26. sep. 2017 - 19:00Doktor.is

Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn

Lengi hefur verið ljóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan ljóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnufyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, ásamt aldri og heilsufari einstaklings. Hér á eftir verður fjallað í mjög stuttu máli um megináhrif vaktavinnu á svefn, líðan og heilsu starfsmanna, og verður lögð áhersla á niðurstöður rannsókna, sem hafa almennt gildi varðandi skipulag vaktavinnu af ýmsu tagi. Þessar niðurstöður verða tengdar staðreyndum um svefn og dægursveiflur, en flestir eru nú sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu er mikilvægast þegar áhrif vaktavinnu eru skoðuð.

Svefn og dægursveiflur

Veigamesti þátturinn hvað varðar áhrif vaktavinnu á andlega og líkamlega líðan manna, er hvort einstaklingurinn nær að sofa a.m.k. hluta af svefni sínum á venjulegum svefntíma, þ.e. á nóttunni. Svefninn er ákaflega reglulegt fyrirbæri og stjórnast að verulegu leyti af fyrri vöku og tíma sólarhrings. Þannig eru líkur á svefni auknar ef lengi hefur verið vakað og einnig eru auknar líkur á svefni á ákveðnum tímum sólarhrings, þegar líkamshiti er lægstur og önnur starfsemi í lágmarki. Svefninn skiptist í ákveðin svefnstig, sem eru ákvörðuð út frá heilarafriti og hefur hann nánast sömu uppbyggingu og form hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir. Hver nótt skiptist þannig á milli hinna fimm svefnstiga, þar sem um 1% næturinnar er á svefnstigi 1, sem er léttasti svefninn, um 50% á svefnstigi 2, um 20% á svefnstigum 3 og 4 og um 25% í svokölluðum draumsvefni, eða REM-svefni (1).

Álitið er að REM-svefnog djúpsvefn (svefnstig 3 og 4), séu mikilvægustu svefnstigin, enda kemur í ljós að ef þau eru stytt t.d. eina nótt, verður aukning á þeim næstu nótt eða nætur (2). Þannig má einnig sjá hjá þeim sem sofa að jafnaði of lítið, talsverða aukningu á djúpsvefni og jafnvel þannig að svefn þrengi sér inn í vöku að degi til (3; 4). Ef svefnskorturinn er mikill getur viðkomandi jafnvel sofið og/eða sofnað óafvitandi.

Þannig getur svefnskortur valdið verulegri hættu þar sem menn stunda störf þar sem líf og heilsa sjálfra þeirra og/eða annarra er í húfi (5; 6). Í ljós hefur komið að við síbreytilega vaktavinnu, þar sem unnið er á mismunandi tímum, er sérstaklega mikil hætta á því að svefnskortur hafi þær afleiðingar að þreyta og syfja hlaðist upp (7; 8) með þeim afleiðingum að einstaklingurinn verður þreyttur og syfjaður, á erfitt með einbeitingu og athygli og sofnar jafnvel óafvitandi og kannski án þess að vita af því að hann hafi sofið. Þetta síðastnefnda er eðlilegt, vegna þess að einstaklingurinn tekur ekki eftir því að hann hafi sofnað nema svefninn vari að minnsta kosti í tvær til þrjár mínútur. Styttri svefn fer oftast fram hjá mönnum, en er engu að síður svefn með tilheyrandi meðvitundarleysi og skorti á viðbrögðum við umhverfisáreitum. Ef slíkt gerist þar sem menn þurfa á stöðugri athygli og árvekni að halda skapast að sjálfsögðu hættuástand.Rannsóknir sýna að þetta gerist hjá þeim sem starfa við að vakta tæki og vélar, hjá lestarstjórum á fullri ferð sem bera ábyrgð á mörg hundruð farþegum og jafnvel hjá flugmönnum í flugi, svo ekki sé minnst á ökumenn sem eru einir á ferð, sérstaklega að næturlagi. Í öllum slíkum tilvikum getur óafvitandi svefn, jafnvel þótt hann standi aðeins í örskamma stund, haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær menn vaka og hvenær þeir sofa. Þessi klukka stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum, sem hafa áhrif á framleiðslu hormónsins melatóníns, en það myndast í svokölluðum heilaköngli í heilanum og á mikinn þátt í að stýra svefni og vöku. Þannig verða reglubundnar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi mannsins á hverjum sólarhring. Hæfni manna til þess að leysa af hendi verk sín, árvekni þeirra, athygli og einbeiting er að talsverðu leyti háð tíma sólarhrings. Þekktar eru ýmsar breytingar á líkamsstarfseminni, svo sem breytingar á hitastigi og ýmsum hormónum sem eru háðar tíma sólarhrings, og einnig eru þekkt vandamál því samfara að reyna að sofa og vaka á öðrum tímum en líkamsklukkan segir til um. Kunnasta dæmið um slíkt er hin svokallaða „þotuveiki“ (jet-lag) sem er fyrst og fremst erfiðleikar við að sofna og vakna eftir langar flugferðir, oftast yfir mörg tímabelti, sérstaklega ef flogið er í austur.

Einnig kemur fyrir, einkum á meðal ungs fólks, að líkamsklukkan seinkar sér verulega og því fylgja erfiðleikar við að sofna að kvöldi og við að vakna að morgni. Sumt vaktavinnufólk upplifir jafnframt ámóta vandræði, þegar það þarf að skipta um vinnutíma/vaktir.

Flestir hafa líkamsklukku sem gengur með um það bil 25 klukkustunda takti, þannig að við 24 stunda sólarhring fer alltaf fram ákveðin tilfærsla. Þó er talsverður einstaklingsmunur hér á, eins og vikið verður að síðar, þannig að sumir hafa styttri dægursveiflu og aðrir lengri. Þetta hefur áhrif á getuna til þess að lagast að breytilegum vinnu- og svefntíma.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa stutta dægursveiflu og eru yfirleitt kvöldsvæfir og árrisulir eiga oft í erfiðleikum með síbreytilegan vinnutíma og vaktir. Þeir sem hafa langa dægursveiflu og geta auðveldlega vakað lengi á kvöldin og sofið fram eftir á morgnana ráða hins vegar betur við breytilegar vaktir og skiptingar á milli þeirra.

Áhrif vaktavinnu

Margar rannsóknir sýna að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri svefn á viku en aðrir, einnig að allt að 20% þess hóps kvartar um slæman svefn og að margir kvarta jafnframt um einbeitingarörðugleika og þreytu. Því er ljóst að rekja má algengustu erfiðleikana tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en að næturlagi.

Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt upp í stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar skiptingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu 5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil.(9)

Einstaklingsmunur

Rannsóknir sýna talsverðan einstaklingsmun í aðlögun að vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma (10). Ljóst er að vinnuskipulagið sjálft skiptir hér mestu máli, en aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar skipta einnig verulegu máli. Almennt virðist aðlögun að vaktavinnu verða erfiðari þegar fólk eldist og sérstaklega virðast erfiðleikarnir aukast þegar fólk er komið yfir fimmtugt (11; 12). Jafnframt virðist skipta máli hversu lengi einstaklingurinn hefur unnið breytilega vaktavinnu, þar sem menn virðast ekki venjast þessu fyrirkomulagi, heldur virðast erfiðleikarnir aukast eftir því sem lengur er unnið á þennan hátt. Margir vaktavinnumenn gefast því upp eftir nokkur ár, skipta jafnvel um vinnu og fara ef til vill í vaktavinnu aftur síðar á ævinni og a.m.k. í upphafi þolað þetta fyrirkomulag þokkalega. Því er ljóst að hér er um samspil að ræða á milli aldurs og reynslu, þar sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að reynslan er hér ekki til góðs, heldur þvert á móti (12).

Rannsóknir hafa einnig sýnt, að yfirleitt eiga konur erfiðara með að venjast vaktavinnu en karlar og þær finna til meiri svefntruflana og þreytu en þeir. Hugsanlega má rekja hluta þessa munar til lífeðlislegs mismunar karla og kvenna, en líklegast er þó að félagsleg staða og hlutverk kvenna í nútímasamfélagi ráði hér mestu um. Konur þurfa oftast að sinna heimili og börnum í mun meira mæli en karlar, þrátt fyrir fulla vinnu, og ná því ekki þeirri hvíld og svefni utan vinnutíma sem karlarnir fá. Jafnframt hefur reynslan sýnt að sumar konur sofa verr í kringum tíðir og að sjálfsögðu er mjög algengt að konur fái talsverðar svefntruflanir á meðgöngu. Einnig eru svefntruflanir hjá konum verulega auknar í kringum tíðahvörf. Því er ljóst að taka þarf tillit til þessara sérstöku tilvika þegar um konur í vaktavinnu er að ræða, og þurfa vaktakerfi helst að vera sveigjanleg þannig að þegar og ef tímabundin vandkvæði koma upp, sé hægt að bregðast við þeim á viðeigandi hátt með breyttum vinnutíma.

Þó virðist vera til lítill hópur manna sem lagast vel að síbreytilegum vinnutíma, en flest bendir þó til þess að slík vinnutilhögun verði sífellt erfiðari fyrir fólk þegar það eldist, hún sé erfiðari fyrir þá sem þurfa langan svefn og þá sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöldsvæfir (morgunhanar). Þó er hægt að finna leiðir til þess að bæta líðan og svefn vaktavinnumanna, en slíkt þarf þá að gera í tengslum við breytingar á vinnufyrirkomulagi og miðast við skipulag og eðli þeirra verka sem vinna á (13; 14; 15)

Félagslegar aðstæður og andlegt ástand

Reynslan sýnir að vaktavinna hentar verr þeim sem eru að eðlisfari kvíðnir og hafa tilhneygingu til að hafa áhyggjur. Hún hentar einnig verr þeim sem sem hafa neikvæð viðhorf til hennar (16) og hún getur átt þátt í að valda depurð og kvíða í nokkrum mæli (17).

Félagslegar aðstæður vaktavinnufólks skipta líka verulegu máli, varðandi aðlögun að síbreytilegu vinnufyrirkomulagi, þar sem komið hefur í ljós að á meðal vaktavinnumanna eiga sér stað félagsleg samskipti við færra fólk en tíðkast meðal annarra og oft verða samskiptin verri en meðal þeirra sem vinna dagvinnu. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki tækifæri til þess að hitta aðra, til dæmis ættingja og vini, í sama mæli og aðrir. Samskiptin innan kjarnafjölskyldunnar hafa einnig tilhneygingu til að versna og getur vaktavinnan leitt til þess að hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar breytist eða riðlist. Sá sem stundar vaktavinnu á ekki frí á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni, sér jafnvel ekki eigin börn dögum saman nema sofandi, getur kannski ekki tekið þátt í tómstundum fjölskyldunnar nema að takmörkuðu leyti og oft veldur þetta allt saman ákveðinni streitu í samskiptum á milli foreldra og barna og á milli maka. Kynlíf verður oft tilviljanakennt eða líður á annan hátt fyrir hinn síbreytilega vinnutíma. Einnig hafa rannsóknir sýnt að viðhorf maka vaktavinnumanns verða oft afar neikvæð gagnvart þessu vinnufyrirkomulagi, og telja makar oft að þar sé að leita rótanna að þeim erfiðleikum sem verða í hjónabandi og fjölskyldulífi (18).

Því miður skapast oft vítahringur sem erfitt getur reynst að rjúfa, a.m.k. ef vaktavinnumaðurinn og fjölskylda hans eru ekki vel á verði gagnvart hættunum. (19; 20).

