26. sep. 2017 - 19:00Doktor.is

Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn

Lengi hefur verið ljóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan ljóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnufyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, ásamt aldri og heilsufari einstaklings. Hér á eftir verður fjallað í mjög stuttu máli um megináhrif vaktavinnu á svefn, líðan og heilsu starfsmanna, og verður lögð áhersla á niðurstöður rannsókna, sem hafa almennt gildi varðandi skipulag vaktavinnu af ýmsu tagi. Þessar niðurstöður verða tengdar staðreyndum um svefn og dægursveiflur, en flestir eru nú sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu er mikilvægast þegar áhrif vaktavinnu eru skoðuð.

Svefn og dægursveiflur

Veigamesti þátturinn hvað varðar áhrif vaktavinnu á andlega og líkamlega líðan manna, er hvort einstaklingurinn nær að sofa a.m.k. hluta af svefni sínum á venjulegum svefntíma, þ.e. á nóttunni. Svefninn er ákaflega reglulegt fyrirbæri og stjórnast að verulegu leyti af fyrri vöku og tíma sólarhrings. Þannig eru líkur á svefni auknar ef lengi hefur verið vakað og einnig eru auknar líkur á svefni á ákveðnum tímum sólarhrings, þegar líkamshiti er lægstur og önnur starfsemi í lágmarki. Svefninn skiptist í ákveðin svefnstig, sem eru ákvörðuð út frá heilarafriti og hefur hann nánast sömu uppbyggingu og form hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir. Hver nótt skiptist þannig á milli hinna fimm svefnstiga, þar sem um 1% næturinnar er á svefnstigi 1, sem er léttasti svefninn, um 50% á svefnstigi 2, um 20% á svefnstigum 3 og 4 og um 25% í svokölluðum draumsvefni, eða REM-svefni (1).

Álitið er að REM-svefnog djúpsvefn (svefnstig 3 og 4), séu mikilvægustu svefnstigin, enda kemur í ljós að ef þau eru stytt t.d. eina nótt, verður aukning á þeim næstu nótt eða nætur (2). Þannig má einnig sjá hjá þeim sem sofa að jafnaði of lítið, talsverða aukningu á djúpsvefni og jafnvel þannig að svefn þrengi sér inn í vöku að degi til (3; 4). Ef svefnskorturinn er mikill getur viðkomandi jafnvel sofið og/eða sofnað óafvitandi.

Þannig getur svefnskortur valdið verulegri hættu þar sem menn stunda störf þar sem líf og heilsa sjálfra þeirra og/eða annarra er í húfi (5; 6). Í ljós hefur komið að við síbreytilega vaktavinnu, þar sem unnið er á mismunandi tímum, er sérstaklega mikil hætta á því að svefnskortur hafi þær afleiðingar að þreyta og syfja hlaðist upp (7; 8) með þeim afleiðingum að einstaklingurinn verður þreyttur og syfjaður, á erfitt með einbeitingu og athygli og sofnar jafnvel óafvitandi og kannski án þess að vita af því að hann hafi sofið. Þetta síðastnefnda er eðlilegt, vegna þess að einstaklingurinn tekur ekki eftir því að hann hafi sofnað nema svefninn vari að minnsta kosti í tvær til þrjár mínútur. Styttri svefn fer oftast fram hjá mönnum, en er engu að síður svefn með tilheyrandi meðvitundarleysi og skorti á viðbrögðum við umhverfisáreitum. Ef slíkt gerist þar sem menn þurfa á stöðugri athygli og árvekni að halda skapast að sjálfsögðu hættuástand.Rannsóknir sýna að þetta gerist hjá þeim sem starfa við að vakta tæki og vélar, hjá lestarstjórum á fullri ferð sem bera ábyrgð á mörg hundruð farþegum og jafnvel hjá flugmönnum í flugi, svo ekki sé minnst á ökumenn sem eru einir á ferð, sérstaklega að næturlagi. Í öllum slíkum tilvikum getur óafvitandi svefn, jafnvel þótt hann standi aðeins í örskamma stund, haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær menn vaka og hvenær þeir sofa. Þessi klukka stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum, sem hafa áhrif á framleiðslu hormónsins melatóníns, en það myndast í svokölluðum heilaköngli í heilanum og á mikinn þátt í að stýra svefni og vöku. Þannig verða reglubundnar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi mannsins á hverjum sólarhring. Hæfni manna til þess að leysa af hendi verk sín, árvekni þeirra, athygli og einbeiting er að talsverðu leyti háð tíma sólarhrings. Þekktar eru ýmsar breytingar á líkamsstarfseminni, svo sem breytingar á hitastigi og ýmsum hormónum sem eru háðar tíma sólarhrings, og einnig eru þekkt vandamál því samfara að reyna að sofa og vaka á öðrum tímum en líkamsklukkan segir til um. Kunnasta dæmið um slíkt er hin svokallaða „þotuveiki“ (jet-lag) sem er fyrst og fremst erfiðleikar við að sofna og vakna eftir langar flugferðir, oftast yfir mörg tímabelti, sérstaklega ef flogið er í austur.

Einnig kemur fyrir, einkum á meðal ungs fólks, að líkamsklukkan seinkar sér verulega og því fylgja erfiðleikar við að sofna að kvöldi og við að vakna að morgni. Sumt vaktavinnufólk upplifir jafnframt ámóta vandræði, þegar það þarf að skipta um vinnutíma/vaktir.

Flestir hafa líkamsklukku sem gengur með um það bil 25 klukkustunda takti, þannig að við 24 stunda sólarhring fer alltaf fram ákveðin tilfærsla. Þó er talsverður einstaklingsmunur hér á, eins og vikið verður að síðar, þannig að sumir hafa styttri dægursveiflu og aðrir lengri. Þetta hefur áhrif á getuna til þess að lagast að breytilegum vinnu- og svefntíma.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa stutta dægursveiflu og eru yfirleitt kvöldsvæfir og árrisulir eiga oft í erfiðleikum með síbreytilegan vinnutíma og vaktir. Þeir sem hafa langa dægursveiflu og geta auðveldlega vakað lengi á kvöldin og sofið fram eftir á morgnana ráða hins vegar betur við breytilegar vaktir og skiptingar á milli þeirra.

