05. maí 2012 - 18:28Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.

Ef væri hattur á haus Naglans væri hann tekinn ofan núna og farið á fjóra fætur og snúið í átt að Mekka til að hylla dugnaðinn, hreystina og skuldbindinguna í afa gamla. 

Sextíu ára..... takk fyrir og bless...  margir tvítugir kynbræður hans myndu selja sálu sína hæstbjóðanda fyrir að skarta svona skrokk.    

Og ekki þarf hann kort í fansí pansí líkamsræktarstöð með galvaníseruðum stöngum, spa og sánu og heitapotti og skrúbbumaska og allskonar fyrir aumingja.
Neibb... bara hanska og næsta leikvöll.

Hann þyrfti samt kannski tannlækni... en það er önnur ella....

Hver er þín afsökun? 29.mar. 2015 - 08:00

5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum. Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar. Það sem er þó allra verst … er að enn er verið að halda mörgum þessara hugmynda að fólki. Hér er listi yfir 5 verstu næringarráð sögunnar.
28.mar. 2015 - 19:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hlakkar til að fara á æfingu á hverjum degi og elskar Béarnaise sósu

Sólveig Friðriksdóttir fékk sér kort í Bootcamp í febrúar árið 2013. Þá var ekki aftur snúið. Hún var orðin 123 kíló og vildi breytingu. Eiginmaður hennar, Hörður Steinar, hafði stundað Bootcamp í mörg ár þegar Solla, einsog hún er kölluð sló til og skellti sér með.
26.mar. 2015 - 04:49 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimalagað múslí með te bragði: UPPSKRIFT

Dásamleg uppskrift af heimalöguðu múslíi með Earl Gray te bragði.
25.mar. 2015 - 14:37 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nike Air Max: Dagurinn sem beðið hefur verið eftir

Á morgun, fimmtudag, er svokallaður Air Max dagur í AIR, Smáralind. Mjög takmarkað magn af Air Max 90 og Air Max Moire verður til sölu bara þennan eina dag. Allir Air Max skór verða á 25% afslætti og búðin verður opin til kl 21.
25.mar. 2015 - 09:00

7 óhollar fæðutegundir til að forðast eins og heitan eldinn

Að borða óhollan mat getur látið þér líða illa, leitt til þyngdaraukningar og orsakað alls kyns heilsuvandamál. Hér eru 7 óhollar fæðutegundir sem þú skalt forðast eins og pláguna.
23.mar. 2015 - 17:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni

Ég skellti mér á mjög fallega strönd í síðustu viku. El Matador í Malibu. Það eru klettar í sjónum og öldurnar voru háar. Ég ákvað að taka smá æfingu á ströndinni í hitanum. Ég hljóp fram og til baka í flæðarmálinu og gerði jóga æfingar. Það er hægt að taka á því hvar sem er og þrátt fyrir að vera skólaus og í sólbaði, þá náði ég að taka ferlega góða æfingu.
22.mar. 2015 - 18:25 Ragnheiður Ragnarsdóttir

10 ástæður til að borða kókosolíu

Kókosolía er ein fárra fæðutegunda sem hægt er að kalla ofurfæðu.
Einstök samsetning fitusýra hennar getur haft mikil og góð áhrif á heilsu.
Þar má telja þyngdarstjórnun, bætta heilastarfsemi og ýmsa aðra merkilega eiginleika.
20.mar. 2015 - 16:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sellerí: Basískt grænmeti sem kemur á óvart

Sellerí er mjög basískt grænmeti sem vinnur gegn blóðsýringu og það hreinsar blóðrásina, það aðstoðar meltinguna, kemur í veg fyrir mígreni, slakar á taugum, lækkar blóðþrýsting og gerir húðina fallegri.
19.mar. 2015 - 03:28 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hugleiðsla: Slökum á innra með okkur

