FORVARNIR & LÍFSSTÍLL!

 

Forvarnir og Lífsstíll!

 Dagana 13. & 14. nóvember (föstudagur & laugardagur) fer fram á Grand Hótel í Reykjavík viðamesta ráðstefna um forvarnir og lífsstíl sem haldin hefur verið á Íslandi. Margir þekktustu vísindamenn þjóðarinnar á sviði heilsu, læknisfræði, næringar, íþrótta ofl. eru í hópi frummælenda. Heiðurgestur ráðstefnunnar er Dr. Louis Ignarro, prófessor í lyfjafræði við Læknaskóla UCLA en hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknis- &  lífeðlisfræði árið 1998 og var kjörinn vísindamaður ársins 2008 hjá American Heart Association.

Á ráðstefnunni verður fjallað ítarlega um helstu sjúkdóma & hvernig þeir tengjast lífsstíl okkar, þám. næringu, hreyfingu, reykingum, streitu osfrv. Þá verður fjallað ítarlega um þau margvíslegu efni – bæði góð & slæm – sem við fáum úr umhverfinu svo og möguleika Íslands á því að verða alþjóðleg heilsuparadís í framtíðinni.  

Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið yfir í nær hálft ár. Í Undirbúningsnefnd hafa setið eftirfarandi aðilar:

Dr. Sigmundur Guðbjarnason. Prófessor Emeritus í Lífefnafræði við Háskóla Íslands & fyrrum rektor Háskóla Íslands.  
Dr. Jón Óttar Ragnarsson. Fyrrum dósent & yfirmaður námsbrautar í matvæla- & næringarfræði við Háskóla Íslands.
Dr. Gunnar Sigurðsson. Prófessor í Læknisfræði & núverandi formaður Hjartaverndar.
Dr. Þórólfur Þórlindsson. Prófessor í Félagsvísindum & fyrrum forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Aðgangur ókeypis - Takmarkaður sætafjöldi

Skráið ykkur hér                                                                      www.forvarniroglifsstill.is