18.ágú. 2011 - 13:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Einn dagur í stórri borg- Þú getur gert daginn fullkominn

Hver hefur ekki lent í því að heimsækja borg en hafa alveg óskaplega lítinn tíma til að komast yfir allt saman. Og enda á því að vera dauðþreyttur og treystir á myndirnar til að muna hvað hann var að skoða. Hér fyrir neðan eru spurningar sem hægt er að spyrja sig til að átta sig betur á hverju er verið að leitast eftir. Og þar af leiðandi gera daginn frábæran!
15.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Tallin í Eistlandi- Fallegar byggingar og einstök saga

Tallin í Eistlandi er heillandi borg. Sumrin eru afskaplega góð en kalt getur orðið á veturna. Margar og miklar menningarminjar draga að sér ótal ferðamenn ár hvert. Ferðapressan tók saman nokkur „must see“.
08.ágú. 2011 - 15:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ballhaus í Berlín- Aðalstaðurinn í dag- MYNDIR

Ballhaus er staður í Berlín sem er æðislegur fyrir skemmtilega og óhefðbundna kvöldstund. Þessi staður er bæði veitingastaður og dansstaður.
06.ágú. 2011 - 11:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Tíu vinsælustu almenningsgarðar í heimi- Central Park á toppnum

Almenningsgarðar eru alltaf jafn notalegir að heimsækja. Hvort sem það er til að fara í gönguferð, fara í lautaferð, skokka í gegn eða bara til að njóta fegurðar náttúnnar.

23.júl. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

London er alltaf jafn sjarmerandi- MYNDIR

Stórborgin London er alltaf jafn heillandi og skemmtileg heim að sækja. Fallegir garðar og skemmtilegur miðbær ásamt hinu stórfenglega London Eye.

02.júl. 2011 - 10:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ferðalangurinn: „Backstreet boys, Frelsisstyttan og Alexander McQueen"

Halla bregður á leik við Frelsisstyttuna í New York

Halla Birgisdóttir, kennari, fór í tveggja vikna ferð til Bandaríkjanna á dögunum. Fyrst til Boston með vinnunni sinni og svo með vinkonu sinni til New York. Hún fór meðal annars á eftirminnilega sýningu á verkum Alexander McQueen heitins og fékk sér auðvitað að snæða á hinu fræga Cheescake factory.

24.jún. 2011 - 09:40 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Góður veitingastaður í Berlín- Ekki láta hann framhjá ykkur fara.

Ekki mikið fyrir augað en maturinn er frábær!

Af því tilefni að því að Ferðapressan fór til Berlínar á dögunum þá er við hæfi að deila góðri reynslu.

13.jún. 2011 - 10:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Tíu áhugaverðustu staðirnir í Berlín- MYNDIR

Brandenburger Tor. Eitt helsta tákn Berlínar. Hingað fara langflestir ferðamenn.

Berlín er að verða ein vinsælasta borgin í Evrópu í dag. Stöðugt fleiri vilja heimsækja hana og er það ekki skrýtið. Hún hefur upp á svo ótal margt að bjóða og erfitt fyrir mann að sjá allt og upplifa á fáum dögum. Hin einstaka fjölmenning og merkilegar minjar sem sprottnar eru úr rústum eyðileggingar eftir seinni heimsstyrjöldina, andstæðan milli austurs og vesturs og auðvitað bjórinn heilla. Til að auðvelda leikinn tók Ferðapressan saman nokkur "möst see".

24.maí 2011 - 17:00

Hvíta Húsið, Georgetown, mojito, sól og blíða - Það er Washington!

Hvort sem þú ert í stuði fyrir Hvíta Húsið, Lincoln minnisvarðann og fleiri þekkta staði, rölt um sjarmerandi Georgetown eða hreinlega setjast niður og fá þér besta Mojito-inn í bænum þá er Washington borgin fyrir þig.
14.jan. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Zetor í Helsinki: Sveitaleg túristagildra sem svínvirkar - MYNDIR

Réttur nr. 15: Pylsa í sánabaði. Matseðill staðarins er á 19 tungumálum, þar á meðal á íslensku. Flestir ferðamenn í leit að finnskum mat í Helsinki rata inn á veitingastaðinn Zetor sem er sannkölluð sveit í borg. Ekki ómerkari menn en borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hafa snætt þar enda maturinn, innréttingarnar og stemmingin á staðnum einstök.
06.des. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Á djamminu í Helsinki: Magnaðir mojito-drykkir og dans upp á borðum -MYNDBAND

Stuðið er á Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar fást mojito-drykkir með hinum undarlegustu bragðefnum, ískaldir og æðislegir.  Mojito-aðdáendur elska Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar er hægt að fá fjölmargar mojito-tegundir, dansa upp á borðum og djamma fram á nótt. Ferðapressan kíkti á þennan vinsæla skemmtistað.
20.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hjólandi um Helsinki: Ferðamenn fá töff sixtís hjól til afnota

Finnsku Jopo reiðhjólin komu fyrst á markað árið 1965. Þau voru endurhönnuð árið 2000 og eru hrikalega vinsæl í heimalandinu enda fyrirtaks borgarhjól. Hér er greinahöfundur á einu slíku í Helsinki. Margar stórborgir hvetja gesti sína til hjólreiða og lána þeim hjól. Helsinki tekur sérstaklega vel á móti gestum sínum hvað þetta varðar því mörg hótel borgarinnar lána gestum sínum töff finnsk reiðhjól þeim að kostnaðarlausu. 
12.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Notaðir múmínálfar, nýtt hreindýraskinn og gamalt góss í Helsinki - MYNDBAND

Dillandi mannlíf og dót á Hakaniemi markaðnum. Það er hægt að gera góð kaup á ýmsum hlutum í Helsinki ekki síst ef markaðir eru eltir uppi. Ferðapressan fór á Hakaniemi markaðinn og mælir sterklega með honum.
12.okt. 2010 - 01:30 Snæfríður Ingadóttir

Hörkugóð kaup í Helsinki: Hér færðu hönnunarvörur á hagstæðu verði - MYNDBAND

Timo Sarpaneva hannaði þessa kertastjaka sem kallast Festivo fyrir Iittala árið 1966. Stjakarnir eru dæmi um eftirsótta klassíska finnska hönnunarvöru en þeir fást notaðir á ágætis verði í Modern Design. Það er ekki hægt að fara til Helsinki án þess að koma heim með finnska hönnun. Hagsýnir fagurkerar geta gert virkilega góð kaup í borginni á merkjum á borð við  Iittala, Arabia, Marimekko og  Alto  - það er að segja kaupi þeir vörurnar notaðar. Ferðapressan segir þér hvert þú átt að fara.
03.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Langar þig að hitta frægt fólk eða langar þig bara í góðan mat? Heitustu veitingastaðirnir í NY

Pastis er vinsæll hjá fræga fólkinu. Það getur verið erfitt að rata á réttu veitingastaðina í stórborg eins og New York. Fallegar innréttingar og flott lýsing endurspegla oft ekki matseðilinn, því miður. Ef þig langar að upplifa töfra á disknum þínum eða rekast á frægar poppstjörnur, stjönuleikara eða snyrtivörudívur þá skaltu halda áfram að lesa.
20.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Brooklyn hverfið í New York kemur á óvart: Hressandi sunnudagsmessa og ítalskar pitsur

Unnur Valdís og Einar á fallegum degi í Central Park. Fram að jólum verður Brooklyn í New York þeirra heimili. Unnur Valdís Kristjánsdóttir, nemi í vöruhönnun, dvelur nú sem skiptinemi í New York.  Hún býr í Brooklyn, nánar tiltekið í Bedford-Stuyvesant þar sem Mike Tyson og rapparinn Biggie Smalls ólustu upp. Unnur er smátt og smátt að uppgötva kosti og galla New York og þá ekki síst hvað Brooklyn varðar.
14.sep. 2010 - 07:00 Marta María

Er hægt að gera góð kaup í New York?

