05. maí 2012 - 18:28Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.

Ef væri hattur á haus Naglans væri hann tekinn ofan núna og farið á fjóra fætur og snúið í átt að Mekka til að hylla dugnaðinn, hreystina og skuldbindinguna í afa gamla. 

Sextíu ára..... takk fyrir og bless...  margir tvítugir kynbræður hans myndu selja sálu sína hæstbjóðanda fyrir að skarta svona skrokk.    

Og ekki þarf hann kort í fansí pansí líkamsræktarstöð með galvaníseruðum stöngum, spa og sánu og heitapotti og skrúbbumaska og allskonar fyrir aumingja.
Neibb... bara hanska og næsta leikvöll.

Hann þyrfti samt kannski tannlækni... en það er önnur ella....

Hver er þín afsökun? 27.feb. 2015 - 21:29 Ragnheiður Ragnarsdóttir

10 leiðir til breyta venjulegum svefni í alvöru fegurðarblund

Á meðan þú nýtur þess að sofa þá er húðin þín að vinna sín verk, hún er að jafna sig eftir daginn og ná sér í raka frá deginum áður. Svo spurningin er, af hverju ekki að hjálpa aðeins til? Á meðan þú ert að ná þínum átta tímum þá skiptir máli fyrir húðina hvað þú gerir áður en þú ferð að sofa og hvernig þú sefur. Hér eru góðar leiðir sem þú ættir að venja þig á að gera fyrir svefninn til að hafa heilbrigða húð:
26.feb. 2015 - 04:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Smákökur með höfrum og eplum: UPPSKRIFT

Ég bjó til smákökur í kvöld með höfrum og eplum. Útkoman var ótrúlega góð. Enginn hvítur sykur er í kökunum, einungis agave sýróp. Þessar smákökur sviku engan. Þær kláruðust á met tíma. Ég hafði hugsað mér að taka eina með mér í skólann á morgun en ég þarf víst að henda í aðra uppskrift og jafnvel tvöfalda eða þrefalda uppskriftina til að eiga eitthvað til að hafa með sem nesti.
25.feb. 2015 - 17:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvað ert þú að lesa?

Bækur um trúarbrögð, mataræði, reynslusögur og sjálfshjálparbækur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það hefur verið stoð mín og stytta í gegnum árin sem sundkona að vera með góða og gagnlega bók með í ferðalögum. Keppnisferðir og æfingaferðir eru erfiðar oft á tíðum. Það þurfti að vera með hausinn á réttum stað í lengri tíma þegar maður var á hótelherbergjum og sundlaugum til skiptis
24.feb. 2015 - 16:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þú geislar frá þér hver þú ert

Hefur þú einhvern tímann leitt hugann að því hvaða hugmyndir þú hefur um sjálfan þig? Við geislum eða sendum frá okkur hver við erum og fer það eftir því hvaða hugmyndir við höfum um okkur sjálf. Þegar hugsanir okkar eru fylltar af ótta og vanvirðingu er útgeislun okkar í samræmi við það. Við berum okkur, klæðum okkur og nærum okkur í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum um okkur. Við löðum að okkur fólk og reynslu sem okkur finnst við eiga skilið.
23.feb. 2015 - 19:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Að borða óhollt þegar manni leiðist: hvað er til ráða

Stundum gerum við e.t.v. ekki greinarmun á svengd og að leiðast. Oftast teygjum við okkur í eitthvað sem er auðvelt og handhægt, stútfullt af sykri, slæmum kolvetnum og aukaefnum. Áður en við vitum af erum við búin að borða allt of mikið af óhollum mat, liggjandi á sófanum að horfa á heila seríu af einhverjum þáttum og líðanin er margfalt verri en áður. Hvað er til ráða?
23.feb. 2015 - 18:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mikilvægi testósteróns: Hvernig er hægt að auka framleiðsluna í líkamanum náttúrulega

Þegar hugsað er um testósterón þá er það yfirleitt eitthvað sem tengist karlmönnum eða íþróttum og þá oft á neikvæðan hátt. Testósterón hefur í gegnum tíðina mikið verið misnotað af íþróttafólki til að ná betri árangri í íþróttum. Einnig hefur það verið tengt við ýmiskonar ofbeldi, reiði og stjórnleysi.
20.feb. 2015 - 18:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Göngum saman fyrir gott málefni

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár. Á döfinni hjá félaginu eru göngur í Reykjavík, á Akureyri og á Dalvík. Allir eru velkomnir í göngurnar enda frábær leið til að kynnast fólki, fá ferskt loft og hreyfa sig á meðan við styðjum við gott málefni. Bleiki liturinn hefur einkennt félagið og gaman er að mæta í göngurnar með eitthvað bleikt meðferðis.
19.feb. 2015 - 20:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Kjúklingabaka með grænmeti: UPPSKRIFT

Ég bjó til þessa ljúffengu böku í hádeginu í dag. Það tók mig hálftíma að búa hana til og klukkutíma að baka hana í ofni. Hádegismaturinn hefur sjaldan verið betri og ég hlakka til að fá mér afganga á morgun.
18.feb. 2015 - 05:36 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Matur fyrir alla vikuna: Hvað er best að hafa í huga þegar maður þarf að skipuleggja sig

Að skipuleggja sig fyrir vikuna er mjög sniðugt fyrir fólk sem hefur lítinn tíma til að elda á daginn. Það er hægt að undirbúa kvöldmatinn fyrir vikuna eða jafnvel morgunmat, hádegismat og kvöldmat fyrir alla dagana. Mörgum þykir það kannski frekar ólystugt að borða mat sem var eldaður fyrir nokkrum dögum en þeir sem venja sig á þetta, elska það. Þetta snýst ekki um að borða afganga í heila viku, heldur að borða hollt og fjölbreytt í stað þess að kaupa skyndibita á hverjum degi.
16.feb. 2015 - 19:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vilt þú í raun betra líf? Matur er besta lyfið

Matur og hvernig við nærum okkur hefur mikil áhrif á heilsu okkar og getur skipt sköpum hvort að við lifum eða deyjum. Matur er öflugasta lyfið sem við getum notað til þess að borða okkur annað hvort til heilbrigði eða til óbóta og jafnvel til dauða.
16.feb. 2015 - 02:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástarkakan Santa Valentína: UPPSKRIFT

Hjónin á Eyrabakka, Valgeir og Ásta eru engu lík. Það virðist allt í kringum þau eiga sér sögu og sál. Ég sá mynd af mjög girnilegri köku sem Ásta hafði bakað á laugardaginn. Ég sendi henni skilaboð um leið og ég sá myndina og heimtaði uppskrift. Ég þóttist vita að Ásta hefði lagað góða og holla köku og ég hafði heldur betur rétt fyrir mér. Kakan er allt í senn holl, góð og með heilmikla sál.
16.feb. 2015 - 08:45

„Feitir“ í formi

Það er hinn mesti misskilningur að einungis grannvaxið fólk sé í besta forminu. Því er yfirleitt haldið fram að sá sem er feitur, hreyfir sig ekki neitt og er sökum þess í lélegu formi. Það er hins vegar svo að öll erum við misjöfn af Guði blessuðum gerð. Sumir geta étið kíló af súkkulaði á dag án þess að þyngjast nokkuð á meðan aðrir breikka við að horfa á molann.
15.feb. 2015 - 17:00

Jóhannes augnlæknir: 11 fæðutegundir sem viðhalda heilbrigði augans

Er maturinn sem þú borðar góður fyrir augun þín? Flestum dettur gulrætur í hug en það er ekki það eina. Líttu á hvaða fæðutegundir innihalda mestu hollustuna fyrir augun þín og varna gegn helstu augnsjúkdómum.
13.feb. 2015 - 19:10 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvað gerist ef ég hætti að borða sykur?

Eins kaldhæðnislegt og það hljómar að þá höfum við öll teygt okkur í sykur-fyllta drykki eins og orkudrykki og drykki sem innihalda koffín þegar við erum þreytt. En málið er að án alls þessa sykurs erum við miklu orkumeiri en ella. Með öðrum orðum, allur þessi sykur stöðvar líkamann í því að halda orkunni í jafnvægi allan daginn. Og stóri plúsinn er sá að þú finnur ekki fyrir þessum sveiflum í blóðsykrinum eða þreytu seinnipartinn.
12.feb. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Æfir þú rassinn nógu vel? 10 atriði sem benda til þess að þú þurfir að gera það betur

Björn Þorleifur Þorleifsson, einkaþjálfari hjá Midgard Fitness, segir okkur hvað við erum að gera rangt þegar kemur að rassaæfingum. Bjössi, einsog hann er oft kallaður er margfaldur Íslandsmeistari í Taekwondo. Hann hefur einnig hampað Norðurlandameistaratitli, unnið á alþjóðlegum mótum og var efstur í Evrópu á sínum tíma. 


11.feb. 2015 - 12:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nýjar buxur og augabrúnirnar vaxaðar: Af hverju tek ég betur á því þegar ég lít vel út

Ég var að tala við vinkonu mína sem ætlaði að hitta mig í Smáralind. „Ég er í Air. Nei, ég er sko í Air. Í AIR!“ Það var ekki furða að hún var ekki að skilja mig enda stóð ég þarna á gólfinu og öskraði ER nokkrum sinnum inn í símann, haldandi að sambandið væri eitthvað slæmt. Hún heyrði alveg í mér, hún bara hafði ekki hugmynd um hvar ég væri.
11.feb. 2015 - 08:00

Fyllt paprika í ofni: Stútfull af andoxunar efnum og A -og C - vítamínum – Uppskrift

Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best.  Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
09.feb. 2015 - 15:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vertu til staðar í núinu: Allt gott í böndum

Elín Sigurðardóttir íþróttafræðingur starfrækir hug- og heilsuræktina elin.is í Hafnarfirði. Þar er boðið upp á fjölbreytt Yoga, TRX og hjóla námskeið í hlýlegu og róandi umhverfi. “Að vera til staðar í núinu og njóta augnabliksins er það sem við leggjum áherslu á“ segir Elín.
09.feb. 2015 - 15:15 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Margrét Gnarr: Með símann í ræktinni og hlustar á Jason Mraz - VIÐTAL

Margrét Gnarr er Heimsmeistari í fitness og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að gerast atvinnumaður hjá alþjóða fitness sambandinu. Þessi duglega og flotta stelpa leyfði mér að spyrja hana nokkurra spurninga um æfingarnar, lífið og agann sem þarf til að ná svona langt.07.feb. 2015 - 05:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar kókoskúlur: UPPSKRIFT

Þessar kókoskúlur eru bæði bragðgóðar og hollar. Njóttu þess að fá þér smá nammi um helgina án þess að fá samviskubit. 
06.feb. 2015 - 16:39 Ragnheiður Ragnarsdóttir

10 matartegundir sem geta bjargað lífi þínu

Að borða egg breytir „slæma“ kólesterólinu úr „small, dense LDL“ í „large LDL“ – sem er skaðlaust. Einnig eykur neysla á eggjum HDL (góða) kólesterólið. Egg eru líka rík af einstökum andoxunarefnum sem kallast lútein og zeaxanthín sem eru mjög mikilvæg fyrir augun.
05.feb. 2015 - 22:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Góður kaffibolli er líka hollur: VIÐTAL

Kaffi hefur mörg jákvæð heilsufarleg áhrif. Til dæmis hjálpar kaffi þér að brenna fitu og bæta líkamlega getu. Koffín eykur efnaskiptahraða og hjálpar til við að losa fitusýrur úr fituvef.
05.feb. 2015 - 19:12 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heilsupressan á snapchat: heilsupressan

Heilsupressan á snapchat: heilsupressan
05.feb. 2015 - 14:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Af hverju ætti ég að drekka grænt te? 9 ástæður fyrir því að grænt te er gott fyrir þig