Áhrif vaktavinnu

Margar rannsóknir sýna að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri svefn á viku en aðrir, einnig að allt að 20% þess hóps kvartar um slæman svefn og að margir kvarta jafnframt um einbeitingarörðugleika og þreytu. Því er ljóst að rekja má algengustu erfiðleikana tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en að næturlagi.

Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt upp í stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar skiptingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu 5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil.(9)

Einstaklingsmunur

Rannsóknir sýna talsverðan einstaklingsmun í aðlögun að vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma (10). Ljóst er að vinnuskipulagið sjálft skiptir hér mestu máli, en aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar skipta einnig verulegu máli. Almennt virðist aðlögun að vaktavinnu verða erfiðari þegar fólk eldist og sérstaklega virðast erfiðleikarnir aukast þegar fólk er komið yfir fimmtugt (11; 12). Jafnframt virðist skipta máli hversu lengi einstaklingurinn hefur unnið breytilega vaktavinnu, þar sem menn virðast ekki venjast þessu fyrirkomulagi, heldur virðast erfiðleikarnir aukast eftir því sem lengur er unnið á þennan hátt. Margir vaktavinnumenn gefast því upp eftir nokkur ár, skipta jafnvel um vinnu og fara ef til vill í vaktavinnu aftur síðar á ævinni og a.m.k. í upphafi þolað þetta fyrirkomulag þokkalega. Því er ljóst að hér er um samspil að ræða á milli aldurs og reynslu, þar sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að reynslan er hér ekki til góðs, heldur þvert á móti (12).

Rannsóknir hafa einnig sýnt, að yfirleitt eiga konur erfiðara með að venjast vaktavinnu en karlar og þær finna til meiri svefntruflana og þreytu en þeir. Hugsanlega má rekja hluta þessa munar til lífeðlislegs mismunar karla og kvenna, en líklegast er þó að félagsleg staða og hlutverk kvenna í nútímasamfélagi ráði hér mestu um. Konur þurfa oftast að sinna heimili og börnum í mun meira mæli en karlar, þrátt fyrir fulla vinnu, og ná því ekki þeirri hvíld og svefni utan vinnutíma sem karlarnir fá. Jafnframt hefur reynslan sýnt að sumar konur sofa verr í kringum tíðir og að sjálfsögðu er mjög algengt að konur fái talsverðar svefntruflanir á meðgöngu. Einnig eru svefntruflanir hjá konum verulega auknar í kringum tíðahvörf. Því er ljóst að taka þarf tillit til þessara sérstöku tilvika þegar um konur í vaktavinnu er að ræða, og þurfa vaktakerfi helst að vera sveigjanleg þannig að þegar og ef tímabundin vandkvæði koma upp, sé hægt að bregðast við þeim á viðeigandi hátt með breyttum vinnutíma.

Þó virðist vera til lítill hópur manna sem lagast vel að síbreytilegum vinnutíma, en flest bendir þó til þess að slík vinnutilhögun verði sífellt erfiðari fyrir fólk þegar það eldist, hún sé erfiðari fyrir þá sem þurfa langan svefn og þá sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöldsvæfir (morgunhanar). Þó er hægt að finna leiðir til þess að bæta líðan og svefn vaktavinnumanna, en slíkt þarf þá að gera í tengslum við breytingar á vinnufyrirkomulagi og miðast við skipulag og eðli þeirra verka sem vinna á (13; 14; 15)

Félagslegar aðstæður og andlegt ástand

Reynslan sýnir að vaktavinna hentar verr þeim sem eru að eðlisfari kvíðnir og hafa tilhneygingu til að hafa áhyggjur. Hún hentar einnig verr þeim sem sem hafa neikvæð viðhorf til hennar (16) og hún getur átt þátt í að valda depurð og kvíða í nokkrum mæli (17).

Félagslegar aðstæður vaktavinnufólks skipta líka verulegu máli, varðandi aðlögun að síbreytilegu vinnufyrirkomulagi, þar sem komið hefur í ljós að á meðal vaktavinnumanna eiga sér stað félagsleg samskipti við færra fólk en tíðkast meðal annarra og oft verða samskiptin verri en meðal þeirra sem vinna dagvinnu. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki tækifæri til þess að hitta aðra, til dæmis ættingja og vini, í sama mæli og aðrir. Samskiptin innan kjarnafjölskyldunnar hafa einnig tilhneygingu til að versna og getur vaktavinnan leitt til þess að hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar breytist eða riðlist. Sá sem stundar vaktavinnu á ekki frí á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni, sér jafnvel ekki eigin börn dögum saman nema sofandi, getur kannski ekki tekið þátt í tómstundum fjölskyldunnar nema að takmörkuðu leyti og oft veldur þetta allt saman ákveðinni streitu í samskiptum á milli foreldra og barna og á milli maka. Kynlíf verður oft tilviljanakennt eða líður á annan hátt fyrir hinn síbreytilega vinnutíma. Einnig hafa rannsóknir sýnt að viðhorf maka vaktavinnumanns verða oft afar neikvæð gagnvart þessu vinnufyrirkomulagi, og telja makar oft að þar sé að leita rótanna að þeim erfiðleikum sem verða í hjónabandi og fjölskyldulífi (18).

Því miður skapast oft vítahringur sem erfitt getur reynst að rjúfa, a.m.k. ef vaktavinnumaðurinn og fjölskylda hans eru ekki vel á verði gagnvart hættunum. (19; 20).

Heilsa

Áhrif vaktavinnu á heilsufar, bæði líkamlegt og andlegt, hafa verið talsvert rannsökuð. Sumar rannsóknir sýna aukna tíðni áfengissýki á meðal vaktavinnumanna og flestar sýna mjög aukna tíðni svefntruflana og svefnlyfjanotkunar. Einnig hafa menn fundið aukna tíðni meltingarvandamála ýmisskonar sem eflaust eru fyrst og fremst streitutengd einkenni og sumir hafa jafnvel haldið fram kenningum um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þó eru niðurstöður nokkuð mótsagnakenndar varðandi síðasttalda atriðið (21). Ljóst er að til viðbótar við þá streituvalda, sem vinnan í sjálfri sér eða verkefnin skapa, getur vinnufyrirkomulag, þar sem upp hleðst þreyta og syfja, valdið mjög auknu álagi og sýna rannsóknir aukningu á hormóninu cortisoli, ásamt aukningu í almennri lífeðlislegri örvun hjá vaktavinnumönnum á erfiðum vöktum. (22)

Skipulag vaktavinnunnar

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða áhrif mismunandi skipulag síbreytilegrar vaktavinnu hefur. Menn hafa gert tilraunir þar sem reynt hefur verið að stytta og lengja vinnutarnir, þar sem athugað hefur verið hvernig best sé að skipta af einni vakt yfir á aðra og hvaða áhrif frítími hefur á frammistöðu manna í vinnu og almenna líðan þeirra.

Samanburður á 8 og 12 tíma vöktum hefur verið undir smásjánni og eru niðurstöður ekki einhlítar. Nokkrar rannsóknir gefa til kynna að 12 tíma vaktir séu mun vinsælli meðal starfsmanna, sérstaklega vegna hina löngu fría sem þeim fylgja, og bendir margt til þess að andleg og líkamleg heilsa starfsmanna geti batnað við slíkt fyrirkomulag (23; 24). Þó er rétt að taka fram að hér er um samanburð að ræða, þar sem hópur manna var færður af 8 tíma vöktum á 12 tíma vaktir, en 8 tíma síbreytilegar vaktir eru það fyrirkomulag sem verst hefur reynst. Því er samanburður af þessu tagi 12 tíma vöktunum í hag. Taka ber fram að einnig hefur komið í ljós að slysatíðni og líkur á mistökum aukast mjög verulega þegar komið er fram yfir 8 klukkustundir á 12 tíma vinnudegi, sérstaklega ef 12 tíma vaktin er að næturlagi. Líkur á mistökum og óhöppum breytast þannig lítið fyrstu 8 tímana, en taka síðan stökk upp á við eftir því sem lengra líður. Við val á 12 tíma vöktum þarf að taka tillit til kosta þeirra og galla og vega og meta hvort er mikilvægara, almenn ánægja starfsmanna með vinnufyrirkomulagið eða aukin hætta á mistökum.

Menn hafa borið saman mismunandi skipulag 8 stunda vakta með tilliti til þess hvernig skiptingar á milli vakta fara fram og komið hefur í ljós að versta líðanin tengist því að skipta um vaktir á móti klukkunni, þ.e. fara t.d. af kvöldvakt yfir á morgunvakt, eða af næturvakt yfir á kvöldvakt. (19) . Því eru nú flestir sammála um að skiptingar eigi helst að fara fram með klukkunni, þ.e. ef breyta á um vinnutíma sé heilladrýgst að seinka honum, þannig verði svefn með skásta móti og líkurnar á langvarandi svefnskorti og vandkvæðum minnki.

Eins og áður er komið fram tekur það líkamsklukkuna um 5-7 daga að laga sig algerlega að nýjum svefn- og vökutíma. Því er ákaflega óheppilegt að skipta um vinnutíma á viku fresti eins og algengt mun vera. Það leiðir til þess að svefn- og vökutakturinn er sífellt að breytast og nær aldrei að stöðvast. Þetta getur leitt til svefnvandamála sem geta orðið varanleg og verulegt vandamál sem þarfnast meðferðar. Mun skárra er að skipta örar um vaktir, þannig að dægursveiflan nái ekki að breytast að neinu marki. Þetta er mögulegt í vaktakerfum þar sem næturvaktir eru verulega færri en dag- eða kvöldvaktir, en erfiðara þar sem næturvaktirnar eru jafnmargar.

Þetta hefur verið rannsakað, og fylgst hefur verið með heilsu, og líðan starfsmanna, einnig svefni þeirra, og hefur komið í ljós að í flestum tilfellum eru örar skiptingar mun skárri og falla starfsmönnum betur í geð. (10) . Með því móti er komið í veg fyrir að dægursveifla einstaklingsins raskist verulega, en þó er þetta háð því að ekki séu margar næturvaktir í röð og því að einstaklingurinn standi vörð um svefntíma sinn, þannig að ekki verði um skrið á dægursveiflunni að ræða.

Vaktafyrirkomulagið sjálft getur því leitt til þess að svefn og hvíld skerðist og það getur leitt til minnkaðrar getu, athygli og árverkni í vinnu, syfja og þreyta hlaðast upp í hverri vinnutörn, ef hvíld er ekki næg og svefn of stuttur, og jafnframt geta skapast vandræði ef ekki næst að bæta upp í vaktafríi þann svefnskort sem síðasta vaktatörn hlóð upp. Þegar um er að ræða mikla aukavinnu, eins og stundum vill verða, verða ofangreind atriði enn alvarlegri og þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinna upp tapið. Þá hlýtur eitthvað undan að láta, heilsan brestur eða í vinnunni eru gerð mistök sem ekki verða aftur tekin.

Það verður því að gera þá kröfu til vaktavinnumanna, a.m.k. þeirra sem vaka yfir heilsu og öryggi annarra, að þeir fái ekki aðeins eðlilega hvíld á milli vakta, heldur einnig að þeir noti þau frí sem þeir fá til þess að hvíla sig, bæta sér upp svefn ef þurfa þykir og vari sig á hverskyns atferli sem vinnur gegn því að þeir geti sinnt störfum sínum af fullri athygli og með fullum afköstum.

Hvernig má bæta hin neikvæðu áhrif?

