20. jan. 2011 - 10:52Marta María

Vantar þig næringu? Græna bomban fyllir á tankinn fyrir daginn – UPPSKRIFT

Græn bomba í morgunsárið.

Græn bomba í morgunsárið. Mynd: MM

Er skammdegið að fara með þig og vantar þig orku? Græn bomba í morgunsárið gæti verið málið fyrir þig. Í henni er möndlumjólk sem er próteinrík, spínat sem er ríkt af andoxunarefnum og fóllinsýru. Það inniheldur mikið af A, C og K-vítamíni svo einhver séu nefnd. Í grænu bombuna fer líka kókósolía og hörfræolía. Það er mikilvægt að taka inn olíur.

Kókósolía eykur brennslu líkamans, gefur orku og er græðandi. Hörfræolía er góð fyrir frumur líkamans, meltinguna og húðina.

Og svo er það hveitikímið sem er hjarta hveitikjarnans. Það er ein hollasta fæðutegund sem þú getur í þig látið. Hveitikím inniheldur 23 næringarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Hveitikím er próteinríkt og inniheldur jafn mikið eða meira prótein og kjötvörur. Hveitikím færst í Yggdrasil, Manni lifandi og Fjarðarkaupum svo einhverjar búðir séu nefndar og er mikilvægt að geyma það í kæli.

Drykkur fyrir 2

1 ½ bolli möndlumjólk

Handfylli spínat

Handfylli frosið mangó

1 banani

1 msk grænt duft

2 msk kókósolía

2 msk hörfræolía

2 msk hveitikím

Byrjið á því að setja möndlumjólkina í blandarann og bætið spínatinu út í. Látið það mixast vel áður en frostnu ávöxtunum er bætt út í. Þá er bananum bætt út í.

Látið heitt vatn renna á kókósolíuna svo hún bráðni. Bætið henni út í ásamt hörfræolíunni. Þeytið saman. Hveitikímið er sett út í í lokin og það er ekki hrært neitt sérstaklega vel út í svo olíurnar í því tapist ekki.

Ert þú vinur Veraldar Mörtu Maríu á Facebook? Þar er að finna fjörugar umræður og spennandi leiki. Heppnin gæti verið með þér.

Verði ykkur að góðu!