15. apr. 2017 - 20:00Austurland

Anya Hrund vann sig í gegnum einelti með hjálp tónlistarinnar

Anya Hrund Shaddock frá Fáskrúðsfirði er fyrsti einstaklingurinn til að vera bæði handhafi aðalverðlauna Nótunnar, tónlistarkeppni tónlistarskóla landsins, og sigurvegari Söngvakeppni Samfés, á sama tíma. Þessi fjórtán ára tónlistarsnillingur er að sögn kunnugra jafnvíg á popp og klassík en kennarar hennar eru vissulega í skýjunum yfir árangrinum. Jón Hilmar Kárason gítarleikari segir það mjög óvanalegt að svo ung manneskja sé að semja jafn þroskaða tónlist og raun ber vitni og eigi jafn mikið af frumsaminni tónlist í sínum fórum á þessum aldri.

Eftir að Anya hélt sigurgöngu vorsins áfram í Hörpunni um helgina, sagði Suncana Slamnig píanókennari hennar í samtali við Austurfrétt að það hafi sýnt sig í gríðarlega harðri og jafnri keppni um Nótuna að það hafi náð til dómnefndar hversu töfrandi spilamennska hennar sé og að næm persónuleg túlkun hennar á Claire de Lune hafi náð í gegn. Hún segir jafnframt að það sé öllum ljóst hversu óhemju efnileg þessi austfirska stúlka sé, það sé hægt að leggja fyrir hana hvaða verkefni sem er. „Hún er bara tónlist og sköpun út í gegn.“

Anya Hrund tekur við Nótunni

Tónlist og sköpun út í gegn

„Tónlist er bara 80 eða 90% af því sem ég geri,“ segir Anya hún er að vonum alsæl með þennan góða árangur í keppnunum tveim. „Ég spila á píanóið þegar ég vakna á morgnana áður en ég fer í skólann og finnst best að sofna út frá því að spila eitthvað á gítarinn þegar ég er komin upp í rúm,“ bætir hún við en hún spilar auk píanósins á gítar, ukulele og bassa og slagverk. Þá hefur hún líka lært á saxófón og finnst hann áhugaverðastur af blásturshljóðfærunum þó hún hafi líka prófað básúnu og trompet.

Það er aðeins eitt ár síðan hún hóf nám á miðstigi hjá Suncönu og hefur tekið ótrúlegum framförum á þeim stutta tíma en það er líka rétt um ár síðan Anya fór á fyrsta Hljómsveitarnámskeiðið hjá Jóni Hilmari.

Hann er soldill svona tónlistarpabbi minn eftir það því ég hefði ekki farið í þessa átt ef ég hefði ekki farið á námskeiðið. Jón hjálpaði mér að þora koma fram með mín eigin lög,

segir Anya en kennararnir hennar eru sammála um að það verði spennandi að sjá í hvaða átt hún muni fara á næstu misserum. Auk píanónámsins hjá Suncönu og stöku æfinga og námskeiða hjá Jóni stundar Anya einnig gítarnám hjá Garðari Harðar í tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar.

Getur farið í hvaða átt sem er

Hún á eftir að fara þangað sem hún vill og það er frábært þegar svona ungt og flott fólk getur gert það. Hvort sem það verður tilfinninganæmt popp eða eitthvað harðara, nú eða klassískara þá skiptir það ekki beint máli eins og er. Hún verður frábær í hvaða átt hún fer eða þróar sig því hún er efni í hvort sem er sólo-artista eða leiðtoga í hljómsveit,

segir Jón Hilmar og bætir við að það sé líka sjaldan sem kennarar finni jafn brennandi áhuga til staðar hjá svona ungum krökkum. „En með svona einbeitingu og metnaði, að rúlla upp klassískri keppni eins og Nótunni í sömu viku og maður vinnur svona poppkeppni með frumsömdu lagi, þá er bara ekkert sem stoppar mann,“ bætir Jón við og hlakkar til að vinna áfram með Önyu á næstu árum.

