15. maí 2012 - 09:37Fannar Karvel

Árangur í einu orði

Árangur í einu orði; Stöðugleiki.
Þetta hljómar ofsalega einfalt og það er það líka, allur þessi hópur í raunheimum sem er að berjast við vigtina á hverjum degi og stekkur á hverja töfrapilluna, hvert ofurprógrammið þarf ekki að vita meira.

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég annan pistil á svipuðum nótum „Er helgin að drepa árangurinn?“, þar sem dreginn er upp mynd af venjulegum Íslending sem er í „átaki“ alla virka daga og stendur sig býsna vel, síðan kemur helgin og allt er fyrir bý og rúmlega það.

Við erum „instant-gratification“ þjóðfélag sem þarf stanslausa fróun og viljum sjá árangur strax, þannig erum við öll og gerum okkur flest ekki grein fyrir að svoleiðis virkar líkaminn okkar bara ekki. Kroppurinn er gömul vél með gamlar stillingar og virkar best til langtíma, hann er gamli dísel traktorinn sem er lengi í gang og þarf tíma til að malla.

Þeir sem ná árangri í baráttunni við fitupúkann eru þeir sem gera sér grein fyrir að þetta er langhlaup sem vinnst ekki á fyrstu metrunum.

Ef þér tókst að hlaða kílóunum utan á þig á 5 árum þá er ólíklegt að þau fari á fimm vikum, eitt mars þýðir klukkutíma hlaupatúr manstu.
Gefðu þessu tíma, hentu öllum hugsunum um „átak“, „megrun“, „bannað“ o.s.frv. í tunnuna ásamt nammipokanum og taktu upp hollari hætti.

Það sagði enginn að þetta væri auðvelt en trúðu mér, það sem er erfitt við þetta er í hausnum á þér, ekki á disknum eða í ræktinni.26.jan. 2015 - 23:00

Vefjagigt: Ítarlega farið yfir einkenni, greiningu, lyf og fleira

Ef þú gætir séð slæma vefjagigt þá liti hún ef til vill svona út Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.
26.jan. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Ofþjálfun: Hvað er of mikið?

Sumir kannast kannski við þetta ferli. Þú byrjar á nýju æfingakerfi og ætlar að sigra heiminn á núll einni, æfir eins og skepna og vilt helst ekki taka þér frídag því þú heldur að það eyðileggi bætingarnar þínar. Eftir 6-8 vikur þá ferðu að finna fyrir einkennum sem þú hefur ekki fundið fyrir áður.

26.jan. 2015 - 00:01

Skjaldkirtillinn: Helstu einkenni - Hvaða mat á að borða og ekki borða?

Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prufa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu.
20.jan. 2015 - 08:00 Vilhjálmur Steinarsson

Langar þig að brenna fitu? Ég er með gott ráð: Lyftu þungt!

Ég heyri á hverjum einasta degi að fólk vilji ekki lyfta lóðum vegna þess að það vilji ekki vera massað eða fá vöðva. Þetta á nú aðallega við um kvenkynið og eitt mest krefjandi í mínu starfi er að fá konur til að lyfta lóðum og kannski reyna að bæta aðeins þyngdir. 
15.jan. 2015 - 00:42

Nokkur trix til að nota kaffi fyrir húðina og hárið

Kaffið þitt er ekki bara gott til að sötra, heldur er það einnig gott fyrir húðina og hárið. Kaffikorgur er góður sem andlitsskrúbbur, fínn á ójöfnur á lærum og rassi (margir kalla það „cellulite“).
14.jan. 2015 - 00:36

Þarmaflóran og heilsa

Rannsóknir á undanförnum árum hafa leitt í ljós að heilbrigð þarmaflóra er gríðarlega mikilvæg fyrir almennt heilbrigði. Ójafnvægi á þarmaflórunni  hefur sýnt sig að ýta undir allskyns sjúkdóma s.s. sykursýki, offitu, liðagigt, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma.
05.jan. 2015 - 08:00

Flensan óvenjuslæm í ár: Hvað er best að gera?

