13. jan. 2012 - 08:30Ragga Nagli

Viskubrunnur fagmannsins - Kristján Samúelsson einkaþjálfari

Í janúar er stór hópur sem bætist við neytendur líkamsræktarstöðva, sumir að koma aftur
eftir stutt eða langt hlé, á meðan aðrir eru þar innandyra í sinni jómfrúarsiglingu.

Fyrir marga eru þessi spor inná líkamsræktarstöð ansi þung því salurinn getur verið
yfirþyrmandi fyrir fólk sem hefur ekki þekkingu á staðarháttum. Margir ráfa stefnulaust um þennan frumskóg og afleiðingin verður ekki nógu markviss æfing til að sjá árangur. Sem leiðir oft og tíðum til að fólk hrökklast þaðan út eftir skamman tíma og dettur af heilsubrautinni í enn eitt skiptið.

Til að gefa lesendum góð ráð í ræktinni og mataræði fékk Heilsupressan til sín Kristján Samúelsson einkaþjálfara hjá Body.is, WBFF atvinnumann og margfaldan meistara í fitness.
Kristján er meðal annars Íslandsmeistari og danskur meistari í fitness og bæði sænskur meistari og Norðurlandameistari í Classic bodybuilding.
Hann deilir hér úr sínum viskubrunni.

Hvernig ráðleggurðu byrjendum eða þeim sem eru að koma aftur eftir hlé að æfa?

Ég mæli með að fólk fari hægt af stað og reyni ekki að sigra heiminn á fyrstu vikunni. Þetta er lifstill, ekki skyndilausn. Svo er frabært að setja sér takmörk þegar maður er komin af stað. Bæði langtíma og skammtíma markmið. Svo er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar fagmanna þó það sé ekki nema í einn til tvo mánuði bara til að ná áttum og gera æfingarnar markvissari.
Til dæmis er fjarþjálfun eins og við hjá Body.is bjóðum uppá mjög góður og ódýr kostur bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Hvað er fjarþjálfun?

Fjarþjálfun er þjálfun og mataraðstoð sem fer fram í gegnum veraldarvefinn.
Fólk fær sérsniðið æfingaplan og matarplan eftir sínu markmiði. Við hjá www.body.is aðstoðum alla, frá byrjendum til keppnisfólks og veitum aðhald og eftirfylgni allan tímann undir okkar umsjá. Markmiðið er að eftir þjálfun hjá okkur hafi fólk þau tól sem þarf til að gera hreyfingu og hollt mataræði að sínum lífstíl og haldi ótrauð áfram sjálf með þá þekkingu sem þarf í farteskinu.

Hvað kostar fjarþjálfun?

Mánuðurinn kostar 12.000 kr en verður ódýrara því lengur sem fólk er í þjálfun. Flestir eru komnir með fína þekkingu eftir tvo til þrjá mánuði. Hversu oft í viku þarf fólk að æfa?

Ég mæli með 3-4 sinnum í viku fyrir þá sem eru að byrja aftur eða að byrja yfirhöfuð að æfa.
Eftir því sem líður á og fólk verður vanara er það allur gangur á eftir markmiðum hvers og eins hversu oft það æfir en ég myndi segja að þrjú til fjögur skipti í viku sé góður byrjunarpunktur.

Hversu lengi þarf að æfa í einu?

Það fer eftir hvert er markmiðið með æfingunni.
Fyrir uppbyggingu vöðva er ákjósanlegt að æfa í 1 klukkustund eða jafnvel skemur.
Þjálfun sem einblínir eingöngu á styrk getur hinsvegar farið uppí einn og halfan tíma þar sem þarf að hvíla lengur milli setta.
Þolæfingar geta svo farið upp í klukkutíma til dæmis hjá keppnisfólki.
Þess ber að geta að það er ekki fyrir byrjendur að taka svo langar æfingar.
Það er fyrir lengra komna og keppnisfólk með ákveðið markmið í huga.
Fyrir hinn almenna iðkanda er nóg að æfa frá 45 mínútum upp í klukkutíma í einu.
Það eru gæðin sem skipta meira máli en magnið.

Hvernig er best að borða í fitutapi?

Sú aðferð sem ég nota til að missa fitu er einföld. Ég reyni að borða nóg af prótíni en lækka kolvetni og fitu en passa samt að fá nóg af góðri fitu og útiloka kolvetna inntöku eftir kvöldmat.
Flókin kolvetni er best að borða yfir daginn til að þau nýtist sem orkugjafi.

Hvað ráðleggurðu fólki að borða eftir lyftingaæfingu?

Einföld kolvetni strax eftir lyftingaæfingu er mjög vænlegt til árangurs til að hefja viðgerðarferli vöðvanna. Það er gott að miða við eitt til eitt og hálft gramm af kolvetnum fyrir hvert kiló af líkamsþyngd til að”fylla” á vöðvatankinn, og neyta samhliða hálft gramm per kíló af prótíni. Það þýðir að einstaklingur sem vegur 80 kíló ætti að fá sér um 80 grömm af einföldum kolvetnum og 40 grömm prótín strax eftir æfingu.
En það er auðvitað breytilegt hvað magnið er mikið eftir hvaða markmiðum hvers og eins.

Geturðu gefið dæmi um góðan dag í fitutapsmataræði?
Morgunmatur : Hafragrautur med kanil og rúsinum. Þrjár eggjahvitur og eitt heilt egg.
Morgunkaffi - Hrökkbrauð med túnfiski og gúrku.
Hadegismatur - 1 kjúklingabringa med spínati og avocado blandað med kotasælu.
Kaffi - Hreint skyr med ferskum bláberjum og smá hörfræjum.
Kvöldmatur - 200 gr Lax med cous cous eda brunum hrisrjonum og grænu salati med smá feta osti (en bara smá):)
Fyrir svefn - Hreint prótín (helst casein prótín) og smávegis af möndlum.

En hvernig er best að borða til að byggja upp vöðva?

Þá mæli ég með að vera örlítið lægri í prótínum en í niðurskurði en hár í kolvetnum. Samt passa að það séu flókin kolvetni, og ekki gúffa kolvetni á kvöldin. Þá neglirðu bara á belginn.
Halda fituinntöku svipaðri og í niðurskurði og passa að borða góða fituna.

Er nauðsynlegt fyrir byrjendur að taka fæðubótarefni?


Ég segi nei. Það er mikilvægara að byrja á að taka mataræðið í gegn og taka vel á því í ræktinni fyrst.
Þegar regla og rútína eru komnar á hlutina og fólk sér hvað það getur án þess að taka fæðubótaefni, er í góðu lagi að prófa sig áfram.
En það eru svo stórar breytingar hjá flestöllum byrjendum að yfirleitt er ekki þörf á fæðubótaefnum.
Ekki miskilja mig, fæðubótaefni eru mörg mjög góð, og oft erfitt að komast hjá að nota þau.
En ég vil að byrjendur finni fyrst hvernig sé að æfa án þeirra.
Þegar fólk er komið lengra mæli ég hiklaust með að athuga hvort fæðubótaefni geti til að hjálpað þeim uppá næsta stig.


07.jan. 2016 - 12:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Réttu græjurnar fyrir áramótaheitin: Útsala í Air Smáralind

Oftar í ræktina? Hreyfa sig meira? Ef áramótaheitin þín innihalda líkamsrækt að einhverju tagi, er um að gera að skella sér í Air Smáralind eða á Air.is og klæða sig fyrir rétta sportið.
22.nóv. 2015 - 17:16 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Davíð Rúnar: Eltir draumana sína í Los Angeles og leggur allt undir: Viðtal

