15. maí 2012 - 09:37Fannar Karvel

Árangur í einu orði

Árangur í einu orði; Stöðugleiki.
Þetta hljómar ofsalega einfalt og það er það líka, allur þessi hópur í raunheimum sem er að berjast við vigtina á hverjum degi og stekkur á hverja töfrapilluna, hvert ofurprógrammið þarf ekki að vita meira.

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég annan pistil á svipuðum nótum „Er helgin að drepa árangurinn?“, þar sem dreginn er upp mynd af venjulegum Íslending sem er í „átaki“ alla virka daga og stendur sig býsna vel, síðan kemur helgin og allt er fyrir bý og rúmlega það.

Við erum „instant-gratification“ þjóðfélag sem þarf stanslausa fróun og viljum sjá árangur strax, þannig erum við öll og gerum okkur flest ekki grein fyrir að svoleiðis virkar líkaminn okkar bara ekki. Kroppurinn er gömul vél með gamlar stillingar og virkar best til langtíma, hann er gamli dísel traktorinn sem er lengi í gang og þarf tíma til að malla.

Þeir sem ná árangri í baráttunni við fitupúkann eru þeir sem gera sér grein fyrir að þetta er langhlaup sem vinnst ekki á fyrstu metrunum.

Ef þér tókst að hlaða kílóunum utan á þig á 5 árum þá er ólíklegt að þau fari á fimm vikum, eitt mars þýðir klukkutíma hlaupatúr manstu.
Gefðu þessu tíma, hentu öllum hugsunum um „átak“, „megrun“, „bannað“ o.s.frv. í tunnuna ásamt nammipokanum og taktu upp hollari hætti.

Það sagði enginn að þetta væri auðvelt en trúðu mér, það sem er erfitt við þetta er í hausnum á þér, ekki á disknum eða í ræktinni.(21-31) Kaia - jan
Svanhvít - Mottur
19.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Danskur prófessor hefur þróað einfaldan megrunarkúr: „Stærðfræðileg trygging á þyngdartapi“

5:2 kúrinn, Atkins, súpukúrinn, gúrkukúrinn, sveltikúrinn og hvað allir þessir megrunarkúrar nú heita er örugglega eitthvað sem flestir kannast við og margir hafa prófað og það með mjög misjöfnum árangri. Nú hefur danskur prófessor þróað áhrifaríkan og einfaldan megrunarkúr sem á uppruna sinn í stærðfræði.
18.jan. 2017 - 08:04 Kristján Kristjánsson

„Snúsar“ þú á morgnana? Þá skaltu hætta því

Ert þú einn af þeim sem á erfitt með að komast á fætur á morgnana? „Snúsar“ þú nokkrum sinnum þegar vekjaraklukkan hringir til að geta sofið í nokkrar mínútur til viðbótar? Ef svo er þá höfum við slæmar fréttir að flytja.
09.jan. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ákveðinn pirrandi ávani er ótrúlega góður fyrir blóðrásina

Það er oft á tíðum ansi pirrandi fyrir nærstadda þegar fólk lætur fætur sína titra eða hristir þá í sífellu. Oft er þetta alveg stjórnlaust að því er virðist og ómeðvitað hjá þeim sem lætur fótinn titra en oft á þetta sér stað þegar fólk einbeitir sér. En þessi pirrandi ávani er góður fyrir blóðrásina.
06.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sest fitan á magann? Þetta eru ástæðurnar fyrir því

Þú ert ekki barnshafandi og hefur heldur ekki borðað körfubolta en samt sem áður er maginn kominn með það lag að hann minnir helst á einmitt bolta eða að barn sé þarna inni. Það getur verið erfitt að hneppa buxunum og láta fötin passa. En hvað veldur því að fitan sest svona á magann? Hér verða nefndar til sögunnar nokkrar ástæður fyrir fitusöfnun á maganum.
31.des. 2016 - 17:45 Kristján Kristjánsson

Hver er munurinn á kvefi og inflúensu?