Kemur manni alltaf í gott skap

Önyu er hlýtt til kennara sinna og óttast það ekki hvað sé næst á dagskrá eftir þennan glæsta árangur. „Suncana er frábær kennari sem er alltaf gaman hjá, því þú veist hún er sko ekki þessi venjulegi kennari sem er einhvernveginn bara að kenna þér. Hún kemur manni alltaf í gott skap þess vegna er alltaf mjög gaman að koma til hennar og skilur mann mjög vel. Og þá lærir maður líka mjög mikið,“ segir Anya en Suncana segir hana einmitt hafa tekið ótrúlegum framförum á síðasta ári. „Eftir miðprófið held ég að hún fari út í heiminn, á aðrar og stærri slóðir. Þó mig langi að fá að halda henni sem lengst má kennari ekki vera nískur á nemanda sinn, hún verður að fá að þróast og blómstra,“ sagði Suncana í áðurnefndu samtali.

„In the end“ spratt úr úrvinnslu á einelti

Anya hlustar á tónlist úr ýmsum áttum, allt frá Ellu Fitzgerald til Cold Play og Gorillaz, Maroon 5 og Studio Killers, en af íslenskum flytjendum er hún hrifin af Frikka Dór og Jóni Jónssyni, Heru Björk – sem hún var á söngnámskeiði hjá á dögunum. Í klassíkinni séu það Debussy, Chopin og Mozart sem séu í uppáhaldi. Aðspurð um sigurlagið í Samfés, segir hún lagið „In the end“ vera um tveggja ára gamalt og það er mjög persónuleg saga á bak við það.

Það er gott að geta notað tónlistina til þess að vinna úr vanlíðan og þannig varð þetta lag til, meðal annars til að komast í gegnum tilfinningar sem voru tengdar því að vera lögð í einelti þegar ég var yngri. Ég var mikið skilin útundan af því ég var öðruvísi, kannski því ég var eini brúni krakkinn, eða því ég var með stutt hár, ég bara veit það ekki,

segir Anya en faðir hennar Christopher Shaddock er bandarískur.

Hún segir áhuga á tónlist vera beggja vegna í fjölskyldu sinni en í föðurfjölskyldunni sé mikil tónlistarsál. „Amma mín Josephine söng í Carnegie Hall þegar hún var yngri og föðurbróðir minn var í hljómsveit og systir pabba er leikkona. Svo það er mikil list og sköpun þar á ferð,“ bætir hún við, en sjálf hafi hún áhuga á þessu öllu, að teikna og jafnvel syngja gospel tónlist en frændi hennar stjórnar og syngur í þekktum Gospel kór í Boston og sótti hún slíkt námskeið í Eskifjarðarkirkju í fyrra.

Anya er eina systirin en á fjóra bræður, tvo eldri hálfbræður, Kjartan Frey en hann spilar á rafmagnsgítar og var í tónlistarskóla alla sína skólagöngu og Christopher Meadows en hann býr í Oklahoma. Síðan á hún tvo albræður yngri, þá Kaleb og Alvar sem eru einnig byrjaðir að prófa sig áfram í tónlistinni. Móðir Önyu, Arnbjörg Ólöf Kjartansdóttir er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði en fjölskyldan flutti aftur á Fáskrúðsfjörð 2003.

Kom fram á djasshátíð

Á hljómsveitarnámskeiðinu hjá Jóni í fyrra þróaðist það að Anya kom fram ásamt hljómsveit á djasshátíð Austurlands í september og flutti ein fjögur lög og var „In the end“ eitt þeirra.

Að semja þetta lag var mín leið til að koma tilfinningum mínum út og láta vita að það væri ekki allt í lagi og það virkaði. Það fjallar í rauninni um hvernig mér hefur oft liðið og líklega flestum á einhverju tímabili í sínu lífi,

segir Anya en það fjallar í raun um þann tíma þar sem henni hafi liðið illa og ekki getað treyst neinum nógu vel eða haft einhvern sem hún þorði að tala við um líðan sína. Nú hafi hún meira sjálfstraust og sértaklega þessa leið, að þora að semja lög.

Blaðamaður Austurlands hefur sjálfur orðið vitni að því eins og aðrir sem til þekkja að hún getur setið við píanóið og dælt útúr sér lögum langtímum saman og er þá megnið af efninu frumsamið, þó ekki séu til textar við allt. Austurland óskar Önyu vissulega til hamingju með glæsilegan árangur og hlakkar til að fylgjast með þessari hógværu og flottu tónlistarkonu í framtíðinni.