„Hin árleg vetrarflensa er alltaf af stofni A. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var með í gerð flensubóluefnisins okkar í haust. Það sem verra er, er að stofninn nú er óvenju skæður og hefur í mörgum tilfellum breyst með lítilli stökkbreytingu frá því í haust, þannig að bólusetningin gefur ekki vörn nema í 20-30% tilvika“.
04.jan. 2015 - 23:00 Elín Helga Egilsdóttir

Hafraklattar sem ekki þarf að baka

Hversu oft ferð þú t.d. á kaffihús, í búð, og kaupir þér eitt stykki hafraklatta í "leiðinni". Nú, eða hafraköku? Jebb. Oftar en þig grunar er það ekki? Af hverju? Af því það er gott að narta og hafrar eru bara det beste som er! Sparaðu þér peninga og skelltu í einn skammt til að eiga á lager fyrir komandi kaffihúsaferðir og nart-tímabil. 

14.des. 2014 - 13:45

Kæru foreldrar, það er verið að ljúga að ykkur

Nú nýlega hefur borið mikið á mislingum og öðrum sjúkdómum sem koma má í veg fyrir með bólusetningum.
11.des. 2014 - 21:20 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Allt um Brjósklos: Einkenni, orsakir og meðferð

Hryggþófar, brjóskþófar eða diskar liggja á milli hryggjaliða og mynda liðamót sem gefa kost á hreyfingu milli þeirra. Hver hryggþófi hefur um leið mikilvægt hlutverk við að binda hryggjarliði saman og á hverjum diski hvílir talsverður þungi í athöfnum okkar daglega lífs.
20.sep. 2014 - 11:45

Flensborgarhlaupið safnar áheitum fyrir Barnaheill: Verður þú framhaldskólameistari?

Hafnarfjarðarbær býður öllum keppendum í sund að hlaupi loknu. Þriðjudaginn 23. september næstkomandi leggja áhugasamir hlauparar og göngumenn af stað í Flensborgarhlaupið. Hlaupið er orðið fastur liður í hlaupadagskránni en boðið er upp á 3 km göngu/hlaup án tímatöku, 5- og 10km hlaup með tímatöku. Öllum er frjálst að vera með, hvort sem þeir tengjast Flensborg sérstaklega eða ekki, og hefst hlaupið tímanlega klukkan 17:30.
18.maí 2014 - 16:40

Nýjar rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda: Tvær máltíðir á dag betra fyrir heilsuna

Vísindamenn telja að tvær máltíðir á dag geti komið í veg fyrir sykursýki 2. Þetta staðfestu þeir eftir rannsókn sem gerð var nú á dögum í Prage en þar var fjölda fólks skipt í tvo hópa. Einn hópurinn fékk margar litlar máltíðir á dag en seinni hópurinn fékk tvær stórar. Báðir skammtarnir innihéldu sama magn af kaloríum. Niðurstöður rannsóknarinnar komu á óvart en þeir sem einungis borðuðu tvær stórar máltíðir misstu fleiri kíló ásamt því að blóðsykur þeirra minnkaði töluvert.
19.apr. 2014 - 13:02

Ívar og Arnar hætt komnir?

Spennandi verður að fylgjast með ofurköppunum og Hámarkskóngunum Ívari Guðmundssyni og Arnari Grant kljást við óvænta ógn í einkaþjálfara bransanum. Furðulegt verður að teljast að umrædd ógn hefur ekki enn komið fram undir nafni og er meðfylgjandi myndband það eina sem menn hafa í höndunum að svo stöddu.
29.mar. 2014 - 11:56

Nýir íslenskir jurtadrykkir á markað

Drykkir úr hvönn og lúpínu: Fyrirtækið Svarti Haukur hefur sett á markað nýja íslenska jurtadrykkjalínu. Fyrirtækið hefur um þriggja ára skeið framleitt Lúpínuseyðið sem kennt er við Ævar Jóhannesson, en nú bætast við þrír nýir drykkir úr hvönn auk þess sem Lúpínuseyðið hefur fengið enn frekari virkni og er um leið orðið mun bragðbetra.

Um er að ræða íslenskt fyrirtæki, sem framleiðir frá grunni íslenska drykki úr íslenskum jurtum; ætihvönn, lúpínurótum, geithvönn, njóla og litunarmosa auk þess sem í drykkjunum er hráefni sem allt er talið virka vel gegn margvíslegum kvillum.

