19. feb. 2011 - 08:00Snæfríður Ingadóttir

Hera og Sigga Kling á leið í lystisemdaferð til New York: Hvítvín, gleði og fótsnyrting

Sigga og Hera elska New York og vilja fá gott fólk með í lystisemdaferð þangað í vor. Sjá nánar á heimasíðu Expressferða.

Sigga og Hera elska New York og vilja fá gott fólk með í lystisemdaferð þangað í vor. Sjá nánar á heimasíðu Expressferða. Expressferðir

Söngkonan Hera Björk og spákonan Sigga Kling ætla með hóp af góðu fólki í helgarferð til New York í maí. Markmiðið er að njóta vorsins berleggjaðar, súpa léttvín, borða góðan mat, tæma budduna í skemmtilegum verslunum og fara á gospel messu.

Dagsetningin er 20.-23. maí og verður gist á fjögurra stjörnu íbúðahóteli í Jersey, NYC-JC Luxury Apartments. Að sögn Heru er staðsetningin góð þar það tekur aðeins tvær mínútur að koma sér yfir á Manhattan með lest, auk þess sem það er um 30% ódýrara  að versla og borða á Jersey en Manhattan.

Þeir sem skella sér með í ferðina geta fylgt stelpunum í vínsmökkun, á söngleik, á gospel messu, í outlet, í Central Park, SoHo o.fl., en eins getur fólk bara haft hlutina eins og það sjálft vill og tekið þátt í brot af dagskránni eða alls engu.

Báðar elska þær Hera og Sigga Kling New York og verða því ekki í vandræðum með að leiða fólk um  borgina. Áhugasamir geta séð nánari upplýsingar um ferðina HÉR, á heimasíðu Expressferða. Ferðapressan bað Heru um að segja lesendum Pressunnar frá sínum uppáhaldsstöðum í New York og hér fyrir neðan má sjá hennar meðmæli.

 

Eftir langan dag á göngu um SoHo hverfið í New York finnst Heru gott að fara í fótsnyrtingu. Hún mælir með stofunni Miguel Lopes.


MEÐMÆLI FRÁ NEW YORK – Uppáhaldsstaðir Heru Bjarkar

NORMA´S
- 118 W. 57th St., á Le Parker Meridien hótelinu.
„Geðveikur „Breakfast -staður“ sem er opin frá kl.7:00 – 15:00. Þarna er hægt að fá alveg dásamlegan morgunmat sem að endist vel fram að fyrsta hvítvínsglasi.“

BEAUTY35 - 505 8th Ave á milli 35th St & 36th St.
„Snilldar búð þar sem að maður fær allt sem þarf í fyrir hár, húð og neglur. Þarna kaupi ég allt “söngkonu” dótið! Geðveikar hárkollur sem að mig langar alltaf að kaupa…geri það næst. Og svo eru það stóru sjampóbrúsarnir, teygjurnar, spennurnar og bara allt “a girl needs”.“

URBAN OUTFITTERS - 628 Broadway SoHo eða 374 Av. of Americas í Village
„Elska að kaupa bækur, drasl og dót í þessari búð….alltaf eitthvað skemmtilegt til.“

SoHo er í miklu uppáhaldi hjá Heru og hér eru nokkur „möst“ þaðan:


Fótsnyrting hjá MIGUEL LOPES
- 284 Lafayette St.
„Alger snilld þegar maður er búin að ganga af sér fæturnar í SoHo! Hand og fótsnyrting kostar í kringum 40 dollara og er algerlega þess virði….með glasi af hvítvíni að sjálfsögðu.“

SKÓ HIMNARÍKIÐ er á Broadway á milli Prince St og Broome St austan megin!

„Þessar tvær „blokkir“ eru hlaðnar dýrindis skóbúðum. Sérstaklega er hægt að missa sig á milli Prince og Spring því þar er hver búðin annari dásamlegri. Ef þig langar í spes skó í anda KronKron eða Fluevog að þá er algerlega málið að rölta í gegnum NoLiTA hverfið(blokkirnar milli Broome og Houston ásamt Spring og Prince vestur af Broadway)….og ég dó þegar ég kom inn í þessa hér: IRREGULAR CHOICE - 276 Lafayette St, milli Prince St & Jersey St. Herre Gud, það á að banna svona búðir.“

 

DA NICO
– 164 Mulberry st. milli Grand & Broom st
„Svo endar maður í Litlu Ítalíu á DA NICO og fær sér dýrindis ítalskan mat & vín hússins og leyfir allri Nico familíunni að stjana við sig….meira að segja amma gamla Nico situr á stól og heilsar með dásamlegu tannlausu brosi.“06.feb. 2011 - 19:20

Vá! Borgin sem (næstum) allir elska í myndbandi sem heillað hefur heimsbúa - MYNDBAND

Ætli New York borg Bandaríkjanna sé ekki ein af borgum heimsins sem flestir heimsbúar elska og væru til í að heimsæka? Að minnsta kosti er hún vel þekkt, vinsæll tökustaður sjónvarpsþátta og kvikmynda og þaulsetinn áfangastaður nemenda, menningarfrömuða og rithöfunda.