Hvað er þá hægt að gera til þess að draga sem mest úr slæmum áhrifum síbreytilegs vinnutíma? Rannsóknir hafa sýnt að eftirtalin atriði eru mikilvæg:
 1. fræða starfsmenn um áhrif vaktavinnu til að gera einstaklingum kleift að fyrirbyggja og/eða milda þessi áhrif
 2. koma í veg fyrir eða fækka sem kostur er vöktum sem sífellt eyðileggja eðlilegan svefntíma, þ.e. svefn á eðlilegum tíma sólarhrings
 3. breyta um vinnutíma með klukkunni, en ekki á móti henni, ef um t.d. þrískiptar vaktir er að ræða
 4. hafa sem mesta reglu á vaktabreytingum og skipulagi .
 5. fræða starfsmenn um svefn og svefnheilsufræði, þannig að þeir geti tryggt sér sem bestan svefn þegar þeir þurfa að sofa
 6. tryggja nægilega langa og góða hvíld og frí á milli vakta, þannig að ekki hlaðist upp þreyta og syfja (koma í veg fyrir aukavinnu sem kemur niður á hvíld)
 7. vanda sem mest til lýsingar á vinnustað þar sem unnið er á nóttunni, þar sem vitað er að framleiðsla melatóníns stöðvast af birtu.Þannig má stuðla að því að starfsmaðurinn verði betur vakandi þegar hann þarf á því að halda
 8. leggja sig stuttan tíma fyrir næturvakt. Það er betra en að leggja sig á vaktinni
 9. taka tillit til þess að vaktavinna eða síbreytilegur vinnutími og næturvinna er erfiðara fyrir þá sem eru kvöldsvæfir og árrisulir
 10. taka tillit til þess að svefn og dægursveifla breytist/styttist með hækkandi aldri og laga vinnufyrirkomulagið að þeim sem eiga orðið erfitt með skiptingar, gefa þeim eldri tækifæri til að hætta vaktavinnu ef mögulegt er
 11. gefa starfsmönnum tækifæri til þess að leggja sig stuttan stund á vaktinni, ef tækifæri er til, þetta bætir líðan þeirra, kemur í veg fyrir óafvitandi syfju, eykur árvekni og bætir athygli
 12. hafa næturvaktir sem fæstar í einu
Lokaorð

Hér hafa í stuttu máli verið tíundaðir kostir og gallar mismunandi tegunda vaktavinnu og reynt hefur verið að tengja þá umræðu við fyrirliggjandi vitneskju um svefn og dægursveiflur. Eins og fram hefur komið er ákaflega mismunandi hvernig vaktakerfi hentar hverjum vinnustað og hverju verkefni og verður að sjálfsögðu að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Engar algildar reglur eða leiðbeiningar eru til um hvað sé besta vaktakerfið og því er afar erfitt að meta fyrirfram kosti og galla mismunandi kerfa. Hinar almennu reglur sem tíundaðar hafa verið hér eru að sjálfsögðu mikilvægar við skipulagningu vaktavinnu, en brýnna er að fylgjast kerfisbundið með reynslunni af því kerfi sem er í notkun. Ef slíkt er gert er ekki nóg að spyrja fólk hvernig því líki vinnufyrirkomulagið, heldur er nauðsynlegt að fram fari kerfisbundin rannsókn á svefni og vökuástandi, að fylgst sé með svefnmynstri og dægursveiflum á löngu tímabili, ásamt því að meta á hlutlægan hátt líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem í kerfinu vinna. Þannig mætti fá svör við því hvernig kerfið reynist og í framhaldi af slíkri rannsókn má breyta og reyna að laga þá galla sem fram kæmu.

Heimildaskrá
1. Rechtsc11haffen, A., & Kales, A. (Eds.). (1968). A Manual of Standardized Terminology, techniques, and scoring system for Sleep Stages of Human Subjects . Los Angeles: Brain Information Service/Brain Research Institute, University of California at Los Angeles.

2. Dijk, D.J., Brunner, D.P., Beersma, D.G.M., & Borbely, A.A. (1990). Electroencephalogram power density and slow wave sleep as a function of prior waking and circadian phase. Sleep, 13(5), 430-440.

3. Gillberg, M., Andersen, I., & Akerstedt, T. (1991). Recovery within day-time sleep after slow wave sleep suppression. Electroencephalography and Clinical Neurophysiology, 78, 267-273.

4. Akerstedt, T., & Gillberg, M. (1986). Sleep duration and the power spectral density of the EEG. EEG Journal, 64, 119-122.

5. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1987). Sleepiness on the job:Continously measured changes in train drivers. Electroencephalography and Clin Neurophysiology, 66, 502-511.

6. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1988). Disturbed sleep while being on-call: an EEG study of ships’ engineers. Sleep, 11(1), 35-8.

7. Akerstedt, T., Kecklund, G., & Knutsson, A. (1991). Manifrest sleepiness and the spectral content of the EEG during shift work. Sleep, 14(3), 221-225.

8. Corsi-Cabrera, M., Ramos, J., Arce, C., Guevara, M.A., Ponce-de Leon, M., & Lorenzo, I. (1992). Changes in the waking EEG as a consequence of sleep and sleep deprivation [see comments]. Sleep, 15(6), 550-5.

9. Menna-Barreto L, Benedito-Silva Aa, Moreno Cr, Fischer Fm, & Marques N (1993). Individual differences in night and continuously-rotating shiftwork: seeking anticipatory rather than compensatory strategy. Ergonomics, 36(1-3), 135-40.

10. Parkes Kr (1994). Sleep patterns, shiftwork, and individual differences: a comparison of onshore and offshore control-room operators. Ergonomics, 37(5), 827-44.

11. Tepas Di, Duchon Jc, & Gersten Ah (1993). Shiftwork and the older worker. Experimental Aging Research, 19(4), 295-320.

12. Oginska H, Pokorski J, & Oginski A (1993). Gender, ageing, and shiftwork intolerance. Ergonomics, 36(1-3), 161-8.

13. Harma M (1993). Individual differences in tolerance to shiftwork: a review. [Review]. Ergonomics, 36(1-3), 101-9.

14. Folkard S, Totterdell P, Minors D, & Waterhouse J (1993). Dissecting circadian performance rhythms: implications for shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 283-8.

15. Vidacek S, Radosevic-Vidacek B, Kaliterna L, & Prizmic Z (1993). Individual differences in circadian rhythm parameters and short-term tolerance to shiftwork: a follow-up study. Ergonomics, 36(1-3), 117-23.

16. Iskra-Golec I (1993). The relationship between circadian, personality, and temperament characteristics and attitude towards shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 149-53.

17. Healy D, Minors Ds, & Waterhouse Jm (1993). Shiftwork, helplessness and depression. Journal of Affective Disorders, 29(1), 17-25.

18. Smith L, & Folkard S (1993). The perceptions and feelings of shiftworkers’ partners. Ergonomics, 36(1-3), 299-305.

19. Jaffe Mp, Smolensky Mh, & Wun Cc (1996). Sleep quality and physical and social well-being in North American petrochemical shift workers. Southern Medical Journal, 89(3), 305-12.

20. Escriba-Aguir V (1992). Nurses’ attitudes towards shiftwork and quality of life. Scandinavian Journal of Social Medicine, 20(2), 115-8.

21. McNamee R, Binks K, Jones S, Faulkner D, Slovak A, & Cherry Nm (1996). Shiftwork and mortality from ischaemic heart disease. Occupational & Environmental Medicine, 53(6), 367-73.

22. Fujiwara S, Shinkai S, Kurokawa Y, & Watanabe T (1992). The acute effects of experimental short-term evening and night shifts on human circadian rhythm: the oral temperature, heart rate, serum cortisol and urinary catecholamines levels. International Archives of Occupational & Environmental Health, 63(6), 409-18.

23. Williamson Am, Gower Cg, & Clarke Bc (1994). Changing the hours of shiftwork: a comparison of 8- and 12-hour shift rosters in a group of computer operators. Ergonomics, 37(2), 287-98.

24. Duchon Jc, Keran Cm, & Smith Tj (1994). Extended workdays in an underground mine: a work performance analysis. Human Factors, 36(2), 258-68.

Ennfremur var stuðst við eftirtaldar heimildir þó þeirra sé ekki sérstaklega getið í texta.

Folkard, S. & Monks, T.H. (Eds). Hours of work: Temporal factors in work scheduling. Chichester, John Wiley, 1985.

Thorpy, M.J. (ed). Handbook of sleep disorders. Marcel Dekker, Inc. New York, 1990.

17.okt. 2017 - 18:01

Mæður varaðar við því að borða fylgjuna

Mæður sem kjósa að borða fylgjuna eftir fæðingu ættu í raun frekar að sleppa því enda er enginn augljós ávinningur af því. Þvert á móti getur það aukið hættuna á bakteríu- og veirusýkingum. 
15.okt. 2017 - 18:00 Doktor.is

Matur og mígreni

Því hefur lengi verið haldið fram að ákveðnar fæðutegundir kalli fram migreniköst, matur fellur þannig undir svokallaða „triggera“ sem er þekkt fyrirbrigði í þessu samhengi. Hins vegar eru viðbrögð einstaklinga mismunandi og svara ekki allir því sama. Þessi vísindi hafa því verið  frekar ónákvæm og reyndar hefur það verið svo að sjúklingar áttu að halda dagbók yfir þær fæðutegundir sem taldar voru falla undir þennan flokk og reyna svo að átta sig á því hvað þeim bæri að forðast að innbyrða.
14.okt. 2017 - 14:00

Hvers vegna verðum við of feit?

Þeim Íslendingum sem eru of þungir fjölgar stöðugt og of feitt fólk verður sífellt feitara.
10.okt. 2017 - 18:00 DV

Sálfræðingur sem hefur yfir 20 ára reynslu: Þessi fimm einföldu atriði hjálpa þér að bæta sjálfstraustið

Öll vitum að gott sjálfstraust er lykilatriði þegar kemur að ýmsum þáttum daglegs lífs; hvort sem um er að ræða vinnu, nám, íþróttir eða samskipti við annað fólk. Þeir sem hafa gott sjálfstraust eru síður berskjaldaðir fyrir kvíða og eiga oft og tíðum auðveldara með að mynda tengsl við aðra. 

27.sep. 2017 - 15:00 Doktor.is

Ógleði og uppköst á meðgöngu

Ógleði og uppköst eru alvanaleg fyrripart meðgöngu. Ógleðin og uppköstin geta þó verið afar mismunandi. Sumar konur finna bara fyrir smávægilegri velgju hluta úr degi og kasta sjaldan upp, eða jafnvel ekkert, en aðrar eru undirlagðar af ógleði og uppköstum. Langflestar konur losna við ógleðina og uppköstin eftir þrjá mánuði og aðeins örfáar finna fyrir þessu eftir 4-5 mánuði.
26.sep. 2017 - 08:00

Sefur þú nægilega mikið? Of lítill svefn eykur hættuna á krabbameini, sykursýki og elliglöpum

Sérfræðingur segir að sjö klukkustunda svefn sé lágmarkssvefn fyrir fullorðna og skipti miklu máli varðandi heilsufarið. Ef fullorðnir sofa minna en sjö klukkustundir aukast líkurnar á að þeir fái krabbamein, sykursýki og elliglöp.
25.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Svefnstellingin getur sagt ýmislegt um þig

Svefnstellingin þín getur sagt ýmisleg um þig, þar á meðal aldur þinn, menntun og starf. Þetta segir ný rannsókn framkvæmd af Loughborough University Clinical Sleep Research Unit. Fimmtán þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum tóku þátt í rannsókninni. Rannsakendur fylgdust með og greindu svefnvenjur þátttakenda. Hér fyrir neðan má sjá helstu niðurstöður.
22.sep. 2017 - 18:30 Doktor.is

Hvað er blöðruháskirtill?

Blöðruhálskirtillinn tilheyrir æxlunarkerfi karla og er útkirtill, það er hann seytir vökva frá sér út í rásir. Hann er eins og kleinuhringur í laginu en er álíka stór og valhneta.  Blöðruhálskirtillinn umlykur þvagrásina rétt neðan við þvagblöðruna.  Hann liggur framan við endaþarminn og er hægt að þreifa á honum við endaþarmsskoðun.
21.sep. 2017 - 18:00 Doktor.is

Hvað er litblinda?

Sérðu tölustafina inni í hringunum? Ef ekki, þá gætir þú verið litblind/ur Litblinda er í raun ekki blinda heldur ástand sem lýsir sér í erfiðleikum við að greina á milli lita. Orsökin getur verið erfðagalli eða sjúkdómur í sjóntaug eða sjónu (e. retina) augans. Arfgeng litblinda er algengasta gerð litblindu og kemur fyrir hjá um 8% karla og 0,4% kvenna. Ástæðan fyrir þessum mikla mun á tíðni milli kynja er arfmynstur gallans, það er hvernig hann erfist eins og nánar verður vikið að hér á eftir. 
20.sep. 2017 - 15:00 Doktor.is

Ef kaffi kæmi fram á sjónarsviðið í dag yrði það ekki leyft

Helsti munur á milli orkudrykkja og íþróttadrykkja er að íþróttadrykkir innihalda ekki bara „orku“ heldur líka sölt sem eiga að viðhalda vökvajafnvægi. Helstu innihaldsefni orkudrykkja eru einföld (og flókin) kolvetni (t.d. frúktósa og glúkósa), koffín, guarana, gingseng, maté, ginkgó, taurin og schisandra. Þessi efni eru yfirleitt eitt þriggja: Efni sem gefa orku eins og t.d. glúkósa, örvandi efni eins og t.d. koffín eða amínósýrur sem geta haft ýmis áhrif, t.d. á orkubúskap.
17.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá. 
Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. 
12.sep. 2017 - 19:00

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Heilinn lætur okkur ekki vita af kulda í framan. Annars kynnum við að hylja andlitið.
Sé maður úti í t.d. 2 – 5 stiga hita og léttklæddur, svo sem með bera handleggi, verður manni kalt. En hvers vegna verður manni ekki kalt í framan? Tilgangurinn með hita- og kuldaskyni er fyrst og fremst að viðhalda stöðugum líkamshita. Þegar heilanum berast stöðugt upplýsingar frá hitanæmum taugafrumum, notar hann þessar upplýsingar til að stýra blóðflæði til húðarinnar, efnaskipta og ýmislegs annars sem hefur þýðingu fyrir hitajafnvægið.
10.sep. 2017 - 16:30 Doktor.is

Fimmta veikin - Einkenni og smitleið

Fimmta veikin er vírus sýking sem orsakast af völdum parvovirus B19 og veldur vægum útbrotum. Latneska heitið er erythema infectiosum. Nafnið er tilkomið vegna þess að sýkingin er fimmta í röðinni á lista yfir algenga barnasjúkdóma sem valda húðútbrotum. Veirusýkingin er algengari hjá börnum en fullorðnum og koma einkenni venjulega fram 4 til 14 dögum eftir smit (stundum allt að 20 dögum). Talið er að um 20% þeirra sem smitast sýni engin einkenni.
10.sep. 2017 - 12:00

Ný lækning á astma

Vísindamenn við Barnasjúkrahúsið í Boston hafa nú náð mikilsverðum áfanga í baráttunni við astma. Á síðasta ári sýndu vísindamennirnir fram á að ákveðin gerð ónæmisfrumna í lungunum gegndu mikilvægu hlutverki þegar astmaköst eru annars vegar. Nú hefur þeim tekist að skapa lyf til að ráðast gegn þessum frumum.
09.sep. 2017 - 20:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Átta hlutir sem þú skalt ekki segja við fólk með kvíða

Kvíði er yfirþyrmandi og erfiður sjúkdómur sem margir berjast við. Líkt og margir aðrir sjúkdómar getur hann verið á mismunandi stigum og þegar verst lætur fá einstaklingar kvíðakast. Hér eru átta hlutir sem þú ættir ekki að segja við einstakling sem þjáist af kvíða.
09.sep. 2017 - 19:00

Af hverju fæ ég höfuðverk af ís?

Höfuðverkur eftir ísát stafar ekki af kælingu heilans, heldur munn- og andlitsvefja.
Ég fæ oft höfuðverk þegar ég borða ís of hratt. Hvernig stendur á því? Um þriðjungur fólks sem borðar ís fær stöku sinnum höfuðverk á eftir. Oftast byrjar höfuðverkurinn fáeinum sekúndum eftir að maður hefur borðað mikið af ís og mjög hratt. Höfuðverkurinn nær hámarki eftir um hálfa mínútu, en er svo liðinn hjá eftir um tvær mínútur.
09.sep. 2017 - 10:30 Doktor.is

Heilabilun - Spurningar og svör

Líkur á að greinast með heilabilun aukast mikið með hækkandi aldri. Við 67 ára aldur þjást um fimm af hundraði af heilabilun en við 80 ára aldur er hlutfall þeirra sem hafa greinst með heilabilun um tuttugu af hudraði. Hér má finna nokkrar algengar spurningar og svör um heilabilun.
08.sep. 2017 - 16:30 Doktor.is

Góð ráð gegn kvefi og flensu

Kvef og flensur eru líklega algengasta heilsufarsvandamálið sem við mannfólkið glímum við. Meira er 200 mismunandi vírusar geta valdið misalvarlegum kvefeinkennum. Vírusar sem orsaka kvef smitast manna á milli með svokölluðu úðasmiti. Úðasmit á sér stað með þeim hætti að örsmáir dropar frá smituðum einstaklingi dreifast út í andrúmsloftið og næsti einstaklingur andar þeim að sér og getur þannig smitast. Einnig getur verið um snertismit að ræða, þá lenda droparnir með smitefninu á einhverju yfirborði og næsti einstaklingur snertir það og smitast við það að snerta eigin munn, nef eða augu. 
07.sep. 2017 - 20:30 Bleikt

Beta Reynis – Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana

„Að finna hjá sér kraftinn og löngunina að gera breytingar getur aðeins þýtt eitt. Eitthvað er að hrjá okkur eða við erum ekki sátt með þann lífsstíl sem við höfum tileinkað okkur,“ skrifar Beta Reynis B.Sc og MS í næringarfræði í pistli á Facebooksíðu sinni. Pistill Betu, sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta, fer hér á eftir.
06.sep. 2017 - 21:30

Höfum við óþarfa líkamshluta?

Mannslíkaminn hefur þróast í mörg hundruð þúsund ár og er því mjög vel aðlagaður að þeim aðstæðum og skilyrðum sem hann þarf að búa við. Engu að síður bendir ýmislegt til að þróunin hafi ekki náð að fylgja öllum breytingum á lifnaðarháttum manna.
06.sep. 2017 - 15:00 Doktor.is

Börn bera skólatöskur 180 daga á ári - Tíu ráð til að létta byrðina

Iðjuþjálfafélag Íslands hefur staðið fyrir skólatöskudögum í september undanfarin ár. Markmið þessara daga er að vekja athygli á mikilvægi þess hvernig börnin okkar nota skólatöskurnar sínar. Þau bera skólatöskur 180 daga á ári í allt frá 10 árum. 
04.sep. 2017 - 08:00

Er þreyta að hrjá þig? Heilinn þarfnast þá hreinsunar

Fyrr eða síðar verða allir svo þreyttir að þeir neyðast til að sofa. En af hverju getum við ekki sleppt því að sofa? Ef við reynum að halda okkur vakandi þá sækir þreytan sífellt meira að okkur og á endanum getum við einfaldlega ekki haldið augunum opnum.
01.sep. 2017 - 11:00 Doktor.is

