18.maí 2017 - 10:58 433/Hörður Snævar Jónsson

Formaður Breiðabliks – Tók á alla að reka Arnar úr starfi

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrudeildar Breiðabliks hefur sent stuðningsmönnum félagsins bréf. Bréfið ritar Ólafur í Facebook hóp þar sem stuðningsmenn Breiðabliks eru.
18.maí 2017 - 10:45 Eyjan

Fyrrverandi forstjóri FBI fer með rannsókn á tengslum Rússa við Trump

Robert Mueller hefur verið skipaður stjórnandi á ítarlegri rannsókn á hugsanlegum tengslum og afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra, þá sér í lagi tengslum Rússa við starfsmenn framboðs Donalds Trump forseta Bandaríkjanna.
18.maí 2017 - 09:24 Ari Brynjólfsson

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út í nótt

Nokkur útköll voru hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í nótt og svo merkilega vildi til að öll hófust þau á sömu stundu, klukkan hálf fjögur. Björgunarsveitir á vestanverðu Suðurlandi kallaðar út vegna pars sem hafði ekki skilað sér úr göngu í Reykjadal ofan Hveragerðis.
18.maí 2017 - 09:00 Eyjan

Óttarr vill frekar þóknast Bjarna og Benedikt en fólkinu í landinu

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fólkinu í landinu.
18.maí 2017 - 08:13 Ari Brynjólfsson

Chris Cornell látinn

Tónlistarmaðurinn Chris Cornell er látinn 52 ára að aldri. Umboðsmaður hann staðfesti ða Cornell hefði orðið bráðkvaddur í Detroit í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Cornell er best þekktur fyrir að vera söngvari hljómsveitanna Audioslave og Soundgarden.
18.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Önnu var boðið í atvinnuviðtal: Ástæðan kom henni gjörsamlega í opnu skjöldu

Það getur verið erfið barátta að vera atvinnulaus og í leit að vinnu, sérstaklega þegar hverri atvinnuumsókninni á fætur annarri er hafnað. En að fá einfalt nei við umsókn er líklega ekki svo slæmt miðað við það sem ung kona upplifði þegar hún sótti um starf skrifstofustjóra hjá stóru fyrirtæki.
17.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Mikil klámnotkun karla getur skaðað kynlíf þeirra

Þeim mun meiri tíma sem karlar eyða í að horfa á klám, þeim mun erfiðara getur orðið fyrir þá að stunda kynlíf. Þetta geta verið áhrif þess að horfa á fullkomna líkama í hinum fullkomnu samförum, að því að sagt er, sem uppfylla alla drauma án þess að setja neinar kröfur fram. Þetta eru að minnsta kosti niðurstöður nýrrar rannsóknar.
17.maí 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Að keyra eftir þunga máltíð jafn hættulegt og að keyra undir áhrifum segir þingmaður

Eftir eina ei aki neinn? Það vita allir að eftir þunga máltíð fylgir oft þreyta í kjölfarið. Það eru þó fáir sem myndu bera saman áhrif þungrar máltíðar við áhrifin af neyslu áfengis, sérstaklega þegar um er að ræða áhrifin sem það hefur á aksturshæfileika. Það er þó einmitt það sem írski þingmaðurinn Danny Healy Rae hefur gert.
17.maí 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Ugla og Fox rifust við Piers Morgan: „Má ég þá kalla mig svarta konu?“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher mættu í þáttinn Good Morning Britain í morgun þar sem þau ræddu frjálsgerva, eða non-binary, kyn. Heitar umræður áttu sér stað þar sem Morgan krafðist svara hvort hver sem er gæti skilgreint sjálfan sig sem hvað sem er og krafið samfélagið um að virða það.
17.maí 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Aldrei fleiri teknir undir áhrifum ávana- og fíkniefna af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út afbrotatölfræði fyrir aprílmánuð en þar eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem rata á borð lögreglunnar. Alls bárust lögreglunni 655 tilkynningar um hegningarlagabrot í liðnum mánuði og er það nokkur fækkun frá mars þegar tilkynningarnar voru 731. Það sem af er ári hafa verið skráð eitt prósent fleiri tilkynningar um hegningarlagabrot samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára.
17.maí 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

