15. maí 2012 - 09:37Fannar Karvel

Árangur í einu orði

Árangur í einu orði; Stöðugleiki.
Þetta hljómar ofsalega einfalt og það er það líka, allur þessi hópur í raunheimum sem er að berjast við vigtina á hverjum degi og stekkur á hverja töfrapilluna, hvert ofurprógrammið þarf ekki að vita meira.

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég annan pistil á svipuðum nótum „Er helgin að drepa árangurinn?“, þar sem dreginn er upp mynd af venjulegum Íslending sem er í „átaki“ alla virka daga og stendur sig býsna vel, síðan kemur helgin og allt er fyrir bý og rúmlega það.

Við erum „instant-gratification“ þjóðfélag sem þarf stanslausa fróun og viljum sjá árangur strax, þannig erum við öll og gerum okkur flest ekki grein fyrir að svoleiðis virkar líkaminn okkar bara ekki. Kroppurinn er gömul vél með gamlar stillingar og virkar best til langtíma, hann er gamli dísel traktorinn sem er lengi í gang og þarf tíma til að malla.

Þeir sem ná árangri í baráttunni við fitupúkann eru þeir sem gera sér grein fyrir að þetta er langhlaup sem vinnst ekki á fyrstu metrunum.

Ef þér tókst að hlaða kílóunum utan á þig á 5 árum þá er ólíklegt að þau fari á fimm vikum, eitt mars þýðir klukkutíma hlaupatúr manstu.
Gefðu þessu tíma, hentu öllum hugsunum um „átak“, „megrun“, „bannað“ o.s.frv. í tunnuna ásamt nammipokanum og taktu upp hollari hætti.

Það sagði enginn að þetta væri auðvelt en trúðu mér, það sem er erfitt við þetta er í hausnum á þér, ekki á disknum eða í ræktinni.Svanhvít - Mottur
27.júl. 2015 - 23:39 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari

Ég sá fyrst mun eftir um 2 vikur af því að nota RapidLash. Á hverju kvöldi set ég á mig RapidLash. Ég set það rétt við rótina á augnhárunum á augnlokunum. Í vörunni eru engin paraben og varan er ekki prófuð á dýrum.
22.júl. 2015 - 23:18 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Holl og góð agúrku súpa: UPPSKRIFT

Dásamlega fersk og ekki verra að lauma smá cayenne pipar í hana eftir smekk og avókadóið gerir hana rjómalega góða.
19.júl. 2015 - 19:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragga í LA: Lífið síðustu mánuði

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði pistil um lífið hér í LA. Það hefur verið mikið að gera og ekkert sumarfrí hér á bæ. Ég er í skólanum í allt sumar og klára í september.
19.júl. 2015 - 05:13 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Staðreyndir um brauð

Áður fyrr stóð heitið brauð ekki aðeins fyrir fæðuna brauð heldur almennt fyrir matvæli. Eins og segir í faðirvorinu „ gef oss í dag vort daglegt brauð“. Það sem við köllum brauð í dag var áður fyrr í Evrópu kallað hleifur.
18.júl. 2015 - 18:00

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni

Töluverð umræða hefur verið undanfarið um örbylgjupopp og efni, sem eru skaðleg heilsunni, sem eru í umbúðunum utan um poppið. Í Danmörku hafa margar verslanir hætt að selja örbylgjupopp vegna þessa, sumum til mæðu enda fljótlegt og þægilegt að poppa örbylgjupopp. En ekki er öll nótt úti því það er hægt að poppa í örbylgjuofni án þess að vera með sérstakt örbylgjupopp.

18.júl. 2015 - 15:00

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Á heitum og góðum sumardegi er ótrúlega ljúft að drekka eitthvað ískalt og sumum finnst fátt betra en ólgandi vatn, vatn með kolsýru. En er kolsýrt vatn, eins og til dæmis Soda Stream, slæmt fyrir tennurnar?
17.júl. 2015 - 00:34 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þolþjálfun fyrir sálina

Þolþjálfun er sú tegund hreyfingar sem mest áhrif hefur á andlega líðan. Þolþjálfun er öll hreyfing sem gerir okkur móð, eins og hlaup, hjólreiðar, rösk ganga, sund, skokk, fjallganga og dans. Slík áreynsla örvar drifkerfi líkamans með tilheyrandi aukningu á framleiðslu og seyti streituhormónsins adrenalíns og taugaboðefnisins noradrenalíns.
15.júl. 2015 - 21:00

