02. des. 2017 - 10:00Doktor.is

Allt sem þú þarft að vita um barnaexem

Tegundir exems eru fjölmargar. Hjá börnum nefnist algengasta exemið barnaexem, en það er stundum ranglega nefnt ofnæmisexem. Á ensku er barnaexem nefnt „atopic dermatitis“ en á Norðurlöndum „börneeksem“ eða „böjveckseksem“.

Aðaleinkenni barnaexems eru þurr, hrjúf húð og kláði. Útlit útbrota er mismunandi. Oft sjást fjölmargar örsmáar rauðar bólur í upphafi en vegna mikils kláða rífa sjúklingarnir þessar litlu bólur fljótlega burt þannig að einungis sjást merki eftir klór á húðinni.
Eins vessar úr útbrotunum þegar verst lætur. Í sumum tilvikum byrja útbrotin sem skyndileg uppþot sem nefnd eru þinur (urticaria). Þegar exemið hefur verið lengi til staðar verður húðin þykk, leðurkennd og dálítið hreistruð.

Kláðinn sem fylgir exemi getur verið mjög mikill. Klórað er stundum af slíku offorsi að það heldur vöku fyrir barninu og foreldrum þess. Stundum myndast sprungur í húðina og veldur það miklum sársauka. Sprungurnar koma oft á fingur, tær eða við eyrnasnepla rétt eins og rifið hafi verið í eyrun þótt slíkt sé að sjálfsögðu ekki reyndin!

Oft er húðin kringum munn og augu föl. Þroti og bjúgur undir augum veldur því að húðin þar myndar auka fellingu eða hrukku. Felling undir augunum og fölvi kringum munninn gefur börnunum oft fullorðinslegt útlit sem stundum einkennir börn með barnaexem.

Staðsetning

Exemið kemur oftast í húðfellingar, einnig sést það oft í kringum augu og munn. Þegar verst lætur getur öll húðin verið undirlögð.

Smábörn (0-2 ára): Hársvörður, andlit, háls, olnbogar, hné.
Börn og unglingar (2-18 ára): Eyrnasneplar, munnvik, olnbogabætur, hnésbætur, úlnliðir, rass, fellingar fyrir neðan rass, aftan á lærum, innan á lærum.

Gangur sjúkdómsins

Exemið byrjar oft við nokkurra mánaða aldur en stundum ekki fyrr en við 7-8 ára aldur. Oft hverfur exemið þegar börnin stálpast og eru flest orðin góð fyrir 15 ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur exemið mun síðar, oft ekki fyrr en við 25 ára aldur og er þá oftar um stúlkur að ræða.

Þættir sem hafa áhrif á exem.

1. Þurr húð og kláði

Húð barna með barnaexem óvenju þurr og viðkvæm en þurr húð veldur yfirleitt kláða.

Ýmislegt ertir eða þurrkar húð exembarna og veldur kláða svo sem; lútarkenndar sápur (sýrustig>7), klór í sundlaugum, grófur ullarfatnaður, sterk þvottaefni og mýkingarefni sem notuð eru í þvott. Böðun í heitu vatni þurrkar húðina, betra er að hafa vatnið volgt. Að vetri til eru einkennin oftast verri en að sumarlagi, því húðin þornar í kulda. Í sól og söltum böðum grær húðin oft vel. Sviti eykur kláðatilfinningu og því er ráð að hafa ekki of heitt í svefnherbergi barnsins og dúða það ekki of mikið undir sængina. Erfitt getur reynst að hemja kláða en prófa má að slá létt með fingurgómunum í stað þess að nudda húðina með offorsi eða klóra sér. Gott er að halda nöglum stuttum og hreinum.

2. Sýkingar og álag.

Í kjölfar sýkinga versnar exemið oftast. Gildir þá einu hvort um er að ræða húðsýkingu, öndunarfærasýkingu eða þvagfærasýkingu. Af þessum sökum þarf að meðhöndla sýkingu eins fljótt og kostur er til að koma í veg fyrir að exemið versni. Sýkingar í húð birtast oft sem gulleitar, þurrar eða vessandi skorpur ofan á exeminu eða sem mikill roði í húðinni. Stundum fylgir hiti. Andlegt álag hefur slæm áhrif á exemið.