Davíð Rúnar Bjarnason hnefaleikakappi sigraði sterkan andstæðing frá Mexíkó úr Wildcard Boxing Gym, sem er eitt þekktasta box „gym“ í heiminum. Bardaginn fór fram í rótgrónum klúbbi í East Los Angeles. Það má segja að Davíð hafi komið mörgum á óvart en hann var skiljanlega í skýjunum að uppskera sigur eftir mjög strangar æfingar og hart matarræði í margar vikur fyrir bardagann.
21.ágú. 2015 - 15:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Næring og hugarfar daginn fyrir hlaup: Reykjavíkurmaraþon á morgun

Í aðdraganda hlaups þurfa hlauparar að halda góðu jafnvægi í vökvaneyslu, kolvetna-, prótein- og fituneyslu og miða það við þörf á hverjum tíma í takt við æfingaálag. Síðustu dagana fyrir hlaup er orkuþörfin minni þar sem álagið er lítið sem ekkert. Þó þarf að halda áfram að nærast vel og halda áfram að drekka nóg af vatni og borða hollan og góðan mat, með áherslu á holl kolvetni eins og heilkornavörur og ávexti. Þeir sem eru að fara í heilt maraþon hafa væntanlega tekið einhverja kolvetnahleðslu síðustu vikuna fyrir hlaup.
28.maí 2015 - 16:01 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Af hverju ætti ég að byrja að lyfta í ræktinni?

Margir fara í ræktina til að sitja á hjólinu, labba á brettinu og gera magaæfingar á dýnunni. En hvað með lyftingar? Þungar lyftingar? Margar konur halda að þær verði of stæltar á því og missi kvenleikann. Það er samt ekki rétt. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að vera að lyfta í ræktinni.
13.maí 2015 - 20:15 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Fylgist með Röggu á Snapchat fyrir Air Smáralind

Ragga mun sjá um Snapchat fyrir Air Smáralind á morgun, fimmtudag. Snapchat - airsmaralind -
01.maí 2015 - 16:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sundfataval: Þau eiga að vera þægileg, flott og með réttan stuðning fyrir þig

Ég hef oft verið spurð um ráð þegar kemur að sundfötum og sundfata tísku. Ég er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu línu Speedo á hverju ári. Ég ætti að vita hvað ég er að tala um þegar kemur að sundfötum, enda eyddi ég yfir 20 árum meira og minna ofaní sundlaug.
28.apr. 2015 - 20:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Frábær æfing á róló: Mamman fær að hlaupa í hringi

Ég fór með Breka mínum á róló í morgun. Við vorum komin þangað kl 8.15 og áttum róló í klukkutíma. Það var enginn á róló. Ég andaði léttar því að Breki elskar að hlaupa út um allt. Þegar róló er fullur af krökkum og foreldrum, þá verð ég stundum stressuð um að hann hlaupi bara í burtu og ég nái ekki að fylgja eftir.
25.mar. 2015 - 14:37 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nike Air Max: Dagurinn sem beðið hefur verið eftir

Á morgun, fimmtudag, er svokallaður Air Max dagur í AIR, Smáralind. Mjög takmarkað magn af Air Max 90 og Air Max Moire verður til sölu bara þennan eina dag. Allir Air Max skór verða á 25% afslætti og búðin verður opin til kl 21.
23.mar. 2015 - 17:50 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni

Ég skellti mér á mjög fallega strönd í síðustu viku. El Matador í Malibu. Það eru klettar í sjónum og öldurnar voru háar. Ég ákvað að taka smá æfingu á ströndinni í hitanum. Ég hljóp fram og til baka í flæðarmálinu og gerði jóga æfingar. Það er hægt að taka á því hvar sem er og þrátt fyrir að vera skólaus og í sólbaði, þá náði ég að taka ferlega góða æfingu.
13.mar. 2015 - 16:33 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Af hverju HIIT þjálfun?

HIIT þjálfun eða High Intensity Interval Training er einhver albesta brennsluaðferð sem vitað er um og er mun áhrifaríkari en hin hefðbunda brennsluaðferð Steady state cardio sem felst í því að halda sama tempói á litlu álagi í langann tíma.
09.mar. 2015 - 20:22 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mjórra mitti: Virkar þetta blessaða belti eða ekki?


Ég hef aldrei hugsað mikið um mittið á mér. Ég æfi vel, borða hollt og hugsa vel um sjálfa mig. Aldrei hefur það verið markmið mitt að vera með mjórra mitti. En hví ekki að prófa þetta, þar sem þetta er orðið svona vinsælt á meðal kvenna út um allt?
12.feb. 2015 - 21:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Æfir þú rassinn nógu vel? 10 atriði sem benda til þess að þú þurfir að gera það betur

Björn Þorleifur Þorleifsson, einkaþjálfari hjá Midgard Fitness, segir okkur hvað við erum að gera rangt þegar kemur að rassaæfingum. Bjössi, einsog hann er oft kallaður er margfaldur Íslandsmeistari í Taekwondo. Hann hefur einnig hampað Norðurlandameistaratitli, unnið á alþjóðlegum mótum og var efstur í Evrópu á sínum tíma. 


11.feb. 2015 - 12:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Nýjar buxur og augabrúnirnar vaxaðar: Af hverju tek ég betur á því þegar ég lít vel út

Ég var að tala við vinkonu mína sem ætlaði að hitta mig í Smáralind. „Ég er í Air. Nei, ég er sko í Air. Í AIR!“ Það var ekki furða að hún var ekki að skilja mig enda stóð ég þarna á gólfinu og öskraði ER nokkrum sinnum inn í símann, haldandi að sambandið væri eitthvað slæmt. Hún heyrði alveg í mér, hún bara hafði ekki hugmynd um hvar ég væri.
02.feb. 2015 - 09:00

Einmana súkkulaðikaka- UPPSKRIFT

Hvað gera bændur þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta?
Nú þá skellir maður í bráðholla og löglega súkkulaðiköku.
01.feb. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

6 verstu mistökin

Svona árangur næst ekki með því að hamast einungis í hundruðum kviðæfinga á dag! Að gera æfingu sem einangrar einn vöðva í einu, eins to t.d. tvíhöfðakreppur (bicep curls) mun ekki skila þér miklu. Þær Ef þú vilt byggja upp almennilegan vöðvamassa og hafa fitubrennsluna í botni á meðan, þá þarftu að framkvæma stórar æfingar sem örva marga vöðva og vöðvahópa í einu ásamt því auðvitað að nota sem mesta orku á sama tíma.
26.jan. 2015 - 11:00 Vilhjálmur Steinarsson

Ofþjálfun: Hvað er of mikið?

Sumir kannast kannski við þetta ferli. Þú byrjar á nýju æfingakerfi og ætlar að sigra heiminn á núll einni, æfir eins og skepna og vilt helst ekki taka þér frídag því þú heldur að það eyðileggi bætingarnar þínar. Eftir 6-8 vikur þá ferðu að finna fyrir einkennum sem þú hefur ekki fundið fyrir áður.

11.des. 2014 - 21:20 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Allt um Brjósklos: Einkenni, orsakir og meðferð

Hryggþófar, brjóskþófar eða diskar liggja á milli hryggjaliða og mynda liðamót sem gefa kost á hreyfingu milli þeirra. Hver hryggþófi hefur um leið mikilvægt hlutverk við að binda hryggjarliði saman og á hverjum diski hvílir talsverður þungi í athöfnum okkar daglega lífs.
28.sep. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Sunna Rannveig bardagakona: „Þetta var fjarlægur draumur þar til ég fann ljós í myrkrinu“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er 28 ára móðir og fyrsta íslenska konan til þess að keppa fyrir hönd bardagaklúbbsins Mjölnis í blönduðum bardagalistum, „MMA.“ Sunna Rannveig ákvað að setja háskólanám sitt á pásu og fara í þjálfunarbúðir á tælensku eyjunni Phuket þar sem hún æfði MMA og „muay thai.“ Veröldin hitti þessa kjarnakonu.
19.sep. 2013 - 17:30

Hjón stíga fram með ótrúlega sögu sína: Misstu samanlagt 235 kíló - Myndir og myndband

Hjón hafa samanlagt misst 235 kíló á aðeins einu og hálfu ári með breyttu mataræði, hreyfingu og stuðningi hvort við annað.
11.sep. 2013 - 16:00

Handalaus kona hefur fundið ástríðu sína í vaxtarrækt

Barbie Thomas er 37 ára gömul. Hún missti báðar hendurnar vegna alvarlegs rafmagnstuðs sem hún fékk sem smábarn. Barbie hefur keppt gegn heilbrigðum konum vaxtarrækt í yfir áratug, en áður stundaði Barbie dans, fótbolta og sund, en keppti einnig í sundi.
27.ágú. 2013 - 13:00

Svona bráðnar hliðarspikið af þér: Æfingamyndbönd

Það er ekki ævintýri líkast að losna við hliðarspik eða hinar svokölluðu „ástarhöldur“ sem leka stundum yfir buxnastrenginn. Baráttan við hliðarspikið reynist mörgum þrautinni þyngri en ef fólk tekur sig til og gerir æfingar í 20 mínútur á dag er hægt að losna við þetta. Sannleikurinn er þó sá að það er nauðsynlegt að breyta mataræðinu ásamt því að gera æfingar til þess að sjá almennilegan árangur. 85% árangurs er vegna breytts mataræðis.

07.júl. 2013 - 18:00

The Biggest Loser Ísland - komið fram við keppendur eins og skepnur?

Í fyrsta skipti á Íslandi mun fara af stað ný þáttaröð af hinum vinsælu raunveruleikasjónvarpsþáttum The Biggest Loser. Erlendis horfa milljónir manna á sjónvarpsþáttinn og má segja að hann hafi haft áhrif á menningu, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það eru SkjárEinn og Saga Film sem fara af stað með íslensku útgáfuna. Þetta er eitt stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára hér á landi og er það er hin geðþekka dagskrárgerðarkona, Inga Lind Karlsdóttir, sem mun stýra þáttunum.
03.júl. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir - Flaug óspennt til Bandaríkjanna. Var of feit fyrir öryggisbeltið!

Kolbrún Jónsdóttir hefur náð undraverðum árangri í baráttunni við aukakílóin. Á innan við þremur árum hefur hún grennst um 55 kíló. Botninum var náð er hún flaug óspennt til Bandaríkjanna af því hún þorði ekki að segja frá því að hún væri of feit fyrir öryggisbeltið.
30.ágú. 2012 - 11:00 Fannar Karvel

Baráttan við Fjölbreytni


29.ágú. 2012 - 09:08 Fannar Karvel

Hildur vinkona hennar Jónu fékk prógram..

„Hildur vinkona hennar Jónu fékk prógram frá einkaþjálfara sem þjálfaði stelpu sem keppti í fitness í fyrra og sagði að það svínvirkaði“
17.ágú. 2012 - 11:00 Fannar Karvel

Metabolic-æðið komið í Kópavog

„Ég vona að þetta verði ekki enn eitt æðið heldur sé komið til að vera“ segir Helgi. Ég er ekki mikill erobikk maður og fannst vanta góða alhliða hópatíma með áherslu á styrk, kraft og úthald en skilaði á sama tíma mikilli fitubrennslu. Þetta hefur tekið talsverðan tíma í þróun og lítið verið kynnt en það er strax orðin mikil eftirspurn eftir námskeiðum bæði hér á Suðurnesjunum og eins í Kópavogi og Reykjavík. Greinilegt að það hefur verið vöntun á námskeiði sem þessu, í stórum sal sem býður upp á mikla möguleika og fjölbreytni.
16.ágú. 2012 - 10:00 Fannar Karvel

Ekki gera það sama og allir hinir

Þegar fólk kemur í þjálfun til mín hvort sem það er einkaþjálfun, hópar, fjarþjálfun eða íþróttafélög þá er hugsunin “hvernig ég looka” ALDREI tekin með í reikninginn þegar kemur að æfingaprógramminu. Ég hef fengið þessa setningu en bara einu sinni frá þeim sem spyr hennar, eftir stutta útskýringu sér fólk af hverju hún á ekki við.
19.júl. 2012 - 12:00 Fannar Karvel

Besta brennslan

Það eru allir að leita eftir “bestu brennslunni” en hvað er það nákvæmlega sem þú þarft að gera?
24.jún. 2012 - 07:10 Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku.
19.jún. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. 
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni.
15.jún. 2012 - 20:00 Vilhjálmur Steinarsson

Mótaðu kviðvöðvana á réttan hátt!

Án alls vafa, þá eru sýnilegir kviðvöðvar eitt það allra eftirsóttasta í líkamsræktarbransanum. Í 90% tilvika þegar ég fer með kúnnunum mínum yfir þeirra markmið, þá þá leiðast umræðurnar í þessa áttina: „Ég vil missa kviðfituna og fá sixpakk“.

12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
08.jún. 2012 - 09:00 Fannar Karvel

Sumaræfingar fyrir íþróttafólk

Hlutirnir virka þannig í þessu harða heimi að þeir vinna sem undirbúa sig best; “Train hard, Win easy”.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
22.maí 2012 - 15:00 Fannar Karvel

Basic hnébeygja eða hvað...

Þegar kemur að fótaæfingum er hnébeygjan kóngur allra annarra æfinga, punktur!
22.maí 2012 - 10:40 Ragga Nagli

Rútínurask

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
10.maí 2012 - 11:55 Ragga Nagli

Maggi Sam - Hrrriikalegur

Maggi Sam, eins og drengurinn er kallaður í daglegu tali, er sannarlega að stimpla sig inn í alþjóðlegu vaxtarrræktarsenuna.
Kynnumst kauða nánar.
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

30.apr. 2012 - 10:00 Vilhjálmur Steinarsson

3 æfingar fyrir hraðari efnaskipti og aukna fitubrennslu!

Undanfarið höfum við hér á Heilsupressunni mikið nefnt og rætt stórar fjölliða (full body exercises) æfingar sem hjálpa til við að hraða efnaskiptum og auka fitubrennlsu. Teljum við þetta mun betri kost þegar verið er að byggja upp vöðvamassa og brenna burt lýsi og öðrum óþarfa.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.
16.apr. 2012 - 00:09 Fannar Karvel

Töframeðal fyrir Fitubrennslu

Undanfarin ár hafa fjöldamörg æfingakerfi skotið upp kollinum, sleppum því að nefna þau öll hér, sem hafa sagt frá nýjustu töfralausnunum frá glysheimi Hollywood stjarnanna. Flest eiga þau það sameiginlegt að vilja hjálpa þér að bræða lýsið utan af þér fyrir alla aurana í veskinu þínu.

Hér á eftir ætla ég hinsvegar að kenna þér sama hlutinn alveg ókeypis!

14.apr. 2012 - 17:00 Ragga Nagli

Hjálparhönd

Naglinn átti voða bágt í gær. Mígandi rigning úti, pínu illt í mallanum og nennan að fara í ræktina var undir fótunum á keisaramörgæs á Suðurskautinu. 
10.apr. 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Hversdagshetjan

Lesendur og allir sem þekkja Naglann vita að hverskyns afsakanir, væl, kvart og kvein yfir að geta ekki stundað heilsusamlegt líferni sprengir æð í augnbotnunum af pirringi.

Pressupennar
nýjast frh.
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.4.2017
Hvað viltu verða?
Austurland
Austurland - 14.4.2017
Samkeppnishæfni trúarinnar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.4.2017
Sósíalistar eru ekkert nýtt
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 09.4.2017
Mötuð afþreying
Reykjanes
Reykjanes - 09.4.2017
Hættulegasti þjóðvegur landsins
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 08.4.2017
Elsku líkami
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 08.4.2017
Níðingurinn nýtur vafans
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 03.4.2017
Fyrst voru skipin rauð og þeir máluðu þau blá
Fleiri pressupennar