29. sep. 2010 - 08:00Snæfríður Ingadóttir

Hvað er svona geggjað við New York? Fleiri svör frá íslenskum konum

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir bjó  í New York þegar hún stundaði nám við Circle in the Square Theater School. Henni finnst borgin æðisleg.

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir bjó í New York þegar hún stundaði nám við Circle in the Square Theater School. Henni finnst borgin æðisleg.

New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið um daginn en hér birtast svör fleiri „New York fíkla“.

Svör hinna kvennanna má sjá HÉR.

 Ég spyr nú bara á móti: hvað er ekki geggjað við New York? Þessi borg er bara æðisleg; fólkið, maturinn, tónlistin, þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Bara það að vera úti á götu í fólksmergriðinni er geggjað, að virða fyrir sér allar þessar týpur og ramba á eitthvað óvænt. Ævintýrin eru alls staðar í New York. Mér fannst alveg dásamlegt að ferðast með lestinni og gleyma mér við tónlist frá götuspilurum meðan ég beið eftir næstu ferð eða fylgjast með strákum frá Brooklynd dansa breik út á götu.

Þegar fólk kemur í fyrsta sinn til New York, eru það háhýsin og Time Square sem það skoðar, eins og flestir ferðamenn. Það er hinsvegar alveg nauðsynlegt að koma aftur til borgarinnar og uppgötva hverfi eins og East Village, þanfar verð ég aldrei þreytt á að fara. Þó þú farir þangað á hverjum degi uppgötvarðu alltaf eitthvað nýt. Það er líka svo skrýtið með New York að þó hún sé stór þá er hún samt svo lítil, það er t.d. ekkert mál að ganga allt á Manhattan og auðvelt að rata. Á þeim tveimur árum sem ég bjó í borginni bjó ég á þremur stöðum: í svörtustu Brooklyn, í spænska Harlem og á Manhattan. Þó mér hafi fundist gaman að prófa öll þessi hverfi þá verð ég að segja að þegar þú hefur búið á Manhattan þá viltu hvergi annars staðar vera. Mæli annars með æðislegum Thai-fusion veitingastað í borginni sem heitir Nobu. Þangað fór ég alltaf út að borða þegar ég fékk gesti.
Heiða Ólafsdóttir, söngkona

Ég mun aldrei gleyma New York, hún markaði sér ógleymanleg spor í minningu mína þegar ég keyrði í fyrsta skipti yfir George Washington Bridge og fann fyrir magnaðri orkunni frá Manhattan eins og þarna slái hjarta heimsins. Enda þrífast þarna ólíkir menningarheimar á pínulitlum bletti, það er allt íseilingarfjarlægð og ekkert mál að borða hollt því á hverju horni eru hollir veitingastaðir eða Deli með girnilegum hollusturéttum og ógrynni af ferskum ávöxtum og grænmeti. Ævintýrin eru líka skammt undan því fólk er opið fyrir því að mynda tengsl út á götu, úti í búð og hvar sem er. Á Lower East Side er allt kröggt af Vintage búðum sem er ótrúlega gaman að heimsækja í leit að gersemum sem fást ekki annars staðar og veitingastaðirnir eru frábærir. Ég verð aldrei leið á New York.
Elín Arnar, ritsjóri Vikunnar

Left Right19.feb. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hera og Sigga Kling á leið í lystisemdaferð til New York: Hvítvín, gleði og fótsnyrting

Sigga og Hera elska New York og vilja fá gott fólk með í lystisemdaferð þangað í vor. Sjá nánar á heimasíðu Expressferða. Söngkonan Hera Björk og spákonan Sigga Kling ætla með hóp af góðu fólki í helgarferð til New York í maí. Markmiðið er að njóta vorsins berleggjaðar, súpa léttvín, borða góðan mat, tæma budduna í skemmtilegum verslunum og fara á gospel messu.
06.feb. 2011 - 19:20

Vá! Borgin sem (næstum) allir elska í myndbandi sem heillað hefur heimsbúa - MYNDBAND

Ætli New York borg Bandaríkjanna sé ekki ein af borgum heimsins sem flestir heimsbúar elska og væru til í að heimsæka? Að minnsta kosti er hún vel þekkt, vinsæll tökustaður sjónvarpsþátta og kvikmynda og þaulsetinn áfangastaður nemenda, menningarfrömuða og rithöfunda.