Heilsa

Áhrif vaktavinnu á heilsufar, bæði líkamlegt og andlegt, hafa verið talsvert rannsökuð. Sumar rannsóknir sýna aukna tíðni áfengissýki á meðal vaktavinnumanna og flestar sýna mjög aukna tíðni svefntruflana og svefnlyfjanotkunar. Einnig hafa menn fundið aukna tíðni meltingarvandamála ýmisskonar sem eflaust eru fyrst og fremst streitutengd einkenni og sumir hafa jafnvel haldið fram kenningum um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þó eru niðurstöður nokkuð mótsagnakenndar varðandi síðasttalda atriðið (21). Ljóst er að til viðbótar við þá streituvalda, sem vinnan í sjálfri sér eða verkefnin skapa, getur vinnufyrirkomulag, þar sem upp hleðst þreyta og syfja, valdið mjög auknu álagi og sýna rannsóknir aukningu á hormóninu cortisoli, ásamt aukningu í almennri lífeðlislegri örvun hjá vaktavinnumönnum á erfiðum vöktum. (22)

Skipulag vaktavinnunnar

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða áhrif mismunandi skipulag síbreytilegrar vaktavinnu hefur. Menn hafa gert tilraunir þar sem reynt hefur verið að stytta og lengja vinnutarnir, þar sem athugað hefur verið hvernig best sé að skipta af einni vakt yfir á aðra og hvaða áhrif frítími hefur á frammistöðu manna í vinnu og almenna líðan þeirra.

Samanburður á 8 og 12 tíma vöktum hefur verið undir smásjánni og eru niðurstöður ekki einhlítar. Nokkrar rannsóknir gefa til kynna að 12 tíma vaktir séu mun vinsælli meðal starfsmanna, sérstaklega vegna hina löngu fría sem þeim fylgja, og bendir margt til þess að andleg og líkamleg heilsa starfsmanna geti batnað við slíkt fyrirkomulag (23; 24). Þó er rétt að taka fram að hér er um samanburð að ræða, þar sem hópur manna var færður af 8 tíma vöktum á 12 tíma vaktir, en 8 tíma síbreytilegar vaktir eru það fyrirkomulag sem verst hefur reynst. Því er samanburður af þessu tagi 12 tíma vöktunum í hag. Taka ber fram að einnig hefur komið í ljós að slysatíðni og líkur á mistökum aukast mjög verulega þegar komið er fram yfir 8 klukkustundir á 12 tíma vinnudegi, sérstaklega ef 12 tíma vaktin er að næturlagi. Líkur á mistökum og óhöppum breytast þannig lítið fyrstu 8 tímana, en taka síðan stökk upp á við eftir því sem lengra líður. Við val á 12 tíma vöktum þarf að taka tillit til kosta þeirra og galla og vega og meta hvort er mikilvægara, almenn ánægja starfsmanna með vinnufyrirkomulagið eða aukin hætta á mistökum.

Menn hafa borið saman mismunandi skipulag 8 stunda vakta með tilliti til þess hvernig skiptingar á milli vakta fara fram og komið hefur í ljós að versta líðanin tengist því að skipta um vaktir á móti klukkunni, þ.e. fara t.d. af kvöldvakt yfir á morgunvakt, eða af næturvakt yfir á kvöldvakt. (19) . Því eru nú flestir sammála um að skiptingar eigi helst að fara fram með klukkunni, þ.e. ef breyta á um vinnutíma sé heilladrýgst að seinka honum, þannig verði svefn með skásta móti og líkurnar á langvarandi svefnskorti og vandkvæðum minnki.

Eins og áður er komið fram tekur það líkamsklukkuna um 5-7 daga að laga sig algerlega að nýjum svefn- og vökutíma. Því er ákaflega óheppilegt að skipta um vinnutíma á viku fresti eins og algengt mun vera. Það leiðir til þess að svefn- og vökutakturinn er sífellt að breytast og nær aldrei að stöðvast. Þetta getur leitt til svefnvandamála sem geta orðið varanleg og verulegt vandamál sem þarfnast meðferðar. Mun skárra er að skipta örar um vaktir, þannig að dægursveiflan nái ekki að breytast að neinu marki. Þetta er mögulegt í vaktakerfum þar sem næturvaktir eru verulega færri en dag- eða kvöldvaktir, en erfiðara þar sem næturvaktirnar eru jafnmargar.

Þetta hefur verið rannsakað, og fylgst hefur verið með heilsu, og líðan starfsmanna, einnig svefni þeirra, og hefur komið í ljós að í flestum tilfellum eru örar skiptingar mun skárri og falla starfsmönnum betur í geð. (10) . Með því móti er komið í veg fyrir að dægursveifla einstaklingsins raskist verulega, en þó er þetta háð því að ekki séu margar næturvaktir í röð og því að einstaklingurinn standi vörð um svefntíma sinn, þannig að ekki verði um skrið á dægursveiflunni að ræða.

Vaktafyrirkomulagið sjálft getur því leitt til þess að svefn og hvíld skerðist og það getur leitt til minnkaðrar getu, athygli og árverkni í vinnu, syfja og þreyta hlaðast upp í hverri vinnutörn, ef hvíld er ekki næg og svefn of stuttur, og jafnframt geta skapast vandræði ef ekki næst að bæta upp í vaktafríi þann svefnskort sem síðasta vaktatörn hlóð upp. Þegar um er að ræða mikla aukavinnu, eins og stundum vill verða, verða ofangreind atriði enn alvarlegri og þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinna upp tapið. Þá hlýtur eitthvað undan að láta, heilsan brestur eða í vinnunni eru gerð mistök sem ekki verða aftur tekin.

Það verður því að gera þá kröfu til vaktavinnumanna, a.m.k. þeirra sem vaka yfir heilsu og öryggi annarra, að þeir fái ekki aðeins eðlilega hvíld á milli vakta, heldur einnig að þeir noti þau frí sem þeir fá til þess að hvíla sig, bæta sér upp svefn ef þurfa þykir og vari sig á hverskyns atferli sem vinnur gegn því að þeir geti sinnt störfum sínum af fullri athygli og með fullum afköstum.

Hvernig má bæta hin neikvæðu áhrif?

Hvað er þá hægt að gera til þess að draga sem mest úr slæmum áhrifum síbreytilegs vinnutíma? Rannsóknir hafa sýnt að eftirtalin atriði eru mikilvæg:
 1. fræða starfsmenn um áhrif vaktavinnu til að gera einstaklingum kleift að fyrirbyggja og/eða milda þessi áhrif
 2. koma í veg fyrir eða fækka sem kostur er vöktum sem sífellt eyðileggja eðlilegan svefntíma, þ.e. svefn á eðlilegum tíma sólarhrings
 3. breyta um vinnutíma með klukkunni, en ekki á móti henni, ef um t.d. þrískiptar vaktir er að ræða
 4. hafa sem mesta reglu á vaktabreytingum og skipulagi .
 5. fræða starfsmenn um svefn og svefnheilsufræði, þannig að þeir geti tryggt sér sem bestan svefn þegar þeir þurfa að sofa
 6. tryggja nægilega langa og góða hvíld og frí á milli vakta, þannig að ekki hlaðist upp þreyta og syfja (koma í veg fyrir aukavinnu sem kemur niður á hvíld)
 7. vanda sem mest til lýsingar á vinnustað þar sem unnið er á nóttunni, þar sem vitað er að framleiðsla melatóníns stöðvast af birtu.Þannig má stuðla að því að starfsmaðurinn verði betur vakandi þegar hann þarf á því að halda
 8. leggja sig stuttan tíma fyrir næturvakt. Það er betra en að leggja sig á vaktinni
 9. taka tillit til þess að vaktavinna eða síbreytilegur vinnutími og næturvinna er erfiðara fyrir þá sem eru kvöldsvæfir og árrisulir
 10. taka tillit til þess að svefn og dægursveifla breytist/styttist með hækkandi aldri og laga vinnufyrirkomulagið að þeim sem eiga orðið erfitt með skiptingar, gefa þeim eldri tækifæri til að hætta vaktavinnu ef mögulegt er
 11. gefa starfsmönnum tækifæri til þess að leggja sig stuttan stund á vaktinni, ef tækifæri er til, þetta bætir líðan þeirra, kemur í veg fyrir óafvitandi syfju, eykur árvekni og bætir athygli
 12. hafa næturvaktir sem fæstar í einu
Lokaorð

Hér hafa í stuttu máli verið tíundaðir kostir og gallar mismunandi tegunda vaktavinnu og reynt hefur verið að tengja þá umræðu við fyrirliggjandi vitneskju um svefn og dægursveiflur. Eins og fram hefur komið er ákaflega mismunandi hvernig vaktakerfi hentar hverjum vinnustað og hverju verkefni og verður að sjálfsögðu að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Engar algildar reglur eða leiðbeiningar eru til um hvað sé besta vaktakerfið og því er afar erfitt að meta fyrirfram kosti og galla mismunandi kerfa. Hinar almennu reglur sem tíundaðar hafa verið hér eru að sjálfsögðu mikilvægar við skipulagningu vaktavinnu, en brýnna er að fylgjast kerfisbundið með reynslunni af því kerfi sem er í notkun. Ef slíkt er gert er ekki nóg að spyrja fólk hvernig því líki vinnufyrirkomulagið, heldur er nauðsynlegt að fram fari kerfisbundin rannsókn á svefni og vökuástandi, að fylgst sé með svefnmynstri og dægursveiflum á löngu tímabili, ásamt því að meta á hlutlægan hátt líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem í kerfinu vinna. Þannig mætti fá svör við því hvernig kerfið reynist og í framhaldi af slíkri rannsókn má breyta og reyna að laga þá galla sem fram kæmu.

Heimildaskrá
1. Rechtsc11haffen, A., & Kales, A. (Eds.). (1968). A Manual of Standardized Terminology, techniques, and scoring system for Sleep Stages of Human Subjects . Los Angeles: Brain Information Service/Brain Research Institute, University of California at Los Angeles.

2. Dijk, D.J., Brunner, D.P., Beersma, D.G.M., & Borbely, A.A. (1990). Electroencephalogram power density and slow wave sleep as a function of prior waking and circadian phase. Sleep, 13(5), 430-440.

3. Gillberg, M., Andersen, I., & Akerstedt, T. (1991). Recovery within day-time sleep after slow wave sleep suppression. Electroencephalography and Clinical Neurophysiology, 78, 267-273.

4. Akerstedt, T., & Gillberg, M. (1986). Sleep duration and the power spectral density of the EEG. EEG Journal, 64, 119-122.

5. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1987). Sleepiness on the job:Continously measured changes in train drivers. Electroencephalography and Clin Neurophysiology, 66, 502-511.

6. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1988). Disturbed sleep while being on-call: an EEG study of ships’ engineers. Sleep, 11(1), 35-8.

7. Akerstedt, T., Kecklund, G., & Knutsson, A. (1991). Manifrest sleepiness and the spectral content of the EEG during shift work. Sleep, 14(3), 221-225.

8. Corsi-Cabrera, M., Ramos, J., Arce, C., Guevara, M.A., Ponce-de Leon, M., & Lorenzo, I. (1992). Changes in the waking EEG as a consequence of sleep and sleep deprivation [see comments]. Sleep, 15(6), 550-5.

9. Menna-Barreto L, Benedito-Silva Aa, Moreno Cr, Fischer Fm, & Marques N (1993). Individual differences in night and continuously-rotating shiftwork: seeking anticipatory rather than compensatory strategy. Ergonomics, 36(1-3), 135-40.