Þess vegna eykst kynhvöt fólks á sumrin

Sumir kannast kannski við að löngunin í kynlíf er meiri hjá þeim á sumrin en á öðrum árstímum. Þetta er ekki vegna þess að fólk hafi ákveðinn fengitíma eins og mörg dýr. Það eru aðrar skýringar á þessu að sögn sérfræðinga.
13.júl. 2015 - 08:00

Þessar matvörur stuðla að unglegu útliti

Þeir sem hafa áhyggjur af útliti sínu og þá sérstaklega hvernig hægt er að viðhalda unglegu útliti geta nú haft minni áhyggjur af megrunarkúrum, hlaupum og andlitskremum og í staðinn glaðst yfir að til eru matvörur sem stuðla að unglegu útliti.
10.júl. 2015 - 20:00

Engin tengsl á milli kaffidrykkju og lífstílssjúkdóma

Er gott eða slæmt fyrir heilsuna að drekka kaffi? Margar mismunandi kenningar hafa verið á lofti um það í gegnum tíðina. Sumir hafa talið að of mikil kaffidrykkja veiti vörn gegn sykursýki og ofþyngd. Aðrir hafa talið að það sé slæmt fyrir blóðþrýstinginn að drekka meira en fjóra kaffibolla á dag. En danskir vísindamenn segja nú að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þótt að fólk drekki mikið kaffi eða ekkert kaffi, það sé gjörsamlega skaðlaust.
10.júl. 2015 - 15:53 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Cayenne pipar hefur marga góða kosti

Cayenne pipar hefur verið notaður öldum saman sem græðandi meðal.
04.júl. 2015 - 16:29 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Fræ úr vatnsmelónunni eru afar holl

Fræin úr vatnsmelónunni eru víst afar holl, prufaðu að borða þau líka þegar þú færð þér vatnsmelónu næst.
03.júl. 2015 - 20:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þú ert ógeðsleg

Tilgangurinn með myndbirtingunni var að vekja athygli á óraunhæfum útlitskröfum sem samfélagsmiðlar hafa þróað. Ford, sem hefur glímt við Acne húðsjúkdóm lengi, segir að við séum orðin svo vön því að bera okkur saman við óraunhæfar útlitskröfur að við séum búin að gleyma því sem mestu máli skiptir: að við séum öll falleg eins og við erum.
01.júl. 2015 - 22:00

Brauð fitar þig og nokkrar aðrar mýtur um heilbrigði

Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á þig að léttast? Þegar þú hefur fundið svarið við því, þá skaltu byrja að hugleiða hvernig þú getur náð sömu áhrifum án þess að léttast. Ef þú finnur hamingjuna fyrst, þá fjúka kílóin í framhaldinu.
01.júl. 2015 - 16:09 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvernig veistu hvenær avocado er tilbúið til að borða það? Guacamole: UPPSKRIFT

Avocado er stútfullt af góðum fitum og vítamínum. Það er gott með næstum hverju sem er. Guacamole er t.d. vinsælt á sumrin með snakki og það er hægt að búa til ferskt guacamole mjög auðveldlega. En stundum kemur maður heim úr búðinni með avocado sem er bara ekki hægt að borða. Hvað er til ráða?
30.jún. 2015 - 15:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Eggaldin er stútfullt af hollustu – vissir þú það?

Eggaldin hefur löngum verið talinn matur sem lítil sem engin næring er í. En þetta er alrangt.
Hérna eru upplýsingar um næringarefnin sem að eggaldin inniheldur.
30.jún. 2015 - 09:00

Valdís greindist með vanvirkan skjaldkirtil: Þetta eru hennar ráðleggingar

Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prufa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt þolinmæðisverk að hætta að taka inn lyf við vanvirkum skjaldkirtli og þegar maður er búinn að vera á þeim svona lengi eins og ég (+10 ár) þá er það nánast ógerlegt (1). En það er margt hægt að gera til að hjálpa skjaldkirtlinum að vinna sína vinnu vel hvort sem maður er að taka lyf eða ekki og eitt af því er að velja vel hvað við látum ofan í okkur.
28.jún. 2015 - 11:00

Slitgigt

Slitgigt (osteoarthritis) er algengust sjúkdóma í liðamótum. Hún getur komið fram hjá ungu fólki en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun. 
27.jún. 2015 - 11:00

Vefjagigt: Truflun í ósjálfráða taugakerfinu - Orsök eða afleiðing?