Ekki láta litinn blekkja þig. Grænt te er grænt og mjög vænt. Hér eru 9 ástæður fyrir því að fá sér te bolla, kaldann eða heitann.
04.feb. 2015 - 22:00

Ragga Ragnars gengur til liðs við Vefpressuna: Ritstýrir Heilsupressunni

Ragnheiður Ragnarsdóttir, ein fremsta sundkona Íslendinga hin síðustu ár, hefur verið ráðin ritstjóri Heilsupressunnar á Pressunni. Ragnheiður eða Ragga eins og hún er gjarnan kölluð, hefur tvisvar keppt á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd.
04.feb. 2015 - 11:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Morgunrútínan og meltingin: Góðar venjur til að koma kerfinu í gang á morgnanna

Það er kannski ekki lífrænt sítrónutré beint fyrir utan útidyrahurðina þína og þú vaknar kannski ekki einsog Disney prinsessa á hverjum morgni, en það eru til leiðir til að koma sér í gang á morgnanna sem ekki er flókið að búa til rútínu úr. Komdu meltingunni og kerfinu í gang þegar þú vaknar og njóttu dagsins ennþá betur.
04.feb. 2015 - 21:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimboð í höll: Húsfreyja á Eyrarbakka með heilsusamlega veislu: UPPSKRIFTIR

Móðurbróðir minn, Valgeir Guðjónson tónlistarmaður og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi búa og vinna í fallegu og söguríku húsi á Eyrabakka. Húsið heitir Búðarhamar og þar reka þau hjónin Bakkastofu. Þar halda námskeið semja tónlist, halda menningardagskrár fyrir íslenska og erlenda gesti og margt fleira
28.jan. 2015 - 22:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hrákaka vikunnar: ég verð alltaf að eiga eina svona í frysti – UPPSKRIFT

Hrákaka er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í frysti. Þegar ég fæ löngun í eitthvað gott, þegar ég þarf að hlaupa út og vill taka eitthvað fljótlegt og hollt með mér eða þegar gestir koma, er mjög gott að eiga eina holla og góða köku í frystinum sem auðvelt er að fá sér af.
02.feb. 2015 - 19:53

Sönnun þess að fjallgöngur gera þig hamingjusamari og heilbrigðari

Þeir sem stunda fjallgöngur kannast við flugnabit, blöðrur og marbletti bara við það eitt að klára gönguna. En það hefur margvíslega andlega og líkamlega ávinninga í för með sér að stunda fjallgöngur.
02.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Áttu við bakvandamál að stríða? Hér er æfing fyrir þig!

Staðreyndin er sú að fjöldi fólks þjáist af bakvandamálum og flestir þurfa að upplifa einhvers konar óþægindi í baki á sinni lífsleið. Margar hreyfingar og æfingar fara illa með bakið og ef þú þjáist af einhverjum meiðslum á baksvæðinu, þá er ég með frábæra æfingu fyrir þig. Hún er auðveld í framkvæmd og sáralitlar líkur á að þú beitir líkamanum vitlaust og dreyfir því álagi staði sem það á ekki að fara á.

02.feb. 2015 - 09:00

Einmana súkkulaðikaka- UPPSKRIFT

Hvað gera bændur þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta?
Nú þá skellir maður í bráðholla og löglega súkkulaðiköku.
01.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

6 verstu mistökin

Svona árangur næst ekki með því að hamast einungis í hundruðum kviðæfinga á dag! Að gera æfingu sem einangrar einn vöðva í einu, eins to t.d. tvíhöfðakreppur (bicep curls) mun ekki skila þér miklu. Þær Ef þú vilt byggja upp almennilegan vöðvamassa og hafa fitubrennsluna í botni á meðan, þá þarftu að framkvæma stórar æfingar sem örva marga vöðva og vöðvahópa í einu ásamt því auðvitað að nota sem mesta orku á sama tíma.
30.jan. 2015 - 08:00 Vilhjálmur Steinarsson

Fylgdu þessum ráðum ef þú vilt auka hjá þér fitubrennnslu!

