26. sep. 2017 - 19:00Doktor.is

Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn

Lengi hefur verið ljóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan ljóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnufyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, ásamt aldri og heilsufari einstaklings. Hér á eftir verður fjallað í mjög stuttu máli um megináhrif vaktavinnu á svefn, líðan og heilsu starfsmanna, og verður lögð áhersla á niðurstöður rannsókna, sem hafa almennt gildi varðandi skipulag vaktavinnu af ýmsu tagi. Þessar niðurstöður verða tengdar staðreyndum um svefn og dægursveiflur, en flestir eru nú sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu er mikilvægast þegar áhrif vaktavinnu eru skoðuð.

Svefn og dægursveiflur

Veigamesti þátturinn hvað varðar áhrif vaktavinnu á andlega og líkamlega líðan manna, er hvort einstaklingurinn nær að sofa a.m.k. hluta af svefni sínum á venjulegum svefntíma, þ.e. á nóttunni. Svefninn er ákaflega reglulegt fyrirbæri og stjórnast að verulegu leyti af fyrri vöku og tíma sólarhrings. Þannig eru líkur á svefni auknar ef lengi hefur verið vakað og einnig eru auknar líkur á svefni á ákveðnum tímum sólarhrings, þegar líkamshiti er lægstur og önnur starfsemi í lágmarki. Svefninn skiptist í ákveðin svefnstig, sem eru ákvörðuð út frá heilarafriti og hefur hann nánast sömu uppbyggingu og form hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir. Hver nótt skiptist þannig á milli hinna fimm svefnstiga, þar sem um 1% næturinnar er á svefnstigi 1, sem er léttasti svefninn, um 50% á svefnstigi 2, um 20% á svefnstigum 3 og 4 og um 25% í svokölluðum draumsvefni, eða REM-svefni (1).

Álitið er að REM-svefnog djúpsvefn (svefnstig 3 og 4), séu mikilvægustu svefnstigin, enda kemur í ljós að ef þau eru stytt t.d. eina nótt, verður aukning á þeim næstu nótt eða nætur (2). Þannig má einnig sjá hjá þeim sem sofa að jafnaði of lítið, talsverða aukningu á djúpsvefni og jafnvel þannig að svefn þrengi sér inn í vöku að degi til (3; 4). Ef svefnskorturinn er mikill getur viðkomandi jafnvel sofið og/eða sofnað óafvitandi.

Þannig getur svefnskortur valdið verulegri hættu þar sem menn stunda störf þar sem líf og heilsa sjálfra þeirra og/eða annarra er í húfi (5; 6). Í ljós hefur komið að við síbreytilega vaktavinnu, þar sem unnið er á mismunandi tímum, er sérstaklega mikil hætta á því að svefnskortur hafi þær afleiðingar að þreyta og syfja hlaðist upp (7; 8) með þeim afleiðingum að einstaklingurinn verður þreyttur og syfjaður, á erfitt með einbeitingu og athygli og sofnar jafnvel óafvitandi og kannski án þess að vita af því að hann hafi sofið. Þetta síðastnefnda er eðlilegt, vegna þess að einstaklingurinn tekur ekki eftir því að hann hafi sofnað nema svefninn vari að minnsta kosti í tvær til þrjár mínútur. Styttri svefn fer oftast fram hjá mönnum, en er engu að síður svefn með tilheyrandi meðvitundarleysi og skorti á viðbrögðum við umhverfisáreitum. Ef slíkt gerist þar sem menn þurfa á stöðugri athygli og árvekni að halda skapast að sjálfsögðu hættuástand.Rannsóknir sýna að þetta gerist hjá þeim sem starfa við að vakta tæki og vélar, hjá lestarstjórum á fullri ferð sem bera ábyrgð á mörg hundruð farþegum og jafnvel hjá flugmönnum í flugi, svo ekki sé minnst á ökumenn sem eru einir á ferð, sérstaklega að næturlagi. Í öllum slíkum tilvikum getur óafvitandi svefn, jafnvel þótt hann standi aðeins í örskamma stund, haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær menn vaka og hvenær þeir sofa. Þessi klukka stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum, sem hafa áhrif á framleiðslu hormónsins melatóníns, en það myndast í svokölluðum heilaköngli í heilanum og á mikinn þátt í að stýra svefni og vöku. Þannig verða reglubundnar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi mannsins á hverjum sólarhring. Hæfni manna til þess að leysa af hendi verk sín, árvekni þeirra, athygli og einbeiting er að talsverðu leyti háð tíma sólarhrings. Þekktar eru ýmsar breytingar á líkamsstarfseminni, svo sem breytingar á hitastigi og ýmsum hormónum sem eru háðar tíma sólarhrings, og einnig eru þekkt vandamál því samfara að reyna að sofa og vaka á öðrum tímum en líkamsklukkan segir til um. Kunnasta dæmið um slíkt er hin svokallaða „þotuveiki“ (jet-lag) sem er fyrst og fremst erfiðleikar við að sofna og vakna eftir langar flugferðir, oftast yfir mörg tímabelti, sérstaklega ef flogið er í austur.

Einnig kemur fyrir, einkum á meðal ungs fólks, að líkamsklukkan seinkar sér verulega og því fylgja erfiðleikar við að sofna að kvöldi og við að vakna að morgni. Sumt vaktavinnufólk upplifir jafnframt ámóta vandræði, þegar það þarf að skipta um vinnutíma/vaktir.

Flestir hafa líkamsklukku sem gengur með um það bil 25 klukkustunda takti, þannig að við 24 stunda sólarhring fer alltaf fram ákveðin tilfærsla. Þó er talsverður einstaklingsmunur hér á, eins og vikið verður að síðar, þannig að sumir hafa styttri dægursveiflu og aðrir lengri. Þetta hefur áhrif á getuna til þess að lagast að breytilegum vinnu- og svefntíma.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa stutta dægursveiflu og eru yfirleitt kvöldsvæfir og árrisulir eiga oft í erfiðleikum með síbreytilegan vinnutíma og vaktir. Þeir sem hafa langa dægursveiflu og geta auðveldlega vakað lengi á kvöldin og sofið fram eftir á morgnana ráða hins vegar betur við breytilegar vaktir og skiptingar á milli þeirra.

Áhrif vaktavinnu

Margar rannsóknir sýna að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri svefn á viku en aðrir, einnig að allt að 20% þess hóps kvartar um slæman svefn og að margir kvarta jafnframt um einbeitingarörðugleika og þreytu. Því er ljóst að rekja má algengustu erfiðleikana tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en að næturlagi.

Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt upp í stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar skiptingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu 5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil.(9)

Einstaklingsmunur

Rannsóknir sýna talsverðan einstaklingsmun í aðlögun að vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma (10). Ljóst er að vinnuskipulagið sjálft skiptir hér mestu máli, en aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar skipta einnig verulegu máli. Almennt virðist aðlögun að vaktavinnu verða erfiðari þegar fólk eldist og sérstaklega virðast erfiðleikarnir aukast þegar fólk er komið yfir fimmtugt (11; 12). Jafnframt virðist skipta máli hversu lengi einstaklingurinn hefur unnið breytilega vaktavinnu, þar sem menn virðast ekki venjast þessu fyrirkomulagi, heldur virðast erfiðleikarnir aukast eftir því sem lengur er unnið á þennan hátt. Margir vaktavinnumenn gefast því upp eftir nokkur ár, skipta jafnvel um vinnu og fara ef til vill í vaktavinnu aftur síðar á ævinni og a.m.k. í upphafi þolað þetta fyrirkomulag þokkalega. Því er ljóst að hér er um samspil að ræða á milli aldurs og reynslu, þar sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að reynslan er hér ekki til góðs, heldur þvert á móti (12).

Rannsóknir hafa einnig sýnt, að yfirleitt eiga konur erfiðara með að venjast vaktavinnu en karlar og þær finna til meiri svefntruflana og þreytu en þeir. Hugsanlega má rekja hluta þessa munar til lífeðlislegs mismunar karla og kvenna, en líklegast er þó að félagsleg staða og hlutverk kvenna í nútímasamfélagi ráði hér mestu um. Konur þurfa oftast að sinna heimili og börnum í mun meira mæli en karlar, þrátt fyrir fulla vinnu, og ná því ekki þeirri hvíld og svefni utan vinnutíma sem karlarnir fá. Jafnframt hefur reynslan sýnt að sumar konur sofa verr í kringum tíðir og að sjálfsögðu er mjög algengt að konur fái talsverðar svefntruflanir á meðgöngu. Einnig eru svefntruflanir hjá konum verulega auknar í kringum tíðahvörf. Því er ljóst að taka þarf tillit til þessara sérstöku tilvika þegar um konur í vaktavinnu er að ræða, og þurfa vaktakerfi helst að vera sveigjanleg þannig að þegar og ef tímabundin vandkvæði koma upp, sé hægt að bregðast við þeim á viðeigandi hátt með breyttum vinnutíma.

Þó virðist vera til lítill hópur manna sem lagast vel að síbreytilegum vinnutíma, en flest bendir þó til þess að slík vinnutilhögun verði sífellt erfiðari fyrir fólk þegar það eldist, hún sé erfiðari fyrir þá sem þurfa langan svefn og þá sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöldsvæfir (morgunhanar). Þó er hægt að finna leiðir til þess að bæta líðan og svefn vaktavinnumanna, en slíkt þarf þá að gera í tengslum við breytingar á vinnufyrirkomulagi og miðast við skipulag og eðli þeirra verka sem vinna á (13; 14; 15)

Félagslegar aðstæður og andlegt ástand

Reynslan sýnir að vaktavinna hentar verr þeim sem eru að eðlisfari kvíðnir og hafa tilhneygingu til að hafa áhyggjur. Hún hentar einnig verr þeim sem sem hafa neikvæð viðhorf til hennar (16) og hún getur átt þátt í að valda depurð og kvíða í nokkrum mæli (17).

Félagslegar aðstæður vaktavinnufólks skipta líka verulegu máli, varðandi aðlögun að síbreytilegu vinnufyrirkomulagi, þar sem komið hefur í ljós að á meðal vaktavinnumanna eiga sér stað félagsleg samskipti við færra fólk en tíðkast meðal annarra og oft verða samskiptin verri en meðal þeirra sem vinna dagvinnu. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki tækifæri til þess að hitta aðra, til dæmis ættingja og vini, í sama mæli og aðrir. Samskiptin innan kjarnafjölskyldunnar hafa einnig tilhneygingu til að versna og getur vaktavinnan leitt til þess að hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar breytist eða riðlist. Sá sem stundar vaktavinnu á ekki frí á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni, sér jafnvel ekki eigin börn dögum saman nema sofandi, getur kannski ekki tekið þátt í tómstundum fjölskyldunnar nema að takmörkuðu leyti og oft veldur þetta allt saman ákveðinni streitu í samskiptum á milli foreldra og barna og á milli maka. Kynlíf verður oft tilviljanakennt eða líður á annan hátt fyrir hinn síbreytilega vinnutíma. Einnig hafa rannsóknir sýnt að viðhorf maka vaktavinnumanns verða oft afar neikvæð gagnvart þessu vinnufyrirkomulagi, og telja makar oft að þar sé að leita rótanna að þeim erfiðleikum sem verða í hjónabandi og fjölskyldulífi (18).

Því miður skapast oft vítahringur sem erfitt getur reynst að rjúfa, a.m.k. ef vaktavinnumaðurinn og fjölskylda hans eru ekki vel á verði gagnvart hættunum. (19; 20).