21.nóv. 2010 - 12:32 Marta María

Risavaxið Lanvin partý H&M í New York: Tryllingslegar flíkur sem krydda tilveruna

Þann 23. nóvember næstkomandi lendir Lanvin línan í H&M. Mikill spenningur er fyrir línunni enda hefur hönnun Lanvin átt upp á pallborðið hjá tískuskvísum síðustu misseri. Þær sem hafa hingað til ekki haft tækifæri eða efni á að eignast flík eða fylgihlut frá Lanvin fá tækifæri til þess núna.
06.nóv. 2010 - 12:00 Snæfríður Ingadóttir

Allt á hvolfi í New York: Kaffið kemur fyrir mann vitinu -MYNDIR

Öfugsnúið kaffihús. Bækur á gólfinu og gólfið á veggnum. Það tekur mann örlitla stund að ná áttum á D´espresso  í New York. Nálægt Grand Central Station í New York er kaffibarinn D ´espresso. Þeim sem þangað koma veitir ekki af sterkum kaffibolla – þó ekki væri nema til að hjálpa sér við að ná áttum á staðnum.
04.nóv. 2010 - 18:00 Marta María

Kim Kardashian lenti í trylltum aðdáendum: Lögreglan kom og bjargaði málunum – MYNDIR

Kardashian systur í stuði. Ofurbomban Kim Kardashian er orðin svo eftirsótt að það þurfti að kalla lögregluna til þegar hún mætti í opnun á splunkunýrri verslun sinni. Verslunin DASH er í eigu Kim og systra hennar Khloe og Kourtney. Þegar verslunin opnaði í New York í gær varð allt vitlaust.
04.nóv. 2010 - 08:00 Marta María

Eyddu tíma í bókabúðum og upplifðu nýjar víddir

McJ í New York er skemmtileg. Það er eitthvað við að það að skoða erlendar bækur í erlendum bókabúðum. Það fer vellíðunartilfinning um kroppinn við það eitt að fletta nýjum bókum, dást að þeim, láta sig dreyma um þær og jafnvel festa kaup á þeim. Þegar ég er á ferðalögum erlendis finnst mér gaman að eyða löngum tímum í bókabúðum því ég hef sjaldnast tíma til þess í hversdagslegu amstri.
08.okt. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Gufubað úr gulli sem jafnar orkuflæðið: 5 hæða lúxus spa í New York- MYNDIR

Gufubað úr ekta gulli sem kemur jafnvægi á huga og sál. Gull hefur ekki bara verið notað sem skart og  skiptimynt  í gegnum aldirnar. Það er líka talið hafa heilunaráhrif á huga, líkama og sál. Sannaðu til eftir heimsókn í gyllta gufubaðið í Spa Castle í New York þar sem gestum er lofað tífaldri orku eftir að hafa starað á gullið.
03.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Langar þig að hitta frægt fólk eða langar þig bara í góðan mat? Heitustu veitingastaðirnir í NY

Pastis er vinsæll hjá fræga fólkinu. Það getur verið erfitt að rata á réttu veitingastaðina í stórborg eins og New York. Fallegar innréttingar og flott lýsing endurspegla oft ekki matseðilinn, því miður. Ef þig langar að upplifa töfra á disknum þínum eða rekast á frægar poppstjörnur, stjönuleikara eða snyrtivörudívur þá skaltu halda áfram að lesa.
26.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hvað er eiginlega svona geggjað við New York? Íslenskar konur svara

Rithöfundurinn Tobba er ein þeirra íslensku kvenna sem elska New York. New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið.