10. maí 2010 - 15:00Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Litla stóra borgin

Þeir kunna að nota ljós og liti í Amsterdam

Þeir kunna að nota ljós og liti í Amsterdam

Það er óhætt að segja að fáar borgir í Evrópu séu jafn líflegar og stífluborgin við ánna Amstel. Fyrir þá sem ekki hafa leitt hugann að því, þá er nafnið Amsterdam einmitt dregið af orðunum „dam“ eða stífla og ánni Amstel – og ætti því kannski frekar að heita Amsteldam. Og það er ekki fjarri sanni, því hún hét lengi Amstellerdam, sem svo styttist í Amsterdam. Fyrir áhugamenn um gamla tíma má benda á að stíflan sem borgin er nú kennd við var á þeim stað sem verslunarhúsið Bijenkorf stendur nú. Borgin auðgaðist mjög á verslun og viðskiptum, enda hafnarsvæðið með þeim betri um margra aldra skeið. En nóg um nöfn og sagnfræði.

Þessi skemmtilega borg í norðurhluta Hollands er þrátt fyrir smæð sína stórborg og er raunar sjötta stærsta þéttbýlissvæði í Evrópu.  Amsterdam er fjármálaleg og menningarleg höfuðborg Hollands og 7 af 500 stærstu fyrirtækjum heims hafa höfuðstöðvar sínar þar. Kauphöllin í Amsterdam er hvorki meira né minna en sú elsta í heiminum svo fjármálaáhugamenn hafa nóg að sækja í borginni.

Svæðið sem flestir kalla Amsterdam er miðbærinn og svokallaður hálfmáni í kringum járnbrautarstöðina. Það samsvarar í raun borginni eins og hún var um 1850 og má í raun skipta því svæði í fjögur svæði.  Það er gamli miðbærinn, Plantage sem er hið opna og grasi gróna svæði, Grachtengordel og svo Jordaan, sem er hið gamla iðnaðarsvæði sem nú er orðið í fínni kantinum.

Svo þétt er hún, þessi litla stóra borg, að talið er að um yfirgnæfandi meirihluti allra ferðamanna fari aldrei út fyrir miðbæinn og hálfmánann þar í kring. Þeir sem vilja sjá eitthvað öðruvísi og geta upplifað eitthvað fjölbreyttara en það sem langflestir aðrir, ættu því endilega að skella sér aðeins út fyrir miðbæinn og njóta þess vel og lengi.

Fjölmargir heimsækja Amsterdam og halda að þar sé allt leyfilegt. Þetta er misskilningur. Vændi er löglegt og afar áberandi í borginni, sérstaklega í Rauðahverfinu og þá halda margir að eiturlyf séu lögleg í landinu.  Þetta er mikill misskilningur.  Yfirvöld hafa kosið að líta framhjá eignarhaldi á litlu magni kannabisefna og sætta sig við svokölluð kaffihús (coffeeshop) þar sem sala og neysla slíkra efna er leyfð.  Að líta framhjá einhverju er nefnilega ekki það sama og að leyfa það.  Menn ættu því að fara varlega í kringum þessi efni sem önnur.

Óhætt er að segja að hægt litla stóra borgin Amsterdam sé fjölbreytt og spennandi, jafnt fyrir fjölskyldufólk, einhleypa, skemmtanasjúka sem þá sem vilja slaka á. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi – allt árið um kring.


Left Right28.jún. 2010 - 06:10 Snæfríður Ingadóttir

Töff hönnunarhótel í Amsterdam: Klósettið út á miðju gólfi í gegnsæju röri -MYNDIR

Á Citizen M hótelinu í Amsterdam pissar maður í klósett sem er staðsett í gegnsærri súlu út á miðju gólfi á hótelherberginu. Hönnunin er smart, en þú vilt kannski ekki deila slíku herbergi með hverjum sem er. Á Citizen M hótelinu í Amsterdam snýst allt um rétta „lúkkið“.  Herbergin eru pínuítil en afar nýtískuleg með opnu salerni og sturtu. Með hverju herbergi fylgir lítið tæki sem passar upp á að rétta stemmingin sé á staðnum.