Það vill fylgja vetrinum að hver kvefpestin af annarri tekur við en það kannast foreldrar ungra barna vel við. En hvernig er hægt að vita hvort um kvef er að ræða eða inflúensu? Hver er munurinn?
27.des. 2016 - 17:07

Veganúar er að ganga í garð – „Aldrei verið auðveldara að vera vegan“

Janúar er handan við hornið – eða Veganúar, eins og sumir kjósa að kalla mánuðinn. Síðustu ár hefur nenfnilega myndast hreyfing þar sem fólk prófar veganisma í mánuð – einmitt í janúar.
15.des. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er búinn að léttast um 50 kg á árinu: Aðferðin er umdeild en virkar greinilega

Þann 1. janúar steig hann á vigtina og við blasti talan 151,7 kg. Hann áttaði sig þá að ekki væri hægt að halda áfram á þessari braut og þar með hófst átak hans til að takast á við matarfíkn, sífelldar hugsanir og langanir í mat. Nú, næstum því einu ári síðar, er þyngdin komin niður í tveggja stafa tölu en margir sérfræðingar eru vægast sagt fullir efasemda um aðferðina.
20.nóv. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Ekki stunda óvenju erfiða líkamsrækt ef þú ert reið(ur)

Það er ekki góð hugmynd að skella sér í ræktina eða fara út að hlaupa þegar fólk er reitt. Það virðist kannski vera hin fullkomna leið til að ná reiðinni úr sér að fara út að hlaupa eða stunda aðra líkamsrækt en það er ekki gott að gera það að sögn vísindamanna, að minnsta kosti er ekki ráðlegt að reyna óvenju mikið á sig. Þeir segja að fólk eigi að bíða eftir að því renni reiðin áður en það fer að reyna á líkamann.
12.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Sannleikurinn um nokkrar mýtur varðandi líkamsrækt og það að léttast

Á maður að borða kolvetni fyrir æfingu? Léttist maður meira ef maður svitnar mjög mikið? Þetta er meðal þess sem sumir velta fyrir sér í tengslum við líkamsrækt og hvernig er best að léttast en fjölmargar mýtur eru á sveimi um þetta.
06.nóv. 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru áhrifin ef þú byrjar daginn á að drekka eitt glas af vatni

Eitt glas af vatni er góð leið til að byrja daginn með og ekki úr vegi að temja sér að byrja daginn á að skella í sig vatni. Ástæðurnar eru margar enda er vatn margra meina bót eða að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir líkamann svo hann geti starfað eðlilega.
04.nóv. 2016 - 11:56 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lifðu til fulls: UPPSKRIFT

Ég hitti Júlíu Magnúsdóttur um daginn á kaffihúsi. Hún var að gefa út bókina Lifðu til fulls og við hittumst til að ræða hollar uppskriftir og heilsusamlegt líf. Júlía geislaði, enda einungis holl og góð næring sem fer inn fyrir hennar varir. Hún var svo elskuleg að gefa mér eintak af bókinni sinni og ég fór að sjálfsögðu beinustu leið heim að prófa mig áfram.

03.nóv. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hvort á að nota heitt eða kalt vatn þegar við þvoum okkur um hendurnar?

Þvoðu hendurnar áður en við borðum! Mundir þú eftir að þvo hendurnar þegar þú varst búin(n) á klósettinu? Flest börn hafa örugglega fengið að heyra þetta frá fullorðnum á einhverjum tímapunkti og ekki að ástæðulausu.
29.okt. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Vísindamenn segja að það sé gott að borða súkkulaði í morgunmat ef fólk vill léttast

Nú eigum við að borða súkkulaði í morgunmat ef miða má við það sem sérfræðingur segir en eflaust sýnist sitt hverjum um þetta enda súkkulaði kannski ekki beint eitthvað sem fólk tengir við hollan og staðgóðan morgunverð.
24.okt. 2016 - 10:30 Kristján Kristjánsson

Á fólk að fara í bað á morgnana eða kvöldin? Vísindamenn hafa svarað því

Sumum finnst gott að fara í bað eða sturtu á morgnana, öðrum á kvöldin og enn öðrum um miðjan dag. En það er ekki sama hvort farið er í bað eða á morgnana því það hefur mjög mismunandi áhrif á fólk á hvaða tíma dags það baðar sig.
24.okt. 2016 - 07:27 Kristján Kristjánsson

Drekkur þú sykurlausa gosdrykki? Þá ættir þú að lesa þetta

Ef þú drekkur sykurlausa gosdrykki þá ættir þú að lesa þessa grein því hún varðar þig og heilsu þína. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð þá eykur neysla á bæði sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum hættuna á að fólk fái sykursýki.
13.okt. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna ætti fólk alltaf að sofa á vinstri hliðinni

Flestir eiga sér væntanlega uppáhalds svefnstellingu sem þeim finnst best að halda sig við en það er ekki alveg sama í hvaða stellingu fólk sefur. Svefnstillingin getur haft töluverð áhrif á heilbrigði fólks og því er víst betra að vanda valið vel.
11.okt. 2016 - 22:00

Streita, hinn mikli skaðvaldur – Hér eru merkin sem þú þarft að þekkja

Áhrif streitu eru gríðarlega víðtæk, bæði á fólk og samfélög. Streita hefur verið tengd við ógrynni sjúkdóma, þar á meðal þunglyndi, kvíða, hjartaáföll, heilaáföll, háþrýsting, truflanir í ónæmiskerfi sem auka líkur á sýkingum, ýmsa vírussjúkdóma allt frá kvefi til herpes, vissar tegundir krabbameina og sjálfsónæmissjúkdóma eins og liðagigt og MS. Streita getur að auki haft áhrif á húðina og valdið kláða, bólgu og versnun á exemi. Meltingarvegurinn er heldur ekki ónæmur fyrir áhrifum streitu því hún getur ýtt undir myndun magasára, IBS (irritable bowel syndrome), og sárasjúkdóm í þörmum. Streita hefur líka slæm áhrif á svefn, og getur valdið versnun á taugasjúkdómum eins og Parkinsons.
11.okt. 2016 - 11:04 Kristján Kristjánsson

Líkaminn getur gert viðvart 1 mánuði fyrir hjartaáfall: Þessi einkenni ættu allir að þekkja

Árlega látast margir af völdum hjartaáfalls en hjartaáföll eru meðal algengustu dánarorsakanna á Vesturlöndum. En allt að mánuði áður en hjartaáfall ríður yfir byrjar líkaminn að senda frá sér ákveðinn aðvörunarmerki og þau getur að sjálfsögðu verið gott að þekkja.
09.okt. 2016 - 17:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Út að leika með iglo+indi

Breki fékk yndisleg föt frá iglo+indi um daginn og ég stóðst ekki mátið og klæddi hann upp, keyrði á Þingvelli og leyfði honum að hlaupa um eins og lambi að vori til. Það var reyndar að koma haust og hann vildi bara hlaupa um í korter og svo bað hann um ís.
21.sep. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

5 auðveldar aðferðir til að léttast án þess að leggja mikið á sig

Matur er yfirleitt bara góður og það getur verið auðvelt að missa sig svolítið í átinu og troða sig vel út af mat, alltof miklu af mat. Mörgum þykir þetta bæði skemmtilegra og þægilegra en fara út að trimma eða í líkamsræktarstöðina. Það getur því verið ansi auðvelt að bæta á sig kílóum og jafnvel enn erfiðara að losna við þau. En það þarf kannski ekki að vera svo erfitt.
14.sep. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna er fólk andfúlt og þetta er hægt að gera við því

Fólk finnur það ekki sjálft þegar það er andfúlt en aðrir finna það og það oft vel. En veistu af hverju fólk er með andfýlu? Það geta verið margar mismunandi ástæður fyrir því en hverjar sem þær eru þá er þetta óþægilegt fyrir fólk og getur valdið ákveðinni félagslegri fötlun.
11.sep. 2016 - 09:15 Kristján Kristjánsson

Notkun getnaðarvarnarpillunnar hefur fækkað dauðsföllum af völdum krabbameins í eggjastokkum

Konur nota getnaðarvarnarpillur aðallega til að forðast þungun en þeim fylgja einnig jákvæðar aukaverkanir því þær fyrirbyggja krabbamein í eggjastokkum. Í raun eru getnaðarvarnarpillur aðalástæða þess að færri konur látast af völdum krabbameins í eggjastokkum en áður og á þetta við um nær allan heim.
10.sep. 2016 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Kynlíf er hollt fyrir eldri konur en ekki fyrir eldri karla

