04. nóv. 2016 - 11:56Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lifðu til fulls: UPPSKRIFT

Ég hitti Júlíu Magnúsdóttur um daginn á kaffihúsi. Hún var að gefa út bókina Lifðu til fulls og við hittumst til að ræða hollar uppskriftir og heilsusamlegt líf. Júlía geislaði, enda einungis holl og góð næring sem fer inn fyrir hennar varir. Hún var svo elskuleg að gefa mér eintak af bókinni sinni og ég fór að sjálfsögðu beinustu leið heim að prófa mig áfram.

   

Júlía leyfði mér að birta þessar dásamlegu uppskrift úr bókinni hennar.

 

Karamellujógúrtið sem slær í gegn

 

Þetta jógúrt býr Júlía alltaf til fyrir byrjendur eða þá sem eru að taka fyrstu skrefin að heilbrigðum lífsstíl, en allir sem smakka hrífast samstundis af bragðinu. Vinkona hennar lýsti bragðinu sem blöndu af nýbökuðum múffum og toffee. Jógúrtið gefur orku og góða næringu og slær á sykurþörfina! Kísillinn í jógúrtinu örvar hreinsun og þá sérstaklega á candidasveppnum ásamt því að styrkja húð, hár og neglur.

 

1 dós kókosmjólk eða 400 ml

1 banani, ferskur eða frosinn

½ bolli frosið mangó (eða meira)

2 skeiðar kísilduft*

4 msk chiafræ (lögð í bleyti í 10 mín eða yfir nótt)

6 dropar stevía með english toffee bragði (eða með karamellubragði)

smá vatn

 

Setjið öll innihaldsefnin í blandara og hrærið. Hellið í tvær krukkur eða þrjár minni fyrir smærri millimál. Geymið í kæli í 3-5 daga.

 

* Kísilduft fæst í verslun Mamma veit best. Ef gefa á yngri kynslóðinni jógúrtið má sleppa kísilduftinu.

 

 

Jarðaberja- og bananajógúrt

 

Þetta jógúrt gefur orku og frábæra næringu. Jógúrtið er einnig góður ferðafélagi!

 

1 dós kókosmjólk eða 400 ml

1 banani, frosinn eða ferskur

½ bolli frosin jarðaber

2 skeiðar kísilduft*

4 msk chiafræ (lögð í bleyti í 10 mín eða yfir nótt)

2 dropar stevía

1 dropi lífrænir vanilludropar

smá vatn

 

Setjið öll innihaldsefnin í blandarann og hrærið. Hellið í tvær krukkur eða þrjár minni og njótið.

 

* Ef gefa á yngri kynslóðinni jógúrtið má sleppa kísilduftinu, en kílisduft er mög hreinsandi. 

 

Hægt er að fá bókina hennar Júlíu hér. Einnig er hægt að fylgjast með henni á Instagram undir nafninu Lifdutilfulls.

 

 
19.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er spergilkál lykillinn að eilífri æsku?

Spergilkál er gómsætt og hollt og því góðar ástæður fyrir að borða það. En nú gæti enn ein ástæðan bæst við. Rannsóknir bandarískra vísindamanna sýna að þegar mýs fá spergilkál þá verður hlé á aldurstengdri hrörnun líkamans.
12.feb. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Næturvinna eyðileggur hormónajafnvægi líkamans og er heilsuspillandi

Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna á nóttinni. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, læknar, verslunarfólk og fleiri sem vinna vaktavinnu þurfa oft að vinna á nóttinni. En næturvinnan hefur sín áhrif á líkamann og það ekki góð.
12.feb. 2017 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Svona á að sjóða hrísgrjón til að losna við hættulegt eiturefni úr þeim

Svo virðist vera sem flestir sjóði hrísgrjón á rangan hátt og það getur verið hættulegt fyrir heilsu fólks. Ef þú heldur að þú sért sérfræðingur í að sjóða hrísgrjón svo þau verði fislétt og girnileg þá hefur þú örugglega rétt fyrir þér en þú ert samt sem áður að sjóða þau á rangan hátt, að minnsta kosti hvað varðar heilsufarslega áhættu.
11.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sex mistök sem fólk gerir oft þegar það fer í bað eða sturtu

Skyldi hann vita af þessum mýtum? Flestir þvo sér eftir ákveðnum rútínum og hugmyndum um hvernig eigi að þrífa sig. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að margar „þvottamýtur“ eru rangar og full þörf á að gera út af við þær.
09.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Rétt mataræði getur bætt nætursvefninn

Mataræði skiptir miklu máli fyrir svefngæðin. Það er því ekki sama hvað er borðað ef svefninn á að vera góður. Svefninn er að sjálfsögðu mikilvægur og ef það er erfitt að ná átta tíma samfelldum svefni er kannski ráð að skoða mataræðið og sjá hvort það er að hafa slæm áhrif á svefninn.
08.feb. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Sykurskertar vörur geta verið jafn orkumiklar og sykraðar vörur

Morgunkorn með minna sykurinnihaldi eða sælgæti með viðbættum trefjum hafa ekki sjálfkrafa í för með sér að fólk léttist. Það getur jafnvel farið alveg í hina áttina og valdið þyngdaraukningu.
05.feb. 2017 - 14:00 Þorvarður Pálsson

Vara við ,kökumenningu‘ á vinnustöðum - Hugsanlega ógn við lýðheilsu

Eru alltaf kökur eða önnur sætindi á boðstólnum á kaffistofunni hjá þér? Ef svo er ættirðu að fara varlega í að seðja sykurþörfinni því það getur haft alvarlegar afleiðingar að vera sífellt að narta í einhverja óhollustu. Þetta kom fram á opinberri bloggsíðu opinberra starfsmanna í Bretlandi, Civil Service blog.
05.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Krabbameinstilfelli hjá konum aukast sex sinnum hraðar en hjá körlum

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá fjölgar nýjum tilfellum krabbameins sex sinnum hraðar hjá konum en körlum. Offita er einn þeirra þátta sem getur aukið líkurnar á að konur fái leghálskrabbamein og krabbamein í eggjastokkum.
29.jan. 2017 - 23:59 Kristján Kristjánsson

Skelfilegar niðurstöður rannsóknar: Slepptu kynlífi og lifðu lengur

Það er víst betra að sleppa kynlífi ef fólk vill lifa lengur. Niðurstöður rannsóknar virðast sýna hvernig fólk getur lifað lengur en mörgum þykja þessar niðurstöður væntanlega leiðinlegar og jafnvel skelfilegar. Samkvæmt þeim á fólk að sleppa því að stunda kynlíf ef það vill lifa lengur.
29.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svona heldur þú tánöglunum heilbrigðum

Táneglur verða oft að þola högg og slæma meðferð og ekki bætir úr skák að þær eru oft illa klipptar. En hvernig er hægt að halda nöglunum heilbrigðum og góðum? Hér verða nefnd til sögunnar nokkur góð ráð til þess.
28.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Kaffi vinnur gegn mörgum sjúkdómum

Svo virðist sem kaffi vinni gegn forstigum ýmissa sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og Alzheimers. Það er því ekki útilokað að kaffidrykkja geti tryggt fólki betri heilsu síðar á lífsleiðinni.
26.jan. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Menn með „pabbalíkama“ lifa lengur og eru betri feður

Dæmi um pabbalíkama. Ef þú ert karlmaður og ert með aðeins meiri fitu á líkamanum en talið er ráðlegt skaltu ekki örvænta. Bandarískur prófessor segir að það geti einmitt lengt líf þitt að vera þannig. Þetta eru því frábær tíðindi fyrir alla þá karla sem eru með nokkur kíló auka og þar með með hinn svokallaða „pabbalíkama“.
19.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Danskur prófessor hefur þróað einfaldan megrunarkúr: „Stærðfræðileg trygging á þyngdartapi“

5:2 kúrinn, Atkins, súpukúrinn, gúrkukúrinn, sveltikúrinn og hvað allir þessir megrunarkúrar nú heita er örugglega eitthvað sem flestir kannast við og margir hafa prófað og það með mjög misjöfnum árangri. Nú hefur danskur prófessor þróað áhrifaríkan og einfaldan megrunarkúr sem á uppruna sinn í stærðfræði.
18.jan. 2017 - 08:04 Kristján Kristjánsson

„Snúsar“ þú á morgnana? Þá skaltu hætta því

Ert þú einn af þeim sem á erfitt með að komast á fætur á morgnana? „Snúsar“ þú nokkrum sinnum þegar vekjaraklukkan hringir til að geta sofið í nokkrar mínútur til viðbótar? Ef svo er þá höfum við slæmar fréttir að flytja.
09.jan. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ákveðinn pirrandi ávani er ótrúlega góður fyrir blóðrásina

Það er oft á tíðum ansi pirrandi fyrir nærstadda þegar fólk lætur fætur sína titra eða hristir þá í sífellu. Oft er þetta alveg stjórnlaust að því er virðist og ómeðvitað hjá þeim sem lætur fótinn titra en oft á þetta sér stað þegar fólk einbeitir sér. En þessi pirrandi ávani er góður fyrir blóðrásina.
06.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sest fitan á magann? Þetta eru ástæðurnar fyrir því

Þú ert ekki barnshafandi og hefur heldur ekki borðað körfubolta en samt sem áður er maginn kominn með það lag að hann minnir helst á einmitt bolta eða að barn sé þarna inni. Það getur verið erfitt að hneppa buxunum og láta fötin passa. En hvað veldur því að fitan sest svona á magann? Hér verða nefndar til sögunnar nokkrar ástæður fyrir fitusöfnun á maganum.
31.des. 2016 - 17:45 Kristján Kristjánsson

Hver er munurinn á kvefi og inflúensu?

Það vill fylgja vetrinum að hver kvefpestin af annarri tekur við en það kannast foreldrar ungra barna vel við. En hvernig er hægt að vita hvort um kvef er að ræða eða inflúensu? Hver er munurinn?
27.des. 2016 - 17:07

Veganúar er að ganga í garð – „Aldrei verið auðveldara að vera vegan“

Janúar er handan við hornið – eða Veganúar, eins og sumir kjósa að kalla mánuðinn. Síðustu ár hefur nenfnilega myndast hreyfing þar sem fólk prófar veganisma í mánuð – einmitt í janúar.
15.des. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er búinn að léttast um 50 kg á árinu: Aðferðin er umdeild en virkar greinilega

Þann 1. janúar steig hann á vigtina og við blasti talan 151,7 kg. Hann áttaði sig þá að ekki væri hægt að halda áfram á þessari braut og þar með hófst átak hans til að takast á við matarfíkn, sífelldar hugsanir og langanir í mat. Nú, næstum því einu ári síðar, er þyngdin komin niður í tveggja stafa tölu en margir sérfræðingar eru vægast sagt fullir efasemda um aðferðina.
20.nóv. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Ekki stunda óvenju erfiða líkamsrækt ef þú ert reið(ur)

Það er ekki góð hugmynd að skella sér í ræktina eða fara út að hlaupa þegar fólk er reitt. Það virðist kannski vera hin fullkomna leið til að ná reiðinni úr sér að fara út að hlaupa eða stunda aðra líkamsrækt en það er ekki gott að gera það að sögn vísindamanna, að minnsta kosti er ekki ráðlegt að reyna óvenju mikið á sig. Þeir segja að fólk eigi að bíða eftir að því renni reiðin áður en það fer að reyna á líkamann.
12.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sannleikurinn um nokkrar mýtur varðandi líkamsrækt og það að léttast

Á maður að borða kolvetni fyrir æfingu? Léttist maður meira ef maður svitnar mjög mikið? Þetta er meðal þess sem sumir velta fyrir sér í tengslum við líkamsrækt og hvernig er best að léttast en fjölmargar mýtur eru á sveimi um þetta.
06.nóv. 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru áhrifin ef þú byrjar daginn á að drekka eitt glas af vatni

Eitt glas af vatni er góð leið til að byrja daginn með og ekki úr vegi að temja sér að byrja daginn á að skella í sig vatni. Ástæðurnar eru margar enda er vatn margra meina bót eða að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir líkamann svo hann geti starfað eðlilega.
03.nóv. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hvort á að nota heitt eða kalt vatn þegar við þvoum okkur um hendurnar?

Þvoðu hendurnar áður en við borðum! Mundir þú eftir að þvo hendurnar þegar þú varst búin(n) á klósettinu? Flest börn hafa örugglega fengið að heyra þetta frá fullorðnum á einhverjum tímapunkti og ekki að ástæðulausu.
29.okt. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Vísindamenn segja að það sé gott að borða súkkulaði í morgunmat ef fólk vill léttast

Nú eigum við að borða súkkulaði í morgunmat ef miða má við það sem sérfræðingur segir en eflaust sýnist sitt hverjum um þetta enda súkkulaði kannski ekki beint eitthvað sem fólk tengir við hollan og staðgóðan morgunverð.
24.okt. 2016 - 10:30 Kristján Kristjánsson

Á fólk að fara í bað á morgnana eða kvöldin? Vísindamenn hafa svarað því

Sumum finnst gott að fara í bað eða sturtu á morgnana, öðrum á kvöldin og enn öðrum um miðjan dag. En það er ekki sama hvort farið er í bað eða á morgnana því það hefur mjög mismunandi áhrif á fólk á hvaða tíma dags það baðar sig.
24.okt. 2016 - 07:27 Kristján Kristjánsson

Drekkur þú sykurlausa gosdrykki? Þá ættir þú að lesa þetta

Ef þú drekkur sykurlausa gosdrykki þá ættir þú að lesa þessa grein því hún varðar þig og heilsu þína. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð þá eykur neysla á bæði sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum hættuna á að fólk fái sykursýki.
13.okt. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna ætti fólk alltaf að sofa á vinstri hliðinni

Flestir eiga sér væntanlega uppáhalds svefnstellingu sem þeim finnst best að halda sig við en það er ekki alveg sama í hvaða stellingu fólk sefur. Svefnstillingin getur haft töluverð áhrif á heilbrigði fólks og því er víst betra að vanda valið vel.
11.okt. 2016 - 22:00

Streita, hinn mikli skaðvaldur – Hér eru merkin sem þú þarft að þekkja

Áhrif streitu eru gríðarlega víðtæk, bæði á fólk og samfélög. Streita hefur verið tengd við ógrynni sjúkdóma, þar á meðal þunglyndi, kvíða, hjartaáföll, heilaáföll, háþrýsting, truflanir í ónæmiskerfi sem auka líkur á sýkingum, ýmsa vírussjúkdóma allt frá kvefi til herpes, vissar tegundir krabbameina og sjálfsónæmissjúkdóma eins og liðagigt og MS. Streita getur að auki haft áhrif á húðina og valdið kláða, bólgu og versnun á exemi. Meltingarvegurinn er heldur ekki ónæmur fyrir áhrifum streitu því hún getur ýtt undir myndun magasára, IBS (irritable bowel syndrome), og sárasjúkdóm í þörmum. Streita hefur líka slæm áhrif á svefn, og getur valdið versnun á taugasjúkdómum eins og Parkinsons.
11.okt. 2016 - 11:04 Kristján Kristjánsson

Líkaminn getur gert viðvart 1 mánuði fyrir hjartaáfall: Þessi einkenni ættu allir að þekkja

Árlega látast margir af völdum hjartaáfalls en hjartaáföll eru meðal algengustu dánarorsakanna á Vesturlöndum. En allt að mánuði áður en hjartaáfall ríður yfir byrjar líkaminn að senda frá sér ákveðinn aðvörunarmerki og þau getur að sjálfsögðu verið gott að þekkja.
09.okt. 2016 - 17:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Út að leika með iglo+indi

Breki fékk yndisleg föt frá iglo+indi um daginn og ég stóðst ekki mátið og klæddi hann upp, keyrði á Þingvelli og leyfði honum að hlaupa um eins og lambi að vori til. Það var reyndar að koma haust og hann vildi bara hlaupa um í korter og svo bað hann um ís.
21.sep. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

5 auðveldar aðferðir til að léttast án þess að leggja mikið á sig

Matur er yfirleitt bara góður og það getur verið auðvelt að missa sig svolítið í átinu og troða sig vel út af mat, alltof miklu af mat. Mörgum þykir þetta bæði skemmtilegra og þægilegra en fara út að trimma eða í líkamsræktarstöðina. Það getur því verið ansi auðvelt að bæta á sig kílóum og jafnvel enn erfiðara að losna við þau. En það þarf kannski ekki að vera svo erfitt.
14.sep. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna er fólk andfúlt og þetta er hægt að gera við því

Fólk finnur það ekki sjálft þegar það er andfúlt en aðrir finna það og það oft vel. En veistu af hverju fólk er með andfýlu? Það geta verið margar mismunandi ástæður fyrir því en hverjar sem þær eru þá er þetta óþægilegt fyrir fólk og getur valdið ákveðinni félagslegri fötlun.
11.sep. 2016 - 09:15 Kristján Kristjánsson

Notkun getnaðarvarnarpillunnar hefur fækkað dauðsföllum af völdum krabbameins í eggjastokkum

Konur nota getnaðarvarnarpillur aðallega til að forðast þungun en þeim fylgja einnig jákvæðar aukaverkanir því þær fyrirbyggja krabbamein í eggjastokkum. Í raun eru getnaðarvarnarpillur aðalástæða þess að færri konur látast af völdum krabbameins í eggjastokkum en áður og á þetta við um nær allan heim.
10.sep. 2016 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Kynlíf er hollt fyrir eldri konur en ekki fyrir eldri karla

Mikið kynlíf hjálpar eldri konum að því leyti að það gagnast vel gegn margvíslegum heilsufarsvandamálum en fyrir karla er sagan önnur. Mikið kynlíf getur verið slæmt fyrir hjartað og því ekki gott fyrir þá að stunda mikið kynlíf.
20.ágú. 2016 - 08:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástandsmæling í Hreyfingu: Boditrax

Ég er bara 16 ára. Ég er frekar ánægð með það. Ég er reyndar að verða 32 ára og alls ekkert 16 ára, en samkvæmt ástandsmælingunni sem ég fór í um daginn, þá er ég bara 16 ára. Líkaminn minn heldur greinilega að ég sé ekkert að eldast. Það er ágætt, ekki segja honum það.
15.ágú. 2016 - 15:50 Kynning

Krakkavítamín fyrir hressa krakka: Þrjár tegundir af tuggutöflum

Þrjár frábærar tegundir af tuggutöflum. Guli Miðinn hefur áratuga reynslu í þróun og sölu á bætefnum fyrir fólk á öllum aldri. Í samvinnu við næringarráðgjafa hefur Guli miðinn þróað þrjár tegundir af vítamínum og bætiefnum sem allir krakkar geta tekið sem viðbót við fjölbreytta fæðu.
14.ágú. 2016 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Styrkurinn í framhandleggjunum getur sagt til um lífslíkur fólks

Styrkleikinn í framhandleggjum og fingrum segir til um hvort fólk muni deyja ótímabærum dauða. Þeim mun fastar sem fólk getur kreist gúmmíbolta, þeim mun minni eru líkurnar á að það látist ótímabærum dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
13.ágú. 2016 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Óvæntar niðurstöður vísindarannsóknar: Þeim mun fleiri hundar á heimilinu, þeim mun minni líkur á barnaexemi

Barnaexem er einn algengasti sjúkdómurinn sem herjar á börn á Vesturlöndum. Kláði fylgir exeminu en einkenni þess eru mismikil á milli einstaklinga. Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að hættan á að börn fái barnaexem minnkar mikið eftir því sem fleiri hundar eru á heimilinu.
02.ágú. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Karlar: Svona fara gosdrykkir með liminn

Það hefur lengi verið vitað að gosdrykkir eru verstu óvinir tannanna, hafa slæm áhrif á blóðsykurinn og ekki er hægt að segja að lifrin taki þeim fagnandi. En þrátt fyrir þetta drekka margir alltof mikið af gosdrykkjum. En drykkja gosdrykkja getur einnig haft slæm áhrif á getnaðarliminn og því ættu sem flestir karlar að lesa þetta.
25.júl. 2016 - 10:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sumar á Íslandi: Bláa Lónið

Ég var eins og barn að bíða eftir jólunum þegar ég var á leiðinni heim. Ég var búin að búa til lista í huganum yfir alla þá hluti sem ég vildi gera um leið og ég myndi lenda í Keflavík. Ískalt vatnsglas, knúsa fólkið mitt, fá mér flatkökur, fara í fjallgöngu og að sjálfsögðu, beint í Bláa Lónið.
18.jún. 2016 - 20:00

Drakk fjóra lítra af kóki daglega: Sneri við blaðinu – Svona lítur hún út í dag

Sykurfíkn hafði heltekið líf hennar og daglega drakk hún fjóra lítra af kóki. Hún var 36 ára og orðin 120 kíló að þyngd þegar hún fékk sig fullsadda. Karlye Thurlow sneri við blaðinu og léttist um heil 60 kíló. Síðan þá hefur hún starfað sem einkaþjálfari og er í ótrúlegu formi.
29.maí 2016 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Epli á dag kemur heilsunni í lag

Epli eru hollur matur, í hýði þeirra er mikið af trefjum og flavonóíð en það getur hjálpað líkamanum að verjast frumuskemmdum og í baráttunni við aukakílóin. Það er því betra að borða hýðið á eplunum en að skræla þau. Eitt epli á dag kemur því heilsunni í lag, að minnsta kosti skemmir það ekki fyrir.
27.maí 2016 - 12:15 Kynning

Liðverkir: Ástæður, Regenovex og reynslusaga

Liðverkir eru algengt vandamál. Vandamál í liðum skapast með hversdagslegri áreynslu á liðina eða í íþróttum sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Liðverkir eru algengt vandamál sem í raun á eftir að aukast, annars vegar vegna þess að nú til dags lifum við einfaldlega lengur og hins vegar vegna hærri offitutíðni.
24.maí 2016 - 06:40 Kristján Kristjánsson

Neysla á kartöflum getur aukið hættuna á of háum blóðþrýstingi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur nokkrum sinnum í viku þá geti það aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi. Vísindamenn segja að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur fjórum sinnum í viku aukist líkurnar á að fá of háan blóðþrýsting um allt að 11 prósent.
21.maí 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Níu merki þess að þú stefnir hraðbyri að sykursýki

Leikarinn heimsþekkti Tom Hanks sagði í útvarpsviðtali á mánudaginn að hann hefði verið „algjör bjáni“ en hann greindist með sykursýki 2 árið 2013. Hann sagðist telja að lélegt mataræði hafi orsakað að hann fékk sykursýki.
09.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Svona er hægt að léttast um 11 kíló á einu ári með einfaldri lífsstílsbreytingu að sögn sérfræðings

Það þarf ekki að æfa maraþonhlaup eða járnmann til að losna við svolítið af aukakílóunum að sögn sérfræðings. Hann segir að ein einföld lífsstílsbreyting sé frábær leið til að léttast og geti valdið því að fólk léttist um 11 kíló á einu ári.
06.maí 2016 - 19:00 Kópavogur

Súrdeigsbotn og eftirréttapítsur

Valla hafði lengi dreymt að opna stað með eldbökuðum pítsum og hafði séð fyrir sér að gera það á efri árum. Allt í einu var hann svo búinn að opna Íslensku flatbökuna. Mynd/Sigtryggur Ari
Íslenska flatbakan í Bæjarhrauni er fjölskyldurekinn veitingastaður og eigandinn Valgeir Gunnlaugsson er nánast alltaf á staðnum. Hann segir að eldbakaðar pítsur með súrdeigsbotni séu mjög vinsælar, en eftirréttapítsurnar ekki síður.

06.maí 2016 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Heilinn platar okkur til að halda við séum svöng: Svona er hægt að læra að þekkja falska svengdartilfinningu

Þú ert í vinnunni eða á leiðinni heim, ert í stórmarkaðnum eða ekur framhjá bakaríi og skyndilega langar þig í súkkulaði eða eitthvað annað sætt. Þetta er fölsk svengdartilfinning sem gerir vart við sig og það er heilinn sem er að plata okkur til að halda að við séum svöng.
04.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessi hræðilega sjálfsmynd ungu móðurinnar verður vonandi til að fólk geri ekki sömu mistök og hún

Tawny með son sinn. Það er komið vor, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu, og sumarið nálgast með sól og góðu veðri, vonum við að minnsta kosti. Það er því ekki úr vegi að fjalla aðeins um ungu móðurina Tawny Willoughby frá Alabama í Bandaríkjunum og þau stóru mistök sem hún gerði.
03.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna skaltu aldrei drekka beint úr dós

Þú myndir örugglega ekki sleikja handfang í strætisvagni eða stinga höfðinu niður í klósett enda veistu að á þessum stöðum er mikið af bakteríum og öðrum óæskilegum hlutum. En það er ekki mikið betra að drekka beint úr dós, gosdós, bjórdós eða álíka dósum.