21. jún. 2010 - 13:00Snæfríður Ingadóttir

Fullkominn dagur í Amsterdam: Framúrstefnulegir skartgripir, bíó og pönnukökur

Það er margt spennandi að gerast í hönnun í Amsterdam, ekki síst í skartlist. Mörg skartgripagallerí selja afar framúrstefnulega hluti.

Það er margt spennandi að gerast í hönnun í Amsterdam, ekki síst í skartlist. Mörg skartgripagallerí selja afar framúrstefnulega hluti.

„Allir sem fara til Amsterdam verða að fá sér hollenska pönnuköku með stroop,“ segir Rannveig Gissurardóttir kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Sjálf þræðir hún líka alltaf skartgalleríin þegar hún er í borginni og fer gjarnan í bíó.

Amsterdam er Rannveigu nokkuð kær en hún var þar tíður gestur þegar hún stundaði nám  í skartgripahönnun við HKU-Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht á árunum 1995-2000.

Á námsárunum voru ferðir til höfuðborgarinnar tíðar þar sem mikilvægur partur listnámsins var að fylgjast með og skoða list í galleríum og listasöfnum
Ég fór líka oft á japanskt tehús rétt við aðalbrautarstöðina. Það var fullkomið að fara þangað eftir langan dag í borginni til þess endurheimta orkuna. Teið var mjög gott þar og stemmingin  einstök. Gestir þurftu að fara úr skónum sem var yndislegt eftir langan dag á göngu. Einnig ríkti algjör þögn þarna inni og ef menn þurfa að segja eitthvað urðu þeir að hvísla. Því miður er þetta japanska tehúsið ekki til lengur og Albert Hein matvöruverslun komin þar í staðinn. 
Rannveig segir Amsterdam vera líflega og litríka borg sem hún þreytist seint á að heimsækja. Fyrir svanga ferðalanga mælir hún sérstaklega með hollensku pönnukökunum (Pannekoeken) sem finnast víða á  kaffihúsum borgarinnar auk þess hægt er að fá þær á sérstökum pönnukökuhúsum (Sjá t.d. pancake.nl og pancakesamsterdam.com)

Hollendingar eru mikið fyrir sætindi og það að fá sér pönnuköku er týpískt hollenskt. Pönnukökurnar eru þykkari en þær íslensku en þó ekki eins þykkar og þær amerísku. Öllu er svo hrúga öllu ofan á; beikoni, eplum, osti o.s.frv. en svo er alltaf stroop(sírópi) hellt yfir. Dóttir mín er afar hrifin af þessum rétti og við höfum stundum pönnukökukvöld hér heima.

UPPÁHALDSSTAÐIR RANNVEIGAR Í AMSTERDAM

Wondelpark - Lystigarður í miðbænum

„Mér finnst alltaf yndislegt að ganga í gegnum Wondelpark almenningsgarðinn. Það eru 30 almenningsgarðar í Amsterdam og er hann vinsælastur þeirra. Þarna er alltaf mikið mannlíf sem gaman er að fylgjast með. Stutt frá Wondelpark er Stedelijk safnið sem er nútímalistasafn sem er líka gaman að heimsækja.“

Framúrstefnulegir skartgripir
Galerie Louise Smit, Prinsengracht 615.
Galerie Ra, Vijzelstraat 80.
Galeri Rob Koudijs, Elandsgracht 12.
„Það sem er spennandi við þessi þrjú skartgripa-gallerí er að þau eru öll með mjög sérstaka gripi eða allt það framúrstefnulegasta sem tengist skartlist og skarthönnun. Flestir skartgripanna eru aðeins til í einu í eintaki, en þó inn á milli er skart sem er framleitt en þá oftast í mjög litlu upplagi.“

Papppírsbúð fyrir föndrara
- Vlieger, Amstel 34.
„Þetta er búð sem ég sakna!Hún er kannski ekki svo merkileg, en jú, því það sem er svo gaman við þessa búð og svo margar aðrar búðir í stórborg eins og Amsterdam er sérhæfni þeirra…hinar litlu sérhæfðu verslanir. Þessi selur pappír og pappírs- og orgamifríkur, eins og ég, hafa eflaust mjög gaman af henni.“

Falleg bíóhús - The Movies Art House Cinemas, Haarlemmerdijk 161-163 og Tuschinski, Reguliersbreestraat 26.
„Það er gaman að fara í bíó í fallegu bíóhúsi og fá sér jafnvel eitthvað að borða á veitingastað bíóhússins fyrir sýningu...og svo bjór á eftir sýningunni yfir spjalli um myndina. The Movies Art House er elsta bíóhús Amsterdam og Tuschinski er bíóhús í Art-deco og Jugendstil. Þessi tvö bíóhús eru mjög falleg, en myndirnar sem þarna eru sýndar eru frekar hefðbundnar allavegna á Tuschinski (það er bara hollenska Sambíóið). Pör hafa sérlega gaman af því að fara í Tuschinski þar sem þar er boðið upp á “lovebird seat” sem er eitt stórt kósý bíósæti fyrir tvo.

Ef maður ætlar á annað borð í bíó í Amsterdam þá mæli ég líka með því að fólk fari á artí kvikmyndakaffihús, sem finnast víða um borgina. Þar er oft skemmtileg stemming og sýndar áhugaverðar og öðruvísi myndir(sjá t.d. De nieuw Anita og Kriterion).