3. Erfðir

Ef einn eða fleiri í fjölskyldumeðlimir eru með eða hafa haft barnaexem, astma, ofnæmisaugnkvef eða ofnæmisnefkvef eru auknar líkur hjá öðrum í fjölskyldunni. Þó astmi, ofnæmisaugnkvef og ofnæmisnefkvef sé algengur hjá börnum með barnaexem fær mikill meirihluti þeirra ekki þessa sjúkdóma.

4. Ofnæmi

Eins og áður segir er barnaexem oft ranglega vefnt ofnæmisexem. Þessi misskilningur stafar af því að sjúklingar með barnaexem fá oftar ofnæmi en aðrir. Dæmi um það eru ofnæmi í slímhúðum augna, nefs og öndunarfæra. Slík ofnæmi eru stundum slæm þegar húðeinkenni eru í lágmarki!

Dæmi um ofnæmi í öndunarfærum er frjókornaofnæmi, grasofnæmi og ofnæmi fyrir dýrum. Einkennin eru roði, þroti og kláði í slímhúð, nefteppa, kökkur í hálsi og í slæmum tilfellum öndunarerfiðleikar. Ofnæmi fyrir matartegundum er all algengt hjá sjúklingum með barnaexem. Dæmi um slíkt er ofnæmi fyrir fiski, skeldýrum, appelsínum og öðrum sítrusávöxtum, hnetum, eggjum, tómötum og mjólkurafurðum. Einkenni matarofnæmis koma oft fram innan 4-6 klukkustunda en geta komið fram síðar. Þau eru aðallega kláði og uppþot í húð, stundum verst í kringum munn. Önnur einkenni matarofnæmis geta verið kviðverkir og lausar hægðir eða niðurgangur. Þó barnaexem hverfi oftast með aldrinum fá sumir sjúklinganna exem síðar á ævinni og er þá oft um ofnæmisexem að ræða, t.d. fyrir nikkel eða gúmmíi. Slíkt ofnæmisexem kemur aðallega á hendur.

Ofnæmispróf

Ef engin einkenni frá slímhúðum eru greinanleg, heldur einungis frá húð er stundum takmarkað gagn af ofnæmispr&o acute;fum. Ef meðferð exemsins gengur illa og sjúkdómurinn er þrálátur eru ofnæmispróf oft framkvæmd. Þetta er þó ekki reglan. Matarofnæmi getur verið erfitt að staðfesta með prófum. Stundum er fæðuofnæmi greint þannig að sjúklingurinn er látinn borða mismunandi fæðutegundir, sem eru þannig matreiddar að viðkomandi veit ekki hvað hann er að borða. Þetta próf er oftast framkvæmt á sjúkrahúsum. Húðpróf sem gerð eru með plástrum á baki vegna snertiofnæmis (ofnæmisexems) eru annars eðlis. Þau gagnast exem-sjúklingum sem komnir eru af barnsaldri og eru t.d. grunaðir um að hafa ofnæmi fyrir málmum (nikkel) eða gúmmíi, svo dæmi séu nefnd. Húðpróf þar sem efni er borið á framhandlegg og síðan rispað í húðina með nálaroddi, eru oftast gerð vegna ofnæmis í slímhúðum (astma, ofnæmisnef og augnkvef) en stundum einnig ef um exem er að ræða.

Meðferð

Steraáburðir

Exem er meðhöndlað með steraáburðum. Þeir eru til í mörgum mismunandi gerðum og styrkleikum. Steraáburðum er skipt í fjóra flokka, vægustu sterarnir tilheyra flokki I en sterkustu flokki IV. Oft er vandasamt að velja viðeigandi húðstera í hverju tilviki. Stundum duga vægustu húðsterarnir (hýdrókortisón), en þau lyf er hægt að kaupa í apóteki án lyfseðils. Oft þarf sterkari steraáburði í stuttan tíma. Þetta er að sjálfsögðu metið af læknum hverju sinni.