Starfsemi líkamans er stjórnað annarsvegar af viljastýrðum hluta taugakerfisins og hinsvegar af ósjálfráðum hluta (e. autonomic nervous system) þess en þessir tveir hlutar taugakerfisins starfa á afar ólíkan hátt. Ósjálfráða taugakerfið stjórnar öllum innri líffærum og gerir það án þess að við stjórnum því meðvitað. Ósjálfráða taugakerfið skiptist síðan í tvær greinar annars vegar semjukerfi ( e. sympathetic nervous system) og hins vegar utansemjukerfi (e. parasympathetic nervous system), en þessir tveir hlutar vinna á gagnstæðan hátt þ.e. sympaticus hvetur meðan parasympaticus letur eða sefjar. Forsenda þess að viðhalda jafnvægi í starfsemi líffæra kerfi er hárfínt jafnvægi í stjórnun þessara tveggja greina ósjálfráða taugakerfisins.
27.jún. 2015 - 09:00

Hvernig er hægt að léttast um 8 kíló án þess að fara í megrun?

Að æfa með garnagaul er merki um það að þú sért að svindla á sjálfum þér varðandi þær kaloríur sem þú brennir, segir í nýrri rannsókn sem var gefin út í the Journal of Science and Medicine in Sport.
25.jún. 2015 - 16:57 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ástæður til að hætta að reykja: Reykingar eru slæmar fyrir allan líkamann

Það vita flestir að reykingar eru slæmar fyrir lungun. Það þarf ekki að segja reykingarmönnum það. Margir vita af nokkrum öðrum slæmum áhrifum reykinga eins og að húðin verður slæm og það kemur vond lykt af viðkomandi. En listinn af slæmum afleiðingum reykinga er mjög langur.
23.jún. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Chia hafragrautur: UPPSKRIFT

Ég elska að byrja daginn á góðum chia graut. Það er hægt að leika sér endalaust að þeim. Hér eru nokkrir af mínum uppáhalds.
23.jún. 2015 - 00:54 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragga í LA: Bændamarkaðurinn í dag

Það er magnað hvað maður fær mikið út úr svona hollum og góðum mat. Stundum gleymi ég að taka með mér nesti í skólann og enda oft á því að kaupa mér eitthvað tilbúið einsog samloku. Það er svo miklu betra að vera með hollt og gott nesti, stútfullt af vítamínum og hamingju.
19.jún. 2015 - 21:47 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Girnileg gulrótarkaka úr kókoshveiti: UPPSKRIFT

Girnileg gulrótarkaka úr kókoshveiti
18.jún. 2015 - 07:00

25 magnaðar ástæður til þess að borða banana

Þú munt ekki líta banana sömu augun eftir að hafa lesið yfir þennan lista. Það er ekki að ástæðulausu að mælt sé með að fólk neyti banana daglega. Það er nefnilega meira í bananann spunnið en bara kalíum magnið. Og ef þú hefur haldið að bananar séu bara fyrir apa, þá er það ekki rétt. 
16.jún. 2015 - 16:37 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Gildi hreyfingar

Það er óumdeilanlegt að hreyfing er manninum nauðsynleg  en hreyfingin getur verið af ýmsum toga, hún getur verið allt frá því að fara í göngutúr með hundinn, hjóla eða ganga í vinnuna, hlaupa upp tröppurnar fremur en taka lyftuna til þess að stunda skipulagðar íþróttir.
15.jún. 2015 - 14:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

23 rannsóknir á lágkolvetnamataræði – látum staðreyndirnar tala!

Það er fátt sem hefur verið tekist meira á um innan næringarfræðinnar en hvort við eigum að borða meira af kolvetnum eða fitu. Sumir telja að aukin mettuð fita í mataræði sé leiðandi orsök alls kyns heilsufarsvandamála, einkum hjartasjúkdóma.
12.jún. 2015 - 19:55 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hvað er að vera í velsæld?

Það er til nóg af öllu fyrir alla og sem betur fer viljum við ekki öll það sama. Við þurfum bara að vera vakandi og hafa hugrekki til þess að sjá það. Er ekki komin tími til að vakna til vitundar, taka ábyrgð, skipuleggja líf okkar og standa við gefin loforð svo að við getum leyft okkur fulla birtingu?
10.jún. 2015 - 19:31 Ragnheiður Ragnarsdóttir

7 leiðir til að lækna sólbruna – gott að hafa bak við eyrað á fallegum sólardögum

Já, það er skemmtilegt að leika sér úti í sólinni eða liggja í sólbaði og fá smá brúnku á kroppinn. En ef þú gleymir að bera á þig sólarvörn þá er það ekki eins gaman þegar líður á daginn. Sólbruni skemmir húðina, hún verður hrukkótt og hættan á húðkrabbameini eykst. Hérna eru nokkur góð ráð til að lækna sólbruna ef þú ert svo óheppin(n) að hafa brunnið.
10.jún. 2015 - 07:00

Hvað á að borða margar máltíðir á dag?