„Macron er myndarlegur drengur sem á myndarlega mömmu“

Silvio Berlusconi, Brigitte Trogneuxog Emmanuelle Macron. Samsett mynd. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands er eins og flestir vita giftur konu sem er talsvert eldri en hann, aldursmunurinn er 24 ár. Brigitte Trogneux var áður kennari Macron og þegar hann var einungis 17 ára gamall lýsti hann því yfir að hann ætlaði að giftast Brigitte. Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, milljarðamæringurinn og brandarakarlinn Silvio Berlusconi hefur skotið föstum skotum á nýja Frakklandsforsetans á viðburði í bænum Monza.
17.maí 2017 - 18:00 Eyjan/ Magnús Þór

Banatilræðið á Bar Ananas: Valdimar Jóhannesson fer hamförum á Útvarpi Sögu

Valdimar Jóhannesson fyrrverandi blaðamaður, og einn þeirra sem standa að félagsskapnum Vakur sem fékk fyrirlesarana Robert Spencer og Christine Williams til Íslands í síðustu viku, sat í spjalli og fyrir svörum símhringjenda í síðdegisþætti Útvarps Sögu í gær. Þáttarstjórnandi var Pétur Gunnlaugsson. Í þættinum lýsti Valdimar því meðal annars hvernig hann hefði upplifað meinta tilraun til að eitra fyrir hinum umdeilda Robert Spencer sem þekktur er fyrir gagnrýni sína á íslam. Einnig tjáði Valdimar sig um ýmislegt er varðaði fyrirlestrarfund Spencer og Williams sem fór fram á Grand Hótel á fimmtudagskvöld.
17.maí 2017 - 15:30 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Chelsea Manning sleppt eftir 7 ára fangelsisvist

Chelsea Manning, sem handtekin var í bandarískri herstöð í Írak árið 2010 eftir að hafa lekið þúsundum leynilegra skjala til WikiLeaks, hefur verið sleppt úr haldi. Hún var vistuð í herfangelsinu í Ft. Leavenworth í Kansas ríki í Bandaríkjunum. Með þessu líkur einu stærsta lekamáli í sögu Bandaríkjanna. Manning var dæmd á sínum tíma til 35 ára fangelsisvistar fyrir lekann sem var tvöfalt hærri dómur en áður hafði fallið í slíku máli. Í einu af sínu síðustu embættisverkum mildaði Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti dóminn yfir henni.
17.maí 2017 - 14:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Hættir Aron Einar í fótbolta og fer í handbolta?

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins íhugar að taka eitt ár í handbolta áður en hann hættir í knattpsyrnu. Aron var mjög öflugur í handbolta áður en hann ákvað að velja fótboltann frekar.
17.maí 2017 - 14:05 Bleikt/Ragga Eiríks

Réttindi hinsegin fólks: Ísland dregst aftur úr annað árið í röð

Regnbogakort Evrópu fyrir árið 2017 kom út í dag. Það er vel við hæfi enda er 17. maí er alþjóðagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Regnbogakortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu.
17.maí 2017 - 12:00 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Erlendir ferðaskipuleggjendur búast ekki við að selja margar ferðir til Íslands

Ferðaskipuleggjendur í Bretlandi og Þýskalandi hafa þurft að aflýsa fyrirhuguðum ferðum til Íslands og gera ekki ráð fyrir að selja margar ferðir hingað til lands 2018.
17.maí 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Dani handtekinn vegna þjóðarmorðs í Rúanda: Grunaður um aðild að 1.000 morðum

Nokkur fórnarlamba þjóðarmorðsins. 49 ára karlmaður, búsettur á Sjálandi í Danmörku, var handtekinn á þriðjudaginn að beiðni yfirvalda í Rúanda. Hann er grunaður um aðild að þjóðarmorði þar í landi og að hafa tengst um 1.000 morðum.
17.maí 2017 - 10:01 Ari Brynjólfsson