09.feb. 2014 - 13:20

Greind börn verða grænmetisætur

Því greindara sem barn er, því meiri líkur eru á að það gerist grænmetisæta á fullorðinsaldri. Það eru breskir vísindamenn sem hafa komist að þessari niðurstöðu eftir rannsókn á lifnaðarháttum 8.179 einstaklinga.
08.feb. 2014 - 11:40

Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur líkurnar á hjartasjúkdómum

Að drekka einn sykraðan gosdrykk á dag eykur líkurnar á að deyja af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma mikið. Viðbættur sykur inniheldur tómar hitaeiningar sem auka við þyngd fólks sem aftur eykur hættuna á mörgum sjúkdómum, þar á meðal hjartasjúkdómum.
08.feb. 2014 - 10:00

WHO: 70 prósent fleiri krabbameinstilfelli eftir 20 ár

Fjöldi krabbameinssjúklinga mun aukast mikið næstu 20 árin að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. 2012 voru 14 milljónir krabbameinstilfella greind í heiminum en 2032 verða tilfellin orðin 25 milljónir á heimsvísu að sögn WHO.
06.feb. 2014 - 14:50

10 “hollustuvörur” sem láta þig fitna

Það er gomma af lygum, mýtum og misskilningi í gangi varðandi næringu. Það sem fólk trúir, er því miður oft þveröfugt við það sem rétt er. Hér er listi yfir 10 “heilsuvörur” sem eru fitandi samkvæmt nýjum pistli sem heilsubloggarinn Kristján Már birti á síðunni Betri næring.
06.feb. 2014 - 11:56

Miðill kemur konum á öllum aldri í form

Bára Hilmarsdóttir hefur verið einn eftirsóttasti miðill landsins um langt skeið en hefur nú einnig skapað sér nafn í líkamsræktarheiminum svo um munar. Bára hefur haldið námskeiðin Hugsaðu þig í form,- fyrir konur og stúlkur í Sporthúsinu undanfarin misseri með góðum árangri þar sem hún kennir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði.

02.feb. 2014 - 21:29

Valdís Sylvía skrifar um andlegt fitness í 30 daga

Halló kæru líkamsræktarunnendur eða wanna be líkamsræktarunnendur. Þetta blogg mun snúast um að tala um andlega þáttinn í líkamsrækt. Af hverju get ég ekki klárað markmið mín? Af hverju læt ég aðra stjórna því hvað ég vill sjálf/ur? Af hverju bý ég alltaf til afsakanir?
28.jan. 2014 - 15:16

Óæskilegar örverur á 70 prósent sítrónusneiða

Finnst þér gott að drekka sítrónuvatn? Þá ættir þú að kreista safa úr sítrónu í glasið en ekki setja sítrónusneiðar út í drykkinn þinn. Það getur verið ótrúlega frískandi að fá sítrónusneið í drykkjum á veitingastað en þú gætir verið að bæta við fleiru en bara sítrónubragði. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna fram á að sítrónusneiðar sem settar eru í glös á veitingastöðum eru oft virkilega óhreinar. Það væri því kannski ráðlegt að sleppa sítrónusneiðinni þegar þú færð þér vatn, gos, te eða annan drykk þegar þú ferð út að borða.
28.jan. 2014 - 08:00

Moringa: Mulin lauf sem hafa ótrúlega virkni á líkamann

Glímir þú við orkuleysi, þreytu, hæga meltingarstarfsemi eða eirðarleysi? Moringa eru afar nærandi mulin lauf eru nýkomin á markað sem hægt er að nota út í drykki eða út á mat og inniheldur aðeins ein kúfull teskeið af Moringa dufti góðan skammt af andoxunarefnum, amínósýrum og vítamínum. Moringa er galdurinn við það að bæta smá hráfæði inn í neysluvenjur sínar og brúa þannig bilið á milli þess sem vantar í daglegt mataræði okkar í dag.
22.jan. 2014 - 15:00

Hvert er líkamlegt ástand þitt?

Íþróttafræðingarnir Stefán Magnússon og Klara Lind Þorsteinsdóttir eru þessa dagana að mæla heilsufar Íslendinga en þau eru þjálfarar í Sporthúsinu Gull sem opnaði formlega á dögunum á efri hæðinni í húsnæði Sporthússins í Kópavogi. Þau segja fólk mæta af miklum krafti inn í nýja árið einbeitt og með skýr markmið en þó skynsöm. „Það er gaman að finna að fólki er annt um heilsuna, þolið og þrekið, ekki bara vigtina. Fólk ætlar greinilega að koma vel undan þessum vetri.“
19.jan. 2014 - 20:28

Ég fékk mislinga, hettusótt, rauða hunda, afbrigði af heilahimnubólgu, skarlatssótt, kíghósta og hlaupabólu

Eins og þetta virðist líta út fyrir að vera heilbrigður lífsstíll þá fékk ég mislinga, hettusótt, rauða hunda, afbrigði af heilahimnubólgu, skarlatssótt, kíghósta, árlega hálsbólgu og hlaupabólu. Þegar ég var rétt rúmlega tvítug greindist ég með HPV og eyddi sex mánuðum í að velta fyrir mér hvernig ég gæti sagt tveimur börnum mínum undir 7 ára aldri að mamma gæti verið með krabbamein. Það var síðan fjarlægt og ég er heil heilsu.
17.jan. 2014 - 17:00

Erfðavísameðferð getur hugsanlega læknað blindu

Sex manns sem þjást af arfgengri blindu hafa fengið betri sjón eftir að hafa gengist undir erfðavísameðferð og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist. Breskir vísindamenn segja að um tímamót sé að ræða í læknisfræði.
16.jan. 2014 - 19:20

Þværðu þér of oft um hendurnar?

Við þekkjum þróunina í nútímasamfélögum þar sem hreinlæti og lyf hafa átt stóran þátt í að hækka meðalaldur okkur til mikilla muna, að minnsta kosti á Vesturlöndum. En á sama tíma eykst fjöldi tilfella ýmissa sjúkdóma eins og sjálfsofnæmissjúkdóma, MS og liðagigt.
13.jan. 2014 - 20:00

Kaffi hjálpar fólki að læra og muna

Ef maður vill fá enn meira út úr próflestrinum þá er góð hugmynd að fá sér stóran kaffibolla um leið og lestri er lokið. Neysla á koffíni, sem er meðal annars að finna í kaffi, hefur nefnilega þá ánægjulegu aukaverkanir að sú virkni heilans sem sér um að varðveita upplýsingar eykst.
02.jan. 2014 - 12:00

Nokkur ráð sem hjálpa þér að standa við áramótaheitin

Á þessum árstíma eru mjög margir að setja sér áramótaheit og markmið fyrir nýja árið. Algengt er að þessi markmið tengist heilsunni og líkamsræktarstöðvarnar eru alltaf fullar á fyrstu dögum ársins. Oft gengur þó illa við að halda sig við áætlunina út árið og er það oft vegna þess að fólk setur sér of strangar reglur eða fer allt of hratt af stað. Hér eru nokkur góð ráð til þess að ná að standa við áramótaheitin:
20.des. 2013 - 16:00

Nútíma aðgerðir á sköpum kvenna – fegrunaraðgerðir eða hvað?

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verið að birtast greinar og svör við fyrirspurnum um lagfæringar á kynfærum kvenna í dagblöðum, á vefsíðum blaða og tímarita og ekki hvað síst hefur slík umræða verið í sjónvarpi. Ljósmæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar.
11.des. 2013 - 20:40

Þeir sem drekka áfengi lifa lengur en bindindisfólk

Niðurstöður nýrrar umdeildrar rannsóknar sýna að þeir sem drekka áfengi reglulega lifa lengur en þeir sem sleppa því alveg að drekka áfengi.
10.des. 2013 - 21:47

Sykursnautt fær uppreisn æru: Aspartam er hættulaust efni

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) birti í dag áhættumat á sætuefninu aspartam (E 951). Þetta er fyrsta heildstæða áhættumatið sem þessi stofnun gerir á aspartami, en áður hefur hún metið nýjar rannsóknaniðurstöður, sem komið hafa fram eftir að stofnunin var sett á laggirnar. Niðurstaða áhættumatsins er að aspartam og niðurbrotsefni þess eru örugg í því magni sem fólk neytir þess með fæðu.  EFSA hefur lagt mat á allar fáanlegar vísindarannsóknir á aspartami og niðurbrotsefnum þess, bæði á mönnum og dýrum.
10.des. 2013 - 21:30

Hreyfing er tvöfalt árangursríkari fyrir gigtarsjúklinga en lyf

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það er mun áhrifaríkara fyrir fólk með slitgigt í hnjám að stunda styrktaræfingar en að taka lyf við gigtinni og eru líkamsæfingarnar tvisvar til þrisvar sinnum árangursríkari en lyfin.
07.des. 2013 - 09:00

Fimm góð ráð til að halda sér í formi um jólin

Nú nálgast jólin óðum en þau eru án efa stærsta átveisla ársins. Þá er eins og manni leyfist allt, bæði í mat og drykk. Alltof margir lenda kannski í því að sá frábæri árangur sem hefur náðst á árinu fer fyrir lítið seinni partinn í desember. Women´s Running tók saman fimm atriði fyrir hlauparann til að halda sér við efnið í kringum jólin en þetta þarf að sjálfsögðu ekki að eiga einungis við um hlauparann heldur gildir þetta fyrir alla hreyfingu

04.des. 2013 - 12:00

7 ástæður til að drekka kaffi

Allar myndir/Getty Heilsubloggarinn og læknaneminn Kristján Már Gunnarsson birti þennan pistil um kaffi á síðunni sinni betrinaering.is á dögunum en þar kemur fram að kaffi er nú barasta ansi gott fyrir okkur. Heldur betur góðar fréttir fyrir alla kaffiunnendur!
29.nóv. 2013 - 15:14

Fólk sem borðar hnetur reglulega er langlífara

Lykillinn að langlífi og heilbrigði getur legið í lítilli hnetuskál og er hollustan mun meiri en í dýrum vítamíntöflum og lítt lystugum heilsudrykkjum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fólk sem borðar hnetur reglulega lifir lengur en það fólk sem ekki borðar hnetur, jafnvel þegar öll önnur atriði eru tekin með í reikninginn.
24.nóv. 2013 - 09:00

Fita safnast á lifrina við drykkju sykraðra gosdrykkja

Fyrir fimm árum gerðu danskir vísindamenn tilraun þar sem 60 fullorðnir einstaklingar voru fengnir til að taka þátt. Þeim var skipt í hópa sem áttu að drekka mjög mismunandi drykki í hálft ár og niðurstaðan var slæm fyrir þá sem drukku sykraða gosdrykki.
20.nóv. 2013 - 08:00

Konur með reglulegan svefntíma eru grennri

Konur sem fara að sofa á sama tíma dag hvern og fara á fætur á sama tíma dag hvern eru grennri en þær sem ekki eru eins nákvæmar þegar kemur að háttatíma og fótaferðatíma. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem 300 konur á aldrinum 17 til 26 ára tóku þátt. Vísindamenn fylgdust með þeim í nokkrar vikur og komust að því að þær sem voru með góða reglu á háttatímum og fótaferðatímum voru með minni líkamsfitu en þær sem voru ekki eins nákvæmar í þessum efnum.
18.nóv. 2013 - 10:20

Þess vegna vilja börn ekki borða grænmeti

Margir foreldrar kannast við að það getur verið mjög erfitt að fá börn til að borða grænmeti og það þýðir lítið að beita þau fortölum um hollustu grænmetis. Nú hafa vísindamenn fundið skýringuna á tregðu barn til að borða grænmeti.
14.nóv. 2013 - 11:29

Crossfit er fyrir alla: Vertu í þínu besta formi!

Jón Ingi Þrastarson, starfsmaður  í Crossfit Krafti segir að Crossfit sé æfingakerfi sem henti hreinlega öllum sem hafa áhuga á að hreyfa sig, komast í betra form, breyta um æfingarútínu eða einfaldlega huga betur að heilsu sinni. „Það skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn er 15 eða 55 ára. Crossfit hentar öllum þar sem þar sem hægt er að sníða æfingarnar að þörfum hvers og eins, sama hvort það er vegna einhverra meiðsla sem hamla vissar hreyfingar, mismunandi getustig á einstaklingum eða það að einstaklingurinn vill fara hægar um sinn til þess að byrja með.“
11.nóv. 2013 - 13:36

Svona á að borða epli

Vissir þú að flest okkar borða ekki nema um 70% af eplinu? Við bítum í kringum kjarnann og hendum restinni. Kíktu á þetta myndband og sjáðu hvernig á að borða eplið og fá sem mest út úr ávextinum:
11.nóv. 2013 - 09:43

Í 25 ár upplifði ég mig of feita og misheppnaða

Hvernig fjölfíkillinn Eva Skarpaas sigraðist á matarfíkninni: Þegar Eva var úti að hlaupa hlustaði hún á þátt Sirrýar á Rás 2 var verið að ræða matarfíkn og viðmælendurnir voru í forsvari fyrir samtök matarfíkla. 
08.nóv. 2013 - 16:00

Byltingarkennd nýjung í World Class - Nú er enn skemmtilegra að koma sér í form

Nú er World Class enn og aftur að bjóða upp á nýjasta og besta tækjabúnaðinn sem í boði er á heimsvísu. Líkamsræktarstöðvarnar hjá World Class er nú jafnt og þétt að taka í notkun DISCOVER tækin frá Life Fitness, en fyrirtækið er heimsleiðtogi í framleiðslu á fullkomnari líkamsræktartækjum.
04.nóv. 2013 - 11:43

Helstu mýtur um mataræði afsannaðar

Það er alls konar vitleysa í gangi í nútíma næringarfræði segir Kristján Már Gunnarsson heilsubloggari. Í þessari grein er listi yfir verstu dæmin, en því miður er þetta aðeins toppurinn á ísjakanum. Hér eru 11 helstu mýtur og ósannindi næringarfræðinnar:
01.nóv. 2013 - 10:00

Jóga getur breytt lífi þínu

Jóga táknar fyrir mörgum frið, ró og heilbrigði. Flestir stunda jóga til þess að minnka streitu en það eru fleiri góðar ástæður fyrir því að stunda jóga. Margar góðar breytingar verða í líkamanum þínum strax eftir tímann, aðrar koma eftir einhverja mánuði af jógaiðkun og einhverjar eftir nokkur ár.
31.okt. 2013 - 15:00

Sport Hero - Nýju íþróttaspilin gera krakka að sínum eigin hetjum

Sport Hero gerir krökkum kleift að vera sínar eigin hetjur, komin með hlutverk og taka átt í skemmtilegum leik á sama tíma safna þau minningum um íþróttaferilinn á skemmtilegan hátt. Sport Hero er unnið í samstarfi við Íslandsbanka og er fyrir alla krakka í öllum íþróttum.
29.okt. 2013 - 15:00

Yfir 300 manns hafa skráð sig í Topp-áskorun - Vertu með!

Toppur-áskorun, sem er samstarfsverkefni Vífilfells og Rauða Krosssins á Íslandi, er í fullum gangi um þessar mundir og hafa nú þegar yfir 300 manns skráð sig til leiks.
24.okt. 2013 - 20:40

Sykurfíkn: Er viljastyrkurinn nóg?

Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn. Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs – bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.
24.okt. 2013 - 15:00

8 góðar venjur úthvílda fólksins

Flestir þekkja einstaklinga sem einhvern veginn virðast aldrei vera þreyttir. Það þarf þó ekki að vera að þetta fólk sofi í fleiri klukkutíma yfir nóttina. En mjög miklar líkur eru á því að þau hafi góðar venjur sem hjálpi þeim að ná góðum svefni. Það sem úthvílda fólkið á sameiginlegt er að hafa aga, líkaminn virkar svo vel ef reglur eru á svefnvenjunum.
24.okt. 2013 - 11:00

Fróðleikur og hollar uppskriftir

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og því gott að huga að þessum þáttum þegar heilsurækt er annars vegar. Vilji maður léttast er öruggasta og þægilegasta aðferðin sú að vera á hreyfingu! Með því að hreyfa sig má komast hjá löngum og ströngum megrunarkúrum, sem ræna mann orku og lífsþrótti. Vöðvar í vinnu breyta þeirri orku sem fæst úr fæðunni í hreyfiorku og varma.

19.okt. 2013 - 15:00 Bleikt

Fimm ráð fyrir bætta heilsu

Fimm einfaldar reglur: Að vera heilbrigður virðist oft fáránlega flókið. Alls staðar eru auglýsingar og sérfræðingar að veita misvísandi ráð. Hins vegar þarf heilbrigði ekkert að vera sérlega flókið segir heilsubloggarinn Kristján Már Gunnarsson í nýjum pistli.

Sena: - Gunni Þórðar jan 2015 (14 feb)