12. maí 2010 - 08:00Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Menningar-, safna- og listaborg

Ein fjölmargra sjálfsmynd af Van Gogh

Ein fjölmargra sjálfsmynd af Van Gogh

Fyrir áhugamenn um listir og söfn þá er af nógu að taka í Amsterdam.  Meira að segja fyrir mann eins og mig, sem telst nú seint í flokki áhugasömustu manna um málverk og listasögu, er aðdráttarafl safnanna í Amsterdam of mikið og ég stenst aldrei mátið að kíkja inn á safn eða tvö.

Það yrði að æra óstöðugan að birta lista yfir öll þau söfn sem í borginni eru.  Ég ætla því að leyfa mér að nefna bara örfá til sögunnar, en það eru líka söfn sem óhætt er að segja að jafnvel ferðamaðurinn í helgarferð ætti að geta eytt tíma í að heimsækja milli verslunarferða og veitingstaða.

Ríkissafnið geymir fjölda ómetanlegra listaverka sem áhugamenn um allan heim leggja mikið á sig til að að skoða og þar er auðveldlega hægt að eyða heilum degi án þess að láta sér leiðast. Að rölta þar á milli og drekka í sig hvert meistaraverkið á fætur öðru er einhver besta andlega næring sem hægt er að finna og hér verður ekki nægilega sterkt að orði kveðið með hversu ómetanleg reynsla það er að sjá og upplifa með eigin augum þau mannanna verk sem hæst ber á listasviðinu. Má minna á Rembrandt í þessu sambandi?

Og það á ekki síður við um Van Gogh safnið.  Stærsta safn málverka eftir Vincent van Gogh er þar að finna og auðveldlega er hægt að rekja sig í gegnum feril þessa einstaka listamanns, þróun hans seem listamanns og bera saman við verk annarra samtímalistamanna.  Þar má einnig finna teikningar hans, bréf og yfirlit yfir áhrifavalda, samferðarmenn og vini. Er hægt að sleppa þessu safni?  Mitt svar er einfalt; nei.

Meðal annarra áhugaverðra safna má nefna Andspyrnusafnið sem geymir blóðuga en mikilvæga sögu andspyrnuhreyfingar Hollendinga gegn hernámi nasista í síðari heimsstyrjöldinni, hús Önnu Frank, Töskusafnið víðfræga og síðast en ekki síst Hasssafnið. Þar fá gestir og gangandi fræðslu og upplýsingar um sögu og notkun kannabisplöntunnar, en gestir til Amsterdam komast fljótt að því að umburðarlyndi gagnvart efninu hefur aldeilis sett sitt mark á borgina. Læknisfræðileg, trúarleg og mennilegar notkun kannabisefnisins, umhverfisleg, landbúnaðarleg og iðnaðarleg hliðin er einnig upplýst.  Söfn sem þetta er erfitt að finna á öðrum stöðum en í Amsterdam.

Left Right28.jún. 2010 - 06:10 Snæfríður Ingadóttir

Töff hönnunarhótel í Amsterdam: Klósettið út á miðju gólfi í gegnsæju röri -MYNDIR

Á Citizen M hótelinu í Amsterdam pissar maður í klósett sem er staðsett í gegnsærri súlu út á miðju gólfi á hótelherberginu. Hönnunin er smart, en þú vilt kannski ekki deila slíku herbergi með hverjum sem er. Á Citizen M hótelinu í Amsterdam snýst allt um rétta „lúkkið“.  Herbergin eru pínuítil en afar nýtískuleg með opnu salerni og sturtu. Með hverju herbergi fylgir lítið tæki sem passar upp á að rétta stemmingin sé á staðnum.

21.jún. 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Fullkominn dagur í Amsterdam: Framúrstefnulegir skartgripir, bíó og pönnukökur

Það er margt spennandi að gerast í hönnun í Amsterdam, ekki síst í skartlist. Mörg skartgripagallerí selja afar framúrstefnulega hluti. „Allir sem fara til Amsterdam verða að fá sér hollenska pönnuköku með stroop,“ segir Rannveig Gissurardóttir kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Sjálf þræðir hún líka alltaf skartgalleríin þegar hún er í borginni og fer gjarnan í bíó.
14.jún. 2010 - 17:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað er hægt að gera í Amsterdam?

Síkjasiglingar eru frábær leið til að skoða Amsterdam Fyrir utan frábær söfn, fjölbreytta flóru veitingastaða og ótrúlegt magn skemmtistaða og pöbba - er fjölmargt hægt að gera í hinni margbreytilegu Amsterdamborg. Þar er fátt sem er ómögulegt.
08.jún. 2010 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

8 hlutir sem þú verður að smakka í Amsterdam: Má bjóða þér smá bleikt á brauðið?

Litríkt sykurskraut er notað sem álegg ofan á brauð í Hollandi. Litríkt kökuskraut ofan á brauð, pönnukökur með sírópi og hollenskur lakkrís er meðal þess sem ferðamenn í Hollandi verða að smakka.
22.maí 2010 - 11:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Frá kaffibolla til „kaffihúsa“ og allt þar á milli

Þú veist alveg hvenær þú ert í Rauðahverfinu Viltu bjór, Sjéniver, eða  reykja kannabis? Viltu sitja á útikaffihúsum og sötra léttvín, fá þér ekta hollenskan bjór eða dansa við dúndrandi diskó eða teknó?  Rjúkandi espresso eða borða hasskökur?  Það er sama hverju leitað er að, Amsterdam býður upp á það í skemmtanalífinu.
19.maí 2010 - 08:30 Snæfríður Ingadóttir

Stærsti flóamarkaður Amsterdam: Inni á veturna, úti á sumrin

Um 700 sölubásar eru á stærsta flóamarkaði Amsterdam, IJ-Hallen. Einu sinni í mánuði er risastór flóamarkaður haldinn í norðurhluta Amsterdam. Markaðurinn er stærsti flóamarkaður borgarinnar og þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Ekki spillir umhverfið fyrir þar sem markaðurinn er haldinn í iðnaðarhverfi sem gaman er að skoða.
16.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Borg bragðlaukanna

Persónuleg þjónusta er í hávegum höfð á Blue Pepper Viltu indónesískan, argentínskan, tælenskan, japanskan, indverskan eða hollenskan sælkeramat?  Safaríkar steikur eða gómsæta grænmetisrétti? Þá þarftu ekki að leita lengi í Amsterdam því fáar borgir hafa jafn marga og jafn fjölbreytta veitingahúsaflóru á jafn litlu svæði.  Það eru yfir 1000 veitingastaðir í borginni sem þjóna bragðlaukunum eins og best verður á kosið og verðið er jafn mismunandi og staðirnir eru margir.
10.maí 2010 - 15:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Litla stóra borgin

Þeir kunna að nota ljós og liti í Amsterdam Það er óhætt að segja að fáar borgir í Evrópu séu jafn líflegar og stífluborgin við ánna Amstel. Fyrir þá sem ekki hafa leitt hugann að því, þá er nafnið Amsterdam einmitt dregið af orðunum „dam“ eða stífla og ánni Amstel – og ætti því kannski frekar að heita Amsteldam.
08.maí 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Kaffi og hvaðeina: Kaffihús þar sem allt er til sölu

EItt skemmtilegasta kaffihús Amsterdam er Latei. Þar er allt til sölu. Á kaffihúsinu Latei í Amsterdam færðu ekki bara gott kaffi, kökur, súpur og samlokur heldur geturðu nánast keypt allt sem er þar inni. Borðin, bollarnir, ljósin, myndirnar á veggnum – allt er til sölu.