06. sep. 2012 - 12:23Fannar Karvel

Nýr Baráttuvöllur Íþróttafræðinga

Framtíðin virðist dimm í heilsufarsmálum Íslendinga og heimsins alls; 20% Íslendingar glíma við offitu, 35% Bandaríkjamanna og tölurnar fara hækkandi. Börn og unglingar hreyfa sig minna og borða meira og óhollar heldur en verið hefur. Fullorðnir sitja langdvölum yfir tölvu- og sjónvarpsskjám.

Þetta er heimurinn sem við lifum því miður í og þetta er hinn nýi baráttuvöllur íþróttafræðinga og –kennara.

Þarna eru fáir betur í stakk búnir að takast á við alla flóruna en einmitt við; haldgóð menntun sem tekur á hreyfifræði, næringu, þjálffræði og svo mætti lengi telja. Fáar stéttir, ef einhverjar eru betur til þess fallnar að taka þennan slag en einmitt íþróttafræðingar og –kennarar.

Auk þessarar baráttu stríðum við í sífellu gegn kerfi sem sker niður eina mikilvægustu námsgreinina í skólum, hreyfingu og gerir okkur erfitt fyrir að sinna því starfi sem við viljum og eigum að sinna. Íþróttir eru skornar út úr námsskrám framhaldsskóla og í mörgum þeirra starfa ekki íþróttafræðingar og –kennarar til að sinna þeirri “íþróttakennslu” sem þar er.

Hreyfing á að vera stór þáttur í tilveru barna, sérstaklega með öllu því framboði sem er í afþreyingu í dag.
Við höfum ótrúlegt tækifæri í kennslu og þjálfun til að hafa áhrif á börn, unglinga og fullorðna til hins betra, kenna þeim hvað skuli gera og hvernig. Til þess þurfum við að vera fyrirmyndir og þrátt fyrir það góða orðspor sem við sem stétt höfum þá má alltaf gera betur og við þurfum að leita leiða til að hefja stéttina í heild sinni til vegs og virðingar meðal almennings og bæta þar með stöðu okkar í að

Starf íþróttafræðinga og –kennara er ekki aðeins að kenna þá tíma sem skyldan krefur okkur um heldur að vera sýnileg í umræðunni og láta í okkur heyra, við erum og verðum í framtíðinni þau sem hlustað er á þegar kemur að heilsufarsumræðunni.  

Ég býð mig fram til formanns ÍKFÍ á komandi aðalfundi til að styrkja stöðu íþróttafræðinga og -kennara á nýjum sem gömlum vígstöðvum.
07.maí 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Vísindamenn telja að BMI sé ekki góður mælikvarði á líkamsástand fólks: Telja nýja aðferð betri

Áratugum saman hefur tíðkast að mæla BMI-stuðul fólks til að sjá hvort það er of feitt, magurt, í ofþyngd eða of létt. En hópur vísindamanna telur þessa aðferð ekki góða og segja að önnur aðferð sé mun betri og nákvæmari til að segja til um hvort þyngd fólks sé of mikil.
01.maí 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Nokkur ráð til að komast út úr vítahring ofáts

Til að komast út úr vítahring ofáts getur þurft að taka sjálfan sig föstu taki. Það getur verið gott að leita til sérfræðinga til að fá aðstoð í þessari baráttu en það eru einnig til nokkur góð ráð sem er hægt að fara eftir en þau geta hugsanlega hjálpað fólki að losna út úr þessum vítahring.
30.apr. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Gott kynlíf eykur starfsgleðina

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sýna að kynlíf að kvöldi til eykur starfsgleði fólks um allt að fimm prósent næsta dag. Kynlíf gerir fólk glaðara og áhrifin af kynlífsiðkuninni vara frá morgni til kvölds næsta dag. Áhrifanna gætir ekki síst í vinnunni, það eykur mótstöðuna gegn stressi og neikvæðum upplifunum og veitir fólki hvatningu til að gera betur í vinnunni.
26.apr. 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Nokkrar mýtur um stress

