15. maí 2012 - 09:37Fannar Karvel

Árangur í einu orði

Árangur í einu orði; Stöðugleiki.
Þetta hljómar ofsalega einfalt og það er það líka, allur þessi hópur í raunheimum sem er að berjast við vigtina á hverjum degi og stekkur á hverja töfrapilluna, hvert ofurprógrammið þarf ekki að vita meira.

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég annan pistil á svipuðum nótum „Er helgin að drepa árangurinn?“, þar sem dreginn er upp mynd af venjulegum Íslending sem er í „átaki“ alla virka daga og stendur sig býsna vel, síðan kemur helgin og allt er fyrir bý og rúmlega það.

Við erum „instant-gratification“ þjóðfélag sem þarf stanslausa fróun og viljum sjá árangur strax, þannig erum við öll og gerum okkur flest ekki grein fyrir að svoleiðis virkar líkaminn okkar bara ekki. Kroppurinn er gömul vél með gamlar stillingar og virkar best til langtíma, hann er gamli dísel traktorinn sem er lengi í gang og þarf tíma til að malla.

Þeir sem ná árangri í baráttunni við fitupúkann eru þeir sem gera sér grein fyrir að þetta er langhlaup sem vinnst ekki á fyrstu metrunum.

Ef þér tókst að hlaða kílóunum utan á þig á 5 árum þá er ólíklegt að þau fari á fimm vikum, eitt mars þýðir klukkutíma hlaupatúr manstu.
Gefðu þessu tíma, hentu öllum hugsunum um „átak“, „megrun“, „bannað“ o.s.frv. í tunnuna ásamt nammipokanum og taktu upp hollari hætti.

Það sagði enginn að þetta væri auðvelt en trúðu mér, það sem er erfitt við þetta er í hausnum á þér, ekki á disknum eða í ræktinni.09.okt. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Þriðjungur ungra kínverska karlmanna mun deyja af völdum reykinga

Reykingar eru mjög útbreiddar í Kína en ein af hverjum þremur sígarettum sem reyktar eru í heiminum er reykt í Kína. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þriðji hver kínverskur karlmaður, sem er nú undir 20 ára aldri, muni deyja ótímabærum dauða vegna reykinga. Einnig kemur fram að tveir þriðju hlutar kínverskra karla byrja að reykja áður en þeir ná tvítugs aldri.
05.okt. 2015 - 13:30 Kristján Kristjánsson

10 mínútna ganga getur bætt fyrir skemmdir á æðakerfinu af völdum sex klukkustunda kyrrsetu

Við heyrum oft að það sé hættulegt að sitja of lengi, hvort sem það er við tölvuna, við sjónvarpið eða eitthvað annað. Það er því kannski ljós í myrkrinu fyrir þá sem vinna kyrrsetuvinnu að niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að 10 mínútna göngutúr geti bætt upp þær skemmdir sem verða á æðakerfinu við að sitja kyrr í sex klukkustundir.
03.okt. 2015 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Hávaxið fólk á frekar á hættu að fá krabbamein en lágvaxið

Eftir því sem fólk er hávaxnara aukast líkurnar á að það fái krabbamein. Sænskir vísindamenn byggja þessa niðurstöðu sína á rannsóknum á heilsufarsgögnum 5,5 milljóna Svía sem voru allt frá 100 sm til 225 sm á hæð.
02.okt. 2015 - 19:00

10 ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Mynd: Gettyimages Fyrr á árinu tókst mér loksins að koma því í rútínu að koma mér upp úr sófanum og fara út að hlaupa. Það tók virkilega á í fyrstu skiptin, en í dag gæti ég ekki án hreyfingarinnar verið.
02.okt. 2015 - 01:21 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT

Það fór allt á annan endann hjá mér á Snapchat í vikunni þegar ég setti inn blómkálspítsu uppskrift í svokallað „story“. Yfir 700 skjáskot eða „screenshot“ voru tekin af uppskriftinni og ég hafði ekki undan að svara skilaboðum sem mér bárust um þessa fljótlegu og hollu pítsu uppskrift. Nokkrum dögum eftir að ég skellti inn þessari uppskrift ákvað ég að henda í aðra góða pítsu og setti aftur á Snapchat. Það sama gerðist og ég fékk ófá skilaboð með spurningum.
01.okt. 2015 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Of mikið hreinlæti í kringum ungabörn getur valdið því að þau fá astma

Vísindamenn við B.C. barnasjúkrahúsið í Kanada hafa rannsakað hvers vegna svo mörg börn koma á sjúkrahúsið vegna astma en engin annar sjúkdómur orsakar fleiri komur barna á sjúkrahúsið. Niðurstaða þeirra er að of mikið hreinlæti á heimilum barnanna valdi því hugsanlega að þau fái astma.
30.sep. 2015 - 21:48 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Markmið og heilsa: VIÐTAL

Harpa Rut Heiðarsdóttir er einkaþjálfari og býður hún upp á afar skemmtilegt námskeið á fésbókarsíðunni Heilræði og lífstíll. Námskeiðið nefnist Markmiðs stuðningur og hjálpar hún fólki að setja sér markmið þegar kemur að bættri heilsu og einnig hjálpar hún fólki að ná settum markmiðum. Við spjölluðum við Hörpu Rut og fengum að skyggnast inn í þennan skemmtilega heim markmiða og heilsu.
30.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Ráðleggja fólki að draga úr neyslu á hrísgrjónum og hrískökum vegna krabbameinsvaldandis efnis í þeim

Í hrísgrjónum er svo mikið af arseniki, sem er krabbameinsvaldandi, að nú ráðleggur sænska matvælaeftirlitið foreldrum að gefa börnum ekki hrísgrjón eða hrísgrjónarétti oftar en fjórum sinnum í viku. Þá er foreldrum ráðlagt að gefa börnum ekki hrískökur.
28.sep. 2015 - 17:30 Kristján Kristjánsson

Unglingsstúlka varð gul eftir að hafa drukkið þrjá bolla af grænu tei á dag

Grænt te hefur lengi verið kennt við hollustu og margir hafa notið þess að fá sér þennan góða og holla drykk. En það er greinilega hægt að fá of mikið af því góða en það fékk unglingsstúlka að reyna þegar húð hennar varð gul eftir að hún drakk of mikið af grænu tei.
27.sep. 2015 - 09:30 Kristján Kristjánsson

Þetta eru 10 einkenni elliglapa sem gott er að þekkja

Meðalaldur fólks hækkar sífellt og það eru auðvitað góð tíðindi en þetta hefur jafnframt í för með sér að fleiri munu þjást af elliglöpum eða munu eiga ættingja sem þjást af elliglöpum. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkenni elliglapa svo hægt sé að uppgötva þau snemma og leita læknis til að fá staðfestingu á hvað er í gangi.
25.sep. 2015 - 19:59 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Draumur fyrir húðina mína

Skrúbburinn er náttúrulegur og mjúkur. Hann næstum einsog rjómi viðkomu með örfínum kísilögnum í. Hann jafnar áferð húðarinnar, eykur ljóma húðarinnar og hefur góð áhrif á blóðflæðið. Ég fann hvað húðin mýktist eftir notkun skrúbbsins. Þetta er algjör draumur fyrir húðina mína.
23.sep. 2015 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Það á ekki að hreinsa eyrun með eyrnapinnum

Hvernig hreinsar þú eyrun þín? Ekki er ólíklegt að þú notir eyrnapinna til þess en það er langt frá því að vera snjallt því það hreinsar ekki eyrun og getur verið slæmt fyrir heyrnina. Eyrun eru sjálfhreinsandi og algjör óþarfi að nota eyrnapinna til að hreinsa þau.
23.sep. 2015 - 13:20 Kristján Kristjánsson

Þetta er grænmetið sem getur gert fólk feitt

Eins og marga hefur eflaust grunað þá eru kartöflur ekki góðar fyrir mittismálið því kartöflur eru eitt mest fitandi grænmetið. Annað grænmeti sem þeir sem vilja hugsa um mittismálið ættu kannski að forðast eru til dæmis maís og baunir.
22.sep. 2015 - 21:00

Þrjár svefnlausar nætur geta hugsanlega unnið bug á þunglyndi

Hópur danskra vísindamanna hefur fundið nýja leið til að bægja þunglyndi á brott. Niðurstöður rannsóknar þeirra sýna að tæplega tveir af hverjum þremur þunglyndissjúklingum læknaðist með því meðal annars að halda sér vakandi í þrjá sólarhringa.
21.sep. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Hættu að búa um rúmið á morgnana