Birtist fyrst í Austurland. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.06.jan. 2018 - 09:00

10 atriði sem foreldrar ungra barna ættu aldrei að leiða hjá sér

Öll veikjumst við og ung börn verða oftar en ekki fyrir barðinu á allskonar pestum. Oft er um hefðbundnar pestar að ræða en stundum geta alvarlegri veikindi gert vart við sig. Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir tíu einkenni sem foreldrar ungra barna ættu aldrei að leiða hjá sér heldur ráðfæra sig við lækni.
04.jan. 2018 - 13:31 Aníta Estíva Harðardóttir

Leitarforrit sem gróðursetur tré í hvert skipti sem það er notað

Mynd: Ecosia Þjóðverjinn Christian Kroll ferðaðist um heiminn til þess að læra um mikilvægi trjágróðurs fyrir jörðina. Í kjölfarið setti hann upp leitarforrit sem gróðursetur nýtt tré í hvert skipti sem það er notað.
06.jan. 2018 - 15:00

Hún kann ekki að meta mig og hún hefur ekki áhuga á kynlífi

Undan hverju kvarta kvæntir karlar þegar þeir setjast niður með konum sínum hjá hjónabandsráðgjafa? Sex atriði sem karlmenn kvarta undan hjá hjónabandsráðgjöfum.
06.jan. 2018 - 11:30

Hefðbundið grískt salat

Miðjarðarhafið er mikil matarkista og matarhefðir þaðan eru Íslendingum að góðu kunnar. Hérlendis hefur ítölsk matargerð lengi átt vinsældum að fagna, enda úrval slíkra veitingastaða og hráefnis prýðilegt.
04.jan. 2018 - 11:57

Dr. Gunni ældi á gangstéttina við Trump Tower

Það gekk á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hafði gríðarleg áhrif, ríkisstjórn féll og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir opna sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu 2017.
06.jan. 2018 - 13:00

Kara Kristel setti sjálfa sig í fyrsta sæti

Það gekk á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hafði gríðarleg áhrif, ríkisstjórn féll og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu.
04.jan. 2018 - 10:30

Frumupokar gegn Alzheimer

Genagræddar frumur sem framleiða vaxtarefni fyrir taugafrumur eru settar í eins konar „tepoka“ sem hleypir inn næringarefnum þannig að frumurnar lifa og geta skipt sér.
Ný meðferð gegn Alzheimer hefur nú verið reynd á þremur sjúklingum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þykir lofa góðu. Aðferðinni má helst líkja við tepoka sem settur er í heitt vatn og bragðefnin berast þá út í vatnið, án þess að telaufin sjálf fylgi með. 
06.jan. 2018 - 21:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Lenti í alvarlegri líkamsárás og rakaði af sér hárið: „Kærasti minn reyndi að drepa mig“

Mynd: Instagram/Andy Mendoza Fyrir suma getur ný hárgreiðsla þýtt ný byrjun. Hún getur þýtt að einstaklingurinn sé að raka í burtu fortíðina og losa sig við gamlar birgðir.
04.jan. 2018 - 09:00 Eyjan

Styrmir: „Óskastaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þrífast á sundurlyndi vinstri manna“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunablaðsins, segir í pistli á heimasíðu sinni að samstarf Sjálfstæðisflokksins við VG muni hafa þau áhrif að Sjálfstæðisflokkurinn færist nær miðju, „þangað sem hann sjálfviljugur hefur ekki viljað leita.” Hann segir það þó geta eflt flokkinn, án þess að skýra það nánar.
04.jan. 2018 - 07:38 DV

Lifði á örorkubótum einum saman – Fann síðan gamalt teppi inni í skáp og varð milljónamæringur fyrir vikið

Í kjölfar alvarlegs slyss bjó Loren Krytzer, sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum, við kröpp kjör og hafði engar aðrar tekjur en naumt skammtaðar örorkubætur. Hann var óvinnufær þar sem hann hafði misst annan fótinn í slysinu. Dag einn 2011 horfði hann á sjónvarpsþáttinn Antiques Roadshow en þættirnir snúast um gamla muni sem oft eru mjög verðmætir. Í þessum þætti sá hann meðal annars gamalt teppi sem var metið á sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna.
03.jan. 2018 - 22:00 Ari Brynjólfsson

