15. maí 2012 - 09:37Fannar Karvel

Árangur í einu orði

Árangur í einu orði; Stöðugleiki.
Þetta hljómar ofsalega einfalt og það er það líka, allur þessi hópur í raunheimum sem er að berjast við vigtina á hverjum degi og stekkur á hverja töfrapilluna, hvert ofurprógrammið þarf ekki að vita meira.

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég annan pistil á svipuðum nótum „Er helgin að drepa árangurinn?“, þar sem dreginn er upp mynd af venjulegum Íslending sem er í „átaki“ alla virka daga og stendur sig býsna vel, síðan kemur helgin og allt er fyrir bý og rúmlega það.

Við erum „instant-gratification“ þjóðfélag sem þarf stanslausa fróun og viljum sjá árangur strax, þannig erum við öll og gerum okkur flest ekki grein fyrir að svoleiðis virkar líkaminn okkar bara ekki. Kroppurinn er gömul vél með gamlar stillingar og virkar best til langtíma, hann er gamli dísel traktorinn sem er lengi í gang og þarf tíma til að malla.

Þeir sem ná árangri í baráttunni við fitupúkann eru þeir sem gera sér grein fyrir að þetta er langhlaup sem vinnst ekki á fyrstu metrunum.

Ef þér tókst að hlaða kílóunum utan á þig á 5 árum þá er ólíklegt að þau fari á fimm vikum, eitt mars þýðir klukkutíma hlaupatúr manstu.
Gefðu þessu tíma, hentu öllum hugsunum um „átak“, „megrun“, „bannað“ o.s.frv. í tunnuna ásamt nammipokanum og taktu upp hollari hætti.

Það sagði enginn að þetta væri auðvelt en trúðu mér, það sem er erfitt við þetta er í hausnum á þér, ekki á disknum eða í ræktinni.(26-31) Michelsen: Útskriftir - maí
29.maí 2016 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Epli á dag kemur heilsunni í lag

Epli eru hollur matur, í hýði þeirra er mikið af trefjum og flavonóíð en það getur hjálpað líkamanum að verjast frumuskemmdum og í baráttunni við aukakílóin. Það er því betra að borða hýðið á eplunum en að skræla þau. Eitt epli á dag kemur því heilsunni í lag, að minnsta kosti skemmir það ekki fyrir.
27.maí 2016 - 12:15 Kynning

Liðverkir: Ástæður, Regenovex og reynslusaga

Liðverkir eru algengt vandamál. Vandamál í liðum skapast með hversdagslegri áreynslu á liðina eða í íþróttum sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Liðverkir eru algengt vandamál sem í raun á eftir að aukast, annars vegar vegna þess að nú til dags lifum við einfaldlega lengur og hins vegar vegna hærri offitutíðni.
24.maí 2016 - 06:40 Kristján Kristjánsson

Neysla á kartöflum getur aukið hættuna á of háum blóðþrýstingi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur nokkrum sinnum í viku þá geti það aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi. Vísindamenn segja að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur fjórum sinnum í viku aukist líkurnar á að fá of háan blóðþrýsting um allt að 11 prósent.
21.maí 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Níu merki þess að þú stefnir hraðbyri að sykursýki

Leikarinn heimsþekkti Tom Hanks sagði í útvarpsviðtali á mánudaginn að hann hefði verið „algjör bjáni“ en hann greindist með sykursýki 2 árið 2013. Hann sagðist telja að lélegt mataræði hafi orsakað að hann fékk sykursýki.
09.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Svona er hægt að léttast um 11 kíló á einu ári með einfaldri lífsstílsbreytingu að sögn sérfræðings

Það þarf ekki að æfa maraþonhlaup eða járnmann til að losna við svolítið af aukakílóunum að sögn sérfræðings. Hann segir að ein einföld lífsstílsbreyting sé frábær leið til að léttast og geti valdið því að fólk léttist um 11 kíló á einu ári.
06.maí 2016 - 19:00 Kópavogur

Súrdeigsbotn og eftirréttapítsur

Valla hafði lengi dreymt að opna stað með eldbökuðum pítsum og hafði séð fyrir sér að gera það á efri árum. Allt í einu var hann svo búinn að opna Íslensku flatbökuna. Mynd/Sigtryggur Ari
Íslenska flatbakan í Bæjarhrauni er fjölskyldurekinn veitingastaður og eigandinn Valgeir Gunnlaugsson er nánast alltaf á staðnum. Hann segir að eldbakaðar pítsur með súrdeigsbotni séu mjög vinsælar, en eftirréttapítsurnar ekki síður.