Heilsa

Áhrif vaktavinnu á heilsufar, bæði líkamlegt og andlegt, hafa verið talsvert rannsökuð. Sumar rannsóknir sýna aukna tíðni áfengissýki á meðal vaktavinnumanna og flestar sýna mjög aukna tíðni svefntruflana og svefnlyfjanotkunar. Einnig hafa menn fundið aukna tíðni meltingarvandamála ýmisskonar sem eflaust eru fyrst og fremst streitutengd einkenni og sumir hafa jafnvel haldið fram kenningum um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þó eru niðurstöður nokkuð mótsagnakenndar varðandi síðasttalda atriðið (21). Ljóst er að til viðbótar við þá streituvalda, sem vinnan í sjálfri sér eða verkefnin skapa, getur vinnufyrirkomulag, þar sem upp hleðst þreyta og syfja, valdið mjög auknu álagi og sýna rannsóknir aukningu á hormóninu cortisoli, ásamt aukningu í almennri lífeðlislegri örvun hjá vaktavinnumönnum á erfiðum vöktum. (22)

Skipulag vaktavinnunnar

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða áhrif mismunandi skipulag síbreytilegrar vaktavinnu hefur. Menn hafa gert tilraunir þar sem reynt hefur verið að stytta og lengja vinnutarnir, þar sem athugað hefur verið hvernig best sé að skipta af einni vakt yfir á aðra og hvaða áhrif frítími hefur á frammistöðu manna í vinnu og almenna líðan þeirra.

Samanburður á 8 og 12 tíma vöktum hefur verið undir smásjánni og eru niðurstöður ekki einhlítar. Nokkrar rannsóknir gefa til kynna að 12 tíma vaktir séu mun vinsælli meðal starfsmanna, sérstaklega vegna hina löngu fría sem þeim fylgja, og bendir margt til þess að andleg og líkamleg heilsa starfsmanna geti batnað við slíkt fyrirkomulag (23; 24). Þó er rétt að taka fram að hér er um samanburð að ræða, þar sem hópur manna var færður af 8 tíma vöktum á 12 tíma vaktir, en 8 tíma síbreytilegar vaktir eru það fyrirkomulag sem verst hefur reynst. Því er samanburður af þessu tagi 12 tíma vöktunum í hag. Taka ber fram að einnig hefur komið í ljós að slysatíðni og líkur á mistökum aukast mjög verulega þegar komið er fram yfir 8 klukkustundir á 12 tíma vinnudegi, sérstaklega ef 12 tíma vaktin er að næturlagi. Líkur á mistökum og óhöppum breytast þannig lítið fyrstu 8 tímana, en taka síðan stökk upp á við eftir því sem lengra líður. Við val á 12 tíma vöktum þarf að taka tillit til kosta þeirra og galla og vega og meta hvort er mikilvægara, almenn ánægja starfsmanna með vinnufyrirkomulagið eða aukin hætta á mistökum.

Menn hafa borið saman mismunandi skipulag 8 stunda vakta með tilliti til þess hvernig skiptingar á milli vakta fara fram og komið hefur í ljós að versta líðanin tengist því að skipta um vaktir á móti klukkunni, þ.e. fara t.d. af kvöldvakt yfir á morgunvakt, eða af næturvakt yfir á kvöldvakt. (19) . Því eru nú flestir sammála um að skiptingar eigi helst að fara fram með klukkunni, þ.e. ef breyta á um vinnutíma sé heilladrýgst að seinka honum, þannig verði svefn með skásta móti og líkurnar á langvarandi svefnskorti og vandkvæðum minnki.

Eins og áður er komið fram tekur það líkamsklukkuna um 5-7 daga að laga sig algerlega að nýjum svefn- og vökutíma. Því er ákaflega óheppilegt að skipta um vinnutíma á viku fresti eins og algengt mun vera. Það leiðir til þess að svefn- og vökutakturinn er sífellt að breytast og nær aldrei að stöðvast. Þetta getur leitt til svefnvandamála sem geta orðið varanleg og verulegt vandamál sem þarfnast meðferðar. Mun skárra er að skipta örar um vaktir, þannig að dægursveiflan nái ekki að breytast að neinu marki. Þetta er mögulegt í vaktakerfum þar sem næturvaktir eru verulega færri en dag- eða kvöldvaktir, en erfiðara þar sem næturvaktirnar eru jafnmargar.

Þetta hefur verið rannsakað, og fylgst hefur verið með heilsu, og líðan starfsmanna, einnig svefni þeirra, og hefur komið í ljós að í flestum tilfellum eru örar skiptingar mun skárri og falla starfsmönnum betur í geð. (10) . Með því móti er komið í veg fyrir að dægursveifla einstaklingsins raskist verulega, en þó er þetta háð því að ekki séu margar næturvaktir í röð og því að einstaklingurinn standi vörð um svefntíma sinn, þannig að ekki verði um skrið á dægursveiflunni að ræða.

Vaktafyrirkomulagið sjálft getur því leitt til þess að svefn og hvíld skerðist og það getur leitt til minnkaðrar getu, athygli og árverkni í vinnu, syfja og þreyta hlaðast upp í hverri vinnutörn, ef hvíld er ekki næg og svefn of stuttur, og jafnframt geta skapast vandræði ef ekki næst að bæta upp í vaktafríi þann svefnskort sem síðasta vaktatörn hlóð upp. Þegar um er að ræða mikla aukavinnu, eins og stundum vill verða, verða ofangreind atriði enn alvarlegri og þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinna upp tapið. Þá hlýtur eitthvað undan að láta, heilsan brestur eða í vinnunni eru gerð mistök sem ekki verða aftur tekin.

Það verður því að gera þá kröfu til vaktavinnumanna, a.m.k. þeirra sem vaka yfir heilsu og öryggi annarra, að þeir fái ekki aðeins eðlilega hvíld á milli vakta, heldur einnig að þeir noti þau frí sem þeir fá til þess að hvíla sig, bæta sér upp svefn ef þurfa þykir og vari sig á hverskyns atferli sem vinnur gegn því að þeir geti sinnt störfum sínum af fullri athygli og með fullum afköstum.

Hvernig má bæta hin neikvæðu áhrif?