10. Parkes Kr (1994). Sleep patterns, shiftwork, and individual differences: a comparison of onshore and offshore control-room operators. Ergonomics, 37(5), 827-44.

11. Tepas Di, Duchon Jc, & Gersten Ah (1993). Shiftwork and the older worker. Experimental Aging Research, 19(4), 295-320.

12. Oginska H, Pokorski J, & Oginski A (1993). Gender, ageing, and shiftwork intolerance. Ergonomics, 36(1-3), 161-8.

13. Harma M (1993). Individual differences in tolerance to shiftwork: a review. [Review]. Ergonomics, 36(1-3), 101-9.

14. Folkard S, Totterdell P, Minors D, & Waterhouse J (1993). Dissecting circadian performance rhythms: implications for shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 283-8.

15. Vidacek S, Radosevic-Vidacek B, Kaliterna L, & Prizmic Z (1993). Individual differences in circadian rhythm parameters and short-term tolerance to shiftwork: a follow-up study. Ergonomics, 36(1-3), 117-23.

16. Iskra-Golec I (1993). The relationship between circadian, personality, and temperament characteristics and attitude towards shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 149-53.

17. Healy D, Minors Ds, & Waterhouse Jm (1993). Shiftwork, helplessness and depression. Journal of Affective Disorders, 29(1), 17-25.

18. Smith L, & Folkard S (1993). The perceptions and feelings of shiftworkers’ partners. Ergonomics, 36(1-3), 299-305.

19. Jaffe Mp, Smolensky Mh, & Wun Cc (1996). Sleep quality and physical and social well-being in North American petrochemical shift workers. Southern Medical Journal, 89(3), 305-12.

20. Escriba-Aguir V (1992). Nurses’ attitudes towards shiftwork and quality of life. Scandinavian Journal of Social Medicine, 20(2), 115-8.

21. McNamee R, Binks K, Jones S, Faulkner D, Slovak A, & Cherry Nm (1996). Shiftwork and mortality from ischaemic heart disease. Occupational & Environmental Medicine, 53(6), 367-73.

22. Fujiwara S, Shinkai S, Kurokawa Y, & Watanabe T (1992). The acute effects of experimental short-term evening and night shifts on human circadian rhythm: the oral temperature, heart rate, serum cortisol and urinary catecholamines levels. International Archives of Occupational & Environmental Health, 63(6), 409-18.

23. Williamson Am, Gower Cg, & Clarke Bc (1994). Changing the hours of shiftwork: a comparison of 8- and 12-hour shift rosters in a group of computer operators. Ergonomics, 37(2), 287-98.

24. Duchon Jc, Keran Cm, & Smith Tj (1994). Extended workdays in an underground mine: a work performance analysis. Human Factors, 36(2), 258-68.

Ennfremur var stuðst við eftirtaldar heimildir þó þeirra sé ekki sérstaklega getið í texta.

Folkard, S. & Monks, T.H. (Eds). Hours of work: Temporal factors in work scheduling. Chichester, John Wiley, 1985.

Thorpy, M.J. (ed). Handbook of sleep disorders. Marcel Dekker, Inc. New York, 1990.

22.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Raynaud´s sjúkdómur: Allt sem þú þarft að vita!

Raynaud´s sjúkdómur er staðbundin truflun á blóðflæði sem oftast kemur fram í fingrum en getur einnig komið fram í fótum, eyrum, nefi, tungu eða geirvörtum. Tíðni þessa vandamáls er 5-10% og er algengara hjá konum. Meðalaldur þeirra sem byrja að finna þetta einkenni er tæplega 40 ára.
21.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Þurfa börn og unglingar að fræðast um kynlíf?

Við lifum í upplýsingasamfélagi þar sem ólíkir miðlar eru farnir að gegna stærra uppeldishlutverki í lífi barna og unglinga en áður fyrr. Kynfræðsla er ekki lengur einungis bundin við þá fræðslu sem foreldrar/forráðamenn og skóli standa fyrir, heldur hefur hún í auknum mæli færst yfir til fjölmiðla. 
20.apr. 2018 - 16:30 Doktor.is

Hver eru einkenni snyrtivöruofnæmis?

Allflestir íslendingar nota snyrtivörur. Til þessara vara teljast sápur, tannkrem, ýmis húðkrem, svitalyktareyðar, ilmvötn, rakspírar, varalitir, naglalökk, augnlitir, hárlitir, efni til hármótunar og sólvarnarkrem.  Þessar vörur hafa þýðingu fyrir vellíðan og heilsu þess sem notar þau og auka sjálfstraust í samskiptum við aðra.

19.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Líkamsrækt og slökun gegn millirifjagigt

Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versnar við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. 
18.apr. 2018 - 09:30

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.
17.apr. 2018 - 16:30 Doktor.is

Viðbrögð við áföllum og sorg: „Styrkleikamerki að þora að sýna mannlega veikleika“

Allflestir lenda í áföllum. Áföll og sorg eru hluti af lífinu. Flest þurfum við einhvern tíma á ævinni að glíma við sorgina t.a.m. þegar einhver okkur nákominn veikist eða deyr, ef hjónaband leysist upp, ef ástvinur missir vinnuna eða ef fjölskyldumeðlimur verður fyrir árás eða ofbeldi.

16.apr. 2018 - 09:29 Doktor.is

Máttur vanans er mikill! – Hverju viltu breyta?

Leiðin að styrkari líkama og heilbrigðara lífi felur í sér að þú verður að hyggja að matarvenjum þínum, draga úr neyslu hitaeininga og hreyfa þig meira.  Þetta eru tæplega ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/ur. 
15.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Markþjálfun – Leið til að bæta heilsuna

Hugtakið markþjálfun (e. coaching) hefur uppruna sinn úr íþrottaheiminum í byrjun 19.aldar þar sem það var notað í Amerískum háskólum til að bæta árangur. Með tímanum hefur markþjálfun þróast mjög mikið og í lok 1990 var markþjálfun komin inn í viðskiptaheiminn og orðin mjög vinsæl út um allan heim. 
14.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Gigt í fótum – Nokkrar reglur

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt.

13.apr. 2018 - 22:00 Doktor.is

Húðkrabbamein og fæðingarblettir: Þessu þarftu að fylgjast með

Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun. Mikil útfjólublá geislun í skamman tíma í einu sem orsakar bruna eykur hættu á sortuæxli og líklega á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekjukrabbamein. 

12.apr. 2018 - 09:30 Doktor.is

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt (kossasótt) er veirusýking af völdum Epstein-Barr veirunnar. Sýkingin leggst á börn og ungt fólk. Hjá ungum börnum er hún oft einkennalaus en veruleg einkenni geta komið fram í einstaklingum á aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að 1-3 mánuði.
10.apr. 2018 - 09:30 Doktor.is

Jákvæð líkamsímynd og heilsa – Áherslur á þyngd og þyngdartap geta haft ýmsa ókosti

Jákvæð líkamsímynd er afar dýrmæt fyrir heilsu okkar. Rannsóknir benda til þess að hún sé mikilvæg fyrir vellíðan, heilbrigði, lífsgæði og heilsuhegðun. Það er því nauðsynlegt að efla jákvæða líkamsímynd, jákvæð viðhorf, sátt, virðingu og þakklæti gagnvart líkamanum. Í heilsueflingu er brýnt að hafa heildræna skilgreiningu á heilsu að leiðarljósi sem tekur mið af líkamlegri og andlegri vellíðan, lífsánægju, lífsgæðum og heilbrigði. Þessi nálgun skal miða að því að efla heilsu án áherslu á útlit þar sem virðing er borin fyrir fjölbreyttum líkamsvexti.

08.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Hvað er TIA kast?

TIA eða tímabundinn blóðrásatruflun í heila eru einkenni svipað og heilablóðfall en einkennin ganga yfir á 24 klst. Algengasta orsökin eru stífla eða kökkur sem stíflar smá æðar í heilanum. Tímabundið verður truflun á flutningi súrefnis um stífluðu æðina. 
07.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Inngrónar táneglur – Óþolandi fyrirbæri

Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og veldur bólgu og eymslum.
05.apr. 2018 - 09:30 Doktor.is

Hollráð við vöðvabólgu: Hvíld og þjálfun eru jafn mikilvæg

Eins og nafnið bendir til er um að ræða bólgu í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef.
03.apr. 2018 - 09:30 Doktor.is

Baráttan við sófann: Töfraformúlan er til

Ef þér byðist „töfralyf” sem myndi stórlega auka líkurnar á lengra lífi og betri lífsgæðum og um leið draga úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki og ristilkrabbameini um nær helming, drægi úr einkennum kvíða og depurðar og lækkaði blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt…myndir þú ekki kaupa það? 
02.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Þvagfærasýkingar hjá börnum

Þegar bakteríur (sýklar) valda bólgu í þvagblöðru (blöðrubólga) eða nýrum (nýrnasýking) er um þvagfærasýkingu að ræða. Um það bil 1-2% drengja og 3-5% stúlkna fá þvagfærasýkingu á fyrstu 10 árum ævinnar. Bakteríur geta einnig tekið sér bólfestu í þvagfærum án þess að valda sýkingu. Þetta er saklaust ástand sem er algengt í stúlkum á grunnskólaaldri.
01.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Svona getur þú reynt að forðast að fá hlaupasting!

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund. Verkurinn er oftast hægra megin. Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir hlaup og þindinni.
31.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Forhúðarþrengsli – Hvað er til ráða?

Forhúðin þroskast á fyrstu æviárunum. Á nýfæddum drengjum er forhúðin alltaf þétt upp að kóngnum. Einungis er lítið op fyrir þvagrennsli. Fyrstu mánuðina er forhúðin límd niður á slímhúð reðurhöfuðsins og það á ekki að reyna að draga hana aftur.
30.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Ástæður höfuðverks og góð ráð

Höfuðverkur er almannakvilli sem flestir fá öðru hverju. Venjulegur höfuðverkur krefst ekki læknismeðferðar en einstaka manneskja getur verið svo þjáð af höfuðkvölum, að ástæða er til að láta athuga það. Mígreni-sjúklingar hafa yfirleitt þörf fyrir lyfjameðferð.

29.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Góð ráð við tognun og marblettum

Við tognanir eru fyrstu einkenni sársauki, bólga og svo verður litabreyting (blár litur) á húðinni. Einkennin eru tilkomin vegna þess að smáæðar og bandvefsþræðir bresta, og blóðið seytlar út í nærliggjandi vefi. Þetta er það sama og gerist þegar marblettur myndast við áverka, skemmdir verða í húðinni þannig að æðar fara í sundur og það blæðir inn í aðliggjandi vefi. Blóðið sést svo gegnum húðina sem mar og bólga.

28.mar. 2018 - 17:00 Doktor.is

Staðreyndir um vatnsdrykkju

Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lifandi verum. Meðal hlutverka vatns í líkamanum er að flytja úrgangsefni, sem verða til í efnaskiptum, með þvagi úr líkamanum.
24.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Almennt um matarsýkingar – Einkenni og ráð

Matarsýking er sýking í meltingarfærum af völdum skemmdrar fæðu. Það sem í daglegu tali eru kallaðar matarsýkingar má flokka í tvennt eftir eðli sýkingarinnar. Annars vegar eru það eiturefni sem myndast af völdum baktería í matvælum sem ekki hafa verið rétt meðhöndluð og valda einkennum og hinsvegar eru það bakteríur sem hafa náð að fjölga sér í matvælum sem ekki hafa verið rétt meðhöndluð sem sýkja og valda einkennum.