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Menn komust fyrst að þessu á Nýja Sjálandi en síðan hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á svefnvenjum í okkar heimshluta og menn komist að sömu niðurstöðu. Það er samband milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða.
30.ágú. 2017 - 18:00 Bleikt

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir af fólki sem hefur sigrast á krabbameini

Það er ekki margt í lífinu sem er jafn erfitt að sigrast á og krabbamein en Bored Panda tók saman lista af fólki sem hefur barist við og unnið sigurinn á móti krabbameini sem er einn skæðasti sjúkdómur í heiminum. Sumir á listanum greindust með krabbamein sem börn en aðrir voru orðnir fullorðnir þegar þeir greindust. 
30.ágú. 2017 - 16:30 Doktor.is

Frá ósætu upp í dísætt

Kolvetni eru mikilvægur hluti af fæðunni. Þau eru nauðsynleg til þess að orkuefnaskipti líkamans gangi eðlilega fyrir sig. Kolvetni eru á ýmsu formi og er þeim oft skipt í flokka eftir stærð, þ.e. einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Ekki er þó til siðs í daglegu tali að kenna sykur við stærð eða fjölda sykursameinda. Oftar tölum við um sykur eftir því hvernig hann er notaður og hvaðan hann kemur. Sem dæmi má nefna borðsykur, ávaxtasykur, mjólkursykur og þrúgusykur.
28.ágú. 2017 - 08:00 Doktor.is

Nokkrar rangar fullyrðingar um bólusetningar

„Sjúkdómum sem bólusett er gegn var farið að fækka áður en bólusetningar gegn þeim hófust vegna betra hreinlætis í þjóðfélaginu og betra almenns heilbrigðis.“ Ofangreindar fullyrðingar eru algengar og þeim ætlað að telja fólki trú um að bólusetningar séu ekki nauðsynlega
27.ágú. 2017 - 12:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Svona losnar þú við hægðatregðu

Nýleg könnun sem gerð var af American Gastroenterological Association sýnir fram á það að um 16% bandaríkjamanna þjást af hægðatregðu.

27.ágú. 2017 - 10:00 Doktor.is

Sex ráð að breyttum lífsstíl

Það eru til fjölmargar leiðir til megrunar sem margar hverjar fela í sér kúra með loforðum um skjótan árangur. Það er samt sem áður þannig að lykillinn að árangursríkri megrun er að borða hollan mat í hæfilegu magni og stunda reglulega líkamsrækt. Þú þarft að gera varanlega breytingu á lífsháttum þínum ef þú vilt ná af þér kílóum og halda í þann árangur sem þú nærð.
26.ágú. 2017 - 16:00 Doktor.is

Kynlíf eftir fæðingu - gefið ykkur tíma

Eftir fæðinguna eiga sér stað miklar breytingar í líkama konunnar. Sum þeirra hormóna, sem hafa haft mikið að segja á meðgöngunni fara í sitt eðlilega horf, en framleiðsla annarra hormóna eykst vegna mjólkurframleiðslunnar. Legið dregst saman og blóð og slím hreinsast út. Ef spöngin hefur rifnað eða verið klippt (spangarskurður) grær hún yfirleitt fljótlega en getur verið aum dálítinn tíma eftir fæðinguna. 
25.ágú. 2017 - 15:30 Bleikt

Douglas Wilson verður með workshop á Íslandi: Hljóp sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum

Á laugardaginn 26. ágúst næstkomandi verður opið hús í Heilsumiðstöðinni Ármúla 9, kl. 11.30-16.00. Ókeypis er á alla viðburði og býður Heilsumiðstöðin alla velkomna. Meðal þeirra viðburða sem verða í boði fyrir almenning er fyrirlestur Dr. Panos Vasiloudes um árangur Harklinikken.
23.ágú. 2017 - 15:00 Sælkerapressan

Byrjaðu daginn á heilsuskoti: Engifer-, túrmerik og sítrónuskot

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðu heilsuskoti. Heilsuskotin eru komin á marga veitingastaði en nú er lítið mál að búa till einn slíkan heima. Hér er á ferðinni drykkur með engifer, túrmerikrót og sítrónum sem er einfaldur í gerð. 
21.ágú. 2017 - 21:00 Lifandi Vísindi

Af hverju hlæjum við eiginlega?

Hlátur er ákveðið tjáningarform, sem m.a. sýnir afstöðu okkar til annarra. Þótt vissulega sé hægt að hlæja með sjálfum sér, hafa rannsóknir sýnt að fólk er 30 sinnum líklegra til að hlæja þegar það er í hópi með öðru fólki. Yfirleitt gefur hláturinn til kynna traust og samkennd gagnvart þeim sem hlæja með okkur. En öfugt við aðra prímata sem aðeins brosa til gamans, getur hlátur mannsins líka táknað létti, háð, samkennd eða aðrar tilfinningar. M.a. getur hláturinn nýst sem útrás fyrir samúð eða sorg.
20.ágú. 2017 - 18:00 Doktor.is

Svona getur þú reynt að forðast að fá hlaupasting!

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund.  Verkurinn er oftast hægra megin.  Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir hlaup og þindinni.
19.ágú. 2017 - 18:00 Doktor.is

Máttur vanans er mikill! – Hverju viltu breyta?

Leiðin að styrkari líkama og heilbrigðara lífi felur í sér að þú verður að hyggja að matarvenjum þínum, draga úr neyslu hitaeininga og hreyfa þig meira.  Þetta eru tæplega ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/ur. Lífið er fullt af gildrum og ef þú ætlar að ná markmiði þínu verðurðu að breyta daglegum venjum.
19.ágú. 2017 - 10:30 Bleikt

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins
18.ágú. 2017 - 22:00 Doktor.is

Ýmsar birtingarmyndir ofbeldis

Einangrun: Kemur í veg fyrir að hún geti sótt vinnu, skóla, félagsstarf, tómstundastarf. Kemur í veg fyrir að hún hitti/eigi samskipti við fjölskyldu og/eða vini. Tekur af henni persónuskilríki, greiðslukort, ávísanahefti, ökuskírteini og fleira þess háttar. Eltir hana, fylgist með henni.
16.ágú. 2017 - 21:00 Lifandi Vísindi

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin.
13.ágú. 2017 - 22:00 Bleikt

Lax með döðlum og gráðosti

Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með himnesku humarsalati. Sannkallaður meistarakokkur þar á ferð.
13.ágú. 2017 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Rassstórar konur eru heilbrigðari en þær rassminni

Áhugi á konum með stóra sitjanda er ekki neitt nýtt fyrirbrigði en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að konur séu með stóran rass er ekki aðeins gott út frá fagurfræðilegu sjónarmiði (að margra mati) heldur er einnig ákveðinn heilsufarslegur ávinningur af því.
12.ágú. 2017 - 18:00 Lifandi Vísindi

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum. Það getur líka verið beinlínis skaðlegt að halda aftur af hnerranum, því hér er mikið afl á ferðinni. Við hnerra skjótast úðadropar marga metra fram úr nefinu og hraðinn getur náð 150 km/klst.
12.ágú. 2017 - 16:30 Þorvarður Pálsson

Að láta sér líða illa yfir því að líða illa lætur þér líða illa - Ný rannsókn

Margir finna fyrir mikilli pressu frá samfélaginu um að vera ávallt glaðir í bragði og setja upp bros þrátt fyrir að líða ef til vill ekki vel. Ný rannsókn vísindamanna við Berkley háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að þessi þrýstingur um að láta aldrei neikvæðar tilfinningar í ljós getur gert það að verkum að slíkar tilfinningar margfaldist. Í stuttu máli sagt; að álasa sjálfum sér fyrir að líða illa getur leitt til meiri vanlíðanar. Leyfðu þér að finna fyrir neikvæðum tilfinningum, horfðu í augu við þær og meðtaka þær í stað þess að reyna að brosa í gegnum tárin.
12.ágú. 2017 - 11:00 Bleikt

Lærðu þetta og bjargaðu mannslífi

Kannt þú að bregðast við ef þú kemur að slysi, ef einhver nálægt þér hnígur niður með hjartaáfall eða barn nær ekki andanum eftir að hafa gleypt smáhlut? Auðvitað er lykilatriði að hringja alltaf í 112 eftir aðstoð, en það er mikilvægt að veita einnig fyrstu hjálp þar til fagfólk mætir á staðinn. Það getur skipt öllu varðandi það hvort viðkomandi nái sér að fullu eða ekki. Þess vegna er mikilvægt að kunna réttu handtökin og helst sækja skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum ef kostur gefst. Byrjaðu á því að læra þessi fimm atriði og þú gætir bjargað mannslífi.
10.ágú. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svafst þú minna en sex tíma í nótt? Þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig

Ef hefðbundinn nætursvefn þinn er minni en sex klukkustundir þá getur það valdið sama skaða og ofneysla áfengis. Of lítill svefn getur aukið hættuna á offitu, þunglyndi, hjartaáföllum og heilablæðingum.
09.ágú. 2017 - 22:30 Doktor.is

Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum. Sumir fá einnig foreinkenni sem eru stundum kölluð "ára" og er oftast á formi sjóntruflana. Köstin geta staðið yfir 4-24 klukkustundir.
09.ágú. 2017 - 07:52 Kristján Kristjánsson

Ert þú að sjóða hrísgrjón rétt? Hefðbundin suðuaðferð getur stefnt heilsu fólks í hættu

Vísindamenn segja að hefðbundin aðferð við suðu hrísgrjóna geti stefnt heilsu fólks í hættu og haft í för með sér aukna hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að sú hefðbundna aðferð sem flestir nota við að sjóða hrísgrjón, sjóða þau í potti þar til vatnið er allt gufað upp, dugir ekki til að koma í veg fyrir að eiturefnið arsenik hverfi úr grjónunum.
08.ágú. 2017 - 21:00 Doktor.is

Hvað er sólstingur?

Líkaminn getur reynt að koma í veg fyrir hitahækkunina með því að auka blóðflæði til húðar og útlima, en við það tapast varmi úr líkamanum, og/eða auka svitamyndunina eða bleyta húðina á einhvern annan hátt þannig að meira gufi upp frá okkur og varmi tapist.
07.ágú. 2017 - 17:00 Lifandi Vísindi

Eyðsluklær og spilafíklar láta stjórnast af efnaferlum

Fíknin í að spila eða versla getur verið alveg jafn sterk og þörf eiturlyfjaneytanda fyrir eiturlyf, því athafnir sem eiga að færa okkur hamingju geta gert heilann alveg jafn líkamlega háðan og eiturlyf. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að boðefnasameindir í heila skipta sköpum fyrir löngunina og ánægjuna yfir að gera það sem við vitum að gerir okkur illt.
07.ágú. 2017 - 13:00 Bleikt

Sannleikurinn um typpastærð

Samkvæmt rannsókn sem náði til rúmlega 15.500 karlmanna víðs vegar um heiminn er meðallengd getnaðarlims í fullri reisn rétt rúmlega 13 sentímetrar. Í sömu rannsókn tókst að kveða í kútinn mýtuna um að samband sé á milli fótastærðar og lengdar getnaðarlims.
06.ágú. 2017 - 13:00 Bleikt

Fyrir tveimur árum var hún 184 kíló og með áunna sykursýki: Í dag er hún íþróttakona og líklega í betra formi en flestir

„Árið 2015 fór ég til læknis og þá spurði hann mig hvort ég vissi hvað ég væri þung. Ég sagðist ekki vilja vita það. Ég vissi að ég væri of þung en vildi ekki vigta mig. Þegar ég steig á vigtina stóð: Error.“
06.ágú. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Í framtíðinni munu læknar ávísa þarmabakteríum til sjúklinga

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á samspili þarmanna og heilans geta haft í för með sér algjör umskipti í meðhöndlun ýmissa sjúkdóma á næstu 20 til 30 árum. Þetta segir Oluf Borbye Pedersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, sem segir þarmana vera „stærstu efnaverksmiðju heims“.

Pressupennar
vinsælt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.10.2017
Þriðja stærsta gjaldþrotið?
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson - 16.10.2017
Við hvaða tölu innflytjenda verður þú rasisti?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.10.2017
Samfélagsbanki fyrir íslenskan almenning
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.10.2017
MIssti af þessum látum á Stundinni
Fleiri pressupennar
(9-31+) Gæludýr.is: Kattasandur - okt