Byggðu sína eigin eyju til að djamma í friði

Vinahópur á Nýja-Sjálandi dó ekki ráðalaus þegar yfirvöld bönnuðu drykkju yfir áramótin. Yfirvöld í Coromandel-héraðinu á norðureyju Nýja-Sjálands lögðu blátt bann við áfengisdrykkju yfir áramótin. Í stað þess að taka því rólega eða flýja héraðið ákvað vinahópur í bænum Tairua að byggja sitt eigið land til að fá að sitja að sumbli án afskipta yfirvalda.
03.jan. 2018 - 21:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Ótrúlegur árangur fjölskyldu eftir 6 mánaða átak

Mynd: Instragram/xyjesse Nú er janúar gengin í garð og eflaust margir sem ætla sér að hefja heilsusamlegan lífsstíl á nýju ári. Fjölskylda ein tók þá ákvörðun að styðja hvert annað í bættum lífsstíl og árangurinn er ótrúlegur.
03.jan. 2018 - 20:00 DV

Brögð í tafli hjá íslenskum Instagram-stjörnum: „Svik og ekkert annað“

Lilja Þorvarðsdóttir vakti á dögunum athygli á samfélagsmiðlastjörnum, eða svokölluðum áhrifavöldum, sem keyptu sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega Instagram. Sá leikur er til þess gerður að ýkja vinsældir svo hægt sé auka líkur á því að fyrirtæki auglýsi á samfélagsmiðli viðkomandi. Því er um beina fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir „áhrifavaldanna“ meðan fyrirtæki eyða peningum í auglýsingar sem fáir sjá.
03.jan. 2018 - 19:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Hvenær er best að stunda kynlíf?

Kynlíf er oftast skemmtilegt, en það er misjafnt hvenær sólarhringsins við kjósum helst að stunda það. Sumir eru miklir morgunhanar og vilja helst byrja að kela í svefnrofunum á meðan aðrir komast í stuð í skjóli nætur.
03.jan. 2018 - 17:30

Sálfræðingur varar foreldra við því að kyssa börn á munninn – Margir foreldrar eru þessu innilega ósammála

Mynd: Getty Dr. Charlotte Reznick er bandarískur sálfræðingur sem hefur vakið mikla athygli vegna ummæla sinna þess efnis að það sé varhugavert fyrir foreldra að kyssa börnin sín á munninn.
03.jan. 2018 - 16:00 DV

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda

Öll börn með skráðan heimilistannlækni eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi þar að lútandi. Gjaldfrjálsar tannlækningar barna hafa verið innleiddar í áföngum og lauk inneiðingunni 1. janúar síðastaliðinn þegar börn yngri en þriggja ára öðluðust rétt samkvæmt samningnum.
03.jan. 2018 - 14:25 Aníta Estíva Harðardóttir

Banaslys á Kjalarnesi

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag, en þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll.
03.jan. 2018 - 13:36 Aníta Estíva Harðardóttir

Hinn árlegi Skilnaðardagur er á næsta leiti - Hjónaskilnaðir algengastir í janúar

Mynd: Getty Áttundi janúar ár hvert hefur nú fengið viðurnefnið Skilnaðardagurinn vegna þess hve hátt hlutfall hjóna hafa samband við lögfræðinga með vangaveltur um skilnað.
03.jan. 2018 - 12:00 Eyjan

Páll Hreinsson tekur við embætti forseta EFTA dómstólsins

Páll Hreinsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, sem var skipaður forseti EFTA dómstólsins þann 14. nóvember, hóf störf sem slíkur þann 1. janúar síðastliðinn. Nær kjörtímabil hans til ársloka 2020. Páll var skipaður dómari við EFTA dómstólinn árið 2011, en helsta markmið dómstólsins er að leysa úr ágreiningsmálum um framkvæmd EES-samningsins.
03.jan. 2018 - 10:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Bílar fuku og þúsundir eru án rafmagns vegna Eleanor

Mynd: PA Þúsundir heimila eru án rafmagns og mikil töf er á umferð í Bretlandi eftir að stormurinn Eleanor kom til landsins.
03.jan. 2018 - 09:00 DV

Ben og Olivia hurfu eftir nýársgleði – 20 árum síðar er málið enn óleyst að margra mati

Aðeins voru nokkrar klukkustundir liðnar af árinu 1998 þegar Ben Smart, 21 árs, og Olivia Hope, 17 ára, hurfu eftir nýársgleði í Marlborough Sounds á Nýja-Sjálandi. Þau höfðu verið í nýársfagnaði í samkomusal ásamt 1.500 öðrum. Enginn vegur liggur til Marlborough Sounds og því fóru allir gestirnir með bátum til og frá eyjunni.
03.jan. 2018 - 08:00

Hugsanlega verður ekkert súkkulaði á boðstólum eftir 30 ár

Súkkulaðilaus heimur getur hugsanlega orðið að veruleika innan fárra áratuga. Þetta hljómar ótrúlega og örugglega skelfilega í eyrum sumra en er samt sem áður rétt að mati sérfræðinga. Að þeirra mati ógna loftslagsbreytingarnar ræktun kakóbauna, sem eru notaðar við súkkulaðiframleiðslu, auk þess sem eftirspurnin er svo mikil í dag að framleiðendur hafa ekki undan.
02.jan. 2018 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku: „Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu. Hún lagði upp í ferðalag til betri heilsu í samvinnu með Sverri Grenningarráðgjafa og samþykkti það að tjá Pressunni sína sögu öðrum í sömu stöðu til hvatningar.
02.jan. 2018 - 19:00 Bleikt

Myndband: Þessi barnasyrpa er það krúttlegasta sem þú sérð í dag

Börn eru það fallegasta sem til er. Þessi börn eru að uppgötva heiminn hlæjandi og fá okkur til að hlægja um leið.
02.jan. 2018 - 18:00

Kínverjar ætla að rækta kartöflur á tunglinu á þessu ári

Kínversk yfirvöld eru stórhuga þegar kemur að geimferðum og ætla að lenda minnst einu tunglfari á þessu ári. Ætlunin er að lenda á þeirri hlið tunglsins sem snýr frá jörðu, en það hefur aldrei verið gert áður. Ekki nóg með það heldur verður ormum og kartöflum til ræktunar komið fyrir í farinu.
02.jan. 2018 - 14:31

Brynjar er kominn í vinstristjórn: „Við höfum aldrei eytt meira í þetta kerfi en samt eru allir að tala um að þetta sé í molum“

„Ég er bara kominn í vinstristjórn. Hún [ríkisstjórnin] er leidd af vinstrimönnum. Það er mikil eyðsla framundan. Það eru miklar kröfur og stjórnmálamenn eiga erfitt með að standa í lappirnar. Menn lýsa bara yfir „þetta er þjóðarviljinn“ og „þetta vill fólk“,“ sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins
02.jan. 2018 - 12:30

Það þurfti meira en tíu slökkviliðsmenn til að fjarlægja kynlífsleikfang sem festist

Meira en tíu slökkviliðsmenn þurfti til að fjarlægja kynlífsleikfang af karlmanni. Maður leitaði á slysadeild í Suffolk á Englandi í vikunni vegna þess að hann festi þar til gerðan hring á getnaðarlim sínum.
02.jan. 2018 - 11:00 Eyjan

Dómsmálaráðherra ver gjörðir sínar: „Hvenær er mál nægilega rannsakað?“

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið í dag hvar hún óskar Landsrétti heilla, af því tilefni að þetta nýja dómsstig tók til starfa í dag. Hún notar þó einnig tækifærið til að slá aðeins frá sér, en samkvæmt dómi Hæstaréttar braut Sigríður lög er hún skipaði dómara við Landsrétt, með því að óska ekki eftir nýju áliti dómnefndar um umsækjendur, þar sem hún var ósammála fyrstu niðurstöðum nefndarinnar og brá þá á það ráð að skipta út fjórum nöfnum á listanum fyrir önnur fjögur, sem voru neðar á listanum. Sigríður segist vera ósammála dómnum, en uni honum. Samt vill hún breyta verklaginu.
02.jan. 2018 - 09:28

Aldrei fleiri baðað sig á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma

Milli kl. 16:30 og 17:30 á gamlársdag 2017 notuðu íbúar höfuðborgarsvæðisins 16.384 rúmmetra af heitu vatni, er þetta met í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Fyrra metið var slegið á þrettándanum 2014 þegar höfuðborgarbúar notuðu 16.087 rúmmetra af heitu vatni. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.
02.jan. 2018 - 07:40