23.mar. 2018 - 16:00 Doktor.is

Er kominn tími á herraklippingu? Allt um ófrjósemisaðgerðir karla

Um ófrjósemisaðgerðir á Íslandi gilda lög nr. 25/1975. Þar segir að ófrjósemisaðgerð sé heimil samkvæmt lögum: “Að ósk viðkomandi, ef hún/hann, sem er fullra 25 ára, óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hún/hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem mæli gegn aðgerð.” Hafi viðkomandi ekki náð 25 ára aldri gilda sérstök lagaákvæði.

22.mar. 2018 - 09:30 Doktor.is

Skalli – Það sem hægt er að gera í málinu!

Skalli meðal karlmanna er algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum.

18.mar. 2018 - 22:00

Af hverju fær fólk bólur?

Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þann hluta fitukirtils sem seytir húðfitu er að finna í leðurhúðinni og opnast hann inn í hársekkinn (þann hluta sem lítur út eins og flöskuháls), eða beint út á yfirborð húðarinnar.
18.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Svona bregstu við þegar barnið þitt kastar upp

Flest uppköst hjá börnum eru af völdum magasýkingar. Magasýkingar eru oftast veirusýkingar. Þær eru venjulega skammvinnar. Uppköst eru óþægileg, en sjaldan hættuleg. Mesta hættan við uppköst er vökvatap (dehydration). Það þýðir að manneskjan missir meiri vökva en hún innbyrðir og þar með þornar hún upp. Ef ekkert er að gert getur slíkt vökvatap verið lífshættulegt.
17.mar. 2018 - 10:00 Doktor.is

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða.
05.mar. 2018 - 10:00 Kynning

Svona skaltu þvo öndunarfatnaðinn

Sá misskilningur er nokkuð útbreiddur að ekki eigi að þvo öndunarfatnað. Þetta er alrangt. Með tímanum setjast sviti og drulla í fatnaðinn og við það minnkar vatnsheldni ytra byrðisins.
04.mar. 2018 - 10:00

Fimm fæðutegundir sem gera þig fallegri

Möndlur: Þessar gómsætu litlu hnetur innihalda trefjar sem gera þig grennri og holla fitu sem er frábær fyrir hjartað og húðina. Möndlur eru einnig fullar af steinefnum sem styrkja vöðvana.

28.feb. 2018 - 20:00

Vöðvafíkn er dauðans alvara: Missti vinnuna, kærustuna og húsið

Var tvítugur þegar hann lést af völdum hjartaáfall. Hann hafði tvisvar fengið hjartaáfall en það þriðja dró hann til dauða.
Oli Loyne var aðeins tvítugur þegar hann dó af völdum hjartaáfalls. Áður en að hjartaáfallinu kom sem dró hann til dauða hafði hann tvisvar áður fengið hjartaáfall en sloppið naumlega. Loyne var það sem kalla mætti vöðvafíkill; hann hafði lyft lóðum og tekið stera í óhóflegu magni.
27.feb. 2018 - 22:30 Bleikt

Móna Lind hefur misst rúmlega 25 kíló: „Ég er allt önnur en ég var og get gert allt“

Móna Lind Kristinsdóttir sá ekki fyrir sér að hún kæmist nokkurn tímann í gott form eftir að hún þyngdist upp í 112 kíló þegar hún gekk með dóttur sína. Mónu leið illa, var óánægð með sjálfa sig, borðaði óhollt og gerði ekki neitt til þess að bæta andlega og líkamlega heilsu sína.
25.feb. 2018 - 10:00

Þess vegna áttu að borða hafragraut alla morgna

Það er líklega engum ­ofsögum sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð ­dagsins. Það hvað við borðum á morgnana hefur áhrif á líðan okkar þann daginn og því er mikilvægt að borða rétt áður en haldið er út í amstur dagsins.

24.feb. 2018 - 10:00

6 matvæli sem hjálpa þér að berjast gegn pestunum

Nú eru hinar árstíðabundnu pestir að láta á sér kræla. Engin ein leið er örugg til að koma í veg fyrir að smitast af slíkum pestum þótt handþvottur og almennt hreinlæti geti fleytt fólki langt. En er eitthvað annað sem við getum gert til að auka líkurnar á því að veikjast ekki? 
18.feb. 2018 - 12:00

Ekki nota þessa aðferð til að meðhöndla kvef hjá barninu þínu

Læknar ráðleggja foreldrum barna að láta þau ekki anda að sér gufu frá sjóðheitu vatni til að meðhöndla kvef. Er fullyrt að aðferðin virki ekki og bjóði hreinlega hættunni heim. Fjöldi barna hefur þurft að fara á sjúkrahús vegna brunasára sem þau hafa hlotið þegar þau slysast til þess að hella vatninu niður. 
04.feb. 2018 - 14:00

Bakterídrepandi sápur eru gagnslausar og gætu hreinlega verið skaðlegar

Bakteríudrepandi sápur gætu verið skaðlegar þunguðum konum og börnum þeirra. Þetta er samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem rúmlega tvö hundruð vísindamenn lögðu nafn sitt við og birtust í tímaritinu Environmental Health Perspectives. 

03.feb. 2018 - 14:00

Þetta gerðist þegar hann sleppti sykri og áfengi í mánuð

Þó að fyrsti mánuður ársins sé liðinn þá halda líklega einhverjir áramótaheit ennþá. Umræða um skaðsemi sykurs og áfengis er ekki ný af nálinni, og eflaust hafa einhverjir ákveðið að taka sig á í neyslu þeirra efna.
03.feb. 2018 - 08:00 Ragna Gestsdóttir

Pizza í morgunmat - Næringarfræðingur segir það ganga upp

Hver elskar ekki pizzur? Sumir væru líklega til í að borða eina slíka í öll mál, en samkvæmt allri næringarfræði telst það ekki hollt.
01.feb. 2018 - 15:30

Nú steinhættir þú að henda avókadó steinum

Ef þú nýtur þess að borða avókadó er nokkuð víst að þú hendir steinunum án þess að hugsa þig tvisvar um. Avókadó er meinhollur ávöxtur, en það er steinninn líka. Hann er einstaklega ríkur af amínósýrum og inniheldur mikið af hollum trefjum. 
01.feb. 2018 - 08:00

Segja fólki að gleyma ráðleggingum um að ganga 10.000 skref á dag

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa lengi hvatt fólk til að ganga 10.000 skref á dag af heilsufarsástæðum. Þetta á að hjálpa fólki að halda góðri heilsu. Í nýrri tilraun breska ríkisútvarpsins, BBC, var breytt út frá þessu og fólk fengið til að fara aðra leið. Niðurstaða tilraunarinnar er að fólk eigi ekki að rembast við að ganga 10.000 skref á dag, mun áhrifaríkara sé að fara í þrjá 10 mínútna göngutúra daglega þar sem gengið er rösklega.
31.jan. 2018 - 17:00

Algengustu megrunarmistökin

Í janúar flykkjast margir í ræktina og taka mataræði sitt fastari tökum, allt í þeirri von að líta betur út nú þegar líða fer að vori – og að sjálfsögðu til að bæta heilsuna. En gryfjurnar á leið í átt að bættri heilsu og flottara útliti eru margar. 
28.jan. 2018 - 22:00

Hvert fer fitan þegar við léttumst?

Allir sem hafa stigið á hlaupabretti til þess að hamast þar eins og ofvirkir hamstrar hljóta að hafa leitt hugann að einni ágengri spurningu. Hvert fer fitan? Eins og flestir eru meðvitaðir um þá tekur lýsið talsvert pláss og þegar við drögumst smátt og smátt saman þökk sé hreyfingu eða heilbrigðari lífstíl þá hlýtur þríglýseríð að fara eitthvert. 
28.jan. 2018 - 20:00

Magnesíum talið gagnast gegn þunglyndi

Samkvæmt nýlegri rannsókn vísindamanna við University of Vermont í Bandaríkjunum getur magnesíum komið þeim sem þjást af þunglyndi að gagni. 126 einstaklingar, 50 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni en allir áttu það sameiginlegt að þjást af vægu þunglyndi eða meðalmiklu þunglyndi eins og það er skilgreint. 
28.jan. 2018 - 16:00

11 staðreyndir um fæðubótarefni

Markaðurinn með svokölluðum heilsuvörum, hvort sem það er nú fæðubótarefni, fæðuauki, plöntuextraktar eða annað, hefur farið stækkandi undanfarin ár og var hann þó orðinn stór fyrir. Oft eru vörur boðnar til sölu sem virka eins og þær eru sagðar virka í auglýsingum en því miður er það þó mjög oft svo að fólk kaupir köttinn í sekknum.
27.jan. 2018 - 22:00

Leystu sjaldnar vind: Meltingarsérfræðingur deilir nokkrum góðum ráðum

Við vissar aðstæður getur það verið vandræðalegt en staðreyndin er sú að ekkert okkar kemst hjá því að leysa vind. En hversu of við leysum vind og hvort sérstaklega vond lykt fylgi er að einhverju leyti undir okkur sjálfum komið. 
27.jan. 2018 - 16:00

Viltu lifa lengur? Þá skaltu ekki láta þetta ofan í þig

Kartöflur hafa fylgt mannskepnunni í gegnum aldirnar og jafnan verið borðaðar af bestu lyst, enda uppfullar af trefjum, vítamínum og góðum næringarefnum. Hægt er að matreiða kartöflur á ýmsa vegu eins og margir vita og eru hinar svokölluðu frönsku kartöflur, sem oftar en ekki eru djúpsteiktar, vinsæll kostur. 
26.jan. 2018 - 18:30

Sex matvæli sem hjálpa þér að berjast gegn pestunum

Nú þegar skólarnir eru byrjaðir og sumarleyfin á enda fara hinar árstíðabundnu pestir að láta á sér kræla. Engin ein leið er örugg til að koma í veg fyrir að smitast af slíkum pestum þótt handþvottur og almennt hreinlæti geti fleytt fólki langt. En er eitthvað annað sem við getum gert til að auka líkurnar á því að veikjast ekki?
25.jan. 2018 - 15:00

Þetta skaltu forðast ef þú vilt auka vöðvamassann

Janúar er sá mánuður ársins þegar líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem ætlar að komast í betra form. Sumir gera ákveðnar grundvallarbreytingar á mataræði sínu í þeirri viðleitni að léttast á meðan aðrir eru með það markmið að auka úthald sitt eða vöðvastyrk.
24.jan. 2018 - 22:00

Er ADHD í raun svefnröskun?

Lyf sem vanalega er notað til gegn drómasýki virðist slá á einkenni þeirra sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Niðurstöðurnar þykja renna stoðum undir þá kenningu að ADHD gæti verið afleiðing svefnröskunar. Þetta kemur fram í grein á New Scientist. 
24.jan. 2018 - 17:30 Doktor.is

Hræðsla við að fitna

Lystarstol er átröskun sem oftast leggst á stúlkur á aldrinum 12–20 ára. Drengir geta líka fengið hana. Sjúkdómurinn einkennist meðal annars af þyngdartapi, sem maður veldur sjálfur með því að sniðganga „feitan“ mat, eða hreyfir sig mjög mikið eða tekur lyf (hægðalyf, vatnslosandi lyf) eða með uppköstum. 

Pressupennar
vinsælt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar
Gæludýr: Mars 2018