Það eru margar mýtur um stress og hvernig er best að takast á við það. Einnig eru til mýtur um að stress og annríki séu það sama og að fólk nái sér aldrei eftir að hafa verið stressað. Hér verða nefndar til sögunnar nokkrar algengar mýtur um stress.
24.apr. 2017 - 07:02 Kristján Kristjánsson

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að getnaðarvarnarpillan hefur neikvæð áhrif á líf kvenna

Getnaðarvarnarpillur, sem eru oft nefndar pillan í daglegu tali, veita góða vernd gegn þungunum en þær geta einnig haft neikvæð áhirf á líf kvenna samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sænskra vísindamanna.
20.apr. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Það að hjóla í vinnuna dregur úr líkunum á að fá krabbamein og hjartasjúkdóma

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það dregur úr líkunum á að fá krabbamein og hjartasjúkdóma ef fólk hjólar til og frá vinnu. Rannsóknin náði til 250.000 manns og sýna niðurstöðurnar að þeir sem hjóla til vinnu eru í mun minni hættu á að fá krabbamein en líkurnar eru 45 prósent lægri. Hvað varðar hjartasjúkdóma eru líkurnar 46 prósent lægri.
18.apr. 2017 - 22:15 Kristján Kristjánsson

Notar þú munnskol? Sérfræðingar segja að til séu betri lausnir

Ef þú notar munnskol að tannburstun lokinni eða til að takast á við andfýlu þá ættirðu kannski að hugsa þig um. Munnskol hefur engin áhrif á marga og því eru þeir í raun og veru að kasta peningum á glæ með því að kaupa munnskol.
17.apr. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Sá á lykt sem fyrst finnur: Með réttu mataræði getur þú dregið úr vindganginum

Loft í maganum hefur mörg nöfn en hvaða nafni sem við nefnum það þá er aldrei algjörlega hentugt að leysa vind. En það er hægt að draga úr vindganginum með því að gæta að mataræðinu. Sumar fæðutegundir draga úr vindgangi.
15.apr. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ertu með lélegar neglur? Færðu oft krampa í fæturna? Þá ættir þú að lesa þetta

Færð þú oft holur í tennurnar? Glímir þú við svefnskort? Færðu oft krampa í fæturna? Ef svo er þá er það hugsanlega vísbending um að það vanti eitthvað mikilvægt í fæðuna sem þú borðar.
09.apr. 2017 - 13:30 Kristján Kristjánsson

Þrjár mýtur um bólusetningar við mislingum, rauðum hundum og hettusótt: Þess vegna eru þær rangar

Um langa hríð hafa ákveðnar mýtur verið á lofti um að bólusetningar við mislingum, rauðum hundum og hettusótt geti valdið einhverfu og öðrum alvarlegum aukaverkunum. En er þetta rétt? Nei segir danskur sérfræðingur í bólusetningum.
04.apr. 2017 - 06:58 Kristján Kristjánsson

Finnur þú sífellt fyrir svengd? Þá skaltu lesa þetta

Flestum þykir gott að fá góðan mat en það er með mat eins og flest annað í lífinu, það er best í hófi. Margir borða of mikið og oft er það alltof mikil matarlyst sem veldur því og það getur leitt til ofþyngdar og aukinnar hættu á að fá lífsstílssjúkdóma.
01.apr. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svona er hægt að losna við verk í mjöðmum og rassi á nokkrum mínútum

Ef þú glímir við verk í mjöðm og/eða rassi þá ætti æfingin sem hér er sagt frá að koma að góðu gagni og losa þig við verkinn á nokkrum mínútum. Þeir sem sitja mikið við vinnu sína eða stunda íþróttir af mikilli ákefð eiga það til að fá verki í mjöðm og rass sem gera fólk svolítið stíft og jafnvel þreytt.
29.mar. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Þú borðar meira og óhollari mat ef þú borðar fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjáinn

Margir borða oft fyrir fram tölvuskjáinn eða sjónvarpið en það hefur í för með sér að fólk borðar  oft meira en ella og óhollari mat. Það er því gott ráð að beina meiri athygli að matnum og forðast að borða fyrir framan skjáinn.
24.mar. 2017 - 21:00

,,Komið þið sæl, ég heiti Fjóla og er hömlulaus ofæta!”

Margir þekkja það að vera ýmist í ofáti eða megrun, árum og jafnvel áratugum saman, en aukakílóin koma jafnharðan aftur og jafnvel gott betur. Hér er frásögn úr bókinni Matarfíkn – leið til bata
19.mar. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Fólk sem borðar mikið af osti er grennra

 Ef þú þarft góða afsökun fyrir að borða mikið af osti þá er hún komin. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna nefnilega að fólk sem borðar mikið af osti er grennra en þeir sem borða lítið af osti. Þetta eru því auðvitað góð tíðindi fyrir alla unnendur góðra osta.
19.mar. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru áhrifin á líkamann ef þú borðar haframjöl daglega

Haframjöl er ekki bara fyrir börn því hollusta þess nær einnig til fullorðinna. Það er upplagt í morgunmat og mun hollara og betra fyrir líkamann en mörg hinna hefðbundnu morgunkorna sem margir borða.
18.mar. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Þarft þú að pissa á nóttunni? Nokkur góð ráð til að koma í veg fyrir það

Eftir því sem fólk eldist aukast ferðir þess á klósettið á nóttunni því líkaminn kallar á þvaglát. Þetta getur verið hvimleitt og það eru bæðið kynin sem verða fyrir þessu. Rúmlega helmingur allra eldri en 50 ára þurfa að fara á klósettið á nóttunni og allt að 70 prósent þeirra sem eru eldri en 65 ára.
05.mar. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Ef þú sefur of mikið þá getur það verið vísbending um leyndan sjúkdóm

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sýna að það eru marktæk tengsl á milli þess hversu lengi fólk sefur og hættunnar á að það muni þjást af elliglöpum. Svefnmynstur fólks getur því hugsanlega sagt til um heilbrigði heilans.
25.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Nokkrar mýtur um inflúensu

Mikill loftraki og ryk og drulla á gólfum og hillum veitir inflúensu meiri möguleika á að lifa af. Þetta er gott að vita nú þegar inflúensa og aðrar pestir herja einna mest á fólk. En gagnast engifer gegn inflúensu? Geta verkjalyf komið okkur hraðar í gegnum veikindin?
21.feb. 2017 - 18:00 Bleikt

„Við höfum hvatt hvora aðra í að ná persónulegum markmiðum“

Hópurinn RVKfit samanstendur af sjö ungum konum sem hafa ótrúlega mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl en þær deila hvatningu, æfingum,  uppskriftum og góðum ráðum með sínum fylgjendum. Þær eru virkar á Snapchat (RVKfit) og svo voru þær einnig að stofna skemmtilega Facebook síðu.  Meðlimir RVKfit eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Helga Diljá Gunnarsdóttir, Hrönn Gauksdóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Jóna Kristín Birgisdóttir, Jórunn Ósk Ágústsdóttir og Telma Rut Sigurdardóttir. Stelpurnar í RVKfit hafa verið mjög virkar í Meistaramánuði og fengum við að heyra aðeins um þeirra markmið og hvernig hefur gengið.


21.feb. 2017 - 13:05 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Ragga Nagli fékk athugasemdir á veitingastað: „Óskrifaðar reglur gilda semsagt um hvað sé félagslega samþykkt magn“

Líkami kvenna er alltof oft almenningseign opinn fyrir óumbeðnum athugasemdum, leiðbeiningum og stefnuyfirlýsingum. Ef Naglinn væri karlkyns hefði örugglega ekki verið beðið um að dilla rassinum til að samþykkja slíka pöntun,“ segir Ragnheiður Þórðardóttir heilsusálfræðingur, betur þekkt sem Ragga Nagli. Hún sagði frá atviki á á fésbókarsíðu sinni þar sem þjónn á veitingastað hneykslaðist á því hversu mikið af mat hún pantaði sér.

20.feb. 2017 - 22:30 Bleikt

Lína Birgitta er byrjuð að elda oftar heima: „Mér hefur alltaf fundist það frekar leiðinlegt“

Þjálfarinn, bloggarinn og hönnuðurinn Lína Birgitta er ótrúlega hvetjandi á Snapchat og er dugleg að ræða í einlægni um hin ýmsu málefni tengdum líkamlegri og andlegri heilsu. Lína Birgitta hefur staðið við öll sín markmið í Meistaramánuði nema eitt.

20.feb. 2017 - 20:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Telma sefur betur í Meistaramánuði: „Í allt of mörg ár hef ég verið að svelta svefninn“

Telma Matthíasdóttir einkaþjálfari hefur verið ótrúlega mörgum hvatning í Meistaramánuði. Telma deilir mikið af góðum ráðum, æfingum og hollum uppskriftum á Snapchat. Hennar orka og dugnaður er svo líka mjög hvetjandi og nær hún að gefa mörgum spark í rassinn til þess að fara og hreyfa sig þegar orkan er lítil. Við fengum að heyra meira um hennar Meistaramánuð.
19.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er spergilkál lykillinn að eilífri æsku?

Spergilkál er gómsætt og hollt og því góðar ástæður fyrir að borða það. En nú gæti enn ein ástæðan bæst við. Rannsóknir bandarískra vísindamanna sýna að þegar mýs fá spergilkál þá verður hlé á aldurstengdri hrörnun líkamans.
12.feb. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Næturvinna eyðileggur hormónajafnvægi líkamans og er heilsuspillandi

Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna á nóttinni. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, læknar, verslunarfólk og fleiri sem vinna vaktavinnu þurfa oft að vinna á nóttinni. En næturvinnan hefur sín áhrif á líkamann og það ekki góð.
12.feb. 2017 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Svona á að sjóða hrísgrjón til að losna við hættulegt eiturefni úr þeim

Svo virðist vera sem flestir sjóði hrísgrjón á rangan hátt og það getur verið hættulegt fyrir heilsu fólks. Ef þú heldur að þú sért sérfræðingur í að sjóða hrísgrjón svo þau verði fislétt og girnileg þá hefur þú örugglega rétt fyrir þér en þú ert samt sem áður að sjóða þau á rangan hátt, að minnsta kosti hvað varðar heilsufarslega áhættu.
11.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sex mistök sem fólk gerir oft þegar það fer í bað eða sturtu

Skyldi hann vita af þessum mýtum? Flestir þvo sér eftir ákveðnum rútínum og hugmyndum um hvernig eigi að þrífa sig. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að margar „þvottamýtur“ eru rangar og full þörf á að gera út af við þær.
09.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Rétt mataræði getur bætt nætursvefninn

Mataræði skiptir miklu máli fyrir svefngæðin. Það er því ekki sama hvað er borðað ef svefninn á að vera góður. Svefninn er að sjálfsögðu mikilvægur og ef það er erfitt að ná átta tíma samfelldum svefni er kannski ráð að skoða mataræðið og sjá hvort það er að hafa slæm áhrif á svefninn.
08.feb. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Sykurskertar vörur geta verið jafn orkumiklar og sykraðar vörur

Morgunkorn með minna sykurinnihaldi eða sælgæti með viðbættum trefjum hafa ekki sjálfkrafa í för með sér að fólk léttist. Það getur jafnvel farið alveg í hina áttina og valdið þyngdaraukningu.
05.feb. 2017 - 14:00 Þorvarður Pálsson

Vara við ,kökumenningu‘ á vinnustöðum - Hugsanlega ógn við lýðheilsu

Eru alltaf kökur eða önnur sætindi á boðstólnum á kaffistofunni hjá þér? Ef svo er ættirðu að fara varlega í að seðja sykurþörfinni því það getur haft alvarlegar afleiðingar að vera sífellt að narta í einhverja óhollustu. Þetta kom fram á opinberri bloggsíðu opinberra starfsmanna í Bretlandi, Civil Service blog.
05.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Krabbameinstilfelli hjá konum aukast sex sinnum hraðar en hjá körlum

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá fjölgar nýjum tilfellum krabbameins sex sinnum hraðar hjá konum en körlum. Offita er einn þeirra þátta sem getur aukið líkurnar á að konur fái leghálskrabbamein og krabbamein í eggjastokkum.
29.jan. 2017 - 23:59 Kristján Kristjánsson

