie sem er einstakur í morgunsárið, langar þig í eitthvað gott?
06.mar. 2013 - 10:00

Banana ís, enginn sykur, enginn rjómi...

...bara bananar! Ekkert plat, engin lygi.

Svo grátlega hlægilega einfalt og, ekki gleyma, hollt! Jebbs, þetta mun koma ykkur á óvart!!

05.mar. 2013 - 14:00

Hafragrautur - bestur í heimi

Hafragrautur er eins og auður strigi málarans - krydd, kanill, ávextir, bragðdropar, síróp, hnetur og fleira gúmmulaði eru pensillinn sem heilsumelir beita á hann til að gera að úrvals gúrmeti.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 07:00

Ferskt og sumarlegt Mojitoboost

Þegar sólin er hátt á lofti er gott að fá sér eitthvað kalt og gott. Hér er uppskrift að ótrúlega svalandi og spennandi mojito boosti. Boostið inniheldur m.a. vanilluskyr sem gefur prótein og kalk og myntu sem gerir drykkinn ótrúlega ferskan.

Pressupennar
nýjast frh.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17.12.2017
Kjarabarátta flugvirkja og úrskurðir kjararáðs
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 12.12.2017
Dapurleg upprifjun
Fleiri pressupennar