Stórar æfingar eru frábær leið til að auka fitubrennslu! Fitubrennslubransinn er risastór á heimsvísu og veltir milljörðum. Það eru alltaf að koma fram einhverjar skyndilausnir og fáránlegar aðferðir til þess að brenna fitu. Fólk gleypir við því eins og hverju öðru og stendur alltaf í stað eða nær aldrei þeim árangri sem vörurnar lofa á stuttum tíma.
26.jan. 2015 - 23:00

Vefjagigt: Ítarlega farið yfir einkenni, greiningu, lyf og fleira

Ef þú gætir séð slæma vefjagigt þá liti hún ef til vill svona út Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.
26.jan. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Ofþjálfun: Hvað er of mikið?

Sumir kannast kannski við þetta ferli. Þú byrjar á nýju æfingakerfi og ætlar að sigra heiminn á núll einni, æfir eins og skepna og vilt helst ekki taka þér frídag því þú heldur að það eyðileggi bætingarnar þínar. Eftir 6-8 vikur þá ferðu að finna fyrir einkennum sem þú hefur ekki fundið fyrir áður.

26.jan. 2015 - 00:01

Skjaldkirtillinn: Helstu einkenni - Hvaða mat á að borða og ekki borða?

Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prufa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu.
20.jan. 2015 - 08:00 Vilhjálmur Steinarsson

Langar þig að brenna fitu? Ég er með gott ráð: Lyftu þungt!

Ég heyri á hverjum einasta degi að fólk vilji ekki lyfta lóðum vegna þess að það vilji ekki vera massað eða fá vöðva. Þetta á nú aðallega við um kvenkynið og eitt mest krefjandi í mínu starfi er að fá konur til að lyfta lóðum og kannski reyna að bæta aðeins þyngdir. 
15.jan. 2015 - 00:42

Nokkur trix til að nota kaffi fyrir húðina og hárið

Kaffið þitt er ekki bara gott til að sötra, heldur er það einnig gott fyrir húðina og hárið. Kaffikorgur er góður sem andlitsskrúbbur, fínn á ójöfnur á lærum og rassi (margir kalla það „cellulite“).
14.jan. 2015 - 00:36

Þarmaflóran og heilsa

Rannsóknir á undanförnum árum hafa leitt í ljós að heilbrigð þarmaflóra er gríðarlega mikilvæg fyrir almennt heilbrigði. Ójafnvægi á þarmaflórunni  hefur sýnt sig að ýta undir allskyns sjúkdóma s.s. sykursýki, offitu, liðagigt, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma.
05.jan. 2015 - 08:00

Flensan óvenjuslæm í ár: Hvað er best að gera?

„Hin árleg vetrarflensa er alltaf af stofni A. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var með í gerð flensubóluefnisins okkar í haust. Það sem verra er, er að stofninn nú er óvenju skæður og hefur í mörgum tilfellum breyst með lítilli stökkbreytingu frá því í haust, þannig að bólusetningin gefur ekki vörn nema í 20-30% tilvika“.
04.jan. 2015 - 23:00 Elín Helga Egilsdóttir

Hafraklattar sem ekki þarf að baka

Hversu oft ferð þú t.d. á kaffihús, í búð, og kaupir þér eitt stykki hafraklatta í "leiðinni". Nú, eða hafraköku? Jebb. Oftar en þig grunar er það ekki? Af hverju? Af því það er gott að narta og hafrar eru bara det beste som er! Sparaðu þér peninga og skelltu í einn skammt til að eiga á lager fyrir komandi kaffihúsaferðir og nart-tímabil. 

14.des. 2014 - 13:45

Kæru foreldrar, það er verið að ljúga að ykkur

Nú nýlega hefur borið mikið á mislingum og öðrum sjúkdómum sem koma má í veg fyrir með bólusetningum.
11.des. 2014 - 21:20 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Allt um Brjósklos: Einkenni, orsakir og meðferð

Hryggþófar, brjóskþófar eða diskar liggja á milli hryggjaliða og mynda liðamót sem gefa kost á hreyfingu milli þeirra. Hver hryggþófi hefur um leið mikilvægt hlutverk við að binda hryggjarliði saman og á hverjum diski hvílir talsverður þungi í athöfnum okkar daglega lífs.
20.sep. 2014 - 11:45

Flensborgarhlaupið safnar áheitum fyrir Barnaheill: Verður þú framhaldskólameistari?

Hafnarfjarðarbær býður öllum keppendum í sund að hlaupi loknu. Þriðjudaginn 23. september næstkomandi leggja áhugasamir hlauparar og göngumenn af stað í Flensborgarhlaupið. Hlaupið er orðið fastur liður í hlaupadagskránni en boðið er upp á 3 km göngu/hlaup án tímatöku, 5- og 10km hlaup með tímatöku. Öllum er frjálst að vera með, hvort sem þeir tengjast Flensborg sérstaklega eða ekki, og hefst hlaupið tímanlega klukkan 17:30.
18.maí 2014 - 16:40

Nýjar rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda: Tvær máltíðir á dag betra fyrir heilsuna

Vísindamenn telja að tvær máltíðir á dag geti komið í veg fyrir sykursýki 2. Þetta staðfestu þeir eftir rannsókn sem gerð var nú á dögum í Prage en þar var fjölda fólks skipt í tvo hópa. Einn hópurinn fékk margar litlar máltíðir á dag en seinni hópurinn fékk tvær stórar. Báðir skammtarnir innihéldu sama magn af kaloríum. Niðurstöður rannsóknarinnar komu á óvart en þeir sem einungis borðuðu tvær stórar máltíðir misstu fleiri kíló ásamt því að blóðsykur þeirra minnkaði töluvert.
19.apr. 2014 - 13:02

Ívar og Arnar hætt komnir?

Spennandi verður að fylgjast með ofurköppunum og Hámarkskóngunum Ívari Guðmundssyni og Arnari Grant kljást við óvænta ógn í einkaþjálfara bransanum. Furðulegt verður að teljast að umrædd ógn hefur ekki enn komið fram undir nafni og er meðfylgjandi myndband það eina sem menn hafa í höndunum að svo stöddu.
29.mar. 2014 - 11:56

Nýir íslenskir jurtadrykkir á markað

Drykkir úr hvönn og lúpínu: Fyrirtækið Svarti Haukur hefur sett á markað nýja íslenska jurtadrykkjalínu. Fyrirtækið hefur um þriggja ára skeið framleitt Lúpínuseyðið sem kennt er við Ævar Jóhannesson, en nú bætast við þrír nýir drykkir úr hvönn auk þess sem Lúpínuseyðið hefur fengið enn frekari virkni og er um leið orðið mun bragðbetra.

Um er að ræða íslenskt fyrirtæki, sem framleiðir frá grunni íslenska drykki úr íslenskum jurtum; ætihvönn, lúpínurótum, geithvönn, njóla og litunarmosa auk þess sem í drykkjunum er hráefni sem allt er talið virka vel gegn margvíslegum kvillum.

09.feb. 2014 - 13:20

Greind börn verða grænmetisætur

Því greindara sem barn er, því meiri líkur eru á að það gerist grænmetisæta á fullorðinsaldri. Það eru breskir vísindamenn sem hafa komist að þessari niðurstöðu eftir rannsókn á lifnaðarháttum 8.179 einstaklinga.
08.feb. 2014 - 11:40

Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur líkurnar á hjartasjúkdómum

Að drekka einn sykraðan gosdrykk á dag eykur líkurnar á að deyja af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma mikið. Viðbættur sykur inniheldur tómar hitaeiningar sem auka við þyngd fólks sem aftur eykur hættuna á mörgum sjúkdómum, þar á meðal hjartasjúkdómum.
08.feb. 2014 - 10:00

WHO: 70 prósent fleiri krabbameinstilfelli eftir 20 ár

Fjöldi krabbameinssjúklinga mun aukast mikið næstu 20 árin að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. 2012 voru 14 milljónir krabbameinstilfella greind í heiminum en 2032 verða tilfellin orðin 25 milljónir á heimsvísu að sögn WHO.