Mikið kynlíf hjálpar eldri konum að því leyti að það gagnast vel gegn margvíslegum heilsufarsvandamálum en fyrir karla er sagan önnur. Mikið kynlíf getur verið slæmt fyrir hjartað og því ekki gott fyrir þá að stunda mikið kynlíf.
20.ágú. 2016 - 08:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástandsmæling í Hreyfingu: Boditrax

Ég er bara 16 ára. Ég er frekar ánægð með það. Ég er reyndar að verða 32 ára og alls ekkert 16 ára, en samkvæmt ástandsmælingunni sem ég fór í um daginn, þá er ég bara 16 ára. Líkaminn minn heldur greinilega að ég sé ekkert að eldast. Það er ágætt, ekki segja honum það.
15.ágú. 2016 - 15:50 Kynning

Krakkavítamín fyrir hressa krakka: Þrjár tegundir af tuggutöflum

Þrjár frábærar tegundir af tuggutöflum. Guli Miðinn hefur áratuga reynslu í þróun og sölu á bætefnum fyrir fólk á öllum aldri. Í samvinnu við næringarráðgjafa hefur Guli miðinn þróað þrjár tegundir af vítamínum og bætiefnum sem allir krakkar geta tekið sem viðbót við fjölbreytta fæðu.
14.ágú. 2016 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Styrkurinn í framhandleggjunum getur sagt til um lífslíkur fólks

Styrkleikinn í framhandleggjum og fingrum segir til um hvort fólk muni deyja ótímabærum dauða. Þeim mun fastar sem fólk getur kreist gúmmíbolta, þeim mun minni eru líkurnar á að það látist ótímabærum dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
13.ágú. 2016 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Óvæntar niðurstöður vísindarannsóknar: Þeim mun fleiri hundar á heimilinu, þeim mun minni líkur á barnaexemi

Barnaexem er einn algengasti sjúkdómurinn sem herjar á börn á Vesturlöndum. Kláði fylgir exeminu en einkenni þess eru mismikil á milli einstaklinga. Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að hættan á að börn fái barnaexem minnkar mikið eftir því sem fleiri hundar eru á heimilinu.
02.ágú. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Karlar: Svona fara gosdrykkir með liminn

Það hefur lengi verið vitað að gosdrykkir eru verstu óvinir tannanna, hafa slæm áhrif á blóðsykurinn og ekki er hægt að segja að lifrin taki þeim fagnandi. En þrátt fyrir þetta drekka margir alltof mikið af gosdrykkjum. En drykkja gosdrykkja getur einnig haft slæm áhrif á getnaðarliminn og því ættu sem flestir karlar að lesa þetta.
25.júl. 2016 - 10:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sumar á Íslandi: Bláa Lónið

Ég var eins og barn að bíða eftir jólunum þegar ég var á leiðinni heim. Ég var búin að búa til lista í huganum yfir alla þá hluti sem ég vildi gera um leið og ég myndi lenda í Keflavík. Ískalt vatnsglas, knúsa fólkið mitt, fá mér flatkökur, fara í fjallgöngu og að sjálfsögðu, beint í Bláa Lónið.
18.jún. 2016 - 20:00

Drakk fjóra lítra af kóki daglega: Sneri við blaðinu – Svona lítur hún út í dag

Sykurfíkn hafði heltekið líf hennar og daglega drakk hún fjóra lítra af kóki. Hún var 36 ára og orðin 120 kíló að þyngd þegar hún fékk sig fullsadda. Karlye Thurlow sneri við blaðinu og léttist um heil 60 kíló. Síðan þá hefur hún starfað sem einkaþjálfari og er í ótrúlegu formi.
29.maí 2016 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Epli á dag kemur heilsunni í lag

Epli eru hollur matur, í hýði þeirra er mikið af trefjum og flavonóíð en það getur hjálpað líkamanum að verjast frumuskemmdum og í baráttunni við aukakílóin. Það er því betra að borða hýðið á eplunum en að skræla þau. Eitt epli á dag kemur því heilsunni í lag, að minnsta kosti skemmir það ekki fyrir.
27.maí 2016 - 12:15 Kynning

Liðverkir: Ástæður, Regenovex og reynslusaga

Liðverkir eru algengt vandamál. Vandamál í liðum skapast með hversdagslegri áreynslu á liðina eða í íþróttum sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Liðverkir eru algengt vandamál sem í raun á eftir að aukast, annars vegar vegna þess að nú til dags lifum við einfaldlega lengur og hins vegar vegna hærri offitutíðni.
24.maí 2016 - 06:40 Kristján Kristjánsson

Neysla á kartöflum getur aukið hættuna á of háum blóðþrýstingi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur nokkrum sinnum í viku þá geti það aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi. Vísindamenn segja að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur fjórum sinnum í viku aukist líkurnar á að fá of háan blóðþrýsting um allt að 11 prósent.
21.maí 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Níu merki þess að þú stefnir hraðbyri að sykursýki

Leikarinn heimsþekkti Tom Hanks sagði í útvarpsviðtali á mánudaginn að hann hefði verið „algjör bjáni“ en hann greindist með sykursýki 2 árið 2013. Hann sagðist telja að lélegt mataræði hafi orsakað að hann fékk sykursýki.
09.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Svona er hægt að léttast um 11 kíló á einu ári með einfaldri lífsstílsbreytingu að sögn sérfræðings

Það þarf ekki að æfa maraþonhlaup eða járnmann til að losna við svolítið af aukakílóunum að sögn sérfræðings. Hann segir að ein einföld lífsstílsbreyting sé frábær leið til að léttast og geti valdið því að fólk léttist um 11 kíló á einu ári.
06.maí 2016 - 19:00 Kópavogur

Súrdeigsbotn og eftirréttapítsur

Valla hafði lengi dreymt að opna stað með eldbökuðum pítsum og hafði séð fyrir sér að gera það á efri árum. Allt í einu var hann svo búinn að opna Íslensku flatbökuna. Mynd/Sigtryggur Ari
Íslenska flatbakan í Bæjarhrauni er fjölskyldurekinn veitingastaður og eigandinn Valgeir Gunnlaugsson er nánast alltaf á staðnum. Hann segir að eldbakaðar pítsur með súrdeigsbotni séu mjög vinsælar, en eftirréttapítsurnar ekki síður.

06.maí 2016 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Heilinn platar okkur til að halda við séum svöng: Svona er hægt að læra að þekkja falska svengdartilfinningu

Þú ert í vinnunni eða á leiðinni heim, ert í stórmarkaðnum eða ekur framhjá bakaríi og skyndilega langar þig í súkkulaði eða eitthvað annað sætt. Þetta er fölsk svengdartilfinning sem gerir vart við sig og það er heilinn sem er að plata okkur til að halda að við séum svöng.
04.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessi hræðilega sjálfsmynd ungu móðurinnar verður vonandi til að fólk geri ekki sömu mistök og hún

Tawny með son sinn. Það er komið vor, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu, og sumarið nálgast með sól og góðu veðri, vonum við að minnsta kosti. Það er því ekki úr vegi að fjalla aðeins um ungu móðurina Tawny Willoughby frá Alabama í Bandaríkjunum og þau stóru mistök sem hún gerði.
03.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna skaltu aldrei drekka beint úr dós

Þú myndir örugglega ekki sleikja handfang í strætisvagni eða stinga höfðinu niður í klósett enda veistu að á þessum stöðum er mikið af bakteríum og öðrum óæskilegum hlutum. En það er ekki mikið betra að drekka beint úr dós, gosdós, bjórdós eða álíka dósum.
01.maí 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Prumpar þú mikið? Þetta er hægt að gera til að draga úr vindganginum

Það er ekkert óeðlilegt við að prumpa og flestir gera það daglega. En það er ekki gott eða vinsælt að gera það nærri öðru fólki enda getur lyktin eða öllu heldur óþefurinn sem oft fylgir eyðilagt stemninguna á augabragði.  En það er hægt að draga úr vindganginum ef hann er svo mikill að það er til vandræða.
30.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Karlar sem stunda mikla líkamsrækt verða fyrr sköllóttir

Þung lóð og prótínduft er að margra mati lykillinn að sterkum og velþjálfuðum líkama en fyrir karlmenn, sem eiga á hættu að fá skalla, er kannski rétt að hafa í huga að mikil líkamsrækt getur flýtt fyrir hármissi og skallamyndun.
29.apr. 2016 - 06:01 Kristján Kristjánsson

Niðurstöður nýrrar rannsóknar: Borðaðu eins og þú vilt einn dag í viku og það er auðveldara að léttast

Ef þú leyfir þér að borða súkkulaði og aðra óhollustu einn dag í viku þá er auðveldara fyrir þig að léttast. Þetta segja hollenskir og portúgalskir vísindamenn í kjölfar nýrrar rannsóknar þeirra. Niðurstöðurnar benda til að fólk, sem er í megrun, eigi auðveldara með að standast freistingarnar ef það hefur einn dag í viku þar sem það má borða allt sem það langar í.
26.apr. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Þetta gerist í líkama þínum ef þú drekkur eitt glas af sítrónuvatni á hverjum morgni

Það eru margar góðar ástæður til að pressa sítrónur og drekka safann úr þeim. Þær innihalda C-vítamín, A-vítamín, fólín, járn og önnur efni sem eru holl fyrir líkamann. Það er því ekki úr vegi að kreista smá sítrónusafa út í vatnið og innbyrða eitthvað af þessari hollustu sem er í þeim.
25.apr. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessi 5 atriði geta hjálpað þér að léttast

Þegar sumarið og sundfatatíminn nálgast óðfluga vilja margir hressa upp á líkamann og jafnvel losna við nokkur kíló sem þeim finnst vera ofaukið á líkamanum. Það eru auðvitað til margar mismunandi aðferðir til að losna við kílóin og margir telja sig hafa fundið réttu leiðina.
24.apr. 2016 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Þetta gerist í líkama þínum ef þú borðar 3 döðlur á dag

Döðlur eru stundum vanmetnar hvað varðar hollustu og taldar með sætum mat. En þær hafa ýmis jákvæð heilsufarsáhrif á líkama fólks og mörgum finnst þær þar að auki mjög ljúffengar. Hér eru nokkur slík nefnd til sögunnar.
23.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Fólk ætti alltaf að bursta tennurnar eftir kynlíf

Það er mjög mikilvægt að bursta tennurnar eftir kynlíf. Á meðan á kynlífinu stendur kyssir fólk oft hina ýmsu líkamshluta og fær þá ýmsar bakteríur í munninn sem eiga ekki heima þar. Ef fólk burstar ekki tennurnar eftir kynlíf og sofnar er hætta á að það fái tannholdssjúkdóma.
23.apr. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna áttu ekki að sofa í nærfötum

Ef þú sefur í nærfötum þá ertu hugsanlega að breyta rassaskorunni og hinum helgari pörtum líkamans í sannkallaða gróðrarstíu fyrir húðsýkingar. Auk þess getur þetta valdið því að karlar glími við frjósemisvanda.
21.apr. 2016 - 20:15 Kristján Kristjánsson

Áfengi og beikon talið valda krabbameini í maga

Að borða unnin matvæli, drekka áfengi og vera of þungur er talið geta aukið líkurnar á að fólk fái krabbamein. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og í fyrsta sinn sem þessi atriði eru beinlínis tengd við krabbamein í maga.
19.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Vinnuvika fólks yfir fertugu ætti að vera þrír dagar

Atvinnuauglýsingar. Þriggja daga vinnuvika hæfir fólki yfir fertugu best. Með því getur fólk náð hámarksframmistöðu. Ef vinnuvikan er lengri þá fer frammistaða fólks versandi og þreyta og stress fara að setja mark sitt á fólk.
19.apr. 2016 - 16:05

Ragga Nagli svarar pistli Rósu Ingólfs: „Líkamsskömm er samfélagsmein“

Í gær birti Rósa Ingólfs vægast sagt umdeildan pistil á vefnum Kvon.is undir fyrirsögninni „Vilja konur líta út eins og tuddar?“ og hafa viðbrögðin ekki staðið á staðið á sér. Skrifin þykja í besta falli algjör tímaskekkja en þar má finna alhæfingar eins og „Styrkur konunnar er fólginn í mýktinni. Konan er sífellt að spegúlera í því hvort hún sé nógu falleg fyrir karlmanninn og finnst hún jafnvel of feit.“