Það eru skiptar skoðanir á því hvað sé “ákjósanlegt” að borða oft á dag. Sumir segja að morgunmaturinn keyri fitubrennsluna í gang og að 5-6 máltíðir á dag séu nauðsynlegar til að halda brennslunni gangandi.
09.jún. 2015 - 07:00

Hryllingssaga vestræns mataræðis

Dr. Guynet er þekktur fyrir rannsóknir sínar á offitu, en hann er einnig einn af mínum uppáhaldsbloggurum.
09.jún. 2015 - 05:51 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sykurlaust bananabrauð: UPPSKRIFT

Ég bakaði þetta sykurlausa bananabrauð í gær og setti á snapchat. Ég fékk rosalega mikið af einkaskilaboðum þar sem fólk var að spyrja mig um uppskriftina. Þetta brauð er ótrúlega fljótgert og bragðast einstaklega vel.
08.jún. 2015 - 12:15

Matvælafyrirtækin eiga að hætta að ljúga að fólki

Fyrir nokkrum mánuðum var honum boðið að halda ræðu á samkomu hjá samtökum í matvælaiðnaði, um það hvað matvælafyrirtækin gætu gert til að stuðla að heilsu almennings. Hins vegar ákváðu þeir að afkalla boðið, án útskýringa, nokkrum dögum áður.
07.jún. 2015 - 17:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Avocado brauð: UPPSKRIFT

Eins einfalt og þetta hljómar þá er þetta ótrúlega gott. Avocado brauð. Fljótlegt, þægilegt og hollt.
07.jún. 2015 - 07:00

Goðsögnin um salt – Hversu mikið áttu að borða á dag?

Heilbrigðisyfirvöld hafa í áratugi varað okkur við salti og “hættunni” sem okkur getur stafað af því. Ástæðan fyrir þessu er sú að álitið er að natríum (salt er 40% natríum) hækki blóðþrýsting, sem er algengur áhættuþáttur varðandi hjartasjúkdóma og heilablóðföll.
06.jún. 2015 - 07:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Enginn sykur, ekkert hveiti

Við erum öll mismunandi. Það sem hentar einum hentar ekkert endilega öðrum. Ég hef skrifað ansi mikið um lágkolvetnamataræði að undanförnu. Ástæðan er sú að ég hef mikla trú á að það sé möguleg lausn á sumum stærstu heilsufarsvandamálum heims.
04.jún. 2015 - 17:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Förðun og húðheilsa Birnu Jódísar: VIÐTAL

Birna Jódís Magnúsdóttir er förðunarfræðingur, sveitastelpa og bloggari. Birna bjó í Reykjavík í nokkur ár en flutti aftur í sveitina í fyrra. Hún fékk útrás fyrir förðunaráhuganum á video blogginu sínu þar sem hún fjallar um förðun, húðvörur og almenna húðheilsu.
04.jún. 2015 - 07:00

Epla edik gerir undur fyrir líkamann

Í gegnum aldirnar hefur epla edik verið nota í hinum ýmsa tilgangi: Að búa til súrar gúrkur, að drepa illgresi, að hreinsa kaffivélar, að pússa brynklæðin og sem salat dressing.
03.jún. 2015 - 07:00

Hvað á að drekka mikið af vatni á dag?

Um það bil 60% mannslíkamans er vatn. Við erum stöðugt að losa vatn úr líkamanum, aðallega í gegnum þvag og svita. Líkaminn býr hins vegar ekki yfir neinum búnaði til að geyma vatn á lager og því þurfum við stöðugt að bæta okkur upp það sem við töpum.
02.jún. 2015 - 15:47 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Orkuskot sem kemur þér af stað: UPPSKRIFT

Það er svo gott að fá sér eitthvað orkuríkt og gott til að koma sér af stað á morgnanna, þetta ávaxta og orkuskot kemur okkur svo sannarlega af stað, vittu til!  Það er svo gott að fá sér eitthvað einfalt og fljótlegt á morgnana og ég tala nú ekki um ef að það er einnig orkuríkt og hollt.
02.jún. 2015 - 07:00

Er óhollt að borða mikið af prótíni?

Sífellt heyrum við sögugsagnir um að mikil prótínneysla sé “hættuleg”. Fullyrt er að mikil prótínneysla geti “losað” kalsíum af beinunum og valdið beinþynningu, eða að prótín geti eyðilagt í þér nýrun. Hins vegar eru engar sannanir fyrir þessu, ef eitthvað er hefur prótín verndandi áhrif.
01.jún. 2015 - 22:00

Þetta eru algengustu mistökin við tannburstun og vernd tannanna

Flestir bursta tennurnar að minnsta kosti tvisvar á dag en hugsanlega gera margir ýmis mistök við burstunina sem geta jafnvel dregið úr gagnsemi hennar. Hér verða nefnd til sögunnar tíu atriði sem eru slæm fyrir tannhirðu og vernd tannanna.
01.jún. 2015 - 07:00

Eru mjólkurvörur góðar fyrir beinin?

Mjólkvörur eru bestu kalkgjafarnir í fæðunni og kalk er helsta steinefnið í beinum. Af þessari ástæðu mæla heilbrigðisyfirvöld með því að við drekkum þrjú glös af mjólk á dag. Þrátt fyrir þetta eru þjóðirnar sem neyta mestrar mjólkur líka þær þjóðir þar sem beinþynning er algengust.
31.maí 2015 - 14:00

Hanna Kristín: „Ég var spurð hvort ég væri óörugg með mig og vantaði athygli?“

Embrace your beauty? Vegna meðfylgjandi myndar var ég spurð að því hvort ég væri óörugg með mig og vantaði athygli? Well, human nature að finnast gott að fá smá athygli. Auðvitað. En ég væri of klár og flott kona til að birta svona myndir. Svona myndir? Það er imprað á því í samfélaginu að við eigum að vera stolt/ar af okkur eins og við erum en einhvern veginn finnst mér eins og það eigi bara við um tiltekna hópa fólks.
31.maí 2015 - 12:45

Þetta viltu ekki vita! Fyrrverandi sundlaugarvörður opnar sig um háttsemi Íslendinga í lauginni

„Ég vann í nokkur sumur í sundlauginni í Laugardal. Þar gerist allt,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fyrrverandi sundlaugavörður en nú leikari. Hann opnaði sig um starf sitt sem sundlaugavörður í útvarpsþættinum Bakaríinu sem hann stýrir ásamt Loga Bergmann.  Sagði Rúnar, sem vann í Laugardalslauginni fyrir 23 árum, að sundlaugaverðir þurfi að glíma við fjölbreytt verkefni, eldra fólk að falla í yfirlið og þá komi það fyrir að fullorðið fólk kúki í laugarnar og taki fógetann sem ku vera kynlífsstelling sem fáir vita nákvæm deili á. Áður hefur Pressan fjallað um að einn af hverjum fimm nenni ekki á klósettið og pissi í sundi.
31.maí 2015 - 07:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

10 ástæður til að drekka grænt te

Grænt te er líklega hollasti drykkur jarðar. Í því er fullt af andoxunarefnum og lífrænum efnasamböndum sem geta haft mikil áhrif á starfsemi líkamans. Þar með talið er bætt heilastarfsemi, fitutap, minni líkur á krabbameini og fjöldi annarra áhrifa. Hér er listi yfir 10 helstu kosti þess að drekka grænt te, sem hefur verið sýnt fram á í rannsóknum á mönnum.
30.maí 2015 - 07:00

7 leiðir til að léttast sjálfkrafa (án þess að telja hitaeiningar)

“Borðaðu minna, hreyfðu þig meira.” Þetta eru skilaboðin sem við fáum frá heilsusérfræðingum. Þeir gera ráð fyrir að eina ástæðan fyrir að við léttumst sé hitaeiningar. Þetta er einfaldlega rangt vegna þess að líkamsstarfsemi okkar er töluvert flóknari en svo. Mismunandi matur hefur mismunandi áhrif, bæði á svengd og hormónastarfsemi. Því eru ekki allar hitaeiningar eins.
29.maí 2015 - 14:40 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ertu þreytt/þreyttur í bakinu eftir langan vinnudag?

Bakverkir eru mjög algengir meðal einstaklinga í dag og þeir sem glíma við bakverki þurfa oftar en ekki að huga að réttri líkamsbeitingu dags daglega til að draga úr verkjum. Það skiptir einnig miklu máli hvernig við sitjum, hvort sem það er í vinnunni, heima eða í bílnum.
29.maí 2015 - 08:00

10 ástæður til að forðast sykur

Viðbættur sykur er versta næringarefnið í nútíma mataræði. Hann getur haft skaðleg áhrif á efnaskipti og stuðlað að alls kyns sjúkdómum. Hér eru 10 ástæður til að forðast viðbættan sykur eins og heitan eldinn.