Hvað er þá hægt að gera til þess að draga sem mest úr slæmum áhrifum síbreytilegs vinnutíma? Rannsóknir hafa sýnt að eftirtalin atriði eru mikilvæg:
 1. fræða starfsmenn um áhrif vaktavinnu til að gera einstaklingum kleift að fyrirbyggja og/eða milda þessi áhrif
 2. koma í veg fyrir eða fækka sem kostur er vöktum sem sífellt eyðileggja eðlilegan svefntíma, þ.e. svefn á eðlilegum tíma sólarhrings
 3. breyta um vinnutíma með klukkunni, en ekki á móti henni, ef um t.d. þrískiptar vaktir er að ræða
 4. hafa sem mesta reglu á vaktabreytingum og skipulagi .
 5. fræða starfsmenn um svefn og svefnheilsufræði, þannig að þeir geti tryggt sér sem bestan svefn þegar þeir þurfa að sofa
 6. tryggja nægilega langa og góða hvíld og frí á milli vakta, þannig að ekki hlaðist upp þreyta og syfja (koma í veg fyrir aukavinnu sem kemur niður á hvíld)
 7. vanda sem mest til lýsingar á vinnustað þar sem unnið er á nóttunni, þar sem vitað er að framleiðsla melatóníns stöðvast af birtu.Þannig má stuðla að því að starfsmaðurinn verði betur vakandi þegar hann þarf á því að halda
 8. leggja sig stuttan tíma fyrir næturvakt. Það er betra en að leggja sig á vaktinni
 9. taka tillit til þess að vaktavinna eða síbreytilegur vinnutími og næturvinna er erfiðara fyrir þá sem eru kvöldsvæfir og árrisulir
 10. taka tillit til þess að svefn og dægursveifla breytist/styttist með hækkandi aldri og laga vinnufyrirkomulagið að þeim sem eiga orðið erfitt með skiptingar, gefa þeim eldri tækifæri til að hætta vaktavinnu ef mögulegt er
 11. gefa starfsmönnum tækifæri til þess að leggja sig stuttan stund á vaktinni, ef tækifæri er til, þetta bætir líðan þeirra, kemur í veg fyrir óafvitandi syfju, eykur árvekni og bætir athygli
 12. hafa næturvaktir sem fæstar í einu
Lokaorð

Hér hafa í stuttu máli verið tíundaðir kostir og gallar mismunandi tegunda vaktavinnu og reynt hefur verið að tengja þá umræðu við fyrirliggjandi vitneskju um svefn og dægursveiflur. Eins og fram hefur komið er ákaflega mismunandi hvernig vaktakerfi hentar hverjum vinnustað og hverju verkefni og verður að sjálfsögðu að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Engar algildar reglur eða leiðbeiningar eru til um hvað sé besta vaktakerfið og því er afar erfitt að meta fyrirfram kosti og galla mismunandi kerfa. Hinar almennu reglur sem tíundaðar hafa verið hér eru að sjálfsögðu mikilvægar við skipulagningu vaktavinnu, en brýnna er að fylgjast kerfisbundið með reynslunni af því kerfi sem er í notkun. Ef slíkt er gert er ekki nóg að spyrja fólk hvernig því líki vinnufyrirkomulagið, heldur er nauðsynlegt að fram fari kerfisbundin rannsókn á svefni og vökuástandi, að fylgst sé með svefnmynstri og dægursveiflum á löngu tímabili, ásamt því að meta á hlutlægan hátt líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem í kerfinu vinna. Þannig mætti fá svör við því hvernig kerfið reynist og í framhaldi af slíkri rannsókn má breyta og reyna að laga þá galla sem fram kæmu.

Heimildaskrá
1. Rechtsc11haffen, A., & Kales, A. (Eds.). (1968). A Manual of Standardized Terminology, techniques, and scoring system for Sleep Stages of Human Subjects . Los Angeles: Brain Information Service/Brain Research Institute, University of California at Los Angeles.

2. Dijk, D.J., Brunner, D.P., Beersma, D.G.M., & Borbely, A.A. (1990). Electroencephalogram power density and slow wave sleep as a function of prior waking and circadian phase. Sleep, 13(5), 430-440.

3. Gillberg, M., Andersen, I., & Akerstedt, T. (1991). Recovery within day-time sleep after slow wave sleep suppression. Electroencephalography and Clinical Neurophysiology, 78, 267-273.

4. Akerstedt, T., & Gillberg, M. (1986). Sleep duration and the power spectral density of the EEG. EEG Journal, 64, 119-122.

5. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1987). Sleepiness on the job:Continously measured changes in train drivers. Electroencephalography and Clin Neurophysiology, 66, 502-511.

6. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1988). Disturbed sleep while being on-call: an EEG study of ships’ engineers. Sleep, 11(1), 35-8.

7. Akerstedt, T., Kecklund, G., & Knutsson, A. (1991). Manifrest sleepiness and the spectral content of the EEG during shift work. Sleep, 14(3), 221-225.

8. Corsi-Cabrera, M., Ramos, J., Arce, C., Guevara, M.A., Ponce-de Leon, M., & Lorenzo, I. (1992). Changes in the waking EEG as a consequence of sleep and sleep deprivation [see comments]. Sleep, 15(6), 550-5.

9. Menna-Barreto L, Benedito-Silva Aa, Moreno Cr, Fischer Fm, & Marques N (1993). Individual differences in night and continuously-rotating shiftwork: seeking anticipatory rather than compensatory strategy. Ergonomics, 36(1-3), 135-40.

10. Parkes Kr (1994). Sleep patterns, shiftwork, and individual differences: a comparison of onshore and offshore control-room operators. Ergonomics, 37(5), 827-44.

11. Tepas Di, Duchon Jc, & Gersten Ah (1993). Shiftwork and the older worker. Experimental Aging Research, 19(4), 295-320.

12. Oginska H, Pokorski J, & Oginski A (1993). Gender, ageing, and shiftwork intolerance. Ergonomics, 36(1-3), 161-8.

13. Harma M (1993). Individual differences in tolerance to shiftwork: a review. [Review]. Ergonomics, 36(1-3), 101-9.

14. Folkard S, Totterdell P, Minors D, & Waterhouse J (1993). Dissecting circadian performance rhythms: implications for shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 283-8.

15. Vidacek S, Radosevic-Vidacek B, Kaliterna L, & Prizmic Z (1993). Individual differences in circadian rhythm parameters and short-term tolerance to shiftwork: a follow-up study. Ergonomics, 36(1-3), 117-23.

16. Iskra-Golec I (1993). The relationship between circadian, personality, and temperament characteristics and attitude towards shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 149-53.

17. Healy D, Minors Ds, & Waterhouse Jm (1993). Shiftwork, helplessness and depression. Journal of Affective Disorders, 29(1), 17-25.

18. Smith L, & Folkard S (1993). The perceptions and feelings of shiftworkers’ partners. Ergonomics, 36(1-3), 299-305.

19. Jaffe Mp, Smolensky Mh, & Wun Cc (1996). Sleep quality and physical and social well-being in North American petrochemical shift workers. Southern Medical Journal, 89(3), 305-12.

20. Escriba-Aguir V (1992). Nurses’ attitudes towards shiftwork and quality of life. Scandinavian Journal of Social Medicine, 20(2), 115-8.

21. McNamee R, Binks K, Jones S, Faulkner D, Slovak A, & Cherry Nm (1996). Shiftwork and mortality from ischaemic heart disease. Occupational & Environmental Medicine, 53(6), 367-73.

22. Fujiwara S, Shinkai S, Kurokawa Y, & Watanabe T (1992). The acute effects of experimental short-term evening and night shifts on human circadian rhythm: the oral temperature, heart rate, serum cortisol and urinary catecholamines levels. International Archives of Occupational & Environmental Health, 63(6), 409-18.

23. Williamson Am, Gower Cg, & Clarke Bc (1994). Changing the hours of shiftwork: a comparison of 8- and 12-hour shift rosters in a group of computer operators. Ergonomics, 37(2), 287-98.

24. Duchon Jc, Keran Cm, & Smith Tj (1994). Extended workdays in an underground mine: a work performance analysis. Human Factors, 36(2), 258-68.

Ennfremur var stuðst við eftirtaldar heimildir þó þeirra sé ekki sérstaklega getið í texta.

Folkard, S. & Monks, T.H. (Eds). Hours of work: Temporal factors in work scheduling. Chichester, John Wiley, 1985.

Thorpy, M.J. (ed). Handbook of sleep disorders. Marcel Dekker, Inc. New York, 1990.

23.jan. 2018 - 18:00

Litlu skrefin í átt að minni sykurneyslu

Það er ekkert launungarmál að margir neyta of mikils sykurs. Sykurneysla eykur líkur á þyngdaraukningu og tannskemmdum og getur auk þess aukið líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki, tegund 2. 
23.jan. 2018 - 08:00

Þetta má ekki gera við pasta og hrísgrjón – Getur valdið veikindum

Þegar kemur að eldamennsku getur verið erfitt að meta hversu mikið á að sjóða af pasta eða hrísgrjónum og því vill oft bera svo við að of mikið er soðið. Flestir ákveða þá að geyma afganginn þar til næsta dag. En það þarf að sýna ákveðna varúð ef það er gert því ef ekki er farið rétt að getur fólk veikst.
21.jan. 2018 - 08:00 Doktor.is

Hvað er blóðþrýstingur?

Hjartað er vöðvi á stærð við hnefa. Á einni mínútu slær hjartavöðvinn u.þ.b. 70 sinnum. Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem myndast þegar hjartað slær og dælir blóði út í blóðrásina. Þegar við metum blóðþrýsting mælum við þrýsting blóðs í útlimaslagæðum. 
19.jan. 2018 - 17:00 Doktor.is

Hvað er njálgur?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill bráðsmitandi sníkjuormur sem getur sýkt fólk á öllum aldri þótt hann sé algengastur í börnum. Barn sem sýkt er af njálg á því auðvelt með að smita t.d. aðra í fjölskyldunni.
15.jan. 2018 - 16:00 Doktor.is

Hvað er kíghósti?

Kíghósti er bakteríusýking sem veldur slæmum langvarandi hósta. Hann er nú sem fyrr hættulegur ef börn undir 6 mánaða aldri fá hann þar sem þau hafa þrengri loftvegi en eldri börn og seigt slímið gerir þeim erfitt að ná andanum. Sem betur fer eru alvarleg tilfelli kíghósta sjaldgæf. Er það að þakka skipulögðum bólusetningum og forvörnum gegn smiti.
14.jan. 2018 - 16:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Af hverju svitnum við á næturnar?

Mynd: Getty Nætursviti getur haft mikil áhrif á svefn okkar og líðan en margir kannast við að vakna upp reglulega á næturnar í rennandi blautu rúmi vegna svita. Nætursviti getur verið hættulaus en hann getur einnig verið einkenni fyrir eitthvað annað alvarlegra sem hrjáir þig.
12.jan. 2018 - 10:00 DV

Þetta ætti að vera á matseðlinum: Bættu heilsu og líðan með hollu mataræði

Það þarf ekki að vera flókið að bæta mataræði sitt en með breyttu mataræði getur þú minnkað hættuna á hjartaáfalli, haldið þér í kjörþyngd og styrkt ónæmiskerfi þitt. Á síðunni Healthland.time.com hafa nokkrir næringarfræðingar tekið saman 31 tegund matvæla sem allir ættu að neyta. Hér eru nokkur þeirra.
11.jan. 2018 - 12:00 Doktor.is

Eru bólusetningar hættulegar?

Engar fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum hafa skilað jafn miklum árangri og bólusetningar. Í dag er svo komið að bólusetningar hafa nánast útrýmt úr heiminum mörgum hættulegum sýkingum sem áður ollu dauða og örkumlum milljóna einstaklinga á hverju ári.
11.jan. 2018 - 08:00

Svona er hægt að losna undan lönguninni í óhollan mat

Langar þig enn í sætindi, salt og feitan mat? Kannski ertu búin(n) að vinna sigur á þessum þörfum sem eru oft ansi miklar svona rétt eftir jólin og allt það sem þeim fylgir. Hér eru nokkur ráð um hvernig er hægt að losna við þessar langanir og þannig taka stefnuna í átt að hollara lífi.
10.jan. 2018 - 21:00

Lauslæti getur verið gott

Í nýrri rannsókn kemur fram að þeir sem sofa regulega hjá án þess að vera í föstu sambandi eru afslappaðri og lausari við stress og andlegt álag. Fjallað hefur verið um rannsóknina í Time og Huffington Post. 

10.jan. 2018 - 19:00

Var 159 kíló og þurfti að kaupa tvö flugvélarsæti: Ótrúleg útlitsbreyting

Hin 24 ára gamla Amber Rose var lengi vel 159 kíló og þurfti ávallt að kaupa tvo miða flugmiða þegar hún fór í frí sökum stærðar sinnar. Hún lifði að eigin sögn á Maltesers súkkulaði kúlum og skyndibita. Það var ekki fyrr en að ókunnug kona á skemmtistað spurði hana hvað hún væri komin langt á leið að hún ákvað að snúa við blaðinu og hefur hún ekki litið til baka síðan.
10.jan. 2018 - 16:00

Karlar sem stunda mikla líkamsrækt verða fyrr sköllóttir

Þung lóð og prótínduft er að margra mati lykillinn að sterkum og velþjálfuðum líkama en fyrir karlmenn, sem eiga á hættu að fá skalla, er kannski rétt að hafa í huga að mikil líkamsrækt getur flýtt fyrir hármissi og skallamyndun.

10.jan. 2018 - 10:30 Doktor.is

Sótthiti barna – Hvenær er hætta á ferðum?

Hitastillir ungra barna er ekki fullþroskaður. Þetta þýðir að hitastig þeirra getur sveiflast upp og niður. Það þýðir einnig að hitastig barnsins verður fyrir áhrifum af innra og ytra umhverfi. Ef mjög heitt er í veðri er ráðlegt að vera á varðbergi og hafa barnið léttklætt.
05.jan. 2018 - 08:00

Ný rannsókn: Egg og beikon í morgunmat geta verið lykillinn að þyngdartapi

Líklegast eru ekki margir sem hafa trú á því að það að borða egg og beikon í morgunmat geti verið lykillinn að því að léttast en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar áströlsku rannsóknarstofnunarinnar CSIRO þá er það svo.
04.jan. 2018 - 10:30

Frumupokar gegn Alzheimer

Genagræddar frumur sem framleiða vaxtarefni fyrir taugafrumur eru settar í eins konar „tepoka“ sem hleypir inn næringarefnum þannig að frumurnar lifa og geta skipt sér.
Ný meðferð gegn Alzheimer hefur nú verið reynd á þremur sjúklingum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þykir lofa góðu. Aðferðinni má helst líkja við tepoka sem settur er í heitt vatn og bragðefnin berast þá út í vatnið, án þess að telaufin sjálf fylgi með. 
29.des. 2017 - 07:48

Ný uppgötvun sænskra vísindamanna: Innbyggð vigt líkamans getur skipt máli hvað varðar offitu

Sænskir vísindamenn hafa uppgötvað verkfæri í líkamanum sem stýrir þyngd okkar, einhverskonar innbyggðri vigt. En þessi innbyggða vigt ruglast og hættir að starfa eðlilega ef við sitjum of mikið ef vísindamennirnir hafa rétt fyrir sér.
27.des. 2017 - 20:00

Tíu leiðir til að komast í form

Það vilja flestir vera í góðu líkamlegu formi, þá sérstaklega á sumrin þegar fólk er léttklæddara. Karlmenn eru þar engin undantekning. Það eru þó til margar aðrar leiðir en að kaupa sér kort í líkamsræktarstöð og hanga inni að horfa á sjónvarpið á meðan þú hleypur á bretti eða ferð í stigvél. 
26.des. 2017 - 22:00

6 lífseigar mýtur um börn

1. Þið tengist ekki nema þú fáir barnið strax til þín. „Þessi mýta gengur út frá því að við fáum aðeins eitt tækifæri til að verða góð mamma. Fyrstu augnablikin eru mikilvæg en sambandið ykkar á milli lifir út ævina,“ segir Rosenberg.
26.des. 2017 - 20:00

8 fæðutegundir fyrir útlitið

Langar þig að bæta útlitið án þess að fjárfesta í ógrynni af dýrum kremum? Mataræðið hefur ekki einungis áhrif á heilsuna, heldur útlitið sömuleiðis. Þessar átta fæðutegundir hafa yngjandi og hreinsandi áhrif á húðina, góð áhrif á augnsvæði og verka á heilnæma upplyftingu líkamans almennt. Lífgaðu upp á útlitið með því að bæta þessari ofurfæðu við daglegt mataræði. 
26.des. 2017 - 12:00

Bestu og verstu ávextirnir: Tíu ávextir sem þú ættir að háma í þig og níu sem þú ættir að neyta í hófi

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
25.des. 2017 - 16:00

Mikið súkkulaðiát er hollt

Mikil neysla á súkkulaði minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um einn þriðja samkvæmt rannsókn á yfir 114 þúsund sjúklingum.
23.des. 2017 - 12:00

Fimm náttúrulegar aðferðir til að bæta kynhvötina

Það er fullkomnlega eðilegt að vera ekki alltaf í stuði fyrir kynlíf enda geta ótal hlutir haft neikvæð áhrif á kynhvötina. Hins vegar, ef þú vilt bæta náttúru þína, getur þú skoðað eftirfarandi lista. Kannski er auðveldara að koma þér af stað aftur en þú heldur – og það án lyfja. Hér eru fimm náttúrulegar leiðir til að auka áhuga á bólleikfiminni en listinn birtist fyrst í tímaritinu Healthy Women.
22.des. 2017 - 20:00

Það er eitthvað annað en kuldi sem veldur kvefi

Fólk tengir oftast kvef við kulda og vetrartímann, enda er tíðni slíkra veikinda hærri þegar kalt er í veðri. Þegar betur er að gáð er það í raun ekki kuldinn sem veldur upptökum kvefsins, heldur veira. Hvers vegna smitumst við þá frekar yfir vetrartímann? 
22.des. 2017 - 17:00

Svona geturðu bætt heilsu þína og það á aðeins tíu sekúndum

Tímaritið Women's Health Magazine tók saman lista yfir ráð sem bæta heilsu þína á tíu sekúndum hvert. Tíu atriði sem gætu virst smávægileg en skipta máli í stóra samhenginu.
18.des. 2017 - 12:30 Doktor.is

Rafrettan og heilsan

Á einu ári hafa rafrettur orðið gríðarlega áberandi í samfélaginu. Saga gufureykinga er aldagömul en rafrettur komu fyrst á markaðinn fyrir um 10 árum,þróaðar af kínverska lyfjafræðingnum Hon Lik til að hjálpa sér að hætta að reykja.
12.des. 2017 - 16:00

Betra líf á tíu sekúndum

Tímaritið Women's Health Magazine tók saman lista yfir ráð sem bæta heilsu þína á tíu sekúndum hvert. Tíu atriði sem gætu virst smávægileg en skipta máli í stóra samhenginu.
11.des. 2017 - 15:30 Doktor.is

Góð ráð til að hætta að reykja

Hvað á ég að gera? Það er áríðandi að gera sér ljóst, hvers vegna vilji er á að hætta að reykja. Skrifið niður ástæðurnar – Þá er hægt að grípa til þeirra ef á þarf að halda. Veljið aðferðina við að hætta – smátt og smátt eða þegar í stað.
09.des. 2017 - 18:30

Egg stuðla að betri svefni

Svefnvandamál eru mjög algeng og oft er erfitt að eiga við þau. Sum fæða er sögð stuðla að betri svefni. Egg eru þar á meðal en þau innihalda meðal annars amínósýrur sem örva frumur sem framleiða boðefnið órexín. 
09.des. 2017 - 09:00

Bestu og verstu ávextirnir

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
08.des. 2017 - 20:00 Doktor.is

Athyglisbrestur, athyglisbrestur með ofvirkni, kækir, árátta og þráhyggja

Hér er fjallað um hegðunar- og þroskaraskanir hjá grunnskólabörnum. Þær innihalda almennar upplýsingar þar sem tilgangurinn er að miðla upplýsingum um viðfangsefnið svo lesandinn verði betur í stakk búinn til að leita nánari leiðbeininga en ávallt skal leita til sérfræðinga um atriði sem tengjast ákveðnum einstaklingum.
07.des. 2017 - 22:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Fór úr stærð 22 niður í stærð 10 með breyttu mataræði

 Mynd/Mercury Kona sem lagði það í vana sinn að borðaði um tuttugu og einn hamborgara í hverri viku hefur nú lagt gríðarlega mikið af eftir að hún tók til í mataræði sínu.
03.des. 2017 - 22:00

Það sem ananas gerir fyrir kynlíf

Mataræði karlmanna getur svo sannarlega haft áhrif á bragð sæðis. Fyrir þá sem stunda munnmök eru til ráð við því að gera endalok munnmaka „sætari.“ Sæði er basískt frá náttúrunnar hendi og bragðið eftir því. Ekki þykir öllum það bragðgott, en karlmenn sem borða mikið af ananas framleiða sætara sæði en ella.
03.des. 2017 - 12:00

Þetta skaltu borða eftir líkamsrækt

Það er afar mikilvægt að borða eftir að hafa stundað líkamsrækt því við hreyfingu tapar líkaminn mikilli orku. Ef hún er ekki endurnýjuð, og þá helst innan tveggja klukkutíma frá því að hreyfingin var stunduð, er hætta á að vöðvarnir jafni sig ekki fyllilega eftir átökin og púlið verði því til einskis.
02.des. 2017 - 22:00

Það getur reynst hættulegt að raka sig á kynfærasvæði

Rakstur á skapahárum bæði kvenna og karla hefur aukist til muna á undanförnum árum með aukinni áhættu á sýkingu. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Today health, þá hefur tilfellum fjölgað á bráðamóttökum þar sem einstaklingar leita aðstoðar vegna sýkingar á kynfærasvæði vegna raksturs.

02.des. 2017 - 19:00

Þetta ætti að vera á matseðlinum

Það þarf ekki að vera flókið að bæta mataræði sitt en með breyttu mataræði getur þú minnkað hættuna á hjartaáfalli, haldið þér í kjörþyngd og styrkt ónæmiskerfi þitt. 
02.des. 2017 - 11:00

Hvernig losna á við þynnku

Það eru ef til vill nokkrir sem hafa drukkið einum of mikið í gær og vöknuðu með höfuðverk og tilheyrandi óþægindi í morgun. Hver kannast ekki við að segjast aldrei ætla að drekka áfengi aftur daginn eftir djamm? 
02.des. 2017 - 10:00 Doktor.is

Allt sem þú þarft að vita um barnaexem

Tegundir exems eru fjölmargar. Hjá börnum nefnist algengasta exemið barnaexem, en það er stundum ranglega nefnt ofnæmisexem. Á ensku er barnaexem nefnt „atopic dermatitis“ en á Norðurlöndum „börneeksem“ eða „böjveckseksem“.

01.des. 2017 - 21:00

Er hægt að sofa of mikið?

Flestir vita að of lítill svefn getur valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum, en er hægt að sofa of mikið? 
Ný rannsókn gefur til kynna að of mikill svefn valdi jafn alvarlegum vandamálum og of lítill svefn. 
Rannsóknin var framkvæmd á Centers for Disease Control í Bandaríkjunum.
30.nóv. 2017 - 11:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Sex einkenni streitu

Mynd: Getty Mannslíkaminn er ótrúlega magnaður og þegar eitthvað amar að honum þá lætur hann okkur vita með því að framkalla ákveðin merki. Þegar við erum undir álagi getur líkami okkar farið að sýna ýmis líkamleg einkenni til þess að láta okkur vita að streita sé farin að hrjá okkur.
29.nóv. 2017 - 19:00

Er ástvinur þinn þunglyndur?

Þjáist maki þinn eða annar ástvinur af þunglyndi? Einn daginn er allt í lagi en þann næsta virkar hann niðurdreginn og fjarlægur. Finnst þér þú ekki vita hvernig þú getur sýnt honum væntumþykju? Andleg veikindi eru jafn raunveruleg og líkamleg veikindi.
29.nóv. 2017 - 10:00

10 einkenni sem gætu bent til þess að þú sért með krabbamein

Hnútur í brjóstinu, skyndilegt þyngdartap og blóðugar hægðir. Við teljum okkur öll þekkja einkenni krabbameins en staðreyndin er sú að við gerum það ekki, flest að minnsta kosti. Það margborgar sig að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar heilsa manns er í húfi og það gæti bjargað lífi þínu að fara til læknis, vakni minnsti grunur um eitthvað óeðlilegt.
28.nóv. 2017 - 13:30

Hollur fangamatur dregur úr ofbeldi

Hvítt brauð, pylsur og feitar súður gætu verið á útleið úr fangelsum. Þessi matur eykur ofbeldi.
Enskir vísindamenn kynnu að hafa uppgötvað ódýra en áhrifaríka leið til að draga úr ofbeldi: góðan og hollan mat, ásamt vítamínum og fæðubótarefnum. Sálfræðingurinn Bernard Gesch sýndi þegar árið 2002 fram á að fæðubótarefni, svo sem B-vítamín, omega-3-fitusýrur úr fiski og steinefni, geta dregið úr ofbeldi meðal ungra afbrotamanna um allt að 40%. 
28.nóv. 2017 - 12:00

Áhugaverð tilraun tvíbura: Annar sleppti sykri og hinn fitu

Eineggja tvíburarnir og læknarnir Alexander og Chris Van Tulleken tóku þátt í tilraunaverkefni sem er fjallað um í heimildaþáttaröðinni Horizon á bresku sjónvarpsstöðinni BBC2. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hvort kolvetni eða fita væri verra fyrir líkamann.
27.nóv. 2017 - 13:00

Glímir þú við skammdegisþunglyndi?

Skammdegisþunglyndi er árstíðabundið ástand sem hefst að hausti þegar daginn tekur að stytta og lýkur að vori þegar daginn tekur að lengja á ný. Í raun og veru er skammdegisþunglyndi ekki frábrugðið annars konar þunglyndi, nema að það er bundið við ákveðna árstíð.
26.nóv. 2017 - 20:00

Furðulegar staðreyndir um drauma

Draumar eru oft á tíðum einkennileg fyrirbæri og margir telja að þeir séu fyrirboðar einhvers - góðs eða ills. Hér að neðan gefur að líta ýmsar einkennilegar staðreyndir um drauma.
26.nóv. 2017 - 18:00

Er kynlífið þreytt? Níu frábær frygðaraukandi ráð sérfræðinganna

Þegar nýjabrumið er horfið úr sambandinu er hætta á að kynlífið verði litlaust og rútínukennt. Nokkrir af helstu kynlífsfræðingum heims gefa hér sitt uppáhalds ráð svo pör geti haldið áfram að njóta vills kynlífs til hins ýtrasta.
26.nóv. 2017 - 09:00

10 atriði sem læknirinn segir þér ekki

Margar barnshafandi konur upplifa þörf til að taka til og gera fínt fyrir komu barnsins. Sumar ráðast meira að segja í verkefni sem þær hafa frestað svo árum skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða geymslum. Eftir því sem styttist í komu barnsins verður líklegra að þú farir að þrífa veggi og skápa að innanverðu — eitthvað sem þú hefðir aldrei hugleitt að gera áður en þú varðst ófrísk. Taktu þessari tiltektarþörf fagnandi því hún gefur þér meiri tíma til að jafna þig og kynnast barninu þínu eftir fæðingu. Passaðu þig bara að ofreyna þig ekki.
23.nóv. 2017 - 08:00

Þrír kaffibollar á dag gera meira gagn en ógagn

Fólk sem drekkur þrjá til fjóra bolla af kaffi á dag er líklegra til að finna fyrir jákvæðum heilsufarsáhrifum en þeir sem ekki drekka kaffi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á rúmlega 200 eldri rannsóknum á áhrifum kaffidrykkju á fólk. Niðurstöðurnar sýna að kaffidrykkja dregur úr líkunum á hjartasjúkdómum, sykursýki, lifrarsjúkdómum, elliglöpum og sumum tegundum krabbameins.
19.nóv. 2017 - 17:30

Fimm ástæður til að drekka kaffi

Næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Glenn Matten vill hreinsa kaffi af ásökunum um að vera óhollt fyrir heilsuna. Í grein sem hann ritar á Huffington Post segir hann það allt of algengt að öfgafullir næringarfræðingar hendi fram vandræðalegum staðreyndum um neysluvenjur, hvað sé að best að innbyrða og hvað beri að forðast.
19.nóv. 2017 - 15:00

Töfrafræin ótrúlegu

Chia-fræ hafa verið vinsæl meðal þeirra sem hugsa um heilsuna enda eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næringarfræðinnar. Tilurð fræjanna er talið mega rekja allt aftur til 3.500 fyrir Krist en þau eru talin hafa verið hluti af fæðu Maja og Asteka. 

Pressupennar
vinsælt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Fleiri pressupennar