Skelfilegar niðurstöður rannsóknar: Slepptu kynlífi og lifðu lengur

Það er víst betra að sleppa kynlífi ef fólk vill lifa lengur. Niðurstöður rannsóknar virðast sýna hvernig fólk getur lifað lengur en mörgum þykja þessar niðurstöður væntanlega leiðinlegar og jafnvel skelfilegar. Samkvæmt þeim á fólk að sleppa því að stunda kynlíf ef það vill lifa lengur.
29.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svona heldur þú tánöglunum heilbrigðum

Táneglur verða oft að þola högg og slæma meðferð og ekki bætir úr skák að þær eru oft illa klipptar. En hvernig er hægt að halda nöglunum heilbrigðum og góðum? Hér verða nefnd til sögunnar nokkur góð ráð til þess.
28.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Kaffi vinnur gegn mörgum sjúkdómum

Svo virðist sem kaffi vinni gegn forstigum ýmissa sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og Alzheimers. Það er því ekki útilokað að kaffidrykkja geti tryggt fólki betri heilsu síðar á lífsleiðinni.
26.jan. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Menn með „pabbalíkama“ lifa lengur og eru betri feður

Dæmi um pabbalíkama. Ef þú ert karlmaður og ert með aðeins meiri fitu á líkamanum en talið er ráðlegt skaltu ekki örvænta. Bandarískur prófessor segir að það geti einmitt lengt líf þitt að vera þannig. Þetta eru því frábær tíðindi fyrir alla þá karla sem eru með nokkur kíló auka og þar með með hinn svokallaða „pabbalíkama“.
19.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Danskur prófessor hefur þróað einfaldan megrunarkúr: „Stærðfræðileg trygging á þyngdartapi“

5:2 kúrinn, Atkins, súpukúrinn, gúrkukúrinn, sveltikúrinn og hvað allir þessir megrunarkúrar nú heita er örugglega eitthvað sem flestir kannast við og margir hafa prófað og það með mjög misjöfnum árangri. Nú hefur danskur prófessor þróað áhrifaríkan og einfaldan megrunarkúr sem á uppruna sinn í stærðfræði.
18.jan. 2017 - 08:04 Kristján Kristjánsson

„Snúsar“ þú á morgnana? Þá skaltu hætta því

Ert þú einn af þeim sem á erfitt með að komast á fætur á morgnana? „Snúsar“ þú nokkrum sinnum þegar vekjaraklukkan hringir til að geta sofið í nokkrar mínútur til viðbótar? Ef svo er þá höfum við slæmar fréttir að flytja.
09.jan. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ákveðinn pirrandi ávani er ótrúlega góður fyrir blóðrásina

Það er oft á tíðum ansi pirrandi fyrir nærstadda þegar fólk lætur fætur sína titra eða hristir þá í sífellu. Oft er þetta alveg stjórnlaust að því er virðist og ómeðvitað hjá þeim sem lætur fótinn titra en oft á þetta sér stað þegar fólk einbeitir sér. En þessi pirrandi ávani er góður fyrir blóðrásina.
06.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sest fitan á magann? Þetta eru ástæðurnar fyrir því

Þú ert ekki barnshafandi og hefur heldur ekki borðað körfubolta en samt sem áður er maginn kominn með það lag að hann minnir helst á einmitt bolta eða að barn sé þarna inni. Það getur verið erfitt að hneppa buxunum og láta fötin passa. En hvað veldur því að fitan sest svona á magann? Hér verða nefndar til sögunnar nokkrar ástæður fyrir fitusöfnun á maganum.
31.des. 2016 - 17:45 Kristján Kristjánsson

Hver er munurinn á kvefi og inflúensu?