Ölvaður maður áreitti flugfarþega í Leifsstöð

Lögreglan var kvödd í flugstöðina vegna ölvaðs flugfarþega sem var til vandræða við brottfararhlið. Hann hafði verið að ganga á milli farþega og áreita þá og hafði því verið meinað að fara með flugi til London með British Airways.
17.maí 2017 - 09:19 Ari Brynjólfsson

Gillzenegger afbókaður á lokaball Verzló – Femínistafélagið verður með í ráðum næst

Egill Einarsson, best þekktur sem Gillzenegger eða DJ Muscleboy, hefur afbókaður á lokaball Verzló. Í tilkynningu til nemenda á Fésbók er sagt að í ljósi umræðu innan og utan skólans hafi verið ákveðið að afbóka Dj Muscleboy.
17.maí 2017 - 09:00

Líður að lokum valdatíðar Donald Trump? Reyndi hann að hafa áhrif á rannsókn FBI?

The New York Times skýrði frá því í gærkvöldi að samkvæmt minnisblaði frá James Comey, þáverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hafi Donald Trump, forseti, beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. Þessa beiðni á Trump að hafa sett fram í samtali við Comey í febrúar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og telja sumir að vandræðagangur Trump sé orðinn svo mikill að nú hljóti að líða að endalokum valdatíma hans.
17.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hún leysti gátuna um hver myrti dóttur hennar: Var sjálf myrt á mæðradaginn

Miriam Rodríguez Martínez Fyrir fimm árum var  Karen Alejandra rænt í Mexíkó en þar bjó hún. Hún fannst síðar og hafði þá verið myrt. Móðir hennar, Miriam Rodríguez Martínez, var ósátt við rannsókn lögreglunnar á málinu og hóf sjálf að rannsaka það. Hún komst að því hverjir báru ábyrgð á ódæðinu og upplýsingarnar sem hún aflaði urðu til þess að lögreglan handtók þá og þeir voru fangelsaðir.
17.maí 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Heilbrigður unglingur lést eftir ofneyslu koffíns

Davis Cripe. 16 ára piltur lést nýlega eftir ofneyslu koffíns eftir að hafa drukkið Mountain Dew, kaffi og orkudrykk á tæpum tveimur klukkustundum. Hann var alheilbrigður að sögn dánardómsstjóra og því algjörlega laus við hjartavandamál.
17.maí 2017 - 06:22 Kristján Kristjánsson

Eldur í þremur flóttamannamiðstöðvum í Svíþjóð: 300 manns dvelja í þeim – 5 slasaðir

Eldur kom upp í þremur flóttamannamiðstöðvum í suðurhluta Svíþjóðar í nótt. Um 300 manns dvelja í flóttamannamiðstöðvunum sem voru rýmdar í nótt. 5 manns slösuðust lítillega að sögn sænskra fjölmiðla.
16.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

10 ára stúlka sækir um heimild til fóstureyðingar

Nauðgunum mótmælt á Indlandi. Hópur indverskra lækna ræðir nú hvort heimila eigi 10 ára stúlku að gangast undir fóstureyðingu. Henni var nauðgað af stjúpföður sínum og væntir barns eftir um fjóra mánuði. Stúlkan og móðir hennar vilja að hún gangist undir fóstureyðingu en indversk lög heimila ekki fóstureyðingar þegar 20 vikur eða meira eru liðnar af meðgöngu nema líf móðurinnar sé í hættu.
16.maí 2017 - 21:00 Bleikt

Svona rænir samfélagið af okkur sköpunargleðinni: Myndband sem allir verða að sjá