Það er hægt að gera góð gallabuxnakaup í New York. Það er getur verið erfitt að standast búðarráp í erlendum stórborgum. New York er ekki undanskilin enda fræg fyrir að vera ein heitasta tískuborgin. Þó svo að gengið hafi ekki verið sérlega hagstætt fyrir íslenska neytendur er samt hægt að gera góð kaup í þessar stórskemmtilegu borg.
11.sep. 2010 - 09:00 Snæfríður Ingadóttir

Karaókí-taxi í Helsinki: Syngdu „Hard Rock Hallelujah“ alla leiðina heim!

Heimferð í þessum bíl gæti orðið dýr, sérstaklega ef taka þarf auka rúnt til þess að klára lagið. Diskókúla er í loftinu og gott lagaúrval. Ef þú hefur gaman af karaókí þá er Helsinki rétta borgin fyrir þig. Ekki nóg með að karaókíbarir séu þar á hverju horni heldur er líka hægt að rúnta um á sérstökum karaókí-leigubílum þar sem farþegar geta  sungið alla leiðina heim.
08.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Byrjendamistök í Helsinki: Ekki klikka á þessu!

Götunöfnin í Helsinki eru bæði á finnsku og sænsku. Götukort gefa oft bara upp finnska nafið sem getur verið mjög ruglingslegt, sérstaklega ef þú ert með heimilisfang á sænsku. „Helsinki er frábær borg!“ skrifaði borgarstjórinn Jón Gnarr á Facebooksíðu sína eftir heimsókn þangað í ágúst og hitti svo sannarlega naglann á höfuðið. Ferðapressan gefur þeim sem hyggja á ferðalag til borgarinnar í fyrsta sinn nokkur góð ráð. 
03.sep. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Dýpsta sundlaug heims: 33 metrar á botninn - MYNDIR

Engir hákarlar, engar brenninetlur. Nemo 33 er sannkölluð köfunarparadís þar sem áhugafólk um köfun getur spreytt sig. Nemo 33 er nafnið á dýpstu sundlaug heims. Hún er staðsett í Brussel og þangað fer enginn nema með súrefniskút. Sundlaugin er gríðarstór og undir vatnsyfirborðinu leynast göng og nokkur herbergi.
05.ágú. 2010 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Gotneskar og kósý fornbyggingar, ævintýrakastalar og ESB-glerhýsi - MYNDIR

Ætli það sé prinsessa í turninum? Gotneskar turnspírur, tíu hús í röð í tíu litum, júgend-gluggar, dórískar og kórinþískar súlur með allskonar dúlleríi er eitthvað sem gangandi ferðalangar um miðborg Brussel komast einfaldlega ekki hjá því að sjá.
26.júl. 2010 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Margsamsettur suðupottur: Fyrirheitnaland þeirra með ást á sameiginlegri Evrópu

Stemning í miðbænum. Brussel er margsamsett borg, sannkallaður suðupottur. Fyrirheitnaland þeirra með ást á sameiginlegri Evrópu, enda er Brussel stundum nefnd höfuðborg heimsálfunnar. Hún er samsett úr 19 umdæmum eða héruðum sem hvert hefur stjórn yfir staðbundnum málum.
23.júl. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Árni Snævarr býr í Belgíu: Brussel er borg með mörg andlit

Árni Snævarr starfar sem upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Hann býr núna í Brussel en hefur áður búið í Kosovo og í Frakklandi. „Sjarmi Brussel liggur fyrst og fremst í sjarmerandi blöndu af flæmskum og frönskum áhrifum“, segir Árni Snævarr sem búið hefur í Brussel í nærri sex ár. Hann segir borgina hafa mörg andlit og bjóða upp á margskonar afþreyingu.
16.júl. 2010 - 14:00 Björg Magnúsdóttir

Ó, þú drottning allra deserta: Súkkulaðibaðaðar vöfflur og hnausþykkir rottumolar

