26. sep. 2010 - 08:00Snæfríður Ingadóttir

Hvað er eiginlega svona geggjað við New York? Íslenskar konur svara

Rithöfundurinn Tobba er ein þeirra íslensku kvenna sem elska New York.

Rithöfundurinn Tobba er ein þeirra íslensku kvenna sem elska New York.

New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið.

Þrjár íslenskar konur segja hér frá því hvað þeim finnst svona stórkostlegt við New York, en svör fleiri kvenna munu birtast á Ferðapressunni á næstunni.

Dásamlegt mannlíf, klikkaðar búðir, hægt að fá nánast hvaða mat sem er og barirnir og kokteilarnir eru sjúkir! Mæli með að þú dressir þig upp og kíkir á Meatpacking District og fáir þér drykk, liggir og slakir á í Central park og prufir smoothie á Jamba Juice. Svo er Greenwitch village mjög sjarmerandi til að rölta um og þar leynast gjarnan stórstjörnu.Þar sá ég Mr. Matthews úr Beverly Hills þáttunum og Stanley Tucci úr Devil wears Prada - litlu systir minni til mikillar gleði. En mesta upplifunin var þessi undeground sýning: Fuerza Bruta! Hún er ólýsanleg. Brjáluð tónlist, dans, konur að dansa í vatni fyrir ofan áhorfendur og ég veit ekki  hvað. Ef ég hefði geta farið á hana strax aftur hefði ég gert það! Ég er að bíða eftir að Vesturport taki þessa snilld upp á arma sína!“
Þorbjörg Marinósdóttir, rithöfundur og blaðakona

New York hefur í gegnum tíðina orðið mín uppáhaldsborg vegna þess að eina systir mín býr þar og ég hef getað heimsótt hana þangað síðustu árin, nokkrum sinnum á ári. Mér finnst New York svo skemmtileg því þú getur nánast rölt inn hvaða götu sem er og þú finnur eitthvað spennandi. Sama hvaða árstíð er, febrúar, maí, september eða desember þá er gaman að koma þangað. Það besta við New York og auðvitað Bandaríkin í heild sinn er maturinn. Okkur systrum finnst fátt skemmtilegra en að borða morgunmat (já já, fína fólkið í New York borðar morgunmat á veitingastöðum, ekkert ristað brauð á litlum kaffihúsum) á Balthazars á Spring street. Staðurinn er franskur og fagur og fullur af fólki alla daga ársins.“
Lára Björg Björnsdóttir, sagnfræðingur

Þegar ég var unglingur fyrir norðan þurfti ég að læra að borða skyrhræring. Þvílík geggjun! Hver eyðileggur fullkomlega gott skyr með því að sletta í það fullkomlega góðum hafragraut? En þetta sull varð mitt uppáhald og hægt að blanda ýmsum ávöxtum saman við ef manni sýndist svo. New York er skyrhræringur með ávöxtum. Hér rúmast allar andstæðar og þversagnir, hversu brjálæðislegar sem þær virðast vera. Við hvert götuhorn bíða ný ferðalög – til dæmis um Kína, Ítalíu og Mexíkó ... sums staðar er eins og tíminn hafi sofnað – en annars staðar er eins og hann sé á einhverju ... kominn á undan sjálfum sér.Með fimm ára millibili hef ég orðið svo lánsöm að villast í sömu búðina í East Village sem heitir Trash and Vaudeville. Þar tekur háaldraður og horaður pönkari á móti mér, dregur annað augað í pung, bryður litríkar pillur, rifjar upp Pretenders, Clash og Rolling Stones og segir peace og fuck the system.  Sá gamli man ekki alveg hvort, og hver hann er ... en það er allt í lagi, hann er þetta allt, rétt eins og borgin sem hann býr í. Ég yfirgef búðina með óteljandi fatapoka og sögur, við gamli horfumst í augu og sendum hvort öðru fingurinn, fingurkoss og peace-merkið. Í East Village og þar í kring gæti ég í týnst dagana langa – þar eru markaðir, óteljandi vintage-búðir og litlar kjallarabúllur sem sumar hverjar selja mis-heitan varning. Ég á heima á eyju úti í ballarhafi. En mér finnst ég líka eiga heima í New York. Háhýsin eru fjöllin mín og iðandi fólksstraumurinn hafið mitt. “
Kristín Birgisdóttir hjá Bókaforlaginu Sölku
Left Right19.feb. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hera og Sigga Kling á leið í lystisemdaferð til New York: Hvítvín, gleði og fótsnyrting