Ef þú tengir við að finnast eins og þitt sanna sjálf hefur verið þaggað niður af samfélaginu þá er þetta stuttmyndin fyrir þig. Eða bara ef þú elskar fallegar og skemmtilegar stuttmyndir! Daniel Martinez Lara og Rafa Cano Mendez er fólkið á bak við þessa sjö mínútna löngu stuttmynd. Hún sýnir hvað gerist þegar við leyfum ytri þáttum að hafa áhrif á ljósið sem býr innra með okkur og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra sem við elskum mest.
16.maí 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Hvernig áttu að verjast ransomware árásum? Sérfræðingar gefa nokkur einföld ráð

Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna daga hafa geysað stórfelldar árásir á tölvukerfi um allan heim. Tölvuþrjótar beita svokölluðum ransomware búnaði sem læsir gögn inni og fylgja hótanir um að þeim verði eytt ef lausnargjald er ekki greitt. Talið er að þessi tölvuárás, sem ber heitið WannaCry, hafi haft áhrif á 200 þúsund tölvur sem nota Windows stýrikerfið og eru að minnsta kosti tvær þeirra á Íslandi. En hvað er til ráða? New York Times tók saman nokkur atriði sem sérfræðingar sem dagblaðið ræddi við voru sammála um að tölvunotendur þyrftu að huga að.
16.maí 2017 - 19:30 Eyjan

Kæfandi faðmlag íhaldsins

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það verður æ forvitnilegra að fylgjast með stjórnarsamstarfinu. Ekki verður betur séð en Viðreisn og Björt framtíð eigi í nokkru basli við að halda sérstöðu sinni, hægt og hljótt virðast þessir litlu flokkar vera að týna sjálfum sér í kæfandi faðmlagi við hið valdamikla íhald í Sjálfstæðisflokknum.
16.maí 2017 - 19:00 Bleikt/ Ragga Eiríks

Brynjar léttist um meira en 50 kíló: „Mér leið aldrei vel þegar ég var feitur“

Brynjar Freyr Heimisson segist hafa verið feitur allt sitt líf. Hann varð mest 148 kíló en með því að átta sig á samhengi næringarefna í mataræðinu tókst honum að koma sér niður í 95 kíló.
„Ég fæddist frekar þéttur, eins og börn eiga að vera, en það kom fljótlega í ljós að ég var með barna-astma. Ég var settur á steralyf sem gerðu það að verkum að ég fékk mikinn bjúg. Eftir það var í raun ekki aftur snúið, ég hef í raun verið feitur allt mitt líf. Ekki hjálpaði að á þessum tíma var fólk ekki að velta sér upp úr því hvaða matur fitar mann og hvaða matur ekki. Það var bara allt borðað og mikið af því.“
16.maí 2017 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Stjúpdóttir Macron svarar gagnrýnendum

Dóttir Brigitte Macron og stjúpdóttir Emmanuels Macron Frakklandsforseta fer hörðum orðum um þá sem hafa gagnrýnt aldursmunin á milli Emmanuels og móður sinnar. Margir hafa gefið því gaum að Brigitte er 24 árum eldri en Emmanuel og á börn sem eru eldri en hann.
16.maí 2017 - 16:30 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Hafnar því að selja eigi húsnæði Tækniskólans: „Alveg galið“

„Það er afskaplega leiðinlegt hvernig þetta mál braust fram. Það má kalla það leka en það var ekki ætlunin okkar í ráðuneytinu mínu að þetta bæri að með þessum hætti. Við vorum bara einfaldlega að vinna í málinu til að eiga svör við spurningum sem kæmu upp þegar við færum fram með kynningu á því sem við værum að skoða. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu, þetta er bara orðinn hlutur en ég verð að segja það alveg eins og er og af einlægni, að hvernig umræðan spratt fram og þessi pólitíski umræðustjóri stóð sig þá hefði breytt voðalega litlu hvaða rök maður reyndi að leiða fram í málinu. Menn mótuðu á þessu skoðanir löngu áður en þeir höfðu upplýsingar um málið.“
16.maí 2017 - 15:30 Bleikt

Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak flytur ábreiðu af sigurlagi Salvador Sobral

