20. jan. 2011 - 10:52Marta María

Vantar þig næringu? Græna bomban fyllir á tankinn fyrir daginn – UPPSKRIFT

Græn bomba í morgunsárið.

Græn bomba í morgunsárið. Mynd: MM

Er skammdegið að fara með þig og vantar þig orku? Græn bomba í morgunsárið gæti verið málið fyrir þig. Í henni er möndlumjólk sem er próteinrík, spínat sem er ríkt af andoxunarefnum og fóllinsýru. Það inniheldur mikið af A, C og K-vítamíni svo einhver séu nefnd. Í grænu bombuna fer líka kókósolía og hörfræolía. Það er mikilvægt að taka inn olíur.

Kókósolía eykur brennslu líkamans, gefur orku og er græðandi. Hörfræolía er góð fyrir frumur líkamans, meltinguna og húðina.

Og svo er það hveitikímið sem er hjarta hveitikjarnans. Það er ein hollasta fæðutegund sem þú getur í þig látið. Hveitikím inniheldur 23 næringarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Hveitikím er próteinríkt og inniheldur jafn mikið eða meira prótein og kjötvörur. Hveitikím færst í Yggdrasil, Manni lifandi og Fjarðarkaupum svo einhverjar búðir séu nefndar og er mikilvægt að geyma það í kæli.

Drykkur fyrir 2

1 ½ bolli möndlumjólk

Handfylli spínat

Handfylli frosið mangó

1 banani

1 msk grænt duft

2 msk kókósolía

2 msk hörfræolía

2 msk hveitikím

Byrjið á því að setja möndlumjólkina í blandarann og bætið spínatinu út í. Látið það mixast vel áður en frostnu ávöxtunum er bætt út í. Þá er bananum bætt út í.

Látið heitt vatn renna á kókósolíuna svo hún bráðni. Bætið henni út í ásamt hörfræolíunni. Þeytið saman. Hveitikímið er sett út í í lokin og það er ekki hrært neitt sérstaklega vel út í svo olíurnar í því tapist ekki.

Ert þú vinur Veraldar Mörtu Maríu á Facebook? Þar er að finna fjörugar umræður og spennandi leiki. Heppnin gæti verið með þér.

Verði ykkur að góðu!

 
04.jan. 2015 - 23:00 Elín Helga Egilsdóttir

Hafraklattar sem ekki þarf að baka

Hversu oft ferð þú t.d. á kaffihús, í búð, og kaupir þér eitt stykki hafraklatta í "leiðinni". Nú, eða hafraköku? Jebb. Oftar en þig grunar er það ekki? Af hverju? Af því það er gott að narta og hafrar eru bara det beste som er! Sparaðu þér peninga og skelltu í einn skammt til að eiga á lager fyrir komandi kaffihúsaferðir og nart-tímabil. 

05.sep. 2013 - 10:13

10 hugmyndir að ódýru hollustusnarli á milli mála

Hollt mataræði er mikilvægt og síðastliðin ár hafa mismunandi aðferðir til þess að breyta því lent á vinsældarlistanum. Margt fólk breytir mataræðinu en borðar samt sem áður óhollustu á milli mála. Það er leiðinlegt ef vel gengur að flaska á því að borða hollt snarl á milli mála.
28.ágú. 2013 - 21:00

Átta fæðutegundir sem hjálpa þér að grennast!

Milljónir manna þjást af offitu víða um heim og það er alvarlegt mál. Sumar fæðutegundir eru þekktar fyrir að auka brennslu. Það eru slíkar jurtir og hráefni sem eru bandamenn okkar í baráttunni við aukakílóin.
21.júl. 2013 - 11:00

Búðu til þinn eigin náttúrulega hárlit - uppskriftir að litum sem fara vel með hárið

Að reyna að halda hárlitnum náttúrulegum getur verið erfitt. Það er góð hugmynd að lita fyrst einn hárlokk, til þess að athuga hvort liturinn sé réttur, hvort hann sé of ljós eða dökkur, áður en þú setur litinn í allt hárið. Til eru náttúrulegar aðferðir til þess að lita hárið sem virka vel og fara vel með hárið.
03.júl. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir - Flaug óspennt til Bandaríkjanna. Var of feit fyrir öryggisbeltið!

Kolbrún Jónsdóttir hefur náð undraverðum árangri í baráttunni við aukakílóin. Á innan við þremur árum hefur hún grennst um 55 kíló. Botninum var náð er hún flaug óspennt til Bandaríkjanna af því hún þorði ekki að segja frá því að hún væri of feit fyrir öryggisbeltið.
07.mar. 2013 - 07:00

Drykkur dagsins: Ferskir ávextir, appelsínusafi, skyr og hunang - UPPSKRIFT

Þessi er ferskur og skemmtilegur ávaxtasmoothie sem er einstakur í morgunsárið, langar þig í eitthvað gott?
06.mar. 2013 - 10:00

Banana ís, enginn sykur, enginn rjómi...

...bara bananar! Ekkert plat, engin lygi.

Svo grátlega hlægilega einfalt og, ekki gleyma, hollt! Jebbs, þetta mun koma ykkur á óvart!!

05.mar. 2013 - 14:00

Hafragrautur - bestur í heimi

Hafragrautur er eins og auður strigi málarans - krydd, kanill, ávextir, bragðdropar, síróp, hnetur og fleira gúmmulaði eru pensillinn sem heilsumelir beita á hann til að gera að úrvals gúrmeti.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 07:00

Ferskt og sumarlegt Mojitoboost

Þegar sólin er hátt á lofti er gott að fá sér eitthvað kalt og gott. Hér er uppskrift að ótrúlega svalandi og spennandi mojito boosti. Boostið inniheldur m.a. vanilluskyr sem gefur prótein og kalk og myntu sem gerir drykkinn ótrúlega ferskan.
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
23.maí 2012 - 09:00 Elín Helga Egilsdóttir

Galdurinn að góðu salati

Salatát mun breytast héðanaf. Lesið þetta og það verður ekki aftur snúið!
18.maí 2012 - 09:21 Ragga Nagli

Einmana súkkulaðikaka- UPPSKRIFT

Hvað gera bændur þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta?
Nú þá skellir maður í bráðholla og löglega súkkulaðiköku.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
14.maí 2012 - 17:00

Geggjað zucchinipasta í salatvefju með pestó - Uppskrift

Þetta syndsamlega gott og þarf enga eldun.  Matvinnsluvél og iceberg salat og maturinn klár.
14.maí 2012 - 09:00

Ertu komin/nn með leið á gamla góða hafragrautnum? Bættu við eplum, kanil, agave sýrópi og perum!

Ert þú komin/nn með leið á gamla góða hafragrautnum sem ekkert bragð er af? Bættu eplum, perum, kanil og agavesýrópi út í, ótrúlega gott svona í morgunsárið!
14.maí 2012 - 07:00

Drykkur dagsins: Bláberjaboost sem gerir líkamanum gott: Litríkur og hollur drykkur

Bláber eru einstaklega holl, þau eru ekki bara stútfull af andoxunarefnum sem vinna gegn hrörnum líkamans heldur eru þau einnig holl hjartanu og meltingarveginum. Þessi bláberjaboost gerir þér ekkert nema gott og er að sjálfsögðu ansi litríkur.
13.maí 2012 - 08:35

Drykkur dagsins: Einstaklega bragðgóður sunnudagssmoothie með brómberjum, mintu og banana - UPPSKRIFT

Þessi er æðislega góður á sunnudegi, sérstaklega eftir amstur helgarinnar. Þessi er með brómberjum sem eru bara bragðgóð og holl, mintulaufum og bönönum.
11.maí 2012 - 07:00

Drykkur dagsins: Græna bomban

Daði Hendricusson og Þóra Margrét unnusta hans sem þjálfa bæði hjá World Class ljá okkur þessa frábæru uppskrift af heilsudrykk dagsins.  Þau byrja alla daga á þessari grænu bombu.  Enda eru þau í stöðugri þjálfun og útivist. 
10.maí 2012 - 10:00

Heilsupizza: Ótrúlega fáar hitaeiningar í pizzu - Uppskrift

Italiano fer að fagna 2 ára afmæli um þessar mundir. Allir geta séð hvaða kaloríufjöldi er í pizzunni sem þeir panta og það kom okkur virkilega óvart hvað það eru í rauninni fáar í flestum tilfellum. Inná heimasíðu þeirra er hægt að sjá fjöldann í sinni uppáhalds pizzu. Högni eigandi Italiano lét okkur fá þessa girnilegu uppskrift til að gera heima. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
12.apr. 2012 - 11:15 Ragga Nagli

Gulrótaka einstæðingsins

Gulrótakaka fyrir einstæðing á undir fimm mínútum…. og ekki nema skitnar 140 karólínur í kvikindinu. Svo það má vel slátra alle sammen með góðri samvisku og frábær kostur eftir átökin við járnið.
04.apr. 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Keyser Söze

Það er ekki gaman þegar við erum í sorg og sút að neita okkur um lífsins gúrmeti. 
Þess vegna sker það í hjartað þegar fólk velkist í vafa hvort það eigi að fá sér páskaegg. 
11.mar. 2012 - 16:00 Ragga Nagli

Sykurlaust peru-döðlu chutney-UPPSKRIFT

Hér er uppskrift af sykurlausu peru og döðlu chutney sem er guðdómlegt hrært út í tilbúinn hafragraut. Búðu þig undir að sleikja skálina. 


08.mar. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Ekkert tyggja má

Nú er illt í efni, ekkert tyggja má. Ef marka má miðlana þarf sótsvartur almúginn að vara sig á mýmörgum matvælum því krabbameinið og fitan lúra handan við hornið. 
24.feb. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Síðasta kvöldmáltíðin

“Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.”
Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina.
21.feb. 2012 - 09:30 Ragga Nagli

Saltkjöt og baunir, túkall

Í gær var bolludagur.  
Fréttamenn sem fara í bakarí landsins og spyrja um nýjustu bragðtegundir ársins og söluhæstu bollurnar er orðið náttúrulögmál. Vatnsdeigs versus gerbollur, súkkulaði versus bleikur glassúr.
20.feb. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollustubrownies - UPPSKRIFT

Besti vinur aðal er aftur á stjá og nú með holla útgáfu af brownies... er hægt að biðja um meira í þessu lífi?
08.feb. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Hollur súkkulaðiís.... UPPSKRIFT

Þið sem haldið að hollusta sé eingöngu kjúlli og brokkolí eruð svo langt aftur á svörtustu miðöldum að þið megið búast við heimsókn frá Hróa Hetti, enda mataræði ykkar líklega svipað spennandi.
02.feb. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Grunnbrennslan

Grunnbrennsluhraði (basal metabolic rate (BMR)) er sú orkuþörf sem líkaminn þarf til að lifa af án þess að hreyfa legg né lið.
26.jan. 2012 - 14:30 Ragga Nagli

Besti vinur aðal

Það vita allir og amma þeirra að Naglinn er með grautar-blæti á alvarlegu stigi.  Svo langt nær pervertisminn að það hefur ekki liðið dagur í mörg herrans sem ekki byrjaði á grautarslafri. 
03.jan. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Janúar-flatbaka

Eru ekki allir komnir með upp í kok af waldorfsalati, rjómasósum og frómas?
Kjötsviti og sykurtremmi ríður eflaust húsum í dag og mörgum finnst eins og þeir þurfi aldrei að borða aftur.
Eina sem útfyllt magaholið kallar á er eitthvað ofur létt, hollt og hreint takk för....
14.des. 2011 - 09:00 Ragga Nagli

Sósu og salat?

Það eru til svo ótal möguleikar á hollum einföldum og fljótlegum sósum sem eru ekki sprengfullar af mettaðri fitu og milljón einingum af varma.
22.nóv. 2011 - 19:00 Svava Rán Karlsdóttir

Hellisbúa Granóla

Ein af tískubylgjunum í mataræði er að borða að hætti hellisbúa.
16.nóv. 2011 - 14:30 Ragga Nagli

Smjörhnetuhvað?

Hvernig getur það farið saman við hollustulífið að vera sætindamelur inni í sér? 
Jú ef höfuðleðrið er bleytt allrækilega í skúringafötunni til að finna gúmmulaðiskombó sem jafnframt eru innan hollusturammans, þá töltum við himinsæl eftir beinu brautinni.

08.nóv. 2011 - 21:00 Svava Rán Karlsdóttir

Sódabrauð

Með því að nota lyftiduft er minnsta mál að baka hollt og gott brauð á rétt rúmum hálftíma. 

Pressupennarnýjast frh.
Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson - 21.1.2015
Hvernig tryggjum við sátt um stöðugleika
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.1.2015
Hvatning til dáða
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.1.2015
Aumkunarverður hræðsluáróður
Sólveig Sigurðardóttir
Sólveig Sigurðardóttir - 19.1.2015
11 dögum eftir stóra aðgerð
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 19.1.2015
Má þetta?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.1.2015
70 ár frá frelsun Auschwitz
Klara Arndal
Klara Arndal - 14.1.2015
Að horfa á mynd er góð skemmtun
Raggaeiriks
Raggaeiriks - 13.1.2015
Litlar stelpur og líkamsvirðing
Fleiri pressupennar