Annars eru oft skemmtilegar kvikmyndahátíðið í borginni eða uppákomur tengdar kvikmyndum. Ég fór t.d. einu sinni á útibíó, reyndar í Rotterdam, og þar voru engir stólar, heldur var auglýst að ef þú vildir sitja á stól þá kæmir þú bara með hann. Síðn kom fólk trítlandi á svæðið með allskonar stóla, púða, nesti og aðrar pikknikk græjur.“

Menning að kvöldlagi - Melkweg,Lijnbaansgracht 234a,
„Þetta er góður staður til þess að heimsækja að kvöldlagi en þar er boðið upp á góða tónleika, kvikmyndir, leikhús, ljósmyndasýningar ofl.“

Left Right28.jún. 2010 - 06:10 Snæfríður Ingadóttir

Töff hönnunarhótel í Amsterdam: Klósettið út á miðju gólfi í gegnsæju röri -MYNDIR

Á Citizen M hótelinu í Amsterdam pissar maður í klósett sem er staðsett í gegnsærri súlu út á miðju gólfi á hótelherberginu. Hönnunin er smart, en þú vilt kannski ekki deila slíku herbergi með hverjum sem er. Á Citizen M hótelinu í Amsterdam snýst allt um rétta „lúkkið“.  Herbergin eru pínuítil en afar nýtískuleg með opnu salerni og sturtu. Með hverju herbergi fylgir lítið tæki sem passar upp á að rétta stemmingin sé á staðnum.

14.jún. 2010 - 17:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað er hægt að gera í Amsterdam?

Síkjasiglingar eru frábær leið til að skoða Amsterdam Fyrir utan frábær söfn, fjölbreytta flóru veitingastaða og ótrúlegt magn skemmtistaða og pöbba - er fjölmargt hægt að gera í hinni margbreytilegu Amsterdamborg. Þar er fátt sem er ómögulegt.
08.jún. 2010 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

8 hlutir sem þú verður að smakka í Amsterdam: Má bjóða þér smá bleikt á brauðið?

Litríkt sykurskraut er notað sem álegg ofan á brauð í Hollandi. Litríkt kökuskraut ofan á brauð, pönnukökur með sírópi og hollenskur lakkrís er meðal þess sem ferðamenn í Hollandi verða að smakka.
22.maí 2010 - 11:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Frá kaffibolla til „kaffihúsa“ og allt þar á milli

Þú veist alveg hvenær þú ert í Rauðahverfinu Viltu bjór, Sjéniver, eða  reykja kannabis? Viltu sitja á útikaffihúsum og sötra léttvín, fá þér ekta hollenskan bjór eða dansa við dúndrandi diskó eða teknó?  Rjúkandi espresso eða borða hasskökur?  Það er sama hverju leitað er að, Amsterdam býður upp á það í skemmtanalífinu.
19.maí 2010 - 08:30 Snæfríður Ingadóttir

Stærsti flóamarkaður Amsterdam: Inni á veturna, úti á sumrin

Um 700 sölubásar eru á stærsta flóamarkaði Amsterdam, IJ-Hallen. Einu sinni í mánuði er risastór flóamarkaður haldinn í norðurhluta Amsterdam. Markaðurinn er stærsti flóamarkaður borgarinnar og þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Ekki spillir umhverfið fyrir þar sem markaðurinn er haldinn í iðnaðarhverfi sem gaman er að skoða.
16.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Borg bragðlaukanna

Persónuleg þjónusta er í hávegum höfð á Blue Pepper Viltu indónesískan, argentínskan, tælenskan, japanskan, indverskan eða hollenskan sælkeramat?  Safaríkar steikur eða gómsæta grænmetisrétti? Þá þarftu ekki að leita lengi í Amsterdam því fáar borgir hafa jafn marga og jafn fjölbreytta veitingahúsaflóru á jafn litlu svæði.  Það eru yfir 1000 veitingastaðir í borginni sem þjóna bragðlaukunum eins og best verður á kosið og verðið er jafn mismunandi og staðirnir eru margir.
12.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Menningar-, safna- og listaborg

Ein fjölmargra sjálfsmynd af Van Gogh Fyrir áhugamenn um listir og söfn þá er af nógu að taka í Amsterdam.  Meira að segja fyrir mann eins og mig, sem telst nú seint í flokki áhugasömustu manna um málverk og listasögu, er aðdráttarafl safnanna í Amsterdam of mikið og ég stenst aldrei mátið að kíkja inn á safn eða tvö.
10.maí 2010 - 15:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Litla stóra borgin

Þeir kunna að nota ljós og liti í Amsterdam Það er óhætt að segja að fáar borgir í Evrópu séu jafn líflegar og stífluborgin við ánna Amstel. Fyrir þá sem ekki hafa leitt hugann að því, þá er nafnið Amsterdam einmitt dregið af orðunum „dam“ eða stífla og ánni Amstel – og ætti því kannski frekar að heita Amsteldam.
08.maí 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Kaffi og hvaðeina: Kaffihús þar sem allt er til sölu

EItt skemmtilegasta kaffihús Amsterdam er Latei. Þar er allt til sölu. Á kaffihúsinu Latei í Amsterdam færðu ekki bara gott kaffi, kökur, súpur og samlokur heldur geturðu nánast keypt allt sem er þar inni. Borðin, bollarnir, ljósin, myndirnar á veggnum – allt er til sölu.