Salvador Sobral sigraði hug og hjörtu Evrópu þegar hann sigraði Eurovision söngvakeppnina með laginu Amar Pelos Dois síðastliðinn laugardag. Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak birti myndband af sér á dögunum þar sem hann flytur sína eigin útgáfu af portúgalska laginu. Alexander spilar á fiðluna og syngur á ensku í þessari fallegu útgáfu. Alexander vann Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale en fyrir mörgum er þetta ár sérstaklega eftirminnanvert í hugum margra því Jóhanna Guðrún okkar lenti einmitt í öðru sæti á eftir Alexander með lagið Is It True.
16.maí 2017 - 14:12 Þorvarður Pálsson

Selma Björns brjáluð – „Það rýkur úr eyrunum á mér“

Selma Björns. Fékk tilkynningu um það tveimur dögum fyrir brottför að ekki hefði tekist að útvega miða á tónleikana sem voru tilefni ferðarinnar. Selma Björns söng- og leikkona, sem keppt hefur tvisvar sinnum í Eurovision fyrir Íslands hönd, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við miðasölufyrirtækið viagogo. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebook síðu Selmu í dag.
16.maí 2017 - 13:29 433/Hörður Snævar Jónsson

Einn fremsti þjálfari sögunnar vildi ekki sjá það að stelpurnar myndu spila

Manchester City er orðið eitt stærsta og sterkasta liðið í kvennaboltanum á Englandi. City hefur sett mikið af fjármunum í kvennaboltann síðustu ár og fengið marga öfluga leikmenn.
16.maí 2017 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Telja að Norður-Kórea tengist WannaCry netárásinni

Tölvuöryggisfyrirtækin Symantec og Kaspersky eru nú að rannsaka hvort tölvuþrjótar úr Lazarus Group beri ábyrgð á WannaCry netárásinni sem hófst í síðustu viku og hefur nú smitað um 300.000 tölvur um allan heim. WannaCry óværan dulkóðar gögn fólks og er það krafið um greiðslu til að þrjótarnir aflétti dulkóðuninni. Lazarus Group hefur tengsl við Norður-Kóreu og er jafnvel talinn vera á vegum þarlendra stjórnvalda.
16.maí 2017 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Þetta eru sjónvarpsþættirnir sem hætta – Er uppáhaldsþátturinn þinn á listanum?

Á hverju ári hverfa sjónvarpsþættir af skjánum og nýir koma í staðinn. Oft er þetta leiðinlegt, sérstaklega þegar um er að ræða tímalausa snilld en þá er hægt að hugga sig við að kannski kemur þá eitthvað betra í staðinn.
16.maí 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Mexíkóskur verðlaunablaðamaður skotinn til bana: Fjallaði mikið um glæpagengi

Valdez er til hægri á myndinni. Mexíkóski verðlaunablaðamaðurinn Javier Valdez var skotinn til bana í gær á götu úti í borginni Culiacan í Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Óþekktir árásarmenn skutu á bíl hans þar sem Valdez var að störfum.
16.maí 2017 - 10:30 Bleikt

#EkkiNauðgast á Twitter: „Ókunnugir karlmenn nauðga sjaldnar, svo það borgar sig að þekkja enga karlmenn“

Límmiðaverkefni Þórunnar Antoníu fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina hefur verið harðlega gagnrýnt. Hugmyndin á bak við verkefnið er að límmiðarnir eru límdir ofan á glös og eiga að koma þá í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau.
16.maí 2017 - 10:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Það góða og það slæma – Dion Acoff eða Dion Acox

3. umferð Pepsi deildar karla fór fram um helgina en umferðinni lauk í gær með 1-1 jafntefli Vals og FH. Á sunnudag vann Stjarnan sinn fyrsta sigur á Breiðabliki í Kópavogi í 23 ár. Á sama tíma vann ÍBV góðan sigur á Víkingi.
16.maí 2017 - 09:47 Ari Brynjólfsson