365 daga áskorunin: Svona getur þú lagt 145.000 krónur til hliðar á árinu án þess að finna mikið fyrir því

Marga dreymir um að geta lagt smávegis til hliðar en oft vill vera ansi erfitt að koma því í verk. En nú er ráð og ekkert annað að gera en taka þátt í 365 daga áskoruninni sem hjálpar þér að leggja 145.000 til hliðar á árinu. Ekki amalegt að eiga þá upphæð afgangs í árslok.
01.jan. 2018 - 22:00

Sex mistök sem fólk í kynlífslausum hjónaböndum gerir

Sífellt fleiri greinar um kynlífsleysi í hjónabandi birtast á netinu. Er þar ýmist um að ræða lesendabréf frá fólki í hjónaböndum þar sem lítið eða ekkert kynlíf er stundað eða greinar eftir sálfræðinga og hjónabandsráðgjafa. Vandamálið virðist útbreiddara en marga grunar.
01.jan. 2018 - 20:00

Áfengi gerir fólk fordómafyllra

Fólk verður fordómafyllra þegar það neytir áfengis, þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Háskólanum í Cardiff. Nú í kringum hátíðarnar neytir fólk gjarnan áfengis eins og margir þekkja þá á fólk það til að tala tóma steypu ef það fær sér aðeins of mikið, en rannsóknin bendir til að áfengi auki líkur á ofbeldi í garð minnihlutahópa.
01.jan. 2018 - 18:00

Geta tré fengið krabbamein?

Gallepli stafa af lirfusýkingu sem veldur krabbameinsæxli á eikartrjám.
Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra. Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón. 
01.jan. 2018 - 16:00 DV

Vilja banna kynferðislegar auglýsingar í almannarýminu

Umferðarráð Stokkhólms borgar kaus um að setja siðferðisreglur um auglýsingar á götum úti í borginni á fimmtudaginn 14. desember. Reglurnar lúta bæði að kynferðislegum auglýsingum og auglýsingum sem sýna kynþáttamismunun.
01.jan. 2018 - 14:00 Aníta Estíva Harðardóttir

67 ára gömul kona sem stundar súludans lætur okkur hin líta illa út

Mynd: Real life/Collect Sextíu og sjö ára gömul kona ákvað þegar hún var fimmtíu og níu ára gömul að byrja að æfa súludans til þess að reyna að koma í veg fyrir beinþynningu. Síðan þá hefur hún æft af kappi og er í dag orðin nokkurskonar atvinnu súludansari.
01.jan. 2018 - 12:00 DV

Dælur Atlantsolíu á einni flottustu ljósmynd ársins 2017

Bensínstöð Atlantsolíu í Borgarnesi má finna á ljósmynd sem tilnefnd er til Sony-ljósmyndaverðlaunanna. Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaun verða veitt, en ásamt bensíndælunum í Borgarnesi má finna myndir af flamingófuglum, tignarlegum fossum, stjörnubjartan himinn og hvalsporð sem er einnig frá Íslandi.
01.jan. 2018 - 10:00

Er partýið búið?

Mynd: Getty Einkennist djammið í huga þínum af löngum röðum, röð til að komast inn, röð til að komast á klósettið, röð á barinn, röð eftir leigubíl heim? Þá er möguleiki á því að Partýið sé búið hjá þér. Hér er listi með 27 vísbendingum um að þú sért búin að fá nóg af djamminu.
31.des. 2017 - 23:00 DV

Vatnslosandi heilsudrykkur fyrir nýársdag

Vatnsmelóna er afar hreinsandi fyrir líkamann. Hún er bólgueyðandi, vatnslosandi og full af A- og C-vítamínum en A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka sem er mjög styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og hressandi eftir áfengisneyslu. 
31.des. 2017 - 21:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 22 ár fyrir glæp sem hún framdi ekki

Mynd: Fox 45 Kona sem hefur setið í fangelsi í tuttugu og tvö ár fyrir glæp sem hún framdi ekki fékk loksins að ganga út úr fangelsinu síðastliðinn jóladag.
31.des. 2017 - 19:00 DV

Hvers vegna kyssumst við á miðnætti?

Þegar klukkan slær tólf á gamlárskvöld grípum við næstu manneskju og kyssum hana gleðilegt nýtt ár. Helst þarf þetta að vera sú eða sá heittelskaði … en af hverju? Stutta svarið er auðvitað einfaldlega af því okkur finnst það gaman, langa svarið er hins vegar gömul hjátrú sem rekur uppruna sinn til Englands og Þýskalands.
31.des. 2017 - 17:00

Ráð til að varast svikahrappa

Æ fleiri finna ástina í netheimum og er talið að eftir um það bil fimmtán til tuttugu ár muni um helmingur allra sambanda byrja þar. Ótrúlega margir hafa fundið hamingjuna þar og nýlegar rannsóknir hafa jafnvel sýnt fram á að þau pör sem kynnast á netinu og giftast svo eru ólíklegri til þess að skilja en aðrir.
31.des. 2017 - 15:00 DV

Fréttamyndir frá árinu 2017: Óhugnanlegt morð átti hug þjóðarinnar

Fréttamyndir ársins af innlendum vettvangi teknar af ljósmyndurum DV.
31.des. 2017 - 13:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Óvenjulegar myndir sem lýsa því hvernig er að eiga tvíbura

Mynd: Instagram/Vainer_twins Faðir eins árs gamalla tvíburadrengja brá mikið þegar hann komst að því að konan hans gengi með tvö börn. Hann ákvað að taka óvenjulegar myndir til þess að lýsa því fyrir fólki hvernig er að eiga tvíbura.
31.des. 2017 - 11:00 DV

Erlendar fréttamyndir 2017: Hryðjuverkaógn og skógareldar

Fréttamyndir ársins af erlendum vettvangi, teknar af ljósmyndurum Getty-myndveitunnar.
31.des. 2017 - 09:00 Ari Brynjólfsson

Vinsælustu fréttir ársins 2017 á Pressunni

Árið sem er að líða hefur verið viðburðarríkt ár og í tilefni að því að þetta er síðasti dagur ársins 2017 vildum við líta til baka og skoða efni Pressunnar sem vakti mesta athygli. Hér fyrir neðan eru listi yfir tíu vinsælustu fréttirnar á Pressunni á árinu 2017.
30.des. 2017 - 22:00

Fimm atriði sem draga úr kynhvöt kvenna

Kynhvötin er flókin og viðkvæmt fyrirbæri og ýmislegt getur truflað kynferðislega löngun. Hér eru fimm algengustu ástæðurnar fyrir því að konur vilja ekki stunda kynlíf.
30.des. 2017 - 20:00

Fimm skrítnustu dýragjafirnar

Smásalar eru farnir að átta sig á heitri ást dýraeigenda í garð gæludýranna. Þess vegna hafa á síðustu árum komið á markað ýmsar misgáfulegar vörur ætlaðar gæludýrum.
30.des. 2017 - 18:00 DV

Þau byrjuðu saman á árinu

Ástin skýtur örvum sínum í hjörtu fólks alla daga, stundum blossar upp sameiginlegt ástarbál, samband og sambúð með öllu tilheyrandi: samkomum, sólarlandaferðum, börnum, óhreina tauinu, samfélagsmiðlum, ást og hamingju.
30.des. 2017 - 16:00

Áskorun fyrir heimilið 12-12-12 aðferðin - Draslið hverfur!

Mynd: Getty Margir eru hreinlega að drukkna í drasli heima hjá sér og þrá ekkert heitara en að finna hina endanlegu lausn til að skipuleggja, og einfalda lífið í leiðinni. Á netinu er að finna ógrynni af síðum með alls konar ráðum til að losna úr álögum ofgnóttarinnar – en ein vinsælasta aðferðin í dag ber heitið 12-12-12.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 09:00
Heiðskírt
N5
-3,8°C
Lítils háttar snjókoma
NNV7
-3,7°C
Snjókoma
VNV4
-4,4°C
Skýjað
S1
-4,6°C
Léttskýjað
SSA5
-4,6°C
Skýjað
NNV5
-2,0°C
Léttskýjað
N10
-4,0°C
Spáin
(1-) Gæludýr.is: Jan 20%
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 17.12.2017
Heims um ból
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.12.2017
Rómantísk og áfengislaus jól og áramót
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17.12.2017
Kjarabarátta flugvirkja og úrskurðir kjararáðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Fleiri pressupennar