Það vill fylgja vetrinum að hver kvefpestin af annarri tekur við en það kannast foreldrar ungra barna vel við. En hvernig er hægt að vita hvort um kvef er að ræða eða inflúensu? Hver er munurinn?
27.des. 2016 - 17:07

Veganúar er að ganga í garð – „Aldrei verið auðveldara að vera vegan“

Janúar er handan við hornið – eða Veganúar, eins og sumir kjósa að kalla mánuðinn. Síðustu ár hefur nenfnilega myndast hreyfing þar sem fólk prófar veganisma í mánuð – einmitt í janúar.
15.des. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er búinn að léttast um 50 kg á árinu: Aðferðin er umdeild en virkar greinilega

Þann 1. janúar steig hann á vigtina og við blasti talan 151,7 kg. Hann áttaði sig þá að ekki væri hægt að halda áfram á þessari braut og þar með hófst átak hans til að takast á við matarfíkn, sífelldar hugsanir og langanir í mat. Nú, næstum því einu ári síðar, er þyngdin komin niður í tveggja stafa tölu en margir sérfræðingar eru vægast sagt fullir efasemda um aðferðina.
20.nóv. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Ekki stunda óvenju erfiða líkamsrækt ef þú ert reið(ur)

Það er ekki góð hugmynd að skella sér í ræktina eða fara út að hlaupa þegar fólk er reitt. Það virðist kannski vera hin fullkomna leið til að ná reiðinni úr sér að fara út að hlaupa eða stunda aðra líkamsrækt en það er ekki gott að gera það að sögn vísindamanna, að minnsta kosti er ekki ráðlegt að reyna óvenju mikið á sig. Þeir segja að fólk eigi að bíða eftir að því renni reiðin áður en það fer að reyna á líkamann.
12.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sannleikurinn um nokkrar mýtur varðandi líkamsrækt og það að léttast

Á maður að borða kolvetni fyrir æfingu? Léttist maður meira ef maður svitnar mjög mikið? Þetta er meðal þess sem sumir velta fyrir sér í tengslum við líkamsrækt og hvernig er best að léttast en fjölmargar mýtur eru á sveimi um þetta.
06.nóv. 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru áhrifin ef þú byrjar daginn á að drekka eitt glas af vatni

Eitt glas af vatni er góð leið til að byrja daginn með og ekki úr vegi að temja sér að byrja daginn á að skella í sig vatni. Ástæðurnar eru margar enda er vatn margra meina bót eða að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir líkamann svo hann geti starfað eðlilega.
04.nóv. 2016 - 11:56 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lifðu til fulls: UPPSKRIFT

Ég hitti Júlíu Magnúsdóttur um daginn á kaffihúsi. Hún var að gefa út bókina Lifðu til fulls og við hittumst til að ræða hollar uppskriftir og heilsusamlegt líf. Júlía geislaði, enda einungis holl og góð næring sem fer inn fyrir hennar varir. Hún var svo elskuleg að gefa mér eintak af bókinni sinni og ég fór að sjálfsögðu beinustu leið heim að prófa mig áfram.

03.nóv. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hvort á að nota heitt eða kalt vatn þegar við þvoum okkur um hendurnar?

Þvoðu hendurnar áður en við borðum! Mundir þú eftir að þvo hendurnar þegar þú varst búin(n) á klósettinu? Flest börn hafa örugglega fengið að heyra þetta frá fullorðnum á einhverjum tímapunkti og ekki að ástæðulausu.
29.okt. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Vísindamenn segja að það sé gott að borða súkkulaði í morgunmat ef fólk vill léttast

Nú eigum við að borða súkkulaði í morgunmat ef miða má við það sem sérfræðingur segir en eflaust sýnist sitt hverjum um þetta enda súkkulaði kannski ekki beint eitthvað sem fólk tengir við hollan og staðgóðan morgunverð.
24.okt. 2016 - 10:30 Kristján Kristjánsson

Á fólk að fara í bað á morgnana eða kvöldin? Vísindamenn hafa svarað því

Sumum finnst gott að fara í bað eða sturtu á morgnana, öðrum á kvöldin og enn öðrum um miðjan dag. En það er ekki sama hvort farið er í bað eða á morgnana því það hefur mjög mismunandi áhrif á fólk á hvaða tíma dags það baðar sig.
24.okt. 2016 - 07:27 Kristján Kristjánsson

Drekkur þú sykurlausa gosdrykki? Þá ættir þú að lesa þetta

Ef þú drekkur sykurlausa gosdrykki þá ættir þú að lesa þessa grein því hún varðar þig og heilsu þína. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð þá eykur neysla á bæði sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum hættuna á að fólk fái sykursýki.