Ofnæmislyf (andhistamín)

Kláðastillandi meðferð með ofnæmislyfjum (andhistamín) getur stundum dregið úr kláða og gert börnunum kleift að sofa. Slík lyf eru hættulaus séu þau rétt notuð.

Ljósameðferð

Ljósameðferð með útfjólubláum geislum (UVB og UVA) gefst oft vel. Þar sem sérfræðingar í húðsjúkdómum eru tiltækir er nauðsynlegt að sjúklingar séu skoðaðir áður en ljósameðferð er hafin og síðan með reglulegu millibili meðan á meðferð stendur. Sólbaðsstofuljós geta stundum haft góð áhrif á exemið en ekki á sama hátt og meðferð á ljósadeild. Almennt er exemsjúklingum ekki ráðlagt að stunda sólbaðsstofur nema í samráði við lækni.

Rakakrem og baðolíur

Mýkjandi krem eða svokölluð rakakrem eru mikilvæg í meðferð exems. Þau eru gjarnan flokkuð eftir fituinnihaldi: krem, feit krem og smyrsli. Þessi krem eru oft notuð samtímis bólgueyðandi steraáburðum. Stundum innihalda þessi krem rakabindandi efni eins og karbamíð, ávaxtasýrur og salt en þau geta verið óæskileg hjá yngstu börnunum vegna sviða í húð sem varir í stutta stund eftir að þau eru borin á húðina. Í sumum tilvikum verður að forðast krem með rotvarnarefnum vegna sviða sem þau geta valdið.

Til eru fjölmargar tegundir rakakrema, mismunandi feit og með mismunandi rotvarnarefnum. Það getur reynst þrautin þyngri að finna mýkjandi krem sem hentar. Þá er gott að leita ráða hjá lækni sem þekkir kremin vel.

Baðolíur og ýmis rakakrem má nota í baðkarið eða bera á húðina fyrir sturtu. Oftast er reynt að forðast ilmefni í baðolíum og kremum vegna ofnæmishættu. Baðolíur og freyðibað er tvennt ólíkt, freyðibað getur verið skaðlegt exembörnum vegna sápuinnihaldsins. Sápur ber að nota í hófi. Forðist helst sápur með ilmefnum.

Brjóstagjöf

Ef barnaexem er í nánustu ætt er mæðrum yfileitt ráðlagt að hafa barnið á brjósti eins lengi og unnt er, því talið er að það geti dregið úr exeminu fyrstu árin. Oft eru mæður sem sjálfar hafa haft barnaexem með exem á brjóstunum og eiga því í erfiðleikum með brjóstagjöf. Þó barn fái enga brjóstamjólk er ekki sannað að það hafi áhrif á exemið þegar fram líða stundir. Ekki er talið að móðir með barn á brjósti þurfi á sérstökum matarkúr að halda að öðru leyti en að borða hollan og góðan mat.

Framtíðaratvinna

Sum störf henta síður unglingum sem hafa haft barnaexem. Mikilvægt er að ræða þetta við unglinginn þó hann hafi ekki gert upp hug sinn varðandi framtíðina. Spyrjið gjarnan lækninn hvort það starf sem hugurinn stendur til eigi vel við sjúkdóminn. Sem dæmi má nefna: sjúkrahússtörf þar sem tíðra handþvotta er krafist, ræstingarstörf, hárgreiðslustörf, matargerð og verkstæðisvinna.Þessi grein er unnin upp úr bæklingnum Barnaexem
Höfundur texta: Jón Hjaltalín Ólafsson dr med
Útgefandi: Yamanouchi / Pharmanor hf09.des. 2017 - 18:30

Egg stuðla að betri svefni

Svefnvandamál eru mjög algeng og oft er erfitt að eiga við þau. Sum fæða er sögð stuðla að betri svefni. Egg eru þar á meðal en þau innihalda meðal annars amínósýrur sem örva frumur sem framleiða boðefnið órexín. 
09.des. 2017 - 09:00

Bestu og verstu ávextirnir

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
08.des. 2017 - 20:00 Doktor.is

Athyglisbrestur, athyglisbrestur með ofvirkni, kækir, árátta og þráhyggja

Hér er fjallað um hegðunar- og þroskaraskanir hjá grunnskólabörnum. Þær innihalda almennar upplýsingar þar sem tilgangurinn er að miðla upplýsingum um viðfangsefnið svo lesandinn verði betur í stakk búinn til að leita nánari leiðbeininga en ávallt skal leita til sérfræðinga um atriði sem tengjast ákveðnum einstaklingum.
07.des. 2017 - 22:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Fór úr stærð 22 niður í stærð 10 með breyttu mataræði

 Mynd/Mercury Kona sem lagði það í vana sinn að borðaði um tuttugu og einn hamborgara í hverri viku hefur nú lagt gríðarlega mikið af eftir að hún tók til í mataræði sínu.
03.des. 2017 - 22:00

Það sem ananas gerir fyrir kynlíf

Mataræði karlmanna getur svo sannarlega haft áhrif á bragð sæðis. Fyrir þá sem stunda munnmök eru til ráð við því að gera endalok munnmaka „sætari.“ Sæði er basískt frá náttúrunnar hendi og bragðið eftir því. Ekki þykir öllum það bragðgott, en karlmenn sem borða mikið af ananas framleiða sætara sæði en ella.
03.des. 2017 - 12:00

Þetta skaltu borða eftir líkamsrækt

Það er afar mikilvægt að borða eftir að hafa stundað líkamsrækt því við hreyfingu tapar líkaminn mikilli orku. Ef hún er ekki endurnýjuð, og þá helst innan tveggja klukkutíma frá því að hreyfingin var stunduð, er hætta á að vöðvarnir jafni sig ekki fyllilega eftir átökin og púlið verði því til einskis.
02.des. 2017 - 22:00

Það getur reynst hættulegt að raka sig á kynfærasvæði

Rakstur á skapahárum bæði kvenna og karla hefur aukist til muna á undanförnum árum með aukinni áhættu á sýkingu. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Today health, þá hefur tilfellum fjölgað á bráðamóttökum þar sem einstaklingar leita aðstoðar vegna sýkingar á kynfærasvæði vegna raksturs.

02.des. 2017 - 19:00

Þetta ætti að vera á matseðlinum

Það þarf ekki að vera flókið að bæta mataræði sitt en með breyttu mataræði getur þú minnkað hættuna á hjartaáfalli, haldið þér í kjörþyngd og styrkt ónæmiskerfi þitt. 
02.des. 2017 - 11:00

Hvernig losna á við þynnku

Það eru ef til vill nokkrir sem hafa drukkið einum of mikið í gær og vöknuðu með höfuðverk og tilheyrandi óþægindi í morgun. Hver kannast ekki við að segjast aldrei ætla að drekka áfengi aftur daginn eftir djamm? 
01.des. 2017 - 21:00

Er hægt að sofa of mikið?

Flestir vita að of lítill svefn getur valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum, en er hægt að sofa of mikið? 
Ný rannsókn gefur til kynna að of mikill svefn valdi jafn alvarlegum vandamálum og of lítill svefn. 
Rannsóknin var framkvæmd á Centers for Disease Control í Bandaríkjunum.
30.nóv. 2017 - 11:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Sex einkenni streitu

Mynd: Getty Mannslíkaminn er ótrúlega magnaður og þegar eitthvað amar að honum þá lætur hann okkur vita með því að framkalla ákveðin merki. Þegar við erum undir álagi getur líkami okkar farið að sýna ýmis líkamleg einkenni til þess að láta okkur vita að streita sé farin að hrjá okkur.
29.nóv. 2017 - 19:00

Er ástvinur þinn þunglyndur?

Þjáist maki þinn eða annar ástvinur af þunglyndi? Einn daginn er allt í lagi en þann næsta virkar hann niðurdreginn og fjarlægur. Finnst þér þú ekki vita hvernig þú getur sýnt honum væntumþykju? Andleg veikindi eru jafn raunveruleg og líkamleg veikindi.
29.nóv. 2017 - 10:00

10 einkenni sem gætu bent til þess að þú sért með krabbamein

Hnútur í brjóstinu, skyndilegt þyngdartap og blóðugar hægðir. Við teljum okkur öll þekkja einkenni krabbameins en staðreyndin er sú að við gerum það ekki, flest að minnsta kosti. Það margborgar sig að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar heilsa manns er í húfi og það gæti bjargað lífi þínu að fara til læknis, vakni minnsti grunur um eitthvað óeðlilegt.
28.nóv. 2017 - 13:30

Hollur fangamatur dregur úr ofbeldi

Hvítt brauð, pylsur og feitar súður gætu verið á útleið úr fangelsum. Þessi matur eykur ofbeldi.
Enskir vísindamenn kynnu að hafa uppgötvað ódýra en áhrifaríka leið til að draga úr ofbeldi: góðan og hollan mat, ásamt vítamínum og fæðubótarefnum. Sálfræðingurinn Bernard Gesch sýndi þegar árið 2002 fram á að fæðubótarefni, svo sem B-vítamín, omega-3-fitusýrur úr fiski og steinefni, geta dregið úr ofbeldi meðal ungra afbrotamanna um allt að 40%. 
28.nóv. 2017 - 12:00

Áhugaverð tilraun tvíbura: Annar sleppti sykri og hinn fitu

Eineggja tvíburarnir og læknarnir Alexander og Chris Van Tulleken tóku þátt í tilraunaverkefni sem er fjallað um í heimildaþáttaröðinni Horizon á bresku sjónvarpsstöðinni BBC2. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hvort kolvetni eða fita væri verra fyrir líkamann.
27.nóv. 2017 - 13:00

Glímir þú við skammdegisþunglyndi?

Skammdegisþunglyndi er árstíðabundið ástand sem hefst að hausti þegar daginn tekur að stytta og lýkur að vori þegar daginn tekur að lengja á ný. Í raun og veru er skammdegisþunglyndi ekki frábrugðið annars konar þunglyndi, nema að það er bundið við ákveðna árstíð.
26.nóv. 2017 - 20:00

Furðulegar staðreyndir um drauma

Draumar eru oft á tíðum einkennileg fyrirbæri og margir telja að þeir séu fyrirboðar einhvers - góðs eða ills. Hér að neðan gefur að líta ýmsar einkennilegar staðreyndir um drauma.
26.nóv. 2017 - 18:00

Er kynlífið þreytt? Níu frábær frygðaraukandi ráð sérfræðinganna

Þegar nýjabrumið er horfið úr sambandinu er hætta á að kynlífið verði litlaust og rútínukennt. Nokkrir af helstu kynlífsfræðingum heims gefa hér sitt uppáhalds ráð svo pör geti haldið áfram að njóta vills kynlífs til hins ýtrasta.
26.nóv. 2017 - 09:00

10 atriði sem læknirinn segir þér ekki

Margar barnshafandi konur upplifa þörf til að taka til og gera fínt fyrir komu barnsins. Sumar ráðast meira að segja í verkefni sem þær hafa frestað svo árum skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða geymslum. Eftir því sem styttist í komu barnsins verður líklegra að þú farir að þrífa veggi og skápa að innanverðu — eitthvað sem þú hefðir aldrei hugleitt að gera áður en þú varðst ófrísk. Taktu þessari tiltektarþörf fagnandi því hún gefur þér meiri tíma til að jafna þig og kynnast barninu þínu eftir fæðingu. Passaðu þig bara að ofreyna þig ekki.
23.nóv. 2017 - 08:00

Þrír kaffibollar á dag gera meira gagn en ógagn

Fólk sem drekkur þrjá til fjóra bolla af kaffi á dag er líklegra til að finna fyrir jákvæðum heilsufarsáhrifum en þeir sem ekki drekka kaffi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á rúmlega 200 eldri rannsóknum á áhrifum kaffidrykkju á fólk. Niðurstöðurnar sýna að kaffidrykkja dregur úr líkunum á hjartasjúkdómum, sykursýki, lifrarsjúkdómum, elliglöpum og sumum tegundum krabbameins.
19.nóv. 2017 - 17:30

Fimm ástæður til að drekka kaffi

Næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Glenn Matten vill hreinsa kaffi af ásökunum um að vera óhollt fyrir heilsuna. Í grein sem hann ritar á Huffington Post segir hann það allt of algengt að öfgafullir næringarfræðingar hendi fram vandræðalegum staðreyndum um neysluvenjur, hvað sé að best að innbyrða og hvað beri að forðast.
19.nóv. 2017 - 15:00

Töfrafræin ótrúlegu

Chia-fræ hafa verið vinsæl meðal þeirra sem hugsa um heilsuna enda eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næringarfræðinnar. Tilurð fræjanna er talið mega rekja allt aftur til 3.500 fyrir Krist en þau eru talin hafa verið hluti af fæðu Maja og Asteka. 
18.nóv. 2017 - 21:00

Þessi matur hjálpar þér að sofna

Sértu í vafa um hvort þú eigir að fá þér bita á kvöldin fyrir svefninn þá eru hér fimm matvæli sem gætu hjálpað. Kirsuber eru náttúruleg uppspretta hormónsins melatóníns sem stýrir lífklukku okkar og þar með svefni.
18.nóv. 2017 - 20:00

10 mýtur um koffínneyslu

Það er spurning hvort kaffidrykkja sé góð til að koma okkur af stað aftur eða hvort hún sé hreinlega heilsuskaðleg. Í Politiken eru settar fram nokkrar mýtur um koffín og Marta Axestad Petersen, vísindamaður hjá Matvælastofnun Danmerkur, var fengin til að meta þær.
18.nóv. 2017 - 16:00

Hættulegt að sitja of lengi

„Í sumum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir krabbamein með hófsamri hreyfingu,“ sagði faraldursfræðingurinn Christine Friedenreich í máli sínu á ráðstefnunni, en hún hefur staðið fyrir rannsóknum á þessu ásamt öðrum vísindamönnum undanfarin ár.

17.nóv. 2017 - 21:00

Svona geturðu litið út fyrir að vera unglegri: 10 leiðir að heilbrigðari húð!

Heilbrigð og ungleg húð er það sem flesta dreymir um. Ef vel er hugsað um heilsuna þarf ekki að vera erfitt að ná því markmiði. Rétt mataræði, nægur raki, ekki of mikil sól og nóg af vatni er meðal þess sem getur hjálpað til við að halda húðinni unglegri og heilbrigðari lengur.
17.nóv. 2017 - 19:00

Komdu þér í form í vetur

Myrkur og kuldi er engin afsökun fyrir lélegu formi. Skoðaðu þessi ráð vandlega og farðu svo út í snjóinn og taktu á því.
15.nóv. 2017 - 22:00

Sex vísbendingar um að þú drekkur of mikið

Allir sem hafa séð feimna samstarfsmanninn dansa uppi á borðum í vinnustaðapartíum vita að áfengi dregur úr hömlum. Slíku hömluleysi getur fylgt meira en sektarkennd og skömm – það getur hreinlega verið hættulegt. Samkvæmt rannsókn er áfengi einn áhrifavalda í 50% slysa.
14.nóv. 2017 - 21:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Hversu líklegt er að fá hjartastopp þegar þú stundar kynlíf?

Mynd/Getty Margir frægir menn hafa látist á meðan þeir voru að stunda kynlíf og er orsökin yfirleitt leidd til hjartaáfalls. Ný rannsókn skoðaði hvort karlmenn þurfi virkilega að hafa áhyggjur af því að látast úr hjartastoppi þegar þeir stunda kynlíf.
13.nóv. 2017 - 08:00

Er glútenóþol byggt á misskilningi? Vísindamenn telja að glúten sé haft fyrir rangri sök

Margir hafa þá reynslu að glútenlaust mataræði auki lífsgæði þeirra en samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá er það líklega ekki glútenið sem veldur fólki vandræðum. Sökudólgurinn er að þeirra mati kolvetni sem nefnist fruktan. Sumir telja sig þjást af glútennæmi, sem er ekki viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum, en þá á fólk erfitt með að melta glúten og svo eru þeir sem eru með hreint og beint glútenóþol.
09.nóv. 2017 - 17:30 Doktor.is