06.maí 2016 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Heilinn platar okkur til að halda við séum svöng: Svona er hægt að læra að þekkja falska svengdartilfinningu

Þú ert í vinnunni eða á leiðinni heim, ert í stórmarkaðnum eða ekur framhjá bakaríi og skyndilega langar þig í súkkulaði eða eitthvað annað sætt. Þetta er fölsk svengdartilfinning sem gerir vart við sig og það er heilinn sem er að plata okkur til að halda að við séum svöng.
04.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessi hræðilega sjálfsmynd ungu móðurinnar verður vonandi til að fólk geri ekki sömu mistök og hún

Tawny með son sinn. Það er komið vor, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu, og sumarið nálgast með sól og góðu veðri, vonum við að minnsta kosti. Það er því ekki úr vegi að fjalla aðeins um ungu móðurina Tawny Willoughby frá Alabama í Bandaríkjunum og þau stóru mistök sem hún gerði.
03.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna skaltu aldrei drekka beint úr dós

Þú myndir örugglega ekki sleikja handfang í strætisvagni eða stinga höfðinu niður í klósett enda veistu að á þessum stöðum er mikið af bakteríum og öðrum óæskilegum hlutum. En það er ekki mikið betra að drekka beint úr dós, gosdós, bjórdós eða álíka dósum.
01.maí 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Prumpar þú mikið? Þetta er hægt að gera til að draga úr vindganginum

Það er ekkert óeðlilegt við að prumpa og flestir gera það daglega. En það er ekki gott eða vinsælt að gera það nærri öðru fólki enda getur lyktin eða öllu heldur óþefurinn sem oft fylgir eyðilagt stemninguna á augabragði.  En það er hægt að draga úr vindganginum ef hann er svo mikill að það er til vandræða.
30.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Karlar sem stunda mikla líkamsrækt verða fyrr sköllóttir

Þung lóð og prótínduft er að margra mati lykillinn að sterkum og velþjálfuðum líkama en fyrir karlmenn, sem eiga á hættu að fá skalla, er kannski rétt að hafa í huga að mikil líkamsrækt getur flýtt fyrir hármissi og skallamyndun.
29.apr. 2016 - 06:01 Kristján Kristjánsson

Niðurstöður nýrrar rannsóknar: Borðaðu eins og þú vilt einn dag í viku og það er auðveldara að léttast

Ef þú leyfir þér að borða súkkulaði og aðra óhollustu einn dag í viku þá er auðveldara fyrir þig að léttast. Þetta segja hollenskir og portúgalskir vísindamenn í kjölfar nýrrar rannsóknar þeirra. Niðurstöðurnar benda til að fólk, sem er í megrun, eigi auðveldara með að standast freistingarnar ef það hefur einn dag í viku þar sem það má borða allt sem það langar í.
26.apr. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Þetta gerist í líkama þínum ef þú drekkur eitt glas af sítrónuvatni á hverjum morgni

Það eru margar góðar ástæður til að pressa sítrónur og drekka safann úr þeim. Þær innihalda C-vítamín, A-vítamín, fólín, járn og önnur efni sem eru holl fyrir líkamann. Það er því ekki úr vegi að kreista smá sítrónusafa út í vatnið og innbyrða eitthvað af þessari hollustu sem er í þeim.
25.apr. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessi 5 atriði geta hjálpað þér að léttast

Þegar sumarið og sundfatatíminn nálgast óðfluga vilja margir hressa upp á líkamann og jafnvel losna við nokkur kíló sem þeim finnst vera ofaukið á líkamanum. Það eru auðvitað til margar mismunandi aðferðir til að losna við kílóin og margir telja sig hafa fundið réttu leiðina.
24.apr. 2016 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Þetta gerist í líkama þínum ef þú borðar 3 döðlur á dag