Súkkulaðidýrð, eða valkvíði? Götur Brussel eru eins og hlaðborð fyrir sælkera. Matgæðinga er freistað á hverju götuhorni enda er varningur sem er sætur undir tönn eitt af aðalsmerkjum borgarinnar. Nef ferðalanga verða fyrir gríðarlega jákvæðu áreiti frá allt í senn ilmandi bakaríum, belgískum vöfflum og súkkulaðiverslunum þar sem hægt er að fá allt frá hvítum molum til svartra mola - og mola í öllum blæbrigðum litaskalans þar á milli. Athuga skal að belgíska súkkulaðið er einnig mælt í þykkt og bragði, ekki einungis litum.
09.júl. 2010 - 11:00 Björg Magnúsdóttir

Fólk í svörtum drögtum eða jakkafötum og aðrar góðar klisjur um Brussel

Á Grote Markt. Í hugum eflaust margra er Brussel, höfuðborg Evrópu, borg fólks í svörtum drögtum eða jakkafötum. Borg stífra lög- og hagfræðinga sem strunsa um ótrúlega langa ganga með einlita harðspjaldamöppur undir hendi og leðurtölvutösku í hinni. Borg stofnana, leiðtogafunda og borg ótrúlega langra funda um samhæfingarferli matvælaumbúða eða landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Og þessir sem hafa slíka mynd af Brussel hafa alveg rétt fyrir sér. Að einhverju leyti.
07.júl. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Meðmæli frá Brussel: Hvítvínslegnir kræklingar og svartar nætur

Kræklingur er einn af þjóðarréttum Belga. Franskar kartöflur og belgískur bjór passa vel við. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hefur vegna vinnu sinnar margoft komið til Brussel. Hann er hrifinn af borginni sem hann segir forkunnarfagra og státa af hundruðum háklassa veitingastaða. Eiríkur mælir með kræklingi í hvítvínssoði og dansi við taktfasta Afríkutónlist.

01.júl. 2010 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Brussel - ein sú allra grænasta í Evrópu - MYNDIR

Trjástofnar málaðir hvítir til þess að halda maurum frá þeim. Væn borg er græn borg. Eða er þetta gamalt slagorð úr borgarpólitíkinni í Reykjavík? Hvort sem það er rétt eður ei er Brussel, höfuðborg Belgíu, bæði væn og græn borg. Græn borg í þeim skilningi að stjórnvöld hafa augljóslega á stefnuskrá sinni að gæta að grænum, gróðurmiklum svæðum, grasblettum og trjám innan borgarmarkanna. Sem skilaði borginni í fyrra inn á topp 10 lista yfir grænustu borgir innan Evrópusambandsins. Brussel raðaði sér í 9. sæti á eftir Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Vín, Amsterdam, Zurich, Helsinki og Berlín.
21.jún. 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Fullkominn dagur í Amsterdam: Framúrstefnulegir skartgripir, bíó og pönnukökur

Það er margt spennandi að gerast í hönnun í Amsterdam, ekki síst í skartlist. Mörg skartgripagallerí selja afar framúrstefnulega hluti. „Allir sem fara til Amsterdam verða að fá sér hollenska pönnuköku með stroop,“ segir Rannveig Gissurardóttir kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Sjálf þræðir hún líka alltaf skartgalleríin þegar hún er í borginni og fer gjarnan í bíó.
14.jún. 2010 - 17:30 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Hvað er hægt að gera í Amsterdam?

Síkjasiglingar eru frábær leið til að skoða Amsterdam Fyrir utan frábær söfn, fjölbreytta flóru veitingastaða og ótrúlegt magn skemmtistaða og pöbba - er fjölmargt hægt að gera í hinni margbreytilegu Amsterdamborg. Þar er fátt sem er ómögulegt.
08.jún. 2010 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

8 hlutir sem þú verður að smakka í Amsterdam: Má bjóða þér smá bleikt á brauðið?

Litríkt sykurskraut er notað sem álegg ofan á brauð í Hollandi. Litríkt kökuskraut ofan á brauð, pönnukökur með sírópi og hollenskur lakkrís er meðal þess sem ferðamenn í Hollandi verða að smakka.
22.maí 2010 - 11:45 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Frá kaffibolla til „kaffihúsa“ og allt þar á milli

Þú veist alveg hvenær þú ert í Rauðahverfinu Viltu bjór, Sjéniver, eða  reykja kannabis? Viltu sitja á útikaffihúsum og sötra léttvín, fá þér ekta hollenskan bjór eða dansa við dúndrandi diskó eða teknó?  Rjúkandi espresso eða borða hasskökur?  Það er sama hverju leitað er að, Amsterdam býður upp á það í skemmtanalífinu.
16.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Borg bragðlaukanna

Persónuleg þjónusta er í hávegum höfð á Blue Pepper Viltu indónesískan, argentínskan, tælenskan, japanskan, indverskan eða hollenskan sælkeramat?  Safaríkar steikur eða gómsæta grænmetisrétti? Þá þarftu ekki að leita lengi í Amsterdam því fáar borgir hafa jafn marga og jafn fjölbreytta veitingahúsaflóru á jafn litlu svæði.  Það eru yfir 1000 veitingastaðir í borginni sem þjóna bragðlaukunum eins og best verður á kosið og verðið er jafn mismunandi og staðirnir eru margir.
12.maí 2010 - 08:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Menningar-, safna- og listaborg

Ein fjölmargra sjálfsmynd af Van Gogh Fyrir áhugamenn um listir og söfn þá er af nógu að taka í Amsterdam.  Meira að segja fyrir mann eins og mig, sem telst nú seint í flokki áhugasömustu manna um málverk og listasögu, er aðdráttarafl safnanna í Amsterdam of mikið og ég stenst aldrei mátið að kíkja inn á safn eða tvö.
10.maí 2010 - 15:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson

Amsterdam – Litla stóra borgin

Þeir kunna að nota ljós og liti í Amsterdam Það er óhætt að segja að fáar borgir í Evrópu séu jafn líflegar og stífluborgin við ánna Amstel. Fyrir þá sem ekki hafa leitt hugann að því, þá er nafnið Amsterdam einmitt dregið af orðunum „dam“ eða stífla og ánni Amstel – og ætti því kannski frekar að heita Amsteldam.
08.maí 2010 - 13:00 Snæfríður Ingadóttir

Kaffi og hvaðeina: Kaffihús þar sem allt er til sölu

EItt skemmtilegasta kaffihús Amsterdam er Latei. Þar er allt til sölu. Á kaffihúsinu Latei í Amsterdam færðu ekki bara gott kaffi, kökur, súpur og samlokur heldur geturðu nánast keypt allt sem er þar inni. Borðin, bollarnir, ljósin, myndirnar á veggnum – allt er til sölu.
15.feb. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Meðmæli frá Boston: Himneskar ostakökur og sigling á Charles-ánni

Ostakökurnar á Cheesecake Factory eru æðislegar en pastaréttirnir eru ekki síðri. Flugfreyjan Eva Björk Eggertsdóttir hjá Icelandair fer ekki til Boston án þess að koma við á veitingastaðnum The Cheesecake factory. Hún mælir einnig með skoðunarferð um borgina með Boston Duck Tours, sérstaklega fyrir þá sem eru að heimsækja borgina í fyrsta skipti.
10.feb. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Meðmæli frá Boston: Morðgáta, ís og fótsnyrting

Anna hefur starfað sem flugfreyja í 26 ár og farið víða. Hér er hún við Jökulsárlón að mynda sel. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir er mikill reynslubolti hvað ferðalög varðar. Hún hefur ferðast mikið erlendis sem flugfreyja hjá Icelandair en nýtur þess einnig að ferðast innanlands með eiginmanni og börnum. Hér gefur hún lesendum Ferðapressunnar nokkur meðmæli frá Boston.
05.feb. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Sjö góð veitingahús í Boston: Þessa staði verður þú að prófa!

Rauðvín og pasta klikkar aldrei. Þú færð hvorutveggja á Papa Razzi sem er kósý ítalskur veitingastaður. Flugfreyjan Anna Sigurðardóttir á sér marga uppáhalds veitingastaði í Boston. Hún hefur flogið þangað margoft, bæði vegna vinnu og þegar hún er sjálf í fríi. Hér gefur hún lesendum Ferðapressunnar nokkur nöfn á veitingastöðum sem eru í uppáhaldi hjá henni.

 


02.feb. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Boston í uppáhaldi: Amerískar pönnukökur í evrópskum ljóma

Brynjar bjó í Boston í þrjú ár og heldur mikið upp á borgina. „Boston er samsuða þess besta sem Evrópa og Bandaríkin hafa upp á að bjóða“, segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar sem bjó í borginni á námsárum sínum. Síðan þá hefur borgin alltaf verið í uppáhaldi hjá honum.
30.jan. 2010 - 15:34 Ólafur Arnarson

Boston - evrópsk borg í Ameríku

 Boston er ein af elstu borgum Bandaríkjanna og hefur upp á ótal margt að bjóða. Boston er ein af elstu borgum Bandaríkjanna, stofnuð 17. september 1630. Þegar ég kom þangað fyrst fyrir ansi mörgum árum kom mér mest á óvart hve evrópsk borgin er. Þetta er hreint einstök borg og ólík flestum öðrum bandarískum borgum. Það er einna helst Philadelphia, sem líkist henni, enda voru þær helstu byggðar upp af Evrópubúum í árdaga byggðar hvítra manna vestra, og manni finnst maður eiginlega vera komin til Evrópu. Eins og ég kann nú vel við margt í henni Ameríku þá er þetta kannski hin fullkomna blanda.
30.jan. 2010 - 13:00 Ólafur Arnarson

Innkaup í Boston: Öll helstu vörumerki heims

Það er frábært að versla í Boston, eins og reyndar í flestum stórborgum Bandaríkjanna, og þar er hægt að velja um bæði verslunarmiðstöðvar og yndislegar verslunargötur.
30.jan. 2010 - 13:00 Ólafur Arnarson

Körfubolti og klappstýrur: Skelltu þér á leik í Boston

Í Ameríku eru klappstýrur ómissandi á alla íþróttaleiki.

 

Boston er ein helsta íþróttaborg Bandaríkjanna og kjörið að skella sér þangað á íþróttaleik. Ekki síst á leik með körfuboltaliðinu Boston Celtics sem hefur verið að gera mjög góða hluti og er í hópi bestu liða Bandaríkjanna.
29.jan. 2010 - 15:00 Ólafur Arnarson

Boston fyrir sælkera

Boston er borg fyrir sælkera. Bandarísk matargerð er annað og meira en pizza, hamborgarar og grilluð svínarif, eins ágæt og þau nú eru. Í Boston er mikill fjöldi úrvalsveitingastaða, sem erfitt er að gera skil í stuttri umfjöllun, og því verða hér aðeins tekin dæmi um staði, sem eru í uppáhaldi hjá mér og vinum mínum, sem stundum leggjum leið okkar til Boston.
29.jan. 2010 - 09:00 Snæfríður Ingadóttir

Einkaleiðsögn um Boston: Frítt niðurhal í ipodinn þinn

Taktu ipodinn þinn út að ganga í Boston og fáðu einkaleiðsögn um borgina í leiðinni. Það nenna ekki allir í skipulagðar skoðunarferðir erlendis en vilja samt sem áður fá að vita eitthvað um það sem þeir eru að upplifa. Ipod einkaleiðsögn gæti verið lausnin en hægt er hala slíkri leiðsögn niður á Netinu– og það frítt.
29.jan. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Á hvalaslóðum í Boston

Ekki gleyma myndavélinni og sólarvörninni. Þú ert líklega að sækja vatnið yfir lækinn með því að skella þér í hvalaskoðun í Boston þar sem aðgengi að hvölum er afar gott á Íslandi. En hvað um það, frá Boston er hægt að komast á einn  frægasta hvalaskoðunarstað austurstrandarinnar.
28.jan. 2010 - 00:00 Snæfríður Ingadóttir

Tónleikar með Muse og Jethro Tull framundan í Boston

Muse er í Boston þann 6.mars Í Boston er oftar en ekki hægt að skella sér á góða tónleika enda státar borgin af nokkrum flottum tónleikastöðum.

Ferðapressan
Vinsælast