Hvað er brjósklos og hvað er til ráða?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efrihluta líkamans. Hryggsúlunni er gjarnan skipt í 3 hluta, auk spjaldhryggjar og rófubeins:
09.nóv. 2017 - 09:56

Ekki búa til heilsudrykki

Með því að borða nægilega mikið af trefjaríkum mat minnkum við hættu á sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og vissum tegundum krabbameins. Rannsóknir sýna einnig að trefjarík fæða hjálpar til við að halda líkamsþyngdinni í skefjum þar sem hún er mettandi.
08.nóv. 2017 - 10:17 Doktor.is

Freistingarnar, viljastyrkurinn og vaninn

Það er fátt sem dregur sjálfsímynd okkar meira niður en þegar okkur bregst viljastyrkurinn og við stöndumst ekki okkar eigin markmið. Ef okkur aðeins tækist að vera nógu ákveðin tækist okkur að losna við slæma ávanann eða þessi 10 kíló til að komas loksins í gott form. 
07.nóv. 2017 - 11:00

10 ávanar sem gera þig eldri

Grettur eru ágætis líkamsrækt fyrir vöðva í andliti en eftir áratugi af geiflum - annað hvort vegna sólar eða lélegrar sjónar - verða vöðvarnir í kringum augun stífir og óeftirgefanlegir og hrukkurnar spretta fram. Notaðu sólgleraugu í mikillri birtu svo þú getir viðhaldið eðlilegu andlitsfalli í sem lengstan tíma.
02.nóv. 2017 - 19:00

Nokkur góð ráð við stressi

Stress og áhyggjur eru tvö af helstu vandamálunum í nútímasamfélagi. Flestir þekkja tilfinninguna - því meira sem þú gerir því meira finnst þér þú þurfa að gera. Áhyggjur af vinnunni, sambandinu, fjármálum og heilsu geta auðveldlega gert mann mjög stressaðan.
02.nóv. 2017 - 16:00

Hvernig getur vigt mælt fituhlutfall?

Þegar maður stendur berfættur á vigtinni, sendir hún vægan og alveg hættulausan rafstraum upp í gegnum líkamann. Í þessu sambandi kemur það að góðum notum að líkamsfita leiðir nánast ekki rafstraum. Það gera aftur á móti vöðvar og aðrir líkamsvefir. 
02.nóv. 2017 - 10:00 Doktor.is

Að léttast á heilbrigðan hátt

Hollasta leiðin til að léttast eru hvorki öfgafullir megrunarkúrar né skyndileg íþróttaþjálfun. Líkaminn hefur best af hægum breytingum – bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Eftir áralangt hreyfingarleysi er óráðlegt að æða út og hlaupa fimm kílómetra. Það tekur tíma að byggja upp þol.
01.nóv. 2017 - 21:00

Svefn gerir fólk fallegra

Einstaklingar sem sofa lítið á næturnar eru síður aðlaðandi og óheilbrigðari en þeir sem fá góðan nætursvefn. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi í Svíþjóð.
01.nóv. 2017 - 15:00

Tíu atriði sem læknirinn segir þér ekki

Margar barnshafandi konur upplifa þörf til að taka til og gera fínt fyrir komu barnsins. Sumar ráðast meira að segja í verkefni sem þær hafa frestað svo árum skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða geymslum. Eftir því sem styttist í komu barnsins verður líklegra að þú farir að þrífa veggi og skápa að innanverðu — eitthvað sem þú hefðir aldrei hugleitt að gera áður en þú varðst ófrísk.
01.nóv. 2017 - 11:00 Doktor.is

Þjáistu af B12-vítamínskorti?

Blóðleysi er af völdum skorts á rauðum blóðkornum. Hlutverk þeirra er að taka upp súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. B12 er nauðsynlegt til framleiðslu rauðu blóðkornanna sem og í taugakerfinu en B12 skortur getur leitt til óþæginda frá taugafrumum m.a. í formi taugabólgu og vitglapa (andlegrar hnignunar – dementia).
22.okt. 2017 - 18:00 Doktor.is

Þunglyndislyf

Þunglyndislyndislyf eru lyf sem notuð eru við þunglyndissjúkdómi (endogen depression). Þó ekki sé um sjúkdóminn að ræða heldur þunglyndi sem á sér aðra orsök t.d. lanvarnandi álag er talið að lyfin virki stundum. 
21.okt. 2017 - 15:00 Doktor.is

Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. 
17.okt. 2017 - 18:01

Mæður varaðar við því að borða fylgjuna

Mæður sem kjósa að borða fylgjuna eftir fæðingu ættu í raun frekar að sleppa því enda er enginn augljós ávinningur af því. Þvert á móti getur það aukið hættuna á bakteríu- og veirusýkingum. 
15.okt. 2017 - 18:00 Doktor.is

Matur og mígreni

Því hefur lengi verið haldið fram að ákveðnar fæðutegundir kalli fram migreniköst, matur fellur þannig undir svokallaða „triggera“ sem er þekkt fyrirbrigði í þessu samhengi. Hins vegar eru viðbrögð einstaklinga mismunandi og svara ekki allir því sama. Þessi vísindi hafa því verið  frekar ónákvæm og reyndar hefur það verið svo að sjúklingar áttu að halda dagbók yfir þær fæðutegundir sem taldar voru falla undir þennan flokk og reyna svo að átta sig á því hvað þeim bæri að forðast að innbyrða.
14.okt. 2017 - 14:00

Hvers vegna verðum við of feit?

Þeim Íslendingum sem eru of þungir fjölgar stöðugt og of feitt fólk verður sífellt feitara.
10.okt. 2017 - 18:00 DV

Sálfræðingur sem hefur yfir 20 ára reynslu: Þessi fimm einföldu atriði hjálpa þér að bæta sjálfstraustið

Öll vitum að gott sjálfstraust er lykilatriði þegar kemur að ýmsum þáttum daglegs lífs; hvort sem um er að ræða vinnu, nám, íþróttir eða samskipti við annað fólk. Þeir sem hafa gott sjálfstraust eru síður berskjaldaðir fyrir kvíða og eiga oft og tíðum auðveldara með að mynda tengsl við aðra. 

27.sep. 2017 - 15:00 Doktor.is

Ógleði og uppköst á meðgöngu

Ógleði og uppköst eru alvanaleg fyrripart meðgöngu. Ógleðin og uppköstin geta þó verið afar mismunandi. Sumar konur finna bara fyrir smávægilegri velgju hluta úr degi og kasta sjaldan upp, eða jafnvel ekkert, en aðrar eru undirlagðar af ógleði og uppköstum. Langflestar konur losna við ógleðina og uppköstin eftir þrjá mánuði og aðeins örfáar finna fyrir þessu eftir 4-5 mánuði.
26.sep. 2017 - 19:00 Doktor.is

Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn

Lengi hefur verið ljóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan ljóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnufyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, ásamt aldri og heilsufari einstaklings.
26.sep. 2017 - 08:00

Sefur þú nægilega mikið? Of lítill svefn eykur hættuna á krabbameini, sykursýki og elliglöpum

Sérfræðingur segir að sjö klukkustunda svefn sé lágmarkssvefn fyrir fullorðna og skipti miklu máli varðandi heilsufarið. Ef fullorðnir sofa minna en sjö klukkustundir aukast líkurnar á að þeir fái krabbamein, sykursýki og elliglöp.
25.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Svefnstellingin getur sagt ýmislegt um þig

Svefnstellingin þín getur sagt ýmisleg um þig, þar á meðal aldur þinn, menntun og starf. Þetta segir ný rannsókn framkvæmd af Loughborough University Clinical Sleep Research Unit. Fimmtán þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum tóku þátt í rannsókninni. Rannsakendur fylgdust með og greindu svefnvenjur þátttakenda. Hér fyrir neðan má sjá helstu niðurstöður.

(1-) Gæludýr.is: Flutingar - nóv