05. maí 2012 - 18:28Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.

Ef væri hattur á haus Naglans væri hann tekinn ofan núna og farið á fjóra fætur og snúið í átt að Mekka til að hylla dugnaðinn, hreystina og skuldbindinguna í afa gamla. 

Sextíu ára..... takk fyrir og bless...  margir tvítugir kynbræður hans myndu selja sálu sína hæstbjóðanda fyrir að skarta svona skrokk.    

Og ekki þarf hann kort í fansí pansí líkamsræktarstöð með galvaníseruðum stöngum, spa og sánu og heitapotti og skrúbbumaska og allskonar fyrir aumingja.
Neibb... bara hanska og næsta leikvöll.

Hann þyrfti samt kannski tannlækni... en það er önnur ella....

Hver er þín afsökun? (26-30) Michelsen: Tag Heuer Ronaldo - nóv
22.nóv. 2015 - 17:16 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Davíð Rúnar: Eltir draumana sína í Los Angeles og leggur allt undir: Viðtal

Davíð Rúnar Bjarnason hnefaleikakappi sigraði sterkan andstæðing frá Mexíkó úr Wildcard Boxing Gym, sem er eitt þekktasta box „gym“ í heiminum. Bardaginn fór fram í rótgrónum klúbbi í East Los Angeles. Það má segja að Davíð hafi komið mörgum á óvart en hann var skiljanlega í skýjunum að uppskera sigur eftir mjög strangar æfingar og hart matarræði í margar vikur fyrir bardagann.
22.nóv. 2015 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Svona oft áttu að baða þig

umir fara í bað eða sturtu daglega, aðrir annan hvern dag og enn aðrir sjaldnar en það. Venjur fólks í þessu eru æði misjafnar en hversu oft eigum við eiginlega að skella okkur undir heita sturtuna eða ofan í baðkarið til að þrífa okkur?
22.nóv. 2015 - 12:00

Þvagleki við áreynslu: Vandamál sem mjög margar glíma við

Gerir þú grindarbotnsæfingar? Þvagleki við áreynslu er ósjálfráður og verður við líkamlega áreynslu, til dæmis við hósta, hnerra, hlátur, hlaup, hopp og við að lyfta þungu. Þetta er fyrst og fremst vandamál kvenna og getur aukist í tengslum við meðgöngu og fæðingu, við tíðahvörf og almennt með aldri.
21.nóv. 2015 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Þess vegna á ekki að sitja með krosslagða fætur

Hvernig er staðsetning fóta þinna núna? Situr þú kannski við skrifborð í vinnunni, ert í strætisvagni á leið heim eða jafnvel kominn heim? Ef svo er þá eru góðar líkur á að þú sitjir með krosslagða fætur en það er líklegast ekki mjög gott fyrir líkamann.
19.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Við höfum notað rangar aðferðir í baráttunni við morgunandfýluna

Innan skamms gæti svo farið að morgunandfýla okkar muni heyra sögunni til en lausnin á þessu hvimleiða vandamáli margra er hugsanlega það sem orsakar andfýluna. Líkamar okkar eru fullir af örverum sem sumar hverjar halda til í munninum enda er þar rakt og notalegt umhverfi. Þessar örverur gætu verið lausnin að því að draga úr morgunandfýlunni.
15.nóv. 2015 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Hjólaðu eins og kona: Þá ertu öruggari

Vísindamenn við University of Toronto og University of British Columbia í Kanada hafa birt athyglisverðar niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á áhrifum þess að hjólreiðafólk í Kanada er nú skyldað til að nota hjálma. Niðurstaða þeirra er að það sem er undir hjálminum skiptir meira máli en hjálmurinn þegar kemur að meiðslum hjólreiðafólks.
15.nóv. 2015 - 11:48

Drekktu af þér aukakílóin

Samkvæmt rannsókn vísindafólks við Háskólann í Birmingham á Englandi léttist fólk sem fær sér hressilega að drekka af vatni fyrir hverja máltíð miklum mun hraðar en þeir sem gera það ekki.
15.nóv. 2015 - 09:30 Kristján Kristjánsson

Magafita er banvænni en offita: BMI stuðullinn gefur ekki rétta mynd

Fólk sem er eðlilegt að þyngd, miðað við það sem baðvogin sýnir, á hugsanlega frekar á hættu að deyja ótímabærum dauða ef sú fita sem á því situr er á kviðnum. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið enn frekari vísbendingar um að BMI líkamsþyngdarstuðullinn segi ekki alla söguna um líkamsástand fólks. Vísindamennirnir telja að það sé betra að fólki mæli mittismálið með málbandi en að treysta á vigtina.
15.nóv. 2015 - 09:00

Nýtt ofurfæði: Poppkorn er hollara en margt grænmeti og ávextir

Kjötbollur með poppkorni, poppkornsgratín eða poppkorn með mjólk í morgunmat. Hljómar kannski ekki lystugt en hugsanlega er þetta fæðusamsetning framtíðarinnar því nú hafa vísindamenn sýnt fram á að poppkorn inniheldur meira af hollum og gagnlegum andoxunarefnum en margt af því grænmeti og ávöxtum sem heilsufríkin ráðleggja okkur að borða.
14.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja einn og horfa á sjónvarpið í langan tíma

Það getur verið ansi notalegt að halla sér aftur í hægindastólnum með pizzu sér við hlið og eitthvað ískalt að drekka eða liggja uppi í rúmi og glápa á sjónvarpið. Netflix hefur gefið mörgum möguleika á að gera einmitt þetta tímunum saman en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þetta getur verið slæmt fyrir andlegu heilsuna.
10.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Flestir nota svitalyktareyði ekki rétt

Venjulegur morgun hjá mörgum byrjar á því að farið er í sturtu, svitalyktareyðir er settur í handarkrikana og síðan er haldið af stað til að takast á við verkefni dagsins. En þrátt fyrir góð morgunþrif og svitalyktareyði byrjar svitinn að spretta fram með tilheyrandi lykt. Hvað er það sem fer úrskeiðis?
09.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

10 góðar ástæður fyrir að borða banana daglega

Ef þú ert ekki nú þegar meðal þeirra sem borða banana daglega þá er kannski rétt að bæta úr því og skella sér í hópinn. Það eru svo margir kostir sem fylgja því að borða banana daglega að það er eiginlega erfitt að finna afsökun fyrir að sleppa því að borða þá.
05.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Kynlíf styrkir heilastarfsemina: Ekki verra að borða bláber og drekka smávegis rauðvín

Ef þú vilt halda heilanum heilbrigðum og skörpum þá er gott ráð að stunda eins mikið kynlíf og hægt er auk þess að borða ákveðnar tegundir matar. Þetta segir sérfræðingur í taugalækningum.
05.nóv. 2015 - 17:11 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Jólaundirbúningur á Eyrabakka: Svikin skjaldbaka og sönggleði

Valgeir Guðjónsson, frændi minn og tónlistarmaður býr á Eyrabakka ásamt eiginkonu sinni, Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur. Þar reka þau hjónin Bakkastofu, sem býður upp á menningarstarfsemi á borð við sagnavökur, tónleika, námskeið og meira til. Dagskrárnar henta alls konar hópum, hvort um sé að ræða vinnustaði, vinahópa, fjölskyldufólk eða saumaklúbba.
05.nóv. 2015 - 11:20 Kristján Kristjánsson

Ef þú borðar þetta krydd getur þú léttst þrisvar sinnum meira en annars

Megrunarduft, líkamsrækt og steinaldarfæði. Allt þetta eru vinsælar leiðir til að léttast og grennast en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er mun áhrifaríkara að borða mikið af ákveðinni kryddtegund. Kryddið er sagt hafa góð áhrif í að minnka líkamsfitu og lækka magn kólesteróls í líkamanum.
04.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Frábærar fréttir fyrir sófakartöflurnar: Svona lítið þarf að hreyfa sig til að bæta heilsuna

Það þarf ekki að vera erfitt að bæta heilsuna ef fólk tilheyrir þeim hópi sem má kalla sófakartöflur, það er að segja fólk sem hreyfir sig eiginlega ekki neitt. Rannsókn danskra vísindamanna hefur leitt í ljós að það eitt að standa upp úr sófanum hefur jákvæð áhrif á heilsufarið og ef fólk leggur á sig ferðalag fram í eldhús, eða eitthvað álíka langt, þá er það langt komið með æfingaáætlun dagsins.
04.nóv. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Það er jafnvel áhrifaríkara að fara í göngutúr en í líkamsræktarstöð: Heldur fitunni frá mittinu

Hér eru góðar fréttir fyrir þá sem fara í gönguferðir, stunda stafagöngu eða fara bara út að ganga með hundinn. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að fólk sem fer reglulega í 30 mínútna gönguferðir og gengur rösklega er að jafnaði léttara, með lægri líkamsþyngdarstuðul (BMI) og minna mittismál en þeir sem stunda reglulega og erfiða líkamsrækt eða erfiðisvinnu.
03.nóv. 2015 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Færð þú oft marbletti og veist ekki af hverju? Þetta getur verið ástæðan

Manst þú oft ekki hvort og hvernær þú meiddir þig og fékkst marblett? Sumir fá mjög auðveldlega marbletti og eiga oft erfitt með að átta sig á hvernig þeir eru tilkomnir og muna ekki eftir að hafa rekið sig harkalega í eða dottið.

03.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Viltu léttast? Vísindamenn telja sig hafa fundið bestu leiðina til að grennast

Er best að sleppa því að borða fitu eða kolvetni ef maður vill léttast? Vísindamenn telja sig hafa fundið svarið með því að fara yfir 53 heilsufarsrannsóknir sem náðu til 68.000 manns og geti því sagt til um hvaða leið er best til að léttast.
01.nóv. 2015 - 17:30 Kristján Kristjánsson

Þýskt pylsusjokk

Pylsur eru einn vinsælasti maturinn í Þýskalandi og óhætt er að segja að Þjóðverjar borði mjög mikið af pylsum. Það var því mörgum mikið áfall þegar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, tilkynnti fyrir skömmu að neysla á unnum kjötvörum, þar á meðal pylsum, auki líkurnar á ristilkrabbameini.
29.okt. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sykur er eitur: Að hætta sykurneyslu getur skilað betri heilsu á nokkrum dögum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það sé mikilvægara að telja það magn sykurs sem er innbyrt en að telja þær hitaeiningar sem eru innbyrtar. Rannsóknin sýndi að á aðeins 9 dögum breyttis heilsufar barna til hins betra ef sykri var skipt út fyrir önnur efni.
27.okt. 2015 - 18:27 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Holl og hræðileg hrekkjavaka

Hrekkjavakan nálgast og þrátt fyrir að vera Amerísk hátíð, eru margir Íslendingar farnir að halda upp á daginn með látum. Búningar, grasker og hræðilegar nornir eru stór partur af þessum degi og mikið er um nammiát. Hér eru nokkrar hugmyndir að hollari hrekkjavöku.
26.okt. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru 15 mest ávanabindandi matvörurnar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Michigan háskóla varpa ljósi á hvaða fæðutegundir eru mest ávanabindandi. Vísindamennirnir rannsökuðu hvað það væri sem gerir þessar matvörur svona ávanabindandi. Af tíu mest ávanabindandi vörunum eru níu mikið forunnar og innihalda mikla fitu og fínunnin kolvetni. Sykraðir gosdrykkir voru undantekningin.
20.okt. 2015 - 17:58 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Það sést hverjir beygja

Í gegnum tíðina hefur því miður oft á tíðum verið rætt um hnébeygjur á fremur neikvæðum nótum þar sem hún er gjarnan tengd við bakverki og hnémeiðsli. Þess vegna tel ég það nauðsyn að sletta smá þekkingu yfir lýðinn til þess að endurheimta orðspor hnébeygjunnar og brennimerkja hana sem vænu og fallegu hreyfinguna sem hún er.
20.okt. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Gönguferðir eru kraftaverkalyf gegn sjúkdómum

Það ætti ekki að koma á óvart ef læknirinn mælir með göngutúr sem lyfi við því sem hrjáir þig. 21 mínútna langur göngutúr getur komið í veg fyrir marga sjúkdóma. Þetta er eiginlega svo einfalt að það getur verið erfitt að trúa þessu en það er þó satt að göngutúr er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf.
19.okt. 2015 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Sýndu manninum þínum umhyggju þegar hann þjáist af karla-flensu

Veturinn nálgast og það þýðir auðvitað að hin illvíga karla-flensa mun leggjast á mikinn hluta þess sem margir telja vera sterkara kynið en er það þó varla þegar um veikindi er að ræða. Hér er auðvitað verið að tala um hina illvígu karla-flensu. Sálfræðingur ráðleggur konum þeirra sem hin illvíga karla-flensa leggur í bælið að sýna þeim umhyggju og samúð á meðan á veikindunum stendur.
19.okt. 2015 - 06:53 Kristján Kristjánsson

Er tímaeyðsla að nota tannþráð? Getur það verið verra fyrir tennurnar en að nota ekki tannþráð?

Tannlæknar eru duglegir við að segja okkur að það sé mjög mikilvægt að nota tannþráð en samt sem áður nota fæstir tannþráð. Sumum finnst það of erfitt, tímafrekt eða jafnvel vont. Nú segir sérfræðingur í tannlækningum að það geti verið skaðlegt að nota tannþráð ef hann er ekki notaður á réttan hátt, það geti verið skaðlegra en að nota ekki tannþráð.
18.okt. 2015 - 20:00

Nýrnasjúkdómar eru því miður of algengir

Kenna má eiturefnum sem við öndum að okkur daglega um þetta ástand, en við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað getur leynst í andrúmsloftinu.
15.okt. 2015 - 22:11 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Stevia frá VIA-HEALTH

Stevia er jurt sem vex villt í skógum Suður-Ameríku. Síðan á forsögulegum tímum hafa frumbyggjar af Guarani ættbálknum í Paragvæ nýtt jurtina til neyslu og í lækningaskyni. Afbrigði stevia eru næstum 300 og er stevia rebaudiana sætast þeirra.
09.okt. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Þriðjungur ungra kínverska karlmanna mun deyja af völdum reykinga

Reykingar eru mjög útbreiddar í Kína en ein af hverjum þremur sígarettum sem reyktar eru í heiminum er reykt í Kína. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þriðji hver kínverskur karlmaður, sem er nú undir 20 ára aldri, muni deyja ótímabærum dauða vegna reykinga. Einnig kemur fram að tveir þriðju hlutar kínverskra karla byrja að reykja áður en þeir ná tvítugs aldri.
05.okt. 2015 - 13:30 Kristján Kristjánsson

10 mínútna ganga getur bætt fyrir skemmdir á æðakerfinu af völdum sex klukkustunda kyrrsetu

Við heyrum oft að það sé hættulegt að sitja of lengi, hvort sem það er við tölvuna, við sjónvarpið eða eitthvað annað. Það er því kannski ljós í myrkrinu fyrir þá sem vinna kyrrsetuvinnu að niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að 10 mínútna göngutúr geti bætt upp þær skemmdir sem verða á æðakerfinu við að sitja kyrr í sex klukkustundir.
03.okt. 2015 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Hávaxið fólk á frekar á hættu að fá krabbamein en lágvaxið

Eftir því sem fólk er hávaxnara aukast líkurnar á að það fái krabbamein. Sænskir vísindamenn byggja þessa niðurstöðu sína á rannsóknum á heilsufarsgögnum 5,5 milljóna Svía sem voru allt frá 100 sm til 225 sm á hæð.
02.okt. 2015 - 19:00

10 ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Mynd: Gettyimages Fyrr á árinu tókst mér loksins að koma því í rútínu að koma mér upp úr sófanum og fara út að hlaupa. Það tók virkilega á í fyrstu skiptin, en í dag gæti ég ekki án hreyfingarinnar verið.
02.okt. 2015 - 01:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT

Það fór allt á annan endann hjá mér á Snapchat í vikunni þegar ég setti inn blómkálspítsu uppskrift í svokallað „story“. Yfir 700 skjáskot eða „screenshot“ voru tekin af uppskriftinni og ég hafði ekki undan að svara skilaboðum sem mér bárust um þessa fljótlegu og hollu pítsu uppskrift. Nokkrum dögum eftir að ég skellti inn þessari uppskrift ákvað ég að henda í aðra góða pítsu og setti aftur á Snapchat. Það sama gerðist og ég fékk ófá skilaboð með spurningum.
01.okt. 2015 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Of mikið hreinlæti í kringum ungabörn getur valdið því að þau fá astma

Vísindamenn við B.C. barnasjúkrahúsið í Kanada hafa rannsakað hvers vegna svo mörg börn koma á sjúkrahúsið vegna astma en engin annar sjúkdómur orsakar fleiri komur barna á sjúkrahúsið. Niðurstaða þeirra er að of mikið hreinlæti á heimilum barnanna valdi því hugsanlega að þau fái astma.
30.sep. 2015 - 21:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Markmið og heilsa: VIÐTAL

Harpa Rut Heiðarsdóttir er einkaþjálfari og býður hún upp á afar skemmtilegt námskeið á fésbókarsíðunni Heilræði og lífstíll. Námskeiðið nefnist Markmiðs stuðningur og hjálpar hún fólki að setja sér markmið þegar kemur að bættri heilsu og einnig hjálpar hún fólki að ná settum markmiðum. Við spjölluðum við Hörpu Rut og fengum að skyggnast inn í þennan skemmtilega heim markmiða og heilsu.
30.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Ráðleggja fólki að draga úr neyslu á hrísgrjónum og hrískökum vegna krabbameinsvaldandis efnis í þeim

Í hrísgrjónum er svo mikið af arseniki, sem er krabbameinsvaldandi, að nú ráðleggur sænska matvælaeftirlitið foreldrum að gefa börnum ekki hrísgrjón eða hrísgrjónarétti oftar en fjórum sinnum í viku. Þá er foreldrum ráðlagt að gefa börnum ekki hrískökur.
28.sep. 2015 - 17:30 Kristján Kristjánsson

Unglingsstúlka varð gul eftir að hafa drukkið þrjá bolla af grænu tei á dag

Grænt te hefur lengi verið kennt við hollustu og margir hafa notið þess að fá sér þennan góða og holla drykk. En það er greinilega hægt að fá of mikið af því góða en það fékk unglingsstúlka að reyna þegar húð hennar varð gul eftir að hún drakk of mikið af grænu tei.
27.sep. 2015 - 09:30 Kristján Kristjánsson

Þetta eru 10 einkenni elliglapa sem gott er að þekkja

Meðalaldur fólks hækkar sífellt og það eru auðvitað góð tíðindi en þetta hefur jafnframt í för með sér að fleiri munu þjást af elliglöpum eða munu eiga ættingja sem þjást af elliglöpum. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkenni elliglapa svo hægt sé að uppgötva þau snemma og leita læknis til að fá staðfestingu á hvað er í gangi.
25.sep. 2015 - 19:59 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Draumur fyrir húðina mína

Skrúbburinn er náttúrulegur og mjúkur. Hann næstum einsog rjómi viðkomu með örfínum kísilögnum í. Hann jafnar áferð húðarinnar, eykur ljóma húðarinnar og hefur góð áhrif á blóðflæðið. Ég fann hvað húðin mýktist eftir notkun skrúbbsins. Þetta er algjör draumur fyrir húðina mína.
23.sep. 2015 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Það á ekki að hreinsa eyrun með eyrnapinnum

Hvernig hreinsar þú eyrun þín? Ekki er ólíklegt að þú notir eyrnapinna til þess en það er langt frá því að vera snjallt því það hreinsar ekki eyrun og getur verið slæmt fyrir heyrnina. Eyrun eru sjálfhreinsandi og algjör óþarfi að nota eyrnapinna til að hreinsa þau.
23.sep. 2015 - 13:20 Kristján Kristjánsson

Þetta er grænmetið sem getur gert fólk feitt

Eins og marga hefur eflaust grunað þá eru kartöflur ekki góðar fyrir mittismálið því kartöflur eru eitt mest fitandi grænmetið. Annað grænmeti sem þeir sem vilja hugsa um mittismálið ættu kannski að forðast eru til dæmis maís og baunir.
22.sep. 2015 - 21:00

Þrjár svefnlausar nætur geta hugsanlega unnið bug á þunglyndi

Hópur danskra vísindamanna hefur fundið nýja leið til að bægja þunglyndi á brott. Niðurstöður rannsóknar þeirra sýna að tæplega tveir af hverjum þremur þunglyndissjúklingum læknaðist með því meðal annars að halda sér vakandi í þrjá sólarhringa.
21.sep. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Hættu að búa um rúmið á morgnana

Ef þú hefur vanist því að búa um rúmið þitt á morgnana og getur ekki hugsað þér að takast á við daginn án þess að vera búinn að búa um rúmið þá ættirðu að reyna að venja þig af því. Margir eru aldir upp við að búa um sig á morgnana og jafnvel setja rúmteppi yfir að því loknu. En það er í raun sérstaklega slæmt að búa um rúmið sitt og enn verra er að setja þungt rúmteppi yfir sængurnar og koddana.
21.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þriðja hvert barn sem fæðist á þessu ári mun þjást af elliglöpum á efri árum

Eftir því sem meðalaldur fólks hækkar aukast líkurnar á að það þjáist af elliglöpum á efri árum. Bresku Alzheimers rannsóknarsamtökin (Alzheimer‘s Research UK) segja að þriðja hvert barn sem fæðist á Bretlandseyjum á þessu ári muni þjást af einhverskonar elliglöpum á efri árum.
21.sep. 2015 - 04:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Moroccanoil leikur: VINNINGSHAFAR

Brynja vinkona mín kíkti í heimsókn um daginn með fulla tösku af Moroccanoil vörum og ég fékk að leika mér að setja allskonar fínerí í hárið á mér. Ég varð strax mjög hrifin af vörunum enda hef ég notað olíuna frá Moroccanoil í hárið áður. Útkoman var ekki sú fegursta og skammaði Brynja mig fyrir að vanda mig ekki betur. Ég setti allt of mikið af sumu og of lítið af öðru. Ég hef núna lært aðeins betur á þetta, sem betur fer.
20.sep. 2015 - 15:00

Alex, eins árs, dó úr heilahimnubólgu: Mikilvægt að þekkja einkennin

Alex Patterson var hraustur og glaður ellefu mánaða drengur sem bræddi ófá hjörtu með fallegu brosi sínu. Sunnudag einn í apríl síðastliðnum var Alex á leikvellinum með eldri bróður sínum, Callum og foreldrum sínum Sam og Jim. Þegar heim var komið tóku Sam og Jim eftir því að sonur þeirra var ekki eins og hann átti að sér að vera. Hann var orðinn lasinn og það í sjálfu sér kom foreldrunum ekki á óvart. En þau grunaði aldrei að aðeins rúmum sólarhring síðar átti veröld þeirra eftir að snúast á hvolf.
18.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hvaða áhrif hefur kaffidrykkja á kvöldin á líkamann?

Kaffi er auðvitað sívinsælt og margir slá ekki hendinni á móti góðum kaffisopa og skiptir þá litlu máli hvenær sólarhringsins er boðið upp á kaffið. En það er kannski þess virði að hugsa sig tvisvar um áður en kaffi er drukkið síðustu klukkustundirnar áður en farið er í rúmið að sofa.
17.sep. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Of feitt þriggja ára barn greindist með sykursýki

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þriggja ára stúlka, sem vegur jafn mikið og 11 ára börn gera að meðaltali, hefur verið greind með sykursýki 2, sem er lífsstíls tengdur sjúkdómur. Hún er því ein yngsta manneskjan til að greinast með sykursýki 2.
15.sep. 2015 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Svaf barnið þitt nógu lengi í nótt?

Skólabörn sofa of lítið að mati danska læknisins Jerk Langer og fá orð hans stuðning í niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar. Hann segist einnig vita hvað það er sem heldur börnunum vakandi fram eftir kvöldi svo þau sofna ekki nægilega snemma.