Lögreglan staðfestir kæru Spencer – Leitaði á slysadeild

Lögreglan staðfestir að Robert Spencer, ritstjóri Jihad Watch, hafi lagt fram kæru og hafi leitað á slysadeild Landspítalans. Sagði Spencer á vefsíðu sinni að ungur maður hefði eitrað fyrir honum á veitingastað í Reykjavík þegar hann var hér á landi vegna fyrirlestrar á Grand Hótel í síðustu viku.
16.maí 2017 - 09:00

Uppnám í Washington: Segja að Donald Trump hafi deilt leynilegum upplýsingum með Rússum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi háleynilegum upplýsingum með rússneska utanríkisráðherranum og rússneska sendiherranum á fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. Washington Post skýrði frá þessu í gær. Þetta hefur vakið mikla athygli í Washington og víðar og má segja að uppnám sé í stjórnkerfinu og meðal þingmanna vegna málsins. Spurt hefur verið af hverju Trump hafi sagt rússneska utanríkisráðherranum frá þessu. Vissi hann ekki betur? Vildi hann það? Þetta eru ekki góð svör og líklega fást ekki góð svör við þessum spurningum á næstunni. Bent hefur verið á að þetta lýsi ástandinu í Hvíta húsinu þessa dagana vel. „Þetta tekur engan endi. Það er ringulreið allan tímann.“ Segir starfsmaður Hvíta hússins um ástandið þar á bæ.
16.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Íslendingur tapaði 250 milljónum í veðmálum á netinu: Vildi fá að draga tapið frá skatti

Í nýlegum úrskurði yfirskattanefndar er því hafnað að tap vegna veðmála vegna íþróttakappleikja geti talist vera tap í rekstri fyrirtækis og að því megi ekki færa það sem tap í rekstri einkahlutafélags. Eigandi einkahlutafélagsins hafði fært tap af veðmálastarfseminni sem tap í rekstri einkahlutafélags síns.
16.maí 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Svíþjóð: Fundu lík í nótt í leitinni að Tova

Sænska lögreglan fann mannslík á þriðja tímanum í nótt í Hälsingaland í Hudiksvalls sveitarfélaginu. Verið var að leita að Tova, 19 ára konu, sem hvarf á dularfullan hátt aðfaranótt sunnudags. Fjöldi lögreglumanna var við leit á landareign bóndabæjar í Hälsingaland í gærkvöldi og nótt, þar á meðal voru lögreglumenn frá Stokkhólmi sem eru sérþjálfaðir í leit í vatni en stórt vatn er á landareigninni.
15.maí 2017 - 22:00 Bleikt/ Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Mátaði bikini með dóttur sinni og áttaði sig á svolitlu mikilvægu

Brittney Johnson fór að versla með dóttur sína fyrir skömmu. Á meðan þær voru að máta sundföt þá sagði dóttir hennar eitthvað við hana sem hafði mikil áhrif. Brittney ákvað að segja frá reynslunni á Facebook og síðan þá hefur færslan farið eins og eldur í sinu um netheima og fengið mikla og verðskuldaða athygli.
15.maí 2017 - 21:30 Eyjan

Borgaryfirvöld í Þrándheimi í Noregi vara við hættu á sjálfsmorðsfaraldri meðal barna og unglinga

Borgaryfirvöld í Þrándheimi í Noregi hafa sent bréf til foreldra allra grunnskólabarna í skólum borgarinnar vegna aukinnar tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna undanfarnar vikur meðal unglinga í Þrándheimi. Fjölmargir unglinga sem hafa glímt við sjálfsvígshugsanir og rætt hefur verið við greina frá því að þau hafi horft á framhaldssjónvarpsþættina „13 Reasons Why“ sem sýndir eru á Netflix-sjónvarpsstöðinni og njóta mikilla vinsælda. Þættirnir hófu göngu sína í mars.
15.maí 2017 - 20:45 Þorvarður Pálsson