Ef þú hefur vanist því að búa um rúmið þitt á morgnana og getur ekki hugsað þér að takast á við daginn án þess að vera búinn að búa um rúmið þá ættirðu að reyna að venja þig af því. Margir eru aldir upp við að búa um sig á morgnana og jafnvel setja rúmteppi yfir að því loknu. En það er í raun sérstaklega slæmt að búa um rúmið sitt og enn verra er að setja þungt rúmteppi yfir sængurnar og koddana.
21.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þriðja hvert barn sem fæðist á þessu ári mun þjást af elliglöpum á efri árum

Eftir því sem meðalaldur fólks hækkar aukast líkurnar á að það þjáist af elliglöpum á efri árum. Bresku Alzheimers rannsóknarsamtökin (Alzheimer‘s Research UK) segja að þriðja hvert barn sem fæðist á Bretlandseyjum á þessu ári muni þjást af einhverskonar elliglöpum á efri árum.
21.sep. 2015 - 04:44 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Moroccanoil leikur: VINNINGSHAFAR

Brynja vinkona mín kíkti í heimsókn um daginn með fulla tösku af Moroccanoil vörum og ég fékk að leika mér að setja allskonar fínerí í hárið á mér. Ég varð strax mjög hrifin af vörunum enda hef ég notað olíuna frá Moroccanoil í hárið áður. Útkoman var ekki sú fegursta og skammaði Brynja mig fyrir að vanda mig ekki betur. Ég setti allt of mikið af sumu og of lítið af öðru. Ég hef núna lært aðeins betur á þetta, sem betur fer.
20.sep. 2015 - 15:00

Alex, eins árs, dó úr heilahimnubólgu: Mikilvægt að þekkja einkennin

Alex Patterson var hraustur og glaður ellefu mánaða drengur sem bræddi ófá hjörtu með fallegu brosi sínu. Sunnudag einn í apríl síðastliðnum var Alex á leikvellinum með eldri bróður sínum, Callum og foreldrum sínum Sam og Jim. Þegar heim var komið tóku Sam og Jim eftir því að sonur þeirra var ekki eins og hann átti að sér að vera. Hann var orðinn lasinn og það í sjálfu sér kom foreldrunum ekki á óvart. En þau grunaði aldrei að aðeins rúmum sólarhring síðar átti veröld þeirra eftir að snúast á hvolf.
18.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hvaða áhrif hefur kaffidrykkja á kvöldin á líkamann?

Kaffi er auðvitað sívinsælt og margir slá ekki hendinni á móti góðum kaffisopa og skiptir þá litlu máli hvenær sólarhringsins er boðið upp á kaffið. En það er kannski þess virði að hugsa sig tvisvar um áður en kaffi er drukkið síðustu klukkustundirnar áður en farið er í rúmið að sofa.
17.sep. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Of feitt þriggja ára barn greindist með sykursýki

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þriggja ára stúlka, sem vegur jafn mikið og 11 ára börn gera að meðaltali, hefur verið greind með sykursýki 2, sem er lífsstíls tengdur sjúkdómur. Hún er því ein yngsta manneskjan til að greinast með sykursýki 2.
15.sep. 2015 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Svaf barnið þitt nógu lengi í nótt?

Skólabörn sofa of lítið að mati danska læknisins Jerk Langer og fá orð hans stuðning í niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar. Hann segist einnig vita hvað það er sem heldur börnunum vakandi fram eftir kvöldi svo þau sofna ekki nægilega snemma.
10.sep. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Það eru pyntingar að neyða fólk til að mæta í vinnu fyrir klukkan 10

Leiðandi sérfræðingur í því sem varðar svefn fólks segir að þörf sé á miklum breytingum á mætingartíma fullorðinna til vinnu og hjá börnum í skóla. Hann líkir því við pyntingar að skólabörn og fullorðnir þurfi að mæta fyrir klukkan 10 í skóla og vinnu.
09.sep. 2015 - 01:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Moroccanoil nærir hárið með hinni geysivinsælu argan olíu: LEIKUR

Moroccanoil eru dásamlegar hárvörur sem innihalda allar hina góðu og nærandi argan olíu. Moroccanoil er frumkvöðull í heimi olíu - hárvara sem gjörbylti hárvöru iðnaðunum með einni vöru hinni einu sönnu Moroccanoil Treatment. Heilsupressan ætlar að gefa 2 heppnum einstaklingum sem „like-a“ og deila þessari frétt veglegan Moroccanoil pakka.
08.sep. 2015 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Bjór er kannski hollari en við höldum

Bjór virðist gæddur mörgum góðum eiginleikum. Ýmislegt bendir til að bjór geti til dæmis haft jákvæð áhrif á marga sjúkdóma, einnig er hugsanlegt að bjórdrykkja dragi úr líkunum á að fólk fái Alzheimers. Bjór er því kannski jafn hollur og léttvín, sem hefur mun betra orð á sér en bjór.
04.sep. 2015 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Næstum því jafn hollt og að hætta að reykja: Þess vegna áttu að borða nautasteik

Ef þig vantar rök fyrir því að borða góða nautasteik eða aðra steik í kvöld þá er þetta eitthvað fyrir þig. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sýna nefnilega að prótínríkur matur er næstum því jafn hollur fyrir hjartað eins og að hætta að reykja.

02.sep. 2015 - 21:15

Þess vegna eru prump hávær

Það eru mörg orð notuð yfir það að leysa vind og má þar nefna prump og fret til sögunnar. En af hverju fylgja því oft hljóð þegar fólk leysir vind? Flestir kannast við að hafa einhvern tímann ætlað að lauma smávegis lofti úr afturendanum án þess að nokkur tæki eftir því en öllum að óvörum, og gerandanum sjálfum mest, fylgja aukhljóð loftinu og allir viðstaddir vita hvað er á seyði.
02.sep. 2015 - 18:30 Kristján Kristjánsson

Þetta eru ástæður þess að magafitan situr sem fastast

Ef magafitan situr sem fastast á sínum stað þrátt fyrir að þú hafir lést þá getur það verið vegna ákveðinna lífsvenja eða misskilnings á hollustu. Magafita er hættulegri en önnur fita því hún leggst þétt upp að innri líffærum fólks og eykur jafnframt hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum.
02.sep. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Viltu léttast? Drekktu hálfan líter af vatni fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat

Ef þú drekkur hálfan líter af vatni, þrisvar á dag, þá getur það hjálpað þér að léttast. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og segja vísindamennirnir á bak við hana að það góða við þetta sé hversu einfalt þetta sé.
31.ágú. 2015 - 15:00

Gönguferðir geta hjálpað þér að viðhalda unglegu útliti og lifa lengur

Það getur verið þess virði að taka sér 25 mínútur á dag og fara í gönguferð. Það getur hjálpað til við að viðhalda unglegu útliti og bætt sjö árum við líf fólks. Það er því bara hreinn ávinningur af því að fara út að ganga.
30.ágú. 2015 - 09:30

Ertu að reyna að léttast? Þá skaltu forðast að gera þetta

Ertu að reyna að léttast en sérð engan árangur á vigtinni? Þá þarftu kannski að endurskoða matarvenjur þínar. Þegar kemur að megrun þá skiptir ekki bara máli hvað þú borðar, heldur einnig hvernig þú borðar. Að sleppa máltíð, grípa skyndibitafæði með sér í bílnum og versla á fastandi maga virðist kannski ekki vera svo slæmt en margt smátt gerir eitt stórt.
28.ágú. 2015 - 22:10

Þetta persónuleikaeinkenni getur verið ástæðan fyrir stressi

Það er frekar regla en undantekning að við þekkjum einhvern stressaðan, vinnum með einhverjum stressuðum eða höfum sjálf verið stressuð. Ástæðurnar fyrir stressi geta verið margar. Hjá sumum snýst þetta um að læra að forgangsraða og segja ´ókei´ ef ekki næst að leysa öll verkefni dagsins. Hjá öðrum getur slæmt vinnuumhverfi valdið stressi. En sérfræðingur á þessu sviði segir að hjá flestum þá snúist þetta um lítið sjálfsálit.
27.ágú. 2015 - 18:30

Meiri líkur á að elsta systkinið sé feitt en þau yngri

Eldri systur kvarta oft yfir því að yngri systkin þeirra séu miklu heppnari en þær og það er hugsanlegt að þær hafi eitthvað til síns máls. Vísindamenn hafa nefnilega komist að því að yngri systur eru líklegri til að vera grannar en elsta systirin.
26.ágú. 2015 - 13:00

Fjölskyldan mín hætti að borða sykur í heilt ár og þetta gerðist

Ótrúleg frásögn konu sem tók sig á. Þá fékk hún fjölskylduna til að gera slíkt hið sama. Saga þeirra er afar merkileg og ætti að vekja marga til umhugsunar.
24.ágú. 2015 - 17:24 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Vegan og íþróttir: ThePowerVegan svarar spurningum: VIÐTAL

Á snapchat aðgangi mínum – heilsupressan – fæ ég reglulega einkaskilaboð með spurningum. Ég „snappa“ um heilsu og lífið mitt hér í LA og hef mjög gaman að því að fá athugasemdir og spurningar við því sem ég er að gera. Ég hef fengið sömu spurninguna nokkrum sinnum og hef ekki ennþá getað svarað henni nógu vel þar sem ég sjálf hef ekki nógu mikla reynslu af þessu ákveðna viðfangsefni. Þess vegna ákvað ég að taka viðtal við vin minn sem er búsettur hér í LA. Spurt er: Er hægt að Vegan íþróttamaður/kona?
24.ágú. 2015 - 15:01

Þarmaflóran – Það sem þú þarft að vita

Höfundur: Birna G. Ásbjörnsdóttir Þarmaflóran samanstendur af trilljónum örvera sem lifa í meltingarvegi okkar og inniheldur a.m.k. 1000 ólíkar tegundir af þekktum bakteríum.  Þessar bakteríur búa yfir ríflega 3 miljónum gena sem eru 150 sinnum fleiri en okkar eigin gen.  Þarmaflóran vegur um 2 kg. í meðal einstaklingi  og einn þriðji þessara baktería er svipaður í okkur öllum meðan tveir þriðju eru sérsniðnir að hverjum og einum.  Það má því segja að þarmaflóran okkar sé einskonar persónuskilríki
23.ágú. 2015 - 11:00

Zink skortur – einkennin sem þú þarft að þekkja

Ef ekki, þá gætir þú verið að upplifa einkenni zinkskorts en þú veist ekki af því og kennir stressi, svefnleysi eða erfiðum degi í vinnuni um þessi einkenni.
21.ágú. 2015 - 15:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Aldís ætlar að hlaupa 10 km: VIÐTAL

Aldís Arnardóttir hleypur fyrir NIKE í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Aldís hefur verið skemmtiskokkari í mörg ár og segist ekki eiga roð í unnustann, Kára Stein maraþonhlaupara. „Stundum hjóla ég með honum þegar hann tekur langar og erfiðar æfingar“ segir Aldís og bætir því við að þau skokki stundum saman þegar Kári Steinn er ekki í stífum æfingum. Við spurðum hana aðeins út í undirbúninginn fyrir hlaupið á morgun.
21.ágú. 2015 - 15:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Næring og hugarfar daginn fyrir hlaup: Reykjavíkurmaraþon á morgun

Í aðdraganda hlaups þurfa hlauparar að halda góðu jafnvægi í vökvaneyslu, kolvetna-, prótein- og fituneyslu og miða það við þörf á hverjum tíma í takt við æfingaálag. Síðustu dagana fyrir hlaup er orkuþörfin minni þar sem álagið er lítið sem ekkert. Þó þarf að halda áfram að nærast vel og halda áfram að drekka nóg af vatni og borða hollan og góðan mat, með áherslu á holl kolvetni eins og heilkornavörur og ávexti. Þeir sem eru að fara í heilt maraþon hafa væntanlega tekið einhverja kolvetnahleðslu síðustu vikuna fyrir hlaup.
20.ágú. 2015 - 06:52 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Græjaðu þig fyrir maraþonið í Air Smáralind: VIÐTAL

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst á laugardaginn. Af því tilefni er Air Smáralind með 20% afslátt af öllu. Græjaðu þig fyrir hlaupið í Air. Karítas María Lárusdóttir ætlar að hlaupa hálft maraþon fyrir NIKE. Heilsupressan skaut nokkrum spurningum á Karítas Maríu í undirbúning hennar fyrir hlaupið.
19.ágú. 2015 - 21:00

Svart húðflúr getur verndað gegn húðkrabbameini

Þvert á það sem vísindamenn höfðu reiknað með þá dregur svart húðflúr úr líkunum á að fólk fái húðkrabbamein. Svart húðflúr heldur aftur af þróun húðkrabbameins af völdum sólarljóss og er að því leyti fyrirbyggjandi.
19.ágú. 2015 - 11:00

Heimila sölu á Viagra fyrir konur: Lyfið hefur alvarlegar aukaverkanir

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld heimiluðu í gær sölu lyfs, sem er þróað til að auka kynhvöt kvenna. Fjölmiðlar hafa nefnt lyfið Viagra fyrir konur en það verður selt undir nafninu Addyi. En notkun lyfsins er ekki með öllu hættulaus.
16.ágú. 2015 - 09:00

Fitulítið mataræði áhrifaríkara en kolvetnissnautt

Það er áhrifaríkari leið til að léttast að borða fitulítið fæði en að skera kolvetnin niður. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Báðar leiðir gagnast til að léttast að sögn vísindamanna en það er árangursmeira að borða minni fitu en kolvetni.
14.ágú. 2015 - 18:00

Borðaðu 5 valhnetur og bíddu í 4 tíma: Það sem gerist er mjög jákvætt fyrir líkamann

Hnetur eru bragðgóðar og góðar fyrir heilsuna og niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum valhneta á líkamann renna enn frekari stoðum undir þetta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með því að borða 5 valhnetur á dag þá fær líkaminn strax ákveðna vernd gegn hjartasjúkdómum.
13.ágú. 2015 - 22:49 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Framandi matur, litrík menning, lifandi dans og tónlist: Afrískt kvöld

Afrísk menning verður við völd og mikið fjör verður í kringum Afríkukvöldið sem haldið verður á Hótel Sögu. Hægt verður að kaupa vín og aðgangseyrir eru litlar 3.000 kr. Með því að mæta á þetta skemmtilega kvöld styrkir þú uppbyggingu starfsins og færð að njóta matar og skemmtunar með Afrísku ívafi í eitt kvöld. Kvöldið hefst kl 18.00
12.ágú. 2015 - 14:30

Svona sérðu hverjir eru siðblindir

Um tvö prósent fólks þjást af siðblindu en það er oft erfitt að átta sig á hverjir það eru því þetta fólk lítur eðlilega út á yfirborðinu. En hvernig getur fólk þá vitað hvort það er að eiga samskipti við einhvern sem þjáist af siðblindu eða geðvillu?
12.ágú. 2015 - 08:00

Byggja bæ á Fjóni sem er sérhannaður fyrir fólk með elliglöp

Borgaryfirvöld í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku hafa ákveðið að hefjast handa við stórt verkefni sem mun gagnast fólki sem glímir við elliglöp. Sérstakur bær verður reistur þar sem tónleikasalir, verslanir, veitingastaðir og annað sem tilheyrir venjulegum bæjum verður til staðar en bærinn verður aðeins ætlaður fólki sem glímir við elliglöp.
11.ágú. 2015 - 05:58 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Heimalagað og sykurlaust „nutella“ fyrir nammigrísinn: UPPSKRIFT

Margir kannast við Nutella, súkkulaði og heslihnetusmjör sem gott er að setja á vöfflur, pönnukökur, brauð og jafnvel ávexti. En það sem er slæmt við fjöldaframleidda nammið er að það er stútfullt af sykri og öðrum efnum sem við kærum okkur ekki um. Hér er skotheld uppskrift af sykurlausu súkkulaði heslihnetusmjöri sem gott er að setja á epli, banana eða á hollu hafra vöfflurnar.
08.ágú. 2015 - 04:36 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Þessar snyrtivörur eru betri úr ísskápnum

Taktu til í ísskápnum og búðu til pláss fyrir snyrtivörurnar. Passaðu bara að hafa þær á sérstað eða afmörkuðum s.s opnu plastboxi svo þær fái frið fyrir matarkyns nágrönnum.
05.ágú. 2015 - 01:40 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Dásemdar kókós-lime-Quinoa morgunverður í skál: UPPSKRIFT

Þessi morgunverður er algjört æði. Ég lofa því að þú munt elska hann.
27.júl. 2015 - 23:39 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari

Ég sá fyrst mun eftir um 2 vikur af því að nota RapidLash. Á hverju kvöldi set ég á mig RapidLash. Ég set það rétt við rótina á augnhárunum á augnlokunum. Í vörunni eru engin paraben og varan er ekki prófuð á dýrum.