Sigga og Hera elska New York og vilja fá gott fólk með í lystisemdaferð þangað í vor. Sjá nánar á heimasíðu Expressferða. Söngkonan Hera Björk og spákonan Sigga Kling ætla með hóp af góðu fólki í helgarferð til New York í maí. Markmiðið er að njóta vorsins berleggjaðar, súpa léttvín, borða góðan mat, tæma budduna í skemmtilegum verslunum og fara á gospel messu.
06.feb. 2011 - 19:20

Vá! Borgin sem (næstum) allir elska í myndbandi sem heillað hefur heimsbúa - MYNDBAND

Ætli New York borg Bandaríkjanna sé ekki ein af borgum heimsins sem flestir heimsbúar elska og væru til í að heimsæka? Að minnsta kosti er hún vel þekkt, vinsæll tökustaður sjónvarpsþátta og kvikmynda og þaulsetinn áfangastaður nemenda, menningarfrömuða og rithöfunda.

21.nóv. 2010 - 12:32 Marta María

Risavaxið Lanvin partý H&M í New York: Tryllingslegar flíkur sem krydda tilveruna

Þann 23. nóvember næstkomandi lendir Lanvin línan í H&M. Mikill spenningur er fyrir línunni enda hefur hönnun Lanvin átt upp á pallborðið hjá tískuskvísum síðustu misseri. Þær sem hafa hingað til ekki haft tækifæri eða efni á að eignast flík eða fylgihlut frá Lanvin fá tækifæri til þess núna.
06.nóv. 2010 - 12:00 Snæfríður Ingadóttir

Allt á hvolfi í New York: Kaffið kemur fyrir mann vitinu -MYNDIR

Öfugsnúið kaffihús. Bækur á gólfinu og gólfið á veggnum. Það tekur mann örlitla stund að ná áttum á D´espresso  í New York. Nálægt Grand Central Station í New York er kaffibarinn D ´espresso. Þeim sem þangað koma veitir ekki af sterkum kaffibolla – þó ekki væri nema til að hjálpa sér við að ná áttum á staðnum.
04.nóv. 2010 - 18:00 Marta María

Kim Kardashian lenti í trylltum aðdáendum: Lögreglan kom og bjargaði málunum – MYNDIR

Kardashian systur í stuði. Ofurbomban Kim Kardashian er orðin svo eftirsótt að það þurfti að kalla lögregluna til þegar hún mætti í opnun á splunkunýrri verslun sinni. Verslunin DASH er í eigu Kim og systra hennar Khloe og Kourtney. Þegar verslunin opnaði í New York í gær varð allt vitlaust.
04.nóv. 2010 - 08:00 Marta María

Eyddu tíma í bókabúðum og upplifðu nýjar víddir

McJ í New York er skemmtileg. Það er eitthvað við að það að skoða erlendar bækur í erlendum bókabúðum. Það fer vellíðunartilfinning um kroppinn við það eitt að fletta nýjum bókum, dást að þeim, láta sig dreyma um þær og jafnvel festa kaup á þeim. Þegar ég er á ferðalögum erlendis finnst mér gaman að eyða löngum tímum í bókabúðum því ég hef sjaldnast tíma til þess í hversdagslegu amstri.
08.okt. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Gufubað úr gulli sem jafnar orkuflæðið: 5 hæða lúxus spa í New York- MYNDIR

Gufubað úr ekta gulli sem kemur jafnvægi á huga og sál. Gull hefur ekki bara verið notað sem skart og  skiptimynt  í gegnum aldirnar. Það er líka talið hafa heilunaráhrif á huga, líkama og sál. Sannaðu til eftir heimsókn í gyllta gufubaðið í Spa Castle í New York þar sem gestum er lofað tífaldri orku eftir að hafa starað á gullið.
03.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Langar þig að hitta frægt fólk eða langar þig bara í góðan mat? Heitustu veitingastaðirnir í NY

Pastis er vinsæll hjá fræga fólkinu. Það getur verið erfitt að rata á réttu veitingastaðina í stórborg eins og New York. Fallegar innréttingar og flott lýsing endurspegla oft ekki matseðilinn, því miður. Ef þig langar að upplifa töfra á disknum þínum eða rekast á frægar poppstjörnur, stjönuleikara eða snyrtivörudívur þá skaltu halda áfram að lesa.
29.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hvað er svona geggjað við New York? Fleiri svör frá íslenskum konum

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir bjó  í New York þegar hún stundaði nám við Circle in the Square Theater School. Henni finnst borgin æðisleg. New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið um daginn en hér birtast svör fleiri „New York fíkla“.