Döðlur eru stundum vanmetnar hvað varðar hollustu og taldar með sætum mat. En þær hafa ýmis jákvæð heilsufarsáhrif á líkama fólks og mörgum finnst þær þar að auki mjög ljúffengar. Hér eru nokkur slík nefnd til sögunnar.
23.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Fólk ætti alltaf að bursta tennurnar eftir kynlíf

Það er mjög mikilvægt að bursta tennurnar eftir kynlíf. Á meðan á kynlífinu stendur kyssir fólk oft hina ýmsu líkamshluta og fær þá ýmsar bakteríur í munninn sem eiga ekki heima þar. Ef fólk burstar ekki tennurnar eftir kynlíf og sofnar er hætta á að það fái tannholdssjúkdóma.
23.apr. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna áttu ekki að sofa í nærfötum

Ef þú sefur í nærfötum þá ertu hugsanlega að breyta rassaskorunni og hinum helgari pörtum líkamans í sannkallaða gróðrarstíu fyrir húðsýkingar. Auk þess getur þetta valdið því að karlar glími við frjósemisvanda.
21.apr. 2016 - 20:15 Kristján Kristjánsson

Áfengi og beikon talið valda krabbameini í maga

Að borða unnin matvæli, drekka áfengi og vera of þungur er talið geta aukið líkurnar á að fólk fái krabbamein. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og í fyrsta sinn sem þessi atriði eru beinlínis tengd við krabbamein í maga.
19.apr. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Vinnuvika fólks yfir fertugu ætti að vera þrír dagar

Atvinnuauglýsingar. Þriggja daga vinnuvika hæfir fólki yfir fertugu best. Með því getur fólk náð hámarksframmistöðu. Ef vinnuvikan er lengri þá fer frammistaða fólks versandi og þreyta og stress fara að setja mark sitt á fólk.
19.apr. 2016 - 16:05

Ragga Nagli svarar pistli Rósu Ingólfs: „Líkamsskömm er samfélagsmein“

Í gær birti Rósa Ingólfs vægast sagt umdeildan pistil á vefnum Kvon.is undir fyrirsögninni „Vilja konur líta út eins og tuddar?“ og hafa viðbrögðin ekki staðið á staðið á sér. Skrifin þykja í besta falli algjör tímaskekkja en þar má finna alhæfingar eins og „Styrkur konunnar er fólginn í mýktinni. Konan er sífellt að spegúlera í því hvort hún sé nógu falleg fyrir karlmanninn og finnst hún jafnvel of feit.“
17.apr. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Danskir vísindamenn hafa hugsanlega komist að því hvernig er hægt að viðhalda þyngdartapi

Þeir sem hafa reynslu af að létta sig vita að það getur oft verið mjög erfitt að viðhalda þyngdartapinu og gera það varanlegt. Nú hafa danskir vísindamenn hugsanlega fundið lausnina á þessu sem gæti auðveldað fólki að viðhalda þyngdartapi.
15.apr. 2016 - 07:25 Kristján Kristjánsson

Nýstárleg markaðssetning matvælaframleiðanda: Ekki borða vörur frá okkur oftar en einu sinni í viku

Ef þú vilt lifa heilbrigðu lífi þá skaltu ekki borða vörurnar frá okkur á hverjum degi. Fæstir munu væntanlega eiga von á að matvælaframleiðandi segi þetta um sínar eigin vörur en svo er þó. Mars Food, sem framleiðir meðal annars Dolmio og Uncle Ben‘s sósur ætlar nú að hjálpa viðskiptavinum sínum að lifa heilbrigðara lífi og ráðleggja fólki um hversu oft er ráðlegt að borða ýmsar vörur frá fyrirtækinu.
15.apr. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Erfðafræðingar: Þú eldist hægar ef þú drekkur einn bjór á dag

Erfðafræðingar segja að fólk eldist hægar ef það drekkur einn til tvo áfenga drykki á dag. Þetta vissu nú margir og enn aðrir eru þessu örugglega algjörlega ósammála enda áfengi umdeilt og heilsufarsáhrif þess þykja oft ekki góð. Bandarískir erfðafræðingar segja að rannsóknir þeirra hafi sýnt að ef fólk drekkur áfengi, einn til tvo drykki á dag, þá eldist það hægar.
11.apr. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Viltu léttast? Borðaðu ost og súkkulaði og drekktu rauðvín

Gleymdu öllu um að telja hitaeiningar og vigta mat ofan í þig ef þú vilt léttast. Lykillinn að þyngdartapi er meðal annars að borða ost og súkkulaði og drekka rauðvín. Það er meðal annars lykillinn að því að léttast.
09.apr. 2016 - 12:30 Kristján Kristjánsson

Þetta er sannleikurinn um 10 sekúndna regluna

Er í lagi að borða mat, sem dettur á gólfið, ef hann er tekinn upp innan 10 sekúndna? Margir hafa löngum haldið því fram að svo sé en hver er sannleikurinn í þessu? Er þetta staðreynd eða er þetta bara mýta?
09.apr. 2016 - 10:13 Bleikt

Fjóla Kristín: „Ég hélt í alvöru að vandamál mitt númer eitt væri offita“

Íslendingar sem hafa farið í svokallaða magabandsaðgerð eru nú ríflega 500 talsins. Ragga Eiríks, blaðamaður Bleikt, fór í slíka aðgerð í lok janúar, og hefur leyft lesendum Bleikt að fylgjast með ferlinu, sem og áhorfendum Íslands í dag.

Fjóla Kristín Ólafardóttir hafði samband við mig fljótlega eftir magabandsaðgerð mína til að óska mér til hamingju, og bjóðast til að styðja mig með ráðum og dáð. Hún var ein af mörgum – enda virðist samfélag „bandingja“ vera einstakt safn af eðalmanneskjum og samhugurinn er mikill í leynilegu Facebook-hópunum sem við tilheyrum.

06.apr. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ert þú með frjókornaofnæmi? Telur að þetta ráð gagnist við birkifrjókornaofnæmi

Nefrennsli, það rennur úr augunum, kláði og fleira fylgir því að vera með frjókornaofnæmi og nú nálgast sá árstími sem margir kvíða fyrir. Frjókornin fara á ferðina og valda fólki óþægindum. Dönsk hjón telja sig hafa fundið aðferð sem virkar gegn birkifrjókornaofnæmi, að minnsta kosti hefur konan ekki fundið fyrir því eftir að hún byrjaði að nota þessa aðferð.
06.apr. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna á ekki geyma farsíma í brjóstahaldaranum

Í vasanum, í töskunni eða í hulstri á handleggnum. Þetta eru algengir staðir til að geyma farsíma. En þegar vasarnir eru fullir eða ef engir vasar eru á fötunum velja sumar konur að geyma farsímann sinn í brjóstahaldaranum. En það ættu þær alls ekki að gera. Tvennskonar hætta er samfara því að geyma farsímann þar.
05.apr. 2016 - 07:22 Kristján Kristjánsson

Nýjasta tískan er að drekka vatn eins og Japanir gera: Sagt stuðla að langlífi og vinna gegn ýmsum sjúkdómum

Sagt er að það geti læknað hina ýmsu kvilla að drekka vatn eins og Japanir gera. En það er auðvitað spurning hvort þetta sé alveg rétt. En það má ekki gleyma að lífslíkur Japana eru miklar og lifa Japanir í 82,1 ár að meðaltali.
31.mar. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Með því að borða þennan mat daglega á að vera hægt að léttast og viðhalda þyngdartapinu

Margir há erfiða baráttu við aukakílóin sem virðast eiga það til að safnast á líkamann sama hversu óvelkomin þau eru. Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því að með því að borða 130 grömm af ákveðnum fæðutegundum daglega geti fólk losað sig við aukakíló og viðhaldið þyngartapinu.
26.mar. 2016 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Sækir hungrið sífellt á þig? Þetta eru nokkrar ástæður þess að svo getur verið

Sumir eru alltaf svangir, jafnvel þegar þeir eru nýbúnir að borða. Það er hins vegar ekki endilega vegna þess að viðkomandi sé svo svangur. Það geta verið allt aðrar ástæður sem valda hungurtilfinningunni.
22.mar. 2016 - 07:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Frábær leið til að drekka meira vatn

Hægt er að nýta sér kosti ávaxta, krydda og grænmetis til þess að minnka bjúg, styrkja ónæmiskerfið, hreinsa lifrina, bæta meltinguna og margt fleira.
21.mar. 2016 - 07:25 Kristján Kristjánsson

Vatn, sítrónusafi og eitt efni til viðbótar í blönduna geta gagnast gegn mígreni og höfuðverk

Höfuðverkur og mígreni eru ekki mikið fagnaðarefni og geta auðveldlega eyðilagt daginn fyrir fólki. Mikið úrval er af verkjalyfjum í lyfjaverslunum sem geta hjálpað til við að lina þjáningarnar en sum þeirra geta þó haft ákveðnar aukaverkanir í för með sér og sumum er beinlínis illa við að taka verkjatöflur vegna þessa. En þá kemur blanda af náttúrulegum efnum til sögunnar, efnum sem eru líklegast til á flestum heimilum og ef ekki þá fást þau í næstu matvöruverslun.
20.mar. 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Sefur þú nokkuð í nærfötum?

Sefur þú í nærfötum? Liggja þau þétt að líkamanum? Ef svo er þá er kannski rétt að breyta til. Sérfræðingar segja að best sé að sofa án nærfata, sérstaklega ef þau falla þétt að líkamanum.
18.mar. 2016 - 18:04 Ragnheiður Ragnarsdóttir

12 staðreyndir um Avókadó sem þú vissir ekki

Avókadó inniheldur meiri fitu en nokkur annar ávöxtur eða grænmeti (en þetta er góð fita). 75% af þessari fitu er mettuð fita sem er góða tegundin af fitu. Og af því að avókadó er planta þá er fitan sem það inniheldur kallað olía en ekki hörð fita og er kólestról og sodium laus.
17.mar. 2016 - 16:25 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hollar saltkarmellutrufflur með hnetusmjöri: UPPSKRIFT

Þessar trufflur eru ómótstæðilegar og mjög hollar. Gott er að geyma þær í frysti og næla sér í eina og eina þegar mann langar í eitthvað sætt, eða bjóða upp á þær með kaffinu eða sem desert. Hægt er að gera þær vegan með því að nota agave sýróp í staðinn fyrir hunang og vegan dökkt súkkulaði.

16.mar. 2016 - 07:02 Kristján Kristjánsson

Borðar þú banana þegar þeir eru komnir með svarta bletti? Það hefur þessi áhrif á líkamann

Sumir vilja helst borða banana sem eru vel grænir og harðir, aðrir kunna vel að meta banana sem eru brúnir og mjúkir. Síðan eru þeir sem vilja helst borða banana sem eru komnir með brúna bletti. Það eru einmitt bananar með brúna bletti sem geta haft töluverð áhrif á líkamann.
16.mar. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Fórst þú seint að sofa? Það er jafnvel hægt að sjá það á vigtinni

Það er almennt vitað að það er hollara að fara snemma að sofa en að vaka langt fram eftir nóttu. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að ef fólk leggur í vana sinn að fara seint að sofa séu meiri líkur á að það bæti á sig kílóum.
15.mar. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Þessar 5 matartegundir á að forðast að hita upp aftur: Geta verið hættulegar heilsunni við upphitun

Umræðan um matarsóun hefur verið töluverð undanfarið og það er auðvitað gott að komast hjá því að henda mat og koma þannig í veg fyrir matarsóun. En í viðleitni okkar til að draga úr matarsóun má ekki gleyma að sumar tegundir matar er ekki ráðlegt að hita upp oftar en einu sinni.
15.mar. 2016 - 17:52 Ragnheiður Eiríksdóttir

Að vera eða vera ekki í aðhaldsbol

Ég vaknaði einn morgunn í síðustu viku og klæddi mig í líkamsræktarfötin (öðruvísi mér áður brá…). Borgaralega klæðnaðinn setti ég í töskuna, ásamt sjampói, handklæði, og ýmsum fegrunarvörum. Ég valdi mér afskaplega fleginn kjól sem er þeirri náttúru gæddur að bráðnauðsynlegt er að klæðast bol undir honum til þess að fylgja samfélagslegum kröfum um að hylja nekt í almenningsrými.
13.mar. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Þetta er munurinn á grænum, gulum og rauðum paprikum

Er liturinn eini munurinn á paprikum? Nei, því það er bragðmunur, munur á vítamíninnihaldi og þroska þeirra. Það er því að ýmsu að hyggja þegar paprikur eru valdar til matar.
08.mar. 2016 - 23:00

Sonurinn er mesta hvatning Valdísar: „Þetta var helvíti til að byrja með“

Valdís Ósk Ottesen hefur á einu ári lést um 37 kíló án öfga eða skyndilausna. Þessi 24 ára móðir var 127 kíló fyrir ári síðan en er 90 kíló í dag. Hún vann mikið í andlegu hliðinni samhliða aukinni hreyfingu og breyttum matarvenjum. Hún er orkumeiri eftir lífsstílsbreytinguna og hefur fundið sjálfa sig á ný. Við ræddum við Valdísi um breytingarnar sem hún gerði á sínum lífsstíl.
07.mar. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svona er hægt að fækka hitaeiningum í hrísgrjónum um helming

Hrísgrjón eru vinsæll matur og borðuð víðast um heiminn. Margir telja þó neikvætt við hrísgrjón að þau eru hitaeiningarík og innihalda töluvert af kolvetnum. Vísindamenn hafa þó fundið einfalda leið til að fækka hitaeiningunum í hrísgrjónum um helming. hitaeiningunum.
03.mar. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Létti sig um 60 kíló með því að hætta að borða eina matartegund

Davina Bywater hafði lengi glímt við ofþyngd og var meðvituð um það. Henni brá þó mjög í brún dag einn þegar hún skoðaði sjúkraskýrslu sína og sá að hún hafði verið skráð sem of þung frá því að hún var 10 ára. Henni hafði einmitt verið neitað um skurðaðgerð til að losna við aukakílóin vegna nýrnasjúkdóms sem hún glímir við.
28.feb. 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Helmingur mannkyns verður nærsýnn 2050

Það eru góðir tímar framundan hjá gleraugnaverslunum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýna að helmingur mannkyns verði nærsýnn 2050. Þetta eru tæplega fimm milljarðar manna. Um fimmtungur þessa fjölda, um 1 milljarður, verður í töluverðri hættu á að verða blindur ef ekki verður hægt að snúa þessari þróun við.
27.feb. 2016 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Þetta getur gerst í líkama þínum ef þú drekkur bara vatn í 30 daga

Líkaminn er háður vatni. Án vatns geta frumur, vefir og líffæri ekki starfað. Þetta er einmit ein ástæða þess að sífellt er verið að hamra á því við fólk að það eigi að drekka nægilega mikið af vatni enda eru svo mörg heilsufarsleg atriði sem mæla með því.
25.feb. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ýmsar heimilisvörur stefna lífi fólks í hættu: Ilmkerti og þrifaefni eru þar á meðal

Hversdagslegir hlutir eins og ilmkerti auka líkurnar á að fólk fái hjartasjúkdóma og krabbamein að sögn sérfræðingar. Einnig eru ilmefni og þrifaefni nefnd til sögunnar sem hættuleg heilsunni. Þessar algengu heimilisvörur innihalda hættulegar agnir sem geta valdið öndunarörðugleikum, auknu álagi á hjartað og krabbameini.
17.feb. 2016 - 11:20 Kristján Kristjánsson

Kynlíf er gott fyrir heilastarfsemina: Sérstaklega fyrir eldra fólk

Sífellt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eitt og annað og virðist kynlíf eiga sérstaklega upp á pallborðið hjá mörgum vísindamönnu, að minnsta kosti eru margar rannsóknir gerðar um kynlíf og ýmislegt sem því tengist. Niðurstaða einnar af nýjustu rannsóknunum sýnir að auk þess að vera gott og skemmtilegt þá er kynlíf einnig til þess fallið að gera fólk gáfaðra.
15.feb. 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Sefur þú of lítið? Þá geta kaffi og blundur veitt þér 4 klukkustunda orku

Margir sofa of lítið á nóttinni og finna fyrir orkuleysi vegna þessa. En það er hægt að ná sér í auka orku með því að fá sér 20 mínútna blund og kaffibolla.
15.feb. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Þú þarft ekki að borða morgunmat ef þú vilt léttast

Þeir sem vilja léttast hafa eflaust fengið að heyra að það sé mikilvægt að borða morgunmat ef losna á við kílóin. En það er ekki rétt samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Það að borða morgunmat hefur þó þau áhrif að það getur hjálpað fólki að verða virkara og hreyfa sig meira.