21.nóv. 2010 - 12:32 Marta María

Risavaxið Lanvin partý H&M í New York: Tryllingslegar flíkur sem krydda tilveruna

Þann 23. nóvember næstkomandi lendir Lanvin línan í H&M. Mikill spenningur er fyrir línunni enda hefur hönnun Lanvin átt upp á pallborðið hjá tískuskvísum síðustu misseri. Þær sem hafa hingað til ekki haft tækifæri eða efni á að eignast flík eða fylgihlut frá Lanvin fá tækifæri til þess núna.
06.nóv. 2010 - 12:00 Snæfríður Ingadóttir

Allt á hvolfi í New York: Kaffið kemur fyrir mann vitinu -MYNDIR

Öfugsnúið kaffihús. Bækur á gólfinu og gólfið á veggnum. Það tekur mann örlitla stund að ná áttum á D´espresso  í New York. Nálægt Grand Central Station í New York er kaffibarinn D ´espresso. Þeim sem þangað koma veitir ekki af sterkum kaffibolla – þó ekki væri nema til að hjálpa sér við að ná áttum á staðnum.
04.nóv. 2010 - 18:00 Marta María

Kim Kardashian lenti í trylltum aðdáendum: Lögreglan kom og bjargaði málunum – MYNDIR

Kardashian systur í stuði. Ofurbomban Kim Kardashian er orðin svo eftirsótt að það þurfti að kalla lögregluna til þegar hún mætti í opnun á splunkunýrri verslun sinni. Verslunin DASH er í eigu Kim og systra hennar Khloe og Kourtney. Þegar verslunin opnaði í New York í gær varð allt vitlaust.
04.nóv. 2010 - 08:00 Marta María

Eyddu tíma í bókabúðum og upplifðu nýjar víddir

McJ í New York er skemmtileg. Það er eitthvað við að það að skoða erlendar bækur í erlendum bókabúðum. Það fer vellíðunartilfinning um kroppinn við það eitt að fletta nýjum bókum, dást að þeim, láta sig dreyma um þær og jafnvel festa kaup á þeim. Þegar ég er á ferðalögum erlendis finnst mér gaman að eyða löngum tímum í bókabúðum því ég hef sjaldnast tíma til þess í hversdagslegu amstri.
08.okt. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Gufubað úr gulli sem jafnar orkuflæðið: 5 hæða lúxus spa í New York- MYNDIR

Gufubað úr ekta gulli sem kemur jafnvægi á huga og sál. Gull hefur ekki bara verið notað sem skart og  skiptimynt  í gegnum aldirnar. Það er líka talið hafa heilunaráhrif á huga, líkama og sál. Sannaðu til eftir heimsókn í gyllta gufubaðið í Spa Castle í New York þar sem gestum er lofað tífaldri orku eftir að hafa starað á gullið.
03.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Langar þig að hitta frægt fólk eða langar þig bara í góðan mat? Heitustu veitingastaðirnir í NY

Pastis er vinsæll hjá fræga fólkinu. Það getur verið erfitt að rata á réttu veitingastaðina í stórborg eins og New York. Fallegar innréttingar og flott lýsing endurspegla oft ekki matseðilinn, því miður. Ef þig langar að upplifa töfra á disknum þínum eða rekast á frægar poppstjörnur, stjönuleikara eða snyrtivörudívur þá skaltu halda áfram að lesa.
29.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hvað er svona geggjað við New York? Fleiri svör frá íslenskum konum

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir bjó  í New York þegar hún stundaði nám við Circle in the Square Theater School. Henni finnst borgin æðisleg. New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið um daginn en hér birtast svör fleiri „New York fíkla“.

26.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hvað er eiginlega svona geggjað við New York? Íslenskar konur svara

Rithöfundurinn Tobba er ein þeirra íslensku kvenna sem elska New York. New York á sér marga aðdáendur sem hreinlega fá sæluhroll þegar nafn borgarinnar heyrist. En hvað er það nákvæmlega sem er svona geggjað við þessa marglofuðu borg? Ferðapressan fékk nokkra New York aðdáendur til þess að útskýra málið.