02. des. 2017 - 10:00Doktor.is

Allt sem þú þarft að vita um barnaexem

Tegundir exems eru fjölmargar. Hjá börnum nefnist algengasta exemið barnaexem, en það er stundum ranglega nefnt ofnæmisexem. Á ensku er barnaexem nefnt „atopic dermatitis“ en á Norðurlöndum „börneeksem“ eða „böjveckseksem“.

Aðaleinkenni barnaexems eru þurr, hrjúf húð og kláði. Útlit útbrota er mismunandi. Oft sjást fjölmargar örsmáar rauðar bólur í upphafi en vegna mikils kláða rífa sjúklingarnir þessar litlu bólur fljótlega burt þannig að einungis sjást merki eftir klór á húðinni.
Eins vessar úr útbrotunum þegar verst lætur. Í sumum tilvikum byrja útbrotin sem skyndileg uppþot sem nefnd eru þinur (urticaria). Þegar exemið hefur verið lengi til staðar verður húðin þykk, leðurkennd og dálítið hreistruð.

Kláðinn sem fylgir exemi getur verið mjög mikill. Klórað er stundum af slíku offorsi að það heldur vöku fyrir barninu og foreldrum þess. Stundum myndast sprungur í húðina og veldur það miklum sársauka. Sprungurnar koma oft á fingur, tær eða við eyrnasnepla rétt eins og rifið hafi verið í eyrun þótt slíkt sé að sjálfsögðu ekki reyndin!

Oft er húðin kringum munn og augu föl. Þroti og bjúgur undir augum veldur því að húðin þar myndar auka fellingu eða hrukku. Felling undir augunum og fölvi kringum munninn gefur börnunum oft fullorðinslegt útlit sem stundum einkennir börn með barnaexem.

Staðsetning

Exemið kemur oftast í húðfellingar, einnig sést það oft í kringum augu og munn. Þegar verst lætur getur öll húðin verið undirlögð.

Smábörn (0-2 ára): Hársvörður, andlit, háls, olnbogar, hné.
Börn og unglingar (2-18 ára): Eyrnasneplar, munnvik, olnbogabætur, hnésbætur, úlnliðir, rass, fellingar fyrir neðan rass, aftan á lærum, innan á lærum.

Gangur sjúkdómsins

Exemið byrjar oft við nokkurra mánaða aldur en stundum ekki fyrr en við 7-8 ára aldur. Oft hverfur exemið þegar börnin stálpast og eru flest orðin góð fyrir 15 ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur exemið mun síðar, oft ekki fyrr en við 25 ára aldur og er þá oftar um stúlkur að ræða.

Þættir sem hafa áhrif á exem.

1. Þurr húð og kláði

Húð barna með barnaexem óvenju þurr og viðkvæm en þurr húð veldur yfirleitt kláða.

Ýmislegt ertir eða þurrkar húð exembarna og veldur kláða svo sem; lútarkenndar sápur (sýrustig>7), klór í sundlaugum, grófur ullarfatnaður, sterk þvottaefni og mýkingarefni sem notuð eru í þvott. Böðun í heitu vatni þurrkar húðina, betra er að hafa vatnið volgt. Að vetri til eru einkennin oftast verri en að sumarlagi, því húðin þornar í kulda. Í sól og söltum böðum grær húðin oft vel. Sviti eykur kláðatilfinningu og því er ráð að hafa ekki of heitt í svefnherbergi barnsins og dúða það ekki of mikið undir sængina. Erfitt getur reynst að hemja kláða en prófa má að slá létt með fingurgómunum í stað þess að nudda húðina með offorsi eða klóra sér. Gott er að halda nöglum stuttum og hreinum.

2. Sýkingar og álag.

Í kjölfar sýkinga versnar exemið oftast. Gildir þá einu hvort um er að ræða húðsýkingu, öndunarfærasýkingu eða þvagfærasýkingu. Af þessum sökum þarf að meðhöndla sýkingu eins fljótt og kostur er til að koma í veg fyrir að exemið versni. Sýkingar í húð birtast oft sem gulleitar, þurrar eða vessandi skorpur ofan á exeminu eða sem mikill roði í húðinni. Stundum fylgir hiti. Andlegt álag hefur slæm áhrif á exemið.