Oft erum við annars hugar, upptekin af fortíðinni eða bíða eftir framtíðinni. Við erum varla mætt á einn stað þegar við byrjum að flýta okkur á þann næsta. Kannast ekki flestir við að vilja framkvæma margt á sömu stundu? Við erum að hugsa um að vera heima að þrífa eða vinna þegar við erum í heilsuræk t.d. Þá er hugurinn á allt öðrum stað en líkaminn. Við hreinlega týnum okkur.
17.mar. 2015 - 16:29 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Leyndarmál frá Asíu: 7 leiðir til að halda í unga útlitið

„Það halda margir að amma mín sé mamma mín og mamma sé systir mín. Sem Kínverji fædd í Ameríku þá veit ég að ég er ekki ein um þetta.“  Konur frá Asíu eru frægar fyrir að líta út fyrir að vera mörgum árum yngri en þær eru. Leyndarmálið við að eldast á þokkafullan hátt liggur í lífsstíl Asíubúa ásamt mataræðinu.
16.mar. 2015 - 07:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pönnukökur með bláberjum, höfrum og jógúrt

Pönnukökur eru alltaf góð hugmynd. Sérstaklega þegar þær eru hollar. Hér er uppskrift af mjög góðum og hollum bláberja pönnukökum með höfrum og grískri jógúrt.
16.mar. 2015 - 07:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni

Ég elska að búa í Los Angeles. Það er alltaf eitthvað um að vera. Ég fór á tískusýningu á LA Fashion week í síðustu viku og skellti mér á rauða dregilinn með Syndney vinkonu minni.
13.mar. 2015 - 16:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Af hverju HIIT þjálfun?

HIIT þjálfun eða High Intensity Interval Training er einhver albesta brennsluaðferð sem vitað er um og er mun áhrifaríkari en hin hefðbunda brennsluaðferð Steady state cardio sem felst í því að halda sama tempói á litlu álagi í langann tíma.
11.mar. 2015 - 23:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Við veljum líðan okkar

Öll orð og allar hugsanir hafa orku eða tíðni. Mismunandi orð gefa frá sér mismunandi tíðni eða orku og öll þessi orka hefur áhrif á líkamann okkar og huga. Þetta hefur verið sannað vísindalega með vatnakristöllum sem er búið að mynda í gegnurn smásjá. Orðin þakklæti og kærleikur eru þau orð sem mynda fallegustu kirstallanna. Þau eru grundvallarlögmál náttúrunnar og lífsins.
10.mar. 2015 - 17:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Dansari, fyrirsæta og þjálfari: Kadee Sweeney er ótrúleg fyrirmynd: VIÐTAL

Kadee Sweeney er fyrirsæta, dansari og Pilates kennari. Ég fer stundum í tíma til hennar og það skín af henni heilbrigði, hamingja og gleði. Kadee er 34 ára og á 5 ára dóttur. Ég spurði Kadee um heilsuna og lífið.
09.mar. 2015 - 20:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mjórra mitti: Virkar þetta blessaða belti eða ekki?


Ég hef aldrei hugsað mikið um mittið á mér. Ég æfi vel, borða hollt og hugsa vel um sjálfa mig. Aldrei hefur það verið markmið mitt að vera með mjórra mitti. En hví ekki að prófa þetta, þar sem þetta er orðið svona vinsælt á meðal kvenna út um allt?
08.mar. 2015 - 17:18 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Omega 3 fitusýrur: Mikilvægi þess og kostir

Omega-3 og 6 eru báðar mjög mikilvægar fitusýrur og gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Omega 3 og 6 eru það sem frumunnar okkar eru gerðar úr að miklu leyti. Til að við séum heilbrigð og að frumunnar okkar vinni og starfi eðlilega að þá þarf að vera ákveðið jafnvægi á milli omega 3 og 6 fitusýranna. Vandamálið er að flestir eru að fá of mikið af Omega-6 úr fæðunni og of lítið af Omega 3. Nútíma matarræði er bara hreinlega ekki nógu gott.
07.mar. 2015 - 20:46 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Inngróin hár: Hvað er til ráða?

Inngróin hár í skeggrót geta verið ótrúlega þrjósk.  Það sem gerist er að skegghárið skreppur af rakvélinni og undir húðina og vex þar á ská undir húðinni í stað þess að vaxa upp. Stundum er þetta vægt og orsakar rauðar litlar bólur, hugsanlega litlar graftarbólur og oft alveg heilmikinn kláða. Stöku sinnum eru þessi inngrónu hár alveg ótrúlega þrjósk og valda sýkingu og kýlum sem enda í örum.
06.mar. 2015 - 01:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Berðu þig vel: 5 leiðir til þess að hætta að vera hokinn í baki

Finnur þú fyrir stirðleika og spennu þegar þú stendur upp eða sest niður? Slæm líkamstaða gæti verið ástæðan fyrir því að þú finnur til. Það er auðvelt að sjá það á fólki þegar það ber sig illa. Hausinn er alltaf hálfu á skrefi á undan líkamanum, hryggurinn er boginn og það virðist sem axlirnar séu á góðri leið með að snúa í alvitlausa átt.
05.mar. 2015 - 19:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þessi er rosaleg! Súkkulaði og möndlu ostakaka sem er hrá og vegan: UPPSKRIFT

Þessi kaka er bara rosaleg. Gæti varla verið einfaldara eða fljótlegra að búa hana til. Það tók mig u.þ.b. 20 mínútur að búa hana til, en hún þarf að vera í frysti í nokkra klukkutíma eða jafnvel yfir nótt. 
05.mar. 2015 - 09:00

8 fáránleg ósannindi um kjötneyslu

Það er mikið um vitleysu um næringu í fjölmiðlum. Eitt versta dæmið er áróðurinn gegn kjötneyslu. Hér eru 8 fáránleg ósannindi um kjöt og áhrif þess á heilsu.
03.mar. 2015 - 17:53 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Svitabaðið í LA: alveg eins og stjörnurnar


Sviti. Já þetta er bara sviti. Ég ligg í klukkutíma í einskonar svefnpoka, vafin í plast og hita. Infrarauður hiti er í þessum poka sem ég ligg í og hitinn er næstum því óbærilegur en samt líður manni vel. Vatn í glerflösku er á kantinum og maður fær heyrnatól og sjónvarp til að horfa á. Netflix og ég liggjum þarna og svitnum frá okkur allt vit.
02.mar. 2015 - 22:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hámarksnýting næringar

Þú hefur um tvennt að velja, að blóta matnum sem þú borðar eða að blessa hann. Þegar þú blótar matnum þá verður samdráttur í líkamanum og við nýtum næringuna mun síður úr fæðunni þó svo að fæðan sé næringarmikil. Hvað erum við þá að næra? Kannski óttann og samviskubitið? Það er mjög algengt að við borðum af vana og af því að okkur leiðist. Sjaldnast þurfum við á öllum þessum mat að halda og allflestir hugsa betur um bílinn sinn. Við setjum bara það bensín á bílinn sem við þurfum á að halda en troðum ekki bensíni í fleiri göt á bílnum bara af því að okkur leiðist eða af því að við erum annars hugar.
02.mar. 2015 - 15:04

10 frábærar ástæður fyrir því að þú ættir að synda

Við íslendingar höfum ákveðna sérstöðu í okkar skólakerfi miðað við allan heiminn. Okkur er kennt að synda! Af hverju ekki að nota sundið sem okkar líkamsrækt. Nú ætla ég að gefa þér 10 ástæður fyrir því af hverju þú ættir að skella þér í laugina og rifja upp gamla takta úr skólanum.
02.mar. 2015 - 05:25 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hugleiðsla og vatn: mitt uppáhald

Ég á mér uppáhalds stað til að fara á og hugleiða. Sá staður heitir Bláa Lónið. Ef þú hefur komið í lónið, þá er ekki erfitt að skilja af hverju þetta er uppáhalds staðurinn minn. Það er eitthvað við lónið sem gefur mér slökun og ró. Það er gott andrúmsloft þar og maður finnur fyrir einhverskonar hamingju þegar maður labbar inn í lónið. Hvort sem það er orka baðgesta sem gefur frá sér þessa tilfinningu eða hvort það er bara í gufunni, þá er mikil hamingja á staðnum. Það er auðvelt að finna fyrir orku fólks í kringum mann. Þegar maður labbar inn á stað, þar sem allir eru glaðir og spenntir, þá finnur maður fyrir góðum anda.
01.mar. 2015 - 03:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar leiðir til að búa til góðan dögurð á sunnudegi

Það er fátt betra á sunnudagsmorgni en að fá gott fólk í heimsókn og njóta þess að borða dögurð eða „brunch“ saman. Oftast fær ímyndunaraflið ekki að njóta sín nógu vel og fyrir valinu verða oft pönnukökur, snúðar eða brauðmeti fyrir valinu þegar við bjóðum í dögurð. Hvernig getum við gert þessa stund hollari og jafnvel betri? Hér eru nokkrar hugmyndir.
27.feb. 2015 - 21:29 Ragnheiður Ragnarsdóttir

10 leiðir til breyta venjulegum svefni í alvöru fegurðarblund

Á meðan þú nýtur þess að sofa þá er húðin þín að vinna sín verk, hún er að jafna sig eftir daginn og ná sér í raka frá deginum áður. Svo spurningin er, af hverju ekki að hjálpa aðeins til? Á meðan þú ert að ná þínum átta tímum þá skiptir máli fyrir húðina hvað þú gerir áður en þú ferð að sofa og hvernig þú sefur. Hér eru góðar leiðir sem þú ættir að venja þig á að gera fyrir svefninn til að hafa heilbrigða húð:
26.feb. 2015 - 04:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Smákökur með höfrum og eplum: UPPSKRIFT

Ég bjó til smákökur í kvöld með höfrum og eplum. Útkoman var ótrúlega góð. Enginn hvítur sykur er í kökunum, einungis agave sýróp. Þessar smákökur sviku engan. Þær kláruðust á met tíma. Ég hafði hugsað mér að taka eina með mér í skólann á morgun en ég þarf víst að henda í aðra uppskrift og jafnvel tvöfalda eða þrefalda uppskriftina til að eiga eitthvað til að hafa með sem nesti.
25.feb. 2015 - 17:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvað ert þú að lesa?

Bækur um trúarbrögð, mataræði, reynslusögur og sjálfshjálparbækur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það hefur verið stoð mín og stytta í gegnum árin sem sundkona að vera með góða og gagnlega bók með í ferðalögum. Keppnisferðir og æfingaferðir eru erfiðar oft á tíðum. Það þurfti að vera með hausinn á réttum stað í lengri tíma þegar maður var á hótelherbergjum og sundlaugum til skiptis
24.feb. 2015 - 16:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þú geislar frá þér hver þú ert

Hefur þú einhvern tímann leitt hugann að því hvaða hugmyndir þú hefur um sjálfan þig? Við geislum eða sendum frá okkur hver við erum og fer það eftir því hvaða hugmyndir við höfum um okkur sjálf. Þegar hugsanir okkar eru fylltar af ótta og vanvirðingu er útgeislun okkar í samræmi við það. Við berum okkur, klæðum okkur og nærum okkur í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum um okkur. Við löðum að okkur fólk og reynslu sem okkur finnst við eiga skilið.
23.feb. 2015 - 19:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Að borða óhollt þegar manni leiðist: hvað er til ráða

Stundum gerum við e.t.v. ekki greinarmun á svengd og að leiðast. Oftast teygjum við okkur í eitthvað sem er auðvelt og handhægt, stútfullt af sykri, slæmum kolvetnum og aukaefnum. Áður en við vitum af erum við búin að borða allt of mikið af óhollum mat, liggjandi á sófanum að horfa á heila seríu af einhverjum þáttum og líðanin er margfalt verri en áður. Hvað er til ráða?
23.feb. 2015 - 18:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mikilvægi testósteróns: Hvernig er hægt að auka framleiðsluna í líkamanum náttúrulega

Þegar hugsað er um testósterón þá er það yfirleitt eitthvað sem tengist karlmönnum eða íþróttum og þá oft á neikvæðan hátt. Testósterón hefur í gegnum tíðina mikið verið misnotað af íþróttafólki til að ná betri árangri í íþróttum. Einnig hefur það verið tengt við ýmiskonar ofbeldi, reiði og stjórnleysi.
20.feb. 2015 - 18:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Göngum saman fyrir gott málefni

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár. Á döfinni hjá félaginu eru göngur í Reykjavík, á Akureyri og á Dalvík. Allir eru velkomnir í göngurnar enda frábær leið til að kynnast fólki, fá ferskt loft og hreyfa sig á meðan við styðjum við gott málefni. Bleiki liturinn hefur einkennt félagið og gaman er að mæta í göngurnar með eitthvað bleikt meðferðis.
19.feb. 2015 - 20:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Kjúklingabaka með grænmeti: UPPSKRIFT

Ég bjó til þessa ljúffengu böku í hádeginu í dag. Það tók mig hálftíma að búa hana til og klukkutíma að baka hana í ofni. Hádegismaturinn hefur sjaldan verið betri og ég hlakka til að fá mér afganga á morgun.
18.feb. 2015 - 05:36 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Matur fyrir alla vikuna: Hvað er best að hafa í huga þegar maður þarf að skipuleggja sig

Að skipuleggja sig fyrir vikuna er mjög sniðugt fyrir fólk sem hefur lítinn tíma til að elda á daginn. Það er hægt að undirbúa kvöldmatinn fyrir vikuna eða jafnvel morgunmat, hádegismat og kvöldmat fyrir alla dagana. Mörgum þykir það kannski frekar ólystugt að borða mat sem var eldaður fyrir nokkrum dögum en þeir sem venja sig á þetta, elska það. Þetta snýst ekki um að borða afganga í heila viku, heldur að borða hollt og fjölbreytt í stað þess að kaupa skyndibita á hverjum degi.
16.feb. 2015 - 19:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vilt þú í raun betra líf? Matur er besta lyfið

Matur og hvernig við nærum okkur hefur mikil áhrif á heilsu okkar og getur skipt sköpum hvort að við lifum eða deyjum. Matur er öflugasta lyfið sem við getum notað til þess að borða okkur annað hvort til heilbrigði eða til óbóta og jafnvel til dauða.
16.feb. 2015 - 02:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástarkakan Santa Valentína: UPPSKRIFT

Hjónin á Eyrabakka, Valgeir og Ásta eru engu lík. Það virðist allt í kringum þau eiga sér sögu og sál. Ég sá mynd af mjög girnilegri köku sem Ásta hafði bakað á laugardaginn. Ég sendi henni skilaboð um leið og ég sá myndina og heimtaði uppskrift. Ég þóttist vita að Ásta hefði lagað góða og holla köku og ég hafði heldur betur rétt fyrir mér. Kakan er allt í senn holl, góð og með heilmikla sál.
16.feb. 2015 - 08:45

„Feitir“ í formi

Það er hinn mesti misskilningur að einungis grannvaxið fólk sé í besta forminu. Því er yfirleitt haldið fram að sá sem er feitur, hreyfir sig ekki neitt og er sökum þess í lélegu formi. Það er hins vegar svo að öll erum við misjöfn af Guði blessuðum gerð. Sumir geta étið kíló af súkkulaði á dag án þess að þyngjast nokkuð á meðan aðrir breikka við að horfa á molann.
15.feb. 2015 - 17:00

Jóhannes augnlæknir: 11 fæðutegundir sem viðhalda heilbrigði augans

Er maturinn sem þú borðar góður fyrir augun þín? Flestum dettur gulrætur í hug en það er ekki það eina. Líttu á hvaða fæðutegundir innihalda mestu hollustuna fyrir augun þín og varna gegn helstu augnsjúkdómum.
13.feb. 2015 - 19:10 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvað gerist ef ég hætti að borða sykur?

Eins kaldhæðnislegt og það hljómar að þá höfum við öll teygt okkur í sykur-fyllta drykki eins og orkudrykki og drykki sem innihalda koffín þegar við erum þreytt. En málið er að án alls þessa sykurs erum við miklu orkumeiri en ella. Með öðrum orðum, allur þessi sykur stöðvar líkamann í því að halda orkunni í jafnvægi allan daginn. Og stóri plúsinn er sá að þú finnur ekki fyrir þessum sveiflum í blóðsykrinum eða þreytu seinnipartinn.
12.feb. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Æfir þú rassinn nógu vel? 10 atriði sem benda til þess að þú þurfir að gera það betur

Björn Þorleifur Þorleifsson, einkaþjálfari hjá Midgard Fitness, segir okkur hvað við erum að gera rangt þegar kemur að rassaæfingum. Bjössi, einsog hann er oft kallaður er margfaldur Íslandsmeistari í Taekwondo. Hann hefur einnig hampað Norðurlandameistaratitli, unnið á alþjóðlegum mótum og var efstur í Evrópu á sínum tíma. 


11.feb. 2015 - 12:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nýjar buxur og augabrúnirnar vaxaðar: Af hverju tek ég betur á því þegar ég lít vel út

Ég var að tala við vinkonu mína sem ætlaði að hitta mig í Smáralind. „Ég er í Air. Nei, ég er sko í Air. Í AIR!“ Það var ekki furða að hún var ekki að skilja mig enda stóð ég þarna á gólfinu og öskraði ER nokkrum sinnum inn í símann, haldandi að sambandið væri eitthvað slæmt. Hún heyrði alveg í mér, hún bara hafði ekki hugmynd um hvar ég væri.
11.feb. 2015 - 08:00

Fyllt paprika í ofni: Stútfull af andoxunar efnum og A -og C - vítamínum – Uppskrift

Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best.  Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
09.feb. 2015 - 15:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vertu til staðar í núinu: Allt gott í böndum

Elín Sigurðardóttir íþróttafræðingur starfrækir hug- og heilsuræktina elin.is í Hafnarfirði. Þar er boðið upp á fjölbreytt Yoga, TRX og hjóla námskeið í hlýlegu og róandi umhverfi. “Að vera til staðar í núinu og njóta augnabliksins er það sem við leggjum áherslu á“ segir Elín.
09.feb. 2015 - 15:15 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Margrét Gnarr: Með símann í ræktinni og hlustar á Jason Mraz - VIÐTAL

Margrét Gnarr er Heimsmeistari í fitness og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að gerast atvinnumaður hjá alþjóða fitness sambandinu. Þessi duglega og flotta stelpa leyfði mér að spyrja hana nokkurra spurninga um æfingarnar, lífið og agann sem þarf til að ná svona langt.07.feb. 2015 - 05:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar kókoskúlur: UPPSKRIFT

Þessar kókoskúlur eru bæði bragðgóðar og hollar. Njóttu þess að fá þér smá nammi um helgina án þess að fá samviskubit. 
06.feb. 2015 - 16:39 Ragnheiður Ragnarsdóttir

10 matartegundir sem geta bjargað lífi þínu

Að borða egg breytir „slæma“ kólesterólinu úr „small, dense LDL“ í „large LDL“ – sem er skaðlaust. Einnig eykur neysla á eggjum HDL (góða) kólesterólið. Egg eru líka rík af einstökum andoxunarefnum sem kallast lútein og zeaxanthín sem eru mjög mikilvæg fyrir augun.
05.feb. 2015 - 22:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Góður kaffibolli er líka hollur: VIÐTAL

Kaffi hefur mörg jákvæð heilsufarleg áhrif. Til dæmis hjálpar kaffi þér að brenna fitu og bæta líkamlega getu. Koffín eykur efnaskiptahraða og hjálpar til við að losa fitusýrur úr fituvef.
05.feb. 2015 - 19:12 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heilsupressan á snapchat: heilsupressan

Heilsupressan á snapchat: heilsupressan
05.feb. 2015 - 14:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Af hverju ætti ég að drekka grænt te? 9 ástæður fyrir því að grænt te er gott fyrir þig

Ekki láta litinn blekkja þig. Grænt te er grænt og mjög vænt. Hér eru 9 ástæður fyrir því að fá sér te bolla, kaldann eða heitann.