21.jún. 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Fullkominn dagur í Amsterdam: Framúrstefnulegir skartgripir, bíó og pönnukökur

Það er margt spennandi að gerast í hönnun í Amsterdam, ekki síst í skartlist. Mörg skartgripagallerí selja afar framúrstefnulega hluti. „Allir sem fara til Amsterdam verða að fá sér hollenska pönnuköku með stroop,“ segir Rannveig Gissurardóttir kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Sjálf þræðir hún líka alltaf skartgalleríin þegar hún er í borginni og fer gjarnan í bíó.
14.jún. 2010 - 17:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað er hægt að gera í Amsterdam?

Síkjasiglingar eru frábær leið til að skoða Amsterdam Fyrir utan frábær söfn, fjölbreytta flóru veitingastaða og ótrúlegt magn skemmtistaða og pöbba - er fjölmargt hægt að gera í hinni margbreytilegu Amsterdamborg. Þar er fátt sem er ómögulegt.
08.jún. 2010 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

8 hlutir sem þú verður að smakka í Amsterdam: Má bjóða þér smá bleikt á brauðið?

Litríkt sykurskraut er notað sem álegg ofan á brauð í Hollandi. Litríkt kökuskraut ofan á brauð, pönnukökur með sírópi og hollenskur lakkrís er meðal þess sem ferðamenn í Hollandi verða að smakka.
22.maí 2010 - 11:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Frá kaffibolla til „kaffihúsa“ og allt þar á milli

Þú veist alveg hvenær þú ert í Rauðahverfinu Viltu bjór, Sjéniver, eða  reykja kannabis? Viltu sitja á útikaffihúsum og sötra léttvín, fá þér ekta hollenskan bjór eða dansa við dúndrandi diskó eða teknó?  Rjúkandi espresso eða borða hasskökur?  Það er sama hverju leitað er að, Amsterdam býður upp á það í skemmtanalífinu.
19.maí 2010 - 08:30 Snæfríður Ingadóttir

Stærsti flóamarkaður Amsterdam: Inni á veturna, úti á sumrin

Um 700 sölubásar eru á stærsta flóamarkaði Amsterdam, IJ-Hallen. Einu sinni í mánuði er risastór flóamarkaður haldinn í norðurhluta Amsterdam. Markaðurinn er stærsti flóamarkaður borgarinnar og þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Ekki spillir umhverfið fyrir þar sem markaðurinn er haldinn í iðnaðarhverfi sem gaman er að skoða.
16.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Borg bragðlaukanna

Persónuleg þjónusta er í hávegum höfð á Blue Pepper Viltu indónesískan, argentínskan, tælenskan, japanskan, indverskan eða hollenskan sælkeramat?  Safaríkar steikur eða gómsæta grænmetisrétti? Þá þarftu ekki að leita lengi í Amsterdam því fáar borgir hafa jafn marga og jafn fjölbreytta veitingahúsaflóru á jafn litlu svæði.  Það eru yfir 1000 veitingastaðir í borginni sem þjóna bragðlaukunum eins og best verður á kosið og verðið er jafn mismunandi og staðirnir eru margir.
12.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Menningar-, safna- og listaborg

Ein fjölmargra sjálfsmynd af Van Gogh Fyrir áhugamenn um listir og söfn þá er af nógu að taka í Amsterdam.  Meira að segja fyrir mann eins og mig, sem telst nú seint í flokki áhugasömustu manna um málverk og listasögu, er aðdráttarafl safnanna í Amsterdam of mikið og ég stenst aldrei mátið að kíkja inn á safn eða tvö.
08.maí 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Kaffi og hvaðeina: Kaffihús þar sem allt er til sölu

EItt skemmtilegasta kaffihús Amsterdam er Latei. Þar er allt til sölu. Á kaffihúsinu Latei í Amsterdam færðu ekki bara gott kaffi, kökur, súpur og samlokur heldur geturðu nánast keypt allt sem er þar inni. Borðin, bollarnir, ljósin, myndirnar á veggnum – allt er til sölu.