3. Erfðir

Ef einn eða fleiri í fjölskyldumeðlimir eru með eða hafa haft barnaexem, astma, ofnæmisaugnkvef eða ofnæmisnefkvef eru auknar líkur hjá öðrum í fjölskyldunni. Þó astmi, ofnæmisaugnkvef og ofnæmisnefkvef sé algengur hjá börnum með barnaexem fær mikill meirihluti þeirra ekki þessa sjúkdóma.

4. Ofnæmi

Eins og áður segir er barnaexem oft ranglega vefnt ofnæmisexem. Þessi misskilningur stafar af því að sjúklingar með barnaexem fá oftar ofnæmi en aðrir. Dæmi um það eru ofnæmi í slímhúðum augna, nefs og öndunarfæra. Slík ofnæmi eru stundum slæm þegar húðeinkenni eru í lágmarki!

Dæmi um ofnæmi í öndunarfærum er frjókornaofnæmi, grasofnæmi og ofnæmi fyrir dýrum. Einkennin eru roði, þroti og kláði í slímhúð, nefteppa, kökkur í hálsi og í slæmum tilfellum öndunarerfiðleikar. Ofnæmi fyrir matartegundum er all algengt hjá sjúklingum með barnaexem. Dæmi um slíkt er ofnæmi fyrir fiski, skeldýrum, appelsínum og öðrum sítrusávöxtum, hnetum, eggjum, tómötum og mjólkurafurðum. Einkenni matarofnæmis koma oft fram innan 4-6 klukkustunda en geta komið fram síðar. Þau eru aðallega kláði og uppþot í húð, stundum verst í kringum munn. Önnur einkenni matarofnæmis geta verið kviðverkir og lausar hægðir eða niðurgangur. Þó barnaexem hverfi oftast með aldrinum fá sumir sjúklinganna exem síðar á ævinni og er þá oft um ofnæmisexem að ræða, t.d. fyrir nikkel eða gúmmíi. Slíkt ofnæmisexem kemur aðallega á hendur.

Ofnæmispróf

Ef engin einkenni frá slímhúðum eru greinanleg, heldur einungis frá húð er stundum takmarkað gagn af ofnæmispr&o acute;fum. Ef meðferð exemsins gengur illa og sjúkdómurinn er þrálátur eru ofnæmispróf oft framkvæmd. Þetta er þó ekki reglan. Matarofnæmi getur verið erfitt að staðfesta með prófum. Stundum er fæðuofnæmi greint þannig að sjúklingurinn er látinn borða mismunandi fæðutegundir, sem eru þannig matreiddar að viðkomandi veit ekki hvað hann er að borða. Þetta próf er oftast framkvæmt á sjúkrahúsum. Húðpróf sem gerð eru með plástrum á baki vegna snertiofnæmis (ofnæmisexems) eru annars eðlis. Þau gagnast exem-sjúklingum sem komnir eru af barnsaldri og eru t.d. grunaðir um að hafa ofnæmi fyrir málmum (nikkel) eða gúmmíi, svo dæmi séu nefnd. Húðpróf þar sem efni er borið á framhandlegg og síðan rispað í húðina með nálaroddi, eru oftast gerð vegna ofnæmis í slímhúðum (astma, ofnæmisnef og augnkvef) en stundum einnig ef um exem er að ræða.

Meðferð

Steraáburðir

Exem er meðhöndlað með steraáburðum. Þeir eru til í mörgum mismunandi gerðum og styrkleikum. Steraáburðum er skipt í fjóra flokka, vægustu sterarnir tilheyra flokki I en sterkustu flokki IV. Oft er vandasamt að velja viðeigandi húðstera í hverju tilviki. Stundum duga vægustu húðsterarnir (hýdrókortisón), en þau lyf er hægt að kaupa í apóteki án lyfseðils. Oft þarf sterkari steraáburði í stuttan tíma. Þetta er að sjálfsögðu metið af læknum hverju sinni.

Ofnæmislyf (andhistamín)

Kláðastillandi meðferð með ofnæmislyfjum (andhistamín) getur stundum dregið úr kláða og gert börnunum kleift að sofa. Slík lyf eru hættulaus séu þau rétt notuð.

Ljósameðferð

Ljósameðferð með útfjólubláum geislum (UVB og UVA) gefst oft vel. Þar sem sérfræðingar í húðsjúkdómum eru tiltækir er nauðsynlegt að sjúklingar séu skoðaðir áður en ljósameðferð er hafin og síðan með reglulegu millibili meðan á meðferð stendur. Sólbaðsstofuljós geta stundum haft góð áhrif á exemið en ekki á sama hátt og meðferð á ljósadeild. Almennt er exemsjúklingum ekki ráðlagt að stunda sólbaðsstofur nema í samráði við lækni.

Rakakrem og baðolíur

Mýkjandi krem eða svokölluð rakakrem eru mikilvæg í meðferð exems. Þau eru gjarnan flokkuð eftir fituinnihaldi: krem, feit krem og smyrsli. Þessi krem eru oft notuð samtímis bólgueyðandi steraáburðum. Stundum innihalda þessi krem rakabindandi efni eins og karbamíð, ávaxtasýrur og salt en þau geta verið óæskileg hjá yngstu börnunum vegna sviða í húð sem varir í stutta stund eftir að þau eru borin á húðina. Í sumum tilvikum verður að forðast krem með rotvarnarefnum vegna sviða sem þau geta valdið.

Til eru fjölmargar tegundir rakakrema, mismunandi feit og með mismunandi rotvarnarefnum. Það getur reynst þrautin þyngri að finna mýkjandi krem sem hentar. Þá er gott að leita ráða hjá lækni sem þekkir kremin vel.

Baðolíur og ýmis rakakrem má nota í baðkarið eða bera á húðina fyrir sturtu. Oftast er reynt að forðast ilmefni í baðolíum og kremum vegna ofnæmishættu. Baðolíur og freyðibað er tvennt ólíkt, freyðibað getur verið skaðlegt exembörnum vegna sápuinnihaldsins. Sápur ber að nota í hófi. Forðist helst sápur með ilmefnum.

Brjóstagjöf

Ef barnaexem er í nánustu ætt er mæðrum yfileitt ráðlagt að hafa barnið á brjósti eins lengi og unnt er, því talið er að það geti dregið úr exeminu fyrstu árin. Oft eru mæður sem sjálfar hafa haft barnaexem með exem á brjóstunum og eiga því í erfiðleikum með brjóstagjöf. Þó barn fái enga brjóstamjólk er ekki sannað að það hafi áhrif á exemið þegar fram líða stundir. Ekki er talið að móðir með barn á brjósti þurfi á sérstökum matarkúr að halda að öðru leyti en að borða hollan og góðan mat.

Framtíðaratvinna

Sum störf henta síður unglingum sem hafa haft barnaexem. Mikilvægt er að ræða þetta við unglinginn þó hann hafi ekki gert upp hug sinn varðandi framtíðina. Spyrjið gjarnan lækninn hvort það starf sem hugurinn stendur til eigi vel við sjúkdóminn. Sem dæmi má nefna: sjúkrahússtörf þar sem tíðra handþvotta er krafist, ræstingarstörf, hárgreiðslustörf, matargerð og verkstæðisvinna.Þessi grein er unnin upp úr bæklingnum Barnaexem
Höfundur texta: Jón Hjaltalín Ólafsson dr med
Útgefandi: Yamanouchi / Pharmanor hf18.mar. 2018 - 22:00

Af hverju fær fólk bólur?

Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þann hluta fitukirtils sem seytir húðfitu er að finna í leðurhúðinni og opnast hann inn í hársekkinn (þann hluta sem lítur út eins og flöskuháls), eða beint út á yfirborð húðarinnar.
18.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Svona bregstu við þegar barnið þitt kastar upp

Flest uppköst hjá börnum eru af völdum magasýkingar. Magasýkingar eru oftast veirusýkingar. Þær eru venjulega skammvinnar. Uppköst eru óþægileg, en sjaldan hættuleg. Mesta hættan við uppköst er vökvatap (dehydration). Það þýðir að manneskjan missir meiri vökva en hún innbyrðir og þar með þornar hún upp. Ef ekkert er að gert getur slíkt vökvatap verið lífshættulegt.
17.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða.
05.mar. 2018 - 10:00 Kynning

Svona skaltu þvo öndunarfatnaðinn

Sá misskilningur er nokkuð útbreiddur að ekki eigi að þvo öndunarfatnað. Þetta er alrangt. Með tímanum setjast sviti og drulla í fatnaðinn og við það minnkar vatnsheldni ytra byrðisins.
04.mar. 2018 - 10:00

Fimm fæðutegundir sem gera þig fallegri

Möndlur: Þessar gómsætu litlu hnetur innihalda trefjar sem gera þig grennri og holla fitu sem er frábær fyrir hjartað og húðina. Möndlur eru einnig fullar af steinefnum sem styrkja vöðvana.

28.feb. 2018 - 20:00

Vöðvafíkn er dauðans alvara: Missti vinnuna, kærustuna og húsið

Var tvítugur þegar hann lést af völdum hjartaáfall. Hann hafði tvisvar fengið hjartaáfall en það þriðja dró hann til dauða.
Oli Loyne var aðeins tvítugur þegar hann dó af völdum hjartaáfalls. Áður en að hjartaáfallinu kom sem dró hann til dauða hafði hann tvisvar áður fengið hjartaáfall en sloppið naumlega. Loyne var það sem kalla mætti vöðvafíkill; hann hafði lyft lóðum og tekið stera í óhóflegu magni.
27.feb. 2018 - 22:30 Bleikt

Móna Lind hefur misst rúmlega 25 kíló: „Ég er allt önnur en ég var og get gert allt“

Móna Lind Kristinsdóttir sá ekki fyrir sér að hún kæmist nokkurn tímann í gott form eftir að hún þyngdist upp í 112 kíló þegar hún gekk með dóttur sína. Mónu leið illa, var óánægð með sjálfa sig, borðaði óhollt og gerði ekki neitt til þess að bæta andlega og líkamlega heilsu sína.
25.feb. 2018 - 10:00

Þess vegna áttu að borða hafragraut alla morgna

Það er líklega engum ­ofsögum sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð ­dagsins. Það hvað við borðum á morgnana hefur áhrif á líðan okkar þann daginn og því er mikilvægt að borða rétt áður en haldið er út í amstur dagsins.

24.feb. 2018 - 10:00

6 matvæli sem hjálpa þér að berjast gegn pestunum

Nú eru hinar árstíðabundnu pestir að láta á sér kræla. Engin ein leið er örugg til að koma í veg fyrir að smitast af slíkum pestum þótt handþvottur og almennt hreinlæti geti fleytt fólki langt. En er eitthvað annað sem við getum gert til að auka líkurnar á því að veikjast ekki? 
18.feb. 2018 - 12:00

Ekki nota þessa aðferð til að meðhöndla kvef hjá barninu þínu

Læknar ráðleggja foreldrum barna að láta þau ekki anda að sér gufu frá sjóðheitu vatni til að meðhöndla kvef. Er fullyrt að aðferðin virki ekki og bjóði hreinlega hættunni heim. Fjöldi barna hefur þurft að fara á sjúkrahús vegna brunasára sem þau hafa hlotið þegar þau slysast til þess að hella vatninu niður. 
04.feb. 2018 - 14:00

Bakterídrepandi sápur eru gagnslausar og gætu hreinlega verið skaðlegar

Bakteríudrepandi sápur gætu verið skaðlegar þunguðum konum og börnum þeirra. Þetta er samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem rúmlega tvö hundruð vísindamenn lögðu nafn sitt við og birtust í tímaritinu Environmental Health Perspectives. 

03.feb. 2018 - 14:00

Þetta gerðist þegar hann sleppti sykri og áfengi í mánuð

Þó að fyrsti mánuður ársins sé liðinn þá halda líklega einhverjir áramótaheit ennþá. Umræða um skaðsemi sykurs og áfengis er ekki ný af nálinni, og eflaust hafa einhverjir ákveðið að taka sig á í neyslu þeirra efna.
03.feb. 2018 - 08:00 Ragna Gestsdóttir

Pizza í morgunmat - Næringarfræðingur segir það ganga upp

Hver elskar ekki pizzur? Sumir væru líklega til í að borða eina slíka í öll mál, en samkvæmt allri næringarfræði telst það ekki hollt.
01.feb. 2018 - 15:30

Nú steinhættir þú að henda avókadó steinum

Ef þú nýtur þess að borða avókadó er nokkuð víst að þú hendir steinunum án þess að hugsa þig tvisvar um. Avókadó er meinhollur ávöxtur, en það er steinninn líka. Hann er einstaklega ríkur af amínósýrum og inniheldur mikið af hollum trefjum. 
01.feb. 2018 - 08:00

Segja fólki að gleyma ráðleggingum um að ganga 10.000 skref á dag

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa lengi hvatt fólk til að ganga 10.000 skref á dag af heilsufarsástæðum. Þetta á að hjálpa fólki að halda góðri heilsu. Í nýrri tilraun breska ríkisútvarpsins, BBC, var breytt út frá þessu og fólk fengið til að fara aðra leið. Niðurstaða tilraunarinnar er að fólk eigi ekki að rembast við að ganga 10.000 skref á dag, mun áhrifaríkara sé að fara í þrjá 10 mínútna göngutúra daglega þar sem gengið er rösklega.
31.jan. 2018 - 17:00

Algengustu megrunarmistökin

Í janúar flykkjast margir í ræktina og taka mataræði sitt fastari tökum, allt í þeirri von að líta betur út nú þegar líða fer að vori – og að sjálfsögðu til að bæta heilsuna. En gryfjurnar á leið í átt að bættri heilsu og flottara útliti eru margar. 
28.jan. 2018 - 22:00

Hvert fer fitan þegar við léttumst?

Allir sem hafa stigið á hlaupabretti til þess að hamast þar eins og ofvirkir hamstrar hljóta að hafa leitt hugann að einni ágengri spurningu. Hvert fer fitan? Eins og flestir eru meðvitaðir um þá tekur lýsið talsvert pláss og þegar við drögumst smátt og smátt saman þökk sé hreyfingu eða heilbrigðari lífstíl þá hlýtur þríglýseríð að fara eitthvert. 
28.jan. 2018 - 20:00

Magnesíum talið gagnast gegn þunglyndi

Samkvæmt nýlegri rannsókn vísindamanna við University of Vermont í Bandaríkjunum getur magnesíum komið þeim sem þjást af þunglyndi að gagni. 126 einstaklingar, 50 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni en allir áttu það sameiginlegt að þjást af vægu þunglyndi eða meðalmiklu þunglyndi eins og það er skilgreint. 
28.jan. 2018 - 16:00

11 staðreyndir um fæðubótarefni

Markaðurinn með svokölluðum heilsuvörum, hvort sem það er nú fæðubótarefni, fæðuauki, plöntuextraktar eða annað, hefur farið stækkandi undanfarin ár og var hann þó orðinn stór fyrir. Oft eru vörur boðnar til sölu sem virka eins og þær eru sagðar virka í auglýsingum en því miður er það þó mjög oft svo að fólk kaupir köttinn í sekknum.
27.jan. 2018 - 22:00

Leystu sjaldnar vind: Meltingarsérfræðingur deilir nokkrum góðum ráðum

Við vissar aðstæður getur það verið vandræðalegt en staðreyndin er sú að ekkert okkar kemst hjá því að leysa vind. En hversu of við leysum vind og hvort sérstaklega vond lykt fylgi er að einhverju leyti undir okkur sjálfum komið. 
27.jan. 2018 - 16:00

Viltu lifa lengur? Þá skaltu ekki láta þetta ofan í þig

Kartöflur hafa fylgt mannskepnunni í gegnum aldirnar og jafnan verið borðaðar af bestu lyst, enda uppfullar af trefjum, vítamínum og góðum næringarefnum. Hægt er að matreiða kartöflur á ýmsa vegu eins og margir vita og eru hinar svokölluðu frönsku kartöflur, sem oftar en ekki eru djúpsteiktar, vinsæll kostur. 
26.jan. 2018 - 18:30

Sex matvæli sem hjálpa þér að berjast gegn pestunum

Nú þegar skólarnir eru byrjaðir og sumarleyfin á enda fara hinar árstíðabundnu pestir að láta á sér kræla. Engin ein leið er örugg til að koma í veg fyrir að smitast af slíkum pestum þótt handþvottur og almennt hreinlæti geti fleytt fólki langt. En er eitthvað annað sem við getum gert til að auka líkurnar á því að veikjast ekki?
25.jan. 2018 - 15:00

Þetta skaltu forðast ef þú vilt auka vöðvamassann

Janúar er sá mánuður ársins þegar líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem ætlar að komast í betra form. Sumir gera ákveðnar grundvallarbreytingar á mataræði sínu í þeirri viðleitni að léttast á meðan aðrir eru með það markmið að auka úthald sitt eða vöðvastyrk.
24.jan. 2018 - 22:00

Er ADHD í raun svefnröskun?

Lyf sem vanalega er notað til gegn drómasýki virðist slá á einkenni þeirra sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Niðurstöðurnar þykja renna stoðum undir þá kenningu að ADHD gæti verið afleiðing svefnröskunar. Þetta kemur fram í grein á New Scientist. 
24.jan. 2018 - 17:30 Doktor.is

Hræðsla við að fitna

Lystarstol er átröskun sem oftast leggst á stúlkur á aldrinum 12–20 ára. Drengir geta líka fengið hana. Sjúkdómurinn einkennist meðal annars af þyngdartapi, sem maður veldur sjálfur með því að sniðganga „feitan“ mat, eða hreyfir sig mjög mikið eða tekur lyf (hægðalyf, vatnslosandi lyf) eða með uppköstum. 
24.jan. 2018 - 14:00

Sálfræðingur sem hefur yfir 20 ára reynslu: Þessi fimm einföldu atriði hjálpa þér að bæta sjálfstraustið

Öll vitum að gott sjálfstraust er lykilatriði þegar kemur að ýmsum þáttum daglegs lífs; hvort sem um er að ræða vinnu, nám, íþróttir eða samskipti við annað fólk. Þeir sem hafa gott sjálfstraust eru síður berskjaldaðir fyrir kvíða og eiga oft og tíðum auðveldara með að mynda tengsl við aðra. 
23.jan. 2018 - 22:00

Borðuðu eins og Victoria‘s Secret fyrirsætur í fjóra daga: „Eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini“

Það þarf talsverðan viljastyrk og aga til að verða farsæl fyrirsæta eins og tvær ungar konur komust að raun um fyrir skemmstu. Candace Lowry og Michelle Khare halda úti vinsælum YouTube-síðum og þær leiddu áhorfendur sína í allan sannleikann um það hvernig það er að borða eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret gera áður en þær fara á sýningarpallinn. 
23.jan. 2018 - 18:00

Litlu skrefin í átt að minni sykurneyslu

Það er ekkert launungarmál að margir neyta of mikils sykurs. Sykurneysla eykur líkur á þyngdaraukningu og tannskemmdum og getur auk þess aukið líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki, tegund 2. 
23.jan. 2018 - 08:00

Þetta má ekki gera við pasta og hrísgrjón – Getur valdið veikindum

Þegar kemur að eldamennsku getur verið erfitt að meta hversu mikið á að sjóða af pasta eða hrísgrjónum og því vill oft bera svo við að of mikið er soðið. Flestir ákveða þá að geyma afganginn þar til næsta dag. En það þarf að sýna ákveðna varúð ef það er gert því ef ekki er farið rétt að getur fólk veikst.
21.jan. 2018 - 08:00 Doktor.is

Hvað er blóðþrýstingur?

Hjartað er vöðvi á stærð við hnefa. Á einni mínútu slær hjartavöðvinn u.þ.b. 70 sinnum. Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem myndast þegar hjartað slær og dælir blóði út í blóðrásina. Þegar við metum blóðþrýsting mælum við þrýsting blóðs í útlimaslagæðum. 
20.jan. 2018 - 09:00

9 einföld ráð sem hjálpa þér að líta betur út

Mynd: Getty Flest okkar vilja líta vel út og koma öðrum vel fyrir sjónir, sama hvort við séum á föstu eða á lausu, þá skiptir útlit okkar og útgeislun flest okkar gríðarlega miklu máli.
19.jan. 2018 - 17:00 Doktor.is

Hvað er njálgur?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill bráðsmitandi sníkjuormur sem getur sýkt fólk á öllum aldri þótt hann sé algengastur í börnum. Barn sem sýkt er af njálg á því auðvelt með að smita t.d. aðra í fjölskyldunni.
15.jan. 2018 - 16:00 Doktor.is

Hvað er kíghósti?

Kíghósti er bakteríusýking sem veldur slæmum langvarandi hósta. Hann er nú sem fyrr hættulegur ef börn undir 6 mánaða aldri fá hann þar sem þau hafa þrengri loftvegi en eldri börn og seigt slímið gerir þeim erfitt að ná andanum. Sem betur fer eru alvarleg tilfelli kíghósta sjaldgæf. Er það að þakka skipulögðum bólusetningum og forvörnum gegn smiti.
14.jan. 2018 - 16:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Af hverju svitnum við á næturnar?

Mynd: Getty Nætursviti getur haft mikil áhrif á svefn okkar og líðan en margir kannast við að vakna upp reglulega á næturnar í rennandi blautu rúmi vegna svita. Nætursviti getur verið hættulaus en hann getur einnig verið einkenni fyrir eitthvað annað alvarlegra sem hrjáir þig.
12.jan. 2018 - 10:00 DV

Þetta ætti að vera á matseðlinum: Bættu heilsu og líðan með hollu mataræði

Það þarf ekki að vera flókið að bæta mataræði sitt en með breyttu mataræði getur þú minnkað hættuna á hjartaáfalli, haldið þér í kjörþyngd og styrkt ónæmiskerfi þitt. Á síðunni Healthland.time.com hafa nokkrir næringarfræðingar tekið saman 31 tegund matvæla sem allir ættu að neyta. Hér eru nokkur þeirra.
11.jan. 2018 - 12:00 Doktor.is

Eru bólusetningar hættulegar?

Engar fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum hafa skilað jafn miklum árangri og bólusetningar. Í dag er svo komið að bólusetningar hafa nánast útrýmt úr heiminum mörgum hættulegum sýkingum sem áður ollu dauða og örkumlum milljóna einstaklinga á hverju ári.
11.jan. 2018 - 08:00

Svona er hægt að losna undan lönguninni í óhollan mat

Langar þig enn í sætindi, salt og feitan mat? Kannski ertu búin(n) að vinna sigur á þessum þörfum sem eru oft ansi miklar svona rétt eftir jólin og allt það sem þeim fylgir. Hér eru nokkur ráð um hvernig er hægt að losna við þessar langanir og þannig taka stefnuna í átt að hollara lífi.
10.jan. 2018 - 21:00

Lauslæti getur verið gott

Í nýrri rannsókn kemur fram að þeir sem sofa regulega hjá án þess að vera í föstu sambandi eru afslappaðri og lausari við stress og andlegt álag. Fjallað hefur verið um rannsóknina í Time og Huffington Post. 

10.jan. 2018 - 19:00

Var 159 kíló og þurfti að kaupa tvö flugvélarsæti: Ótrúleg útlitsbreyting

Hin 24 ára gamla Amber Rose var lengi vel 159 kíló og þurfti ávallt að kaupa tvo miða flugmiða þegar hún fór í frí sökum stærðar sinnar. Hún lifði að eigin sögn á Maltesers súkkulaði kúlum og skyndibita. Það var ekki fyrr en að ókunnug kona á skemmtistað spurði hana hvað hún væri komin langt á leið að hún ákvað að snúa við blaðinu og hefur hún ekki litið til baka síðan.
10.jan. 2018 - 16:00

Karlar sem stunda mikla líkamsrækt verða fyrr sköllóttir

Þung lóð og prótínduft er að margra mati lykillinn að sterkum og velþjálfuðum líkama en fyrir karlmenn, sem eiga á hættu að fá skalla, er kannski rétt að hafa í huga að mikil líkamsrækt getur flýtt fyrir hármissi og skallamyndun.

10.jan. 2018 - 10:30 Doktor.is

Sótthiti barna – Hvenær er hætta á ferðum?

Hitastillir ungra barna er ekki fullþroskaður. Þetta þýðir að hitastig þeirra getur sveiflast upp og niður. Það þýðir einnig að hitastig barnsins verður fyrir áhrifum af innra og ytra umhverfi. Ef mjög heitt er í veðri er ráðlegt að vera á varðbergi og hafa barnið léttklætt.
05.jan. 2018 - 08:00

Ný rannsókn: Egg og beikon í morgunmat geta verið lykillinn að þyngdartapi

Líklegast eru ekki margir sem hafa trú á því að það að borða egg og beikon í morgunmat geti verið lykillinn að því að léttast en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar áströlsku rannsóknarstofnunarinnar CSIRO þá er það svo.
04.jan. 2018 - 10:30

Frumupokar gegn Alzheimer

Genagræddar frumur sem framleiða vaxtarefni fyrir taugafrumur eru settar í eins konar „tepoka“ sem hleypir inn næringarefnum þannig að frumurnar lifa og geta skipt sér.
Ný meðferð gegn Alzheimer hefur nú verið reynd á þremur sjúklingum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þykir lofa góðu. Aðferðinni má helst líkja við tepoka sem settur er í heitt vatn og bragðefnin berast þá út í vatnið, án þess að telaufin sjálf fylgi með. 
29.des. 2017 - 07:48

Ný uppgötvun sænskra vísindamanna: Innbyggð vigt líkamans getur skipt máli hvað varðar offitu

Sænskir vísindamenn hafa uppgötvað verkfæri í líkamanum sem stýrir þyngd okkar, einhverskonar innbyggðri vigt. En þessi innbyggða vigt ruglast og hættir að starfa eðlilega ef við sitjum of mikið ef vísindamennirnir hafa rétt fyrir sér.
27.des. 2017 - 20:00

Tíu leiðir til að komast í form

Það vilja flestir vera í góðu líkamlegu formi, þá sérstaklega á sumrin þegar fólk er léttklæddara. Karlmenn eru þar engin undantekning. Það eru þó til margar aðrar leiðir en að kaupa sér kort í líkamsræktarstöð og hanga inni að horfa á sjónvarpið á meðan þú hleypur á bretti eða ferð í stigvél. 
26.des. 2017 - 22:00

6 lífseigar mýtur um börn

1. Þið tengist ekki nema þú fáir barnið strax til þín. „Þessi mýta gengur út frá því að við fáum aðeins eitt tækifæri til að verða góð mamma. Fyrstu augnablikin eru mikilvæg en sambandið ykkar á milli lifir út ævina,“ segir Rosenberg.
26.des. 2017 - 20:00

8 fæðutegundir fyrir útlitið

Langar þig að bæta útlitið án þess að fjárfesta í ógrynni af dýrum kremum? Mataræðið hefur ekki einungis áhrif á heilsuna, heldur útlitið sömuleiðis. Þessar átta fæðutegundir hafa yngjandi og hreinsandi áhrif á húðina, góð áhrif á augnsvæði og verka á heilnæma upplyftingu líkamans almennt. Lífgaðu upp á útlitið með því að bæta þessari ofurfæðu við daglegt mataræði. 
26.des. 2017 - 12:00

Bestu og verstu ávextirnir: Tíu ávextir sem þú ættir að háma í þig og níu sem þú ættir að neyta í hófi

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
25.des. 2017 - 16:00

Mikið súkkulaðiát er hollt

Mikil neysla á súkkulaði minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um einn þriðja samkvæmt rannsókn á yfir 114 þúsund sjúklingum.
23.des. 2017 - 12:00

Fimm náttúrulegar aðferðir til að bæta kynhvötina

Það er fullkomnlega eðilegt að vera ekki alltaf í stuði fyrir kynlíf enda geta ótal hlutir haft neikvæð áhrif á kynhvötina. Hins vegar, ef þú vilt bæta náttúru þína, getur þú skoðað eftirfarandi lista. Kannski er auðveldara að koma þér af stað aftur en þú heldur – og það án lyfja. Hér eru fimm náttúrulegar leiðir til að auka áhuga á bólleikfiminni en listinn birtist fyrst í tímaritinu Healthy Women.

Pressupennar
vinsælt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar
Gæludýr: Mars 2018