Björgunarsveitir kallaðar til vegna manns sem slasaðist við eggjatínslu á Langanesi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðausturlandi voru kallaðar út nú síðdegis vegna eggjatínslumanns sem lenti í grjóthruni og slasaðist á fæti í Læknisstaðabjargi á Langanesi. Björgunarstörf gengu vel en aðstæður á slysstað voru frekar erfiðar því ofan bjargsins er löng og brött brekka áður en þverhnípt bjargið tekur við.
15.maí 2017 - 20:13 Ari Brynjólfsson

Þeir sem glíma við andlegar áskoranir þurfa að taka meiri ábyrgð á lífi sínu en aðrir

Það er hægt að lifa mjög góðu lífi og áorka miklu þó maður glími við geðhvörf. Þetta segir Kristinn Rúnar Kristinsson baráttumaður fyrir vitundarvakningu um geðsjúkdóma. Veltir hann því upp hvort það sé endilega gott að tala um geðsjúkdóma sem „sjúkdóma“ þar sem fólk tengi það við að eitthvað mikið sé að og líti jafnvel á geðsjúkdóm sem dauðadóm:
15.maí 2017 - 20:01 433/Hörður Snævar Jónsson

Frábær tíðindi berast landsliðinu fyrir EM

Freyr Alexandersson og kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið frábær tíðindi nú tveimur mánuðum fyrir EM. Meiðsli hafa herjað á lykilmenn liðsins fyrir EM í Hollandi en þessi tíðindi styrkja liðið mikið.
15.maí 2017 - 19:46 Þorvarður Pálsson

Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í dag

Nóg hefur verið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í dag. Báðar þyrlur gæslunnar, TF-LIF og TF-SYN voru kallaðar út. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum neyðarkall frá báti sem var orðinn vélarvana norður af Rekavík bak Látur á Hornströndum. Bátinn rak í átt að Straumnesi en þar er stórgrýtt fjara og straumþung röst og því ljóst að talsverð hætta var á ferðum. Kallað var eftir aðstoð nærliggjandi báta og björgunarsveitir á Ísafirði og í Bolungarvík kallaðar út.
15.maí 2017 - 19:30 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Verð lækkar og Íslendingar versla meira

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur sent frá sér tölur um verslun hér á landi í síðasta mánuði. Þar kemur margt forvitnilegt fram og ljóst er að efnahagsástandið hér á landi fer batnandi ef marka má aukna veltu dagvöruverslana. Fataverslun heldur þó áfram að minnka hérlendis sem rekja má að einhverjum hluta til aukinna utanlandsferða þjóðarinnar en líkt og þekkt er nýta margir tækifærið og hressa upp á fataskápinn á ferðalögum sínum erlendis.
15.maí 2017 - 18:30 Þorvarður Pálsson

Styttist í fullnaðarsigur Írakshers í Mosúl – „Þetta eru síðustu andartökin“

Íraskir hermenn í Mosul. Þær fregnir berast nú frá írösku borginni Mosúl, sem verið hefur í haldi vígamanna Íslamska ríkisins frá því í júní árið 2014. Nú, eftir 7 mánaða bardaga er allt útlit fyrir að Íraksher, með stuðningi Bandaríkjamanna, muni innan skamms gjörsigra síðustu hersveitir Íslamska ríkisins sem enn hafast við í borginni. Vonast er til þess að ná hinni sögufrægu miðaldamosku al-Nuri, sem er í gamla miðbæ Mosúl úr höndum ISIS fyrir upphaf hins helga mánaðar Ramadan sem hefst þann 26. maí næstkomandi.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 21:00
NA1
11,1°C
SSA3
12,5°C
SSA1
8,7°C
Lítils háttar rigning
ANA7
8,2°C
Alskýjað
A5
10,4°C
Spáin
Gullmoli: Gæludýr test - feb
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.5.2017
Í landi morgunkyrrðarinnar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.5.2017
Sumarið er tíminn
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 15.5.2017
Stofnanaofbeldi
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 14.5.2017
Umskiptingarnir
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar