03. jún. 2012 - 07:00

Stjórn Icelandair Group samþykkir umhverfisstefnu og rannsóknarstyrki á hátíðarfundi

Frá undirritun samninga í gær.

Frá undirritun samninga í gær.

Stjórnarfundur Icelandair Group var haldinn á Akureyri í gær í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Það var stofnað á Akureyri þann 3. júní 1937 og hét upphaflega Flugfélag Akureyrar. Með starfsemi í nafni Flugfélags Íslands og Loftleiða og síðan Flugleiða hefur fyrirækið gegnt lykilhlutverki í flugsamgöngum og ferðamálum þjóðarinnar frá upphafi. Á þessu ári er starfsemin umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr í sögu þess.

Á stjórnarfundinum í gær voru tímamótin mörkuð með tveimur stefnumótandi verkefnum:

Leiðakerfi Icelandair milli Íslands og annarra landa er kjarninn í starfsemi Icelandair Group, og landið sjálft, staðsetning þess og náttúra er undirstaða leiðakerfisins. Icelandair Group hefur í dag mótað þá stefnu að öll fyrirtæki innan samstæðunnar verði umhverfisvottuð ekki síðar en árið 2016 og undirstriki þannig þá sýn félagsins að náttúran er helsta aðdráttarfl ferðamanna sem koma til landsins, og verndunar- og endurnýjunarstarf gagnvart nátttúru og auðlindum landsins er forsenda fyrir vexti og viðgangi Icelandair Group. Nú þegar hafa einstök félög innan samstæðunnar verið vottuð eða eru í vottunarferli, en í dag hefur stjórnin ákveðið að öll félögin ljúki þeirri vinnu fyrir 2016.

Til að undirstrika stefnu og sýn félagsins enn frekar, þá hefur stjórn Icelandair Group einnig samþykkt að efna til samstarfs við Háskólann á Akureyri, sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli, um rannsóknir á sviði ferðamála. Icelandair Group mun veita til þess starfs styrk að upphæð 5 milljónir króna árlega næstu þrjú árin eða samtals 15 milljónum króna.

Margoft hefur verið bent á að ferðaþjónustan á Íslandi er ung grein og að nokkuð skorti á þekkingu á ýmsum þáttum hennar, rannsóknir og betri upplýsingar um markaði, gangverk og þróun greinarinnar svo tryggja megi framfarir og draga úr áhættu þeirra sem í henni starfa. Icelandair Group vill með þessu framlagi efla og styðja við mikilvægt rannsóknarstarf Háskólans á Akureyri á þessu sviði. Sigurður Helgason, stjórnarformaður, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri og Stefán B. Sigurðsson, háskólarektor undirrituðu samkomulag þessa efnis við athöfn að loknum fundinum í gær.

Stjórnarfundurinn var haldinn á Icelandair Hótel Akureyri sem var opnað á síðasta ári, en nú um mánaðamótin er það stækkað um 37 herbergi og býður nú upp á alls 100 herbergi.  Í máli Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, að loknum stjórnarfundinum kom einnig fram að fjölmargir erlendir ferðamenn munu nýta sér beint tengiflug Icelandair milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar sem boðið er upp á í sumar. Þá gat hann þess að eftir góða reynslu á síðasta vetri hefur nú komið í ljós á vormánuðum að mjög mikill áhugi er erlendis í ferðir sem samanstanda af dvöl í Reykjavík og Akureyri og dagsferð að Mývatni í leit að norðurljósum. Má gera ráð fyrir að margfalt fleiri muni njóta þessara ferða á næsta vetri en á þeim síðasta.(4-10) Willamia: Ný verslun - maí
22.júl. 2013 - 14:56

Langar þig til útlanda? Láttu verða af því! myndband

Margt ungt fólk lætur sig dreyma um að ferðast og sjá heiminn. Oft á tíðum er eitthvað sem hindrar fólk að taka stökkið og láta draum sinn verða að veruleika. Vissulega geta verið góðar ástæður fyrir því en stundum þarf fólk bara smá hvatningu. Hér er hvetjandi og virkilega flott myndband sem sýnir 10 hluti sem maður má ekki missa af að gera áður en árin færast yfir og maður verður bundinn heimili, börnum eða vinnu. Það er spurning hvort ekki sé þess virði að fjárfesta í eftirminnilegu ferðalagi frekar en einhverju nýju tæki eða öðru álíka. Hvað sem öðru líður: Njótið lífsins!
11.okt. 2013 - 10:12

Langflestir skipuleggja ferðalagið á netinu

Á netráðstefnunni Snjallar veflausnir fyrir ferðaþjónustu kom fram að 87% fólks notar netið til að skipuleggja ferðalagið sitt og 43% lesa dóma um hótel fyrir bókun. Þetta kom fram í erindi Soffíu Þórðardóttur, hjá TM Software, sem nefnist „Taktu völdin á TripAdvisor.“
17.maí 2014 - 08:00

Hverjar eru fimm helstu kaffiborgir heims?

Tímaritin Travel, Leisure og USA today völdu nú á dögum fimm helstu kaffiborgir heims. Litið var til bragðs, fjölbreytileika og menningar. Gerðar voru kannanir meðal almennings ásamt því að viðtöl voru tekin við hina ýmsu sérfræðinga.  Ferðamenn og íbúar voru einnig spurðir álits og hér má sjá helstu lokaniðurstöður.
15.júl. 2013 - 12:00

Sex góð ráð við móskítóbitum!

Sem betur fer þurfa Íslendingar yfirleitt ekki að hafa miklar áhyggjur af móskítóbitum... Nema við séum erlendis og þá er stundum eins og við vitum ekki hvernig beri að bregðast við. Móskítóbit valda oft roða, bólgu og kláða, og gerir fólk aumt. Þessi viðbrögð líkamans við móskítóbitum eru algengari hjá börnum en fullorðnum.
29.maí 2015 - 17:00

Tvær þjóðir í landinu: Húsbíll í tvær vikur á 630 þúsund

Íslensku maður ætlaði að leigja sér húsbíl í tvær vikur í sumar en varð furðulostinn þegar hann komst að því að slíkur bíll kostaði 630 þúsund hjá bílaleigu.
18.maí 2015 - 17:00

Ótrúlegt myndband sýnir háskalegar lendingar farþegaflugvéla í svæsnum vindhviðum

Stundum myndast erfiðar aðstæður til lendinga á flugvöllum eins og reyndir flugmenn þekkja mætavel. Flugvöllur portúgölsku eyjunnar Madeira hefur áður verið nefndur meðal hættulegastu flugvalla heims, en síðastliðinn sunnudag mættu flugmenn gríðarlegum vindhviðum þegar þeir reyndu að lenda vélum á flugbrautinni.
11.maí 2015 - 22:00

Hneyksli: Einhverfri 15 ára stúlku vísað frá borði - Myndskeið

Flugfélagið United Airlines er mikið gagnrýnt þessa dagana eftir að flugstjóri ákvað að lenda vél flugfélagsins í miðju innanlandsflugi til að víkja 15 ára einhverfri unglingsstúlku og fjölskyldu hennar frá borði.
08.maí 2015 - 17:00

„Það var of mikill sandur á ströndinni“ Nokkrar undarlegar kvartanir frá ferðalöngum

Myndir/Getty Lendum við ekki öll einhvertíma í því að vera ósátt við þjónustuna sem við fáum í ferðalaginu okkar? Stundum stenst heldur ekki allt sem segir í bæklingnum og stundum finnur fólk hjá sér þörf til að kvarta við þjónustufulltrúa fyrirtækisins. Aðrir láta sér nægja að kvarta við vini sína en gleyma þessu svo. En stundum berast ansi skrýtnar kvartanir og hefur Huffington Post tekið saman þær allra undarlegustu:
17.okt. 2014 - 21:23

Gaui litli bjargar svöngum ferðalöngum sem eiga leið um Hvalfjörðinn

Eins og flestum er kunnugt verða Hvalfjarðargöngin lokuð frá og með 17. október, klukkan 20 og þar til á mánudagsmorguninn 20. október, klukkan 6. Búast má við mikilli umferð um Hvalfjörðinn vegna þessa en svo virðist sem að  hin sögufræga sjoppa Ferstikla, í Hvalfirði verði lokuð um helgina.


19.des. 2013 - 09:30

Þjónusta fyrir ferðamenn stóreykst með opnun nýrrar upplýsingamiðstöðvar á Hellu

Á myndinni eru Arnar Freyr Ólafsson og Elías Rúnar Kristjánsson, eigendur South Door South Door opnaði formlega upplýsingamiðstöðina í Árhúsum á Hellu föstudaginn 13.desember síðastliðinn. South Door hefur starfrækt upplýsingamiðstöð í Fossbúð í Skógum undanfarin tvö ár í góðri samvinnu við ferðaþjónustuaðila og ferðamenn á svæðinu og á liðnu sumri tók South Door við rekstri Árhúsa á Hellu.
25.nóv. 2013 - 18:30

Miðasalan á úrslitakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn að hefjast

Ef þig langar að upplifa stærstu tónlistarkeppni heims í návígi þá er möguleikinn núna því að á föstudaginn klukkan 09.00 hefst miðasala á keppnina sem fer fram í Kaupmannahöfn í maí á næsta ári.
19.nóv. 2013 - 09:42

13 stórkostlegir staðir til að heimsækja

Það er  gaman að dreyma um ferðalög til framandi og fallegra staða. Hér eru nokkrir stórkostlegir staðir sem væru þess virði að ferðast til þess að skoða á lífsleiðinni. Þessir ólíku staðir hafa fangað augu ferðamanna og ljósmyndara um allan heim og ekki að ástæðulausu, ótrúleg fegurð:
09.nóv. 2013 - 11:00

Allra síðasta ævintýraferð Jóhönnu til Austurlanda: Skipuleggur ferð til Írans í vor

Jóhanna hefur með fjölmörgum bókum og hópferðum opnað Íslendingum nýja sýn á heilan heimshluta. Jóhanna Kristjónsdóttir rithöfundur sem um árabil skipulagði ferðir Íslendinga á framandi slóðir í Afríku, arabalöndum, Íran og víðar hefur nú ákveðið að skipuleggja eina ferð til viðbótar, vegna fjölda áskorana. Hún skipuleggur nú ferð til Írans, 11.-24. apríl á næsta ári, og segir að það verði allra síðasta ævintýraferðin.
10.júl. 2015 - 23:00

10 ástæður þess að ferðalög eru algjör tímasóun og vitleysa!

Það er við hæfi að fjalla einnig um skuggahliðar ferðalaga en við rákumst á þennan snilldarlista inn á vefsíðunni 501.com. Meðfylgjandi er semsagt þessi bráðfyndni listi sem tiltekur helstu ástæður þess að ferðalög eru bölvuð vitleysa og það sé best að hætta þeim.

03.nóv. 2013 - 15:30

Fjórir verstu ferðamenn síðari tíma kjörnir

Mynd af Norðmanninum / mynd ítalska lögreglan Ferðamenn eru ekki alltaf landi sínu og þjóð til sóma þegar á erlenda grundu er komið og mýmörg dæmi eru um slæma hegðun þeirra. Nú hefur vefritið International Business Traveller í Ástralíu kjörið fjóra verstu ferðamenn síðari tíma.
23.sep. 2013 - 13:00

Þetta myndband er tekið upp af erni!

Þetta myndband er tekið upp af erni. Hér svífur hann um himinn í Chamonix, Mer de Glace í Frakklandi. Magnað að sjá:
21.sep. 2013 - 09:00

15 hlutir sem þú munt ekki trúa að séu til í náttúrunni: Myndir

Náttúran er falleg og mögnuð. Oft sjáum við myndir af stöðum sem við trúum varla að séu til. Allir þessir staðir eru samt sem áður raunverulegir. Ótrúlegt en satt! 
23.ágú. 2013 - 09:30 Kynning

Ekki eins flókið að fá sér heitan pott og margir halda

Heitu pottarnir hjá NormX eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður Núna stendur pottatímabilið sem hæst. Oft miklar fólk kannski fyrir sér að setja heita potta upp hjá sér, hvort sem það er á heimilinu eða í sumarbústaðnum. En, það er alls ekki eins flókið og margir kannski halda.
14.ágú. 2013 - 11:00

Óttalausar konur leika listir sínar í yfir 1000 metra hæð: Myndir og myndband

Hér má sjá myndir af stúlkum gera jafnvægisæfingar, fara í splitt og gera æfingar á vír í yfir 1000 metra hæð yfir sjávarmáli.


13.ágú. 2013 - 15:00

Fimm ráð fyrir strandaglópa til þess að fá tímann til þess að líða

Að vera strandaglópur á flugvelli er yfirleitt ekki góð skemmtun. Vanalega er ekki hægt að fá spennandi mat, sæti eru ekki þægileg og það er lítið við að vera. Hér eru því nokkur ráð hvernig hægt sé að fá tímann til þess að líða.
03.ágú. 2013 - 09:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Stefán: „Ég held ekki Eistnaflug aftur ef einhverjum er nauðgað eða laminn í stöppu“

Ég fer ekki heim til mín að telja peninga brosandi og hugsa Vúhú 100 þúsund kall! Svo er einhver laminn í döðlur eða nauðgað. Það á bara ekkert skylt við skemmtun, vinnu eða neitt,“ segir Stefán Magnússon framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug.

02.ágú. 2013 - 16:00

Að ferðast á Íslandi: þetta er það sem þú þarft að vita!

Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi ársins enda hátíðarhöld víða. Á Íslandi er veður ófyrirsjáanlegt, náttúran viðkvæm og einnig geta vegir verið varasamir, þrátt fyrir að þeir séu flestir góðir. Hér eru ágætis áminningar áður en haldið er af stað:
01.ágú. 2013 - 13:45

Veðrið um verslunarmannahelgina: Hvað segja veðurfræðingar?

Hvar verður þú um helgina? Hvar er best að vera um verslunarmannahelgina? Veröldin hringdi í Hrafn Guðmundsson, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands, og átti við hann gott spjall um veðurspána fyrir verslunarmannahelgina. Að sjálfögðu fengum við hann til að spá í kortin.
29.júl. 2013 - 12:00

„Hungry Planet“ myndaþáttur: Fjölskyldur með viku byrgðir af matvörum víða um heim

Peter Menzel er þekktur sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Hann hefur gefið út margar ljósmyndabækur og unnið til verðlauna fyrir störf sín. Árið 2005 kom út bókin Hungry Planet: What the World Eats. Ljósmyndir bókarinnar sýna fjölskyldur alls staðar að úr heiminum með u.þ.b. viku byrgðir af matvörum.
17.júl. 2013 - 16:00

10 undraverðir staðir á jörðinni: Bláa lónið nær inn á listann

Hér má sjá myndir af 10 fallegum stöðum á jörðinni. Bláa Lónið nær inn á þennan lista!
16.júl. 2013 - 15:00

Ertu að fara til útlanda? 11 góð ráð

Margar borgir hafa viðskiptahverfi þar sem er bókað minna af hótelherbergjum um helgar. Til dæmis er mest bókað frá mánudegi til fimmtudags í viðskiptahverfi New York. Sum hótel bjóða gott verð um helgar í slíkum hverfum.
13.júl. 2013 - 09:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Brimbrettaiðkun á Íslandi allan ársins hring - sport, lífstíll, menning - myndir!

Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast sportinu, menningarkimanum og lífstílnum að brima. Margir þeirra alvöru brimara á Íslandi gætu jafnvel orðið óánægðir með að ég skrifi um sportið, þeim er það heilagt. Aðrir munu verða óánægðir með að vera kallaðir brimarar, þeir eru „sörfarar“ og ekkert annað!
03.júl. 2013 - 09:00

Ferðalög - er hægt að taka hundinn með?

Ert þú að skipuleggja ferðalag og spá í hvort hundurinn þinn geti komið með?

Það getur verið gaman að taka hundinn í ferðalag hafir þú gert ráð fyrir öllu. Hins vegar getur verið betra fyrir dýrið þitt að vera í „gæludýrapössun“ ef ekki er búið að skipuleggja ferðalagið með hundinn í huga. Ef þú ákveður að taka hundinn með er ekkert annað í stöðunni en að byrja að skipuleggja fríið. Að verða sér úti um merkiól með kennimarki hundsins er góð byrjun. Einnig er gott að rifja upp það sem hundurinn hefur lært í hundaþjálfun svo hann hagi sér vel á ferðalaginu. Svo er að skipuleggja samgöngumáta, gistingu og þá hluti sem þú vilt gera með hundinum þínum í fríinu.

25.jún. 2013 - 21:15 Eva Gunnbjörnsdóttir

Börn og ferðalög: Förum með gát

Það er að mörgu að huga þegar lagt er af stað í sumarfrí, ekki síst þegar börn eru með í för. Gott er að gera gátlista yfir það allra nauðsynlegasta. Ef förinni er heitið erlendis þarf að passa einstaklega vel upp á suma hluti. Til dæmis má ekki gleyma: vegabréfi, sjúkraskirteini eða lyfjum, hleðslutækjum, kortum, pinnúmerum o.s.frv.

21.jún. 2013 - 15:15

Mest spennandi áfangastaðir Evrópu: Norðurland í 3 sæti

Norðurland er í þriðja sæti á topplista hinnar heimsþekktu ferðasíðu Lonely Planet sem áfangastaður ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Listinn var kynntur í gær á sjónvarpsstöðinni CNN. Þetta er enn eitt hrósið fyrir land og þjóð en í október á síðasta ári setti hin þekkta ferðasíða Ísland í sjöunda sæti yfir mest spennandi áfangastaði í heiminum fyrir árið 2013.
14.jún. 2013 - 10:51

Flugfélag Íslands býður fargjöld án skatta og gjalda í sumar

Tilboðið verður í gildi frá 14. – 18. júní en ferðatímabilið er hásumarið eða 18.júní – 18.ágúst. Dagana 14. – 18. júní mun Flugfélag Íslands bjóða öll fargjöld innanlands án skatta og gjalda sé bókað á netinu.  Eina sem þarf að gera er að fara inná vef félagsins og slá inn flugsláttinn SUMAR.  Þetta er gert til að koma til móts við landsmenn sem vilja nýta sér flugið innanlands í sumar.
04.jún. 2013 - 19:20

Eru Íslendingar að flýja veðrið? 20% aukning í sölu sólarlandaferða

Vorið í apríl og maí var kalt og meðalhiti hefur ekki verið lægri síðan 1989. Frá 1870 hafa einungis 34 vor verið kaldari en nú. Ekkert bólar á sumrinu og engu líkara en að haustið sé komið eða eins og skáldið Andri Snær Magnason sagði á Facebook-síðu sinni nú í morgun: „Veit að það er komið haust, húsin eru orðin gul og rauð, farin að fella bárujárnið.“
14.apr. 2013 - 09:00

Viltu kenna börnum ensku í Brasilíu í sumar eða hugsa um dýr í Indlandi?

Ef þú ert háskólanemi eða nýútskrifaður stúdent geturðu valið á milli fjölda spennandi starfa í gegnum AIESEC. Hvernig væri t.d. að kenna börnum ensku í Brasilíu í sumar?  Eða hugsa um dýr í Indlandi. Gríptu tækifærið! Nýttu sumarið og öðlastu ómetanlega lífsreynslu.
12.feb. 2013 - 21:00

Undirskriftalisti afhentur gegn skertu ferðafrelsi á Íslandi

Í dag, þriðjudaginn 12. febrúar, afhenti Áhugahópur um ferðafrelsi forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, undirskriftir sem safnast hafa á vefsíðunni www.ferdafrelsi.is, undanfarnar vikur. Afhentar voru rúmlega 14 þúsund undirskriftir en vefsíðan verður áfram opin um óákveðinn tíma og hafa nú nær 16 þúsund manns skrifað undir mótmælin.
12.nóv. 2012 - 12:20

Flóð í Feneyjum: Magnaðar myndir

Gríðarleg flóð hafa orðið í Feneyjum en borgin er nánast á kafi. Fólk fer ekki út úr húsi nema í háum stígvélum eða íklætt ruslapokum. Fáir eru á ferli á hinu þekkta Markúsartorgi nema þá kannski fólk á sundfötum, þó ekki sé mælt með að synda í þessu vatni af heilsufarslegum ástæðum.
23.okt. 2012 - 18:00

Ferðamenn falla fyrir gestrisni Íslendinga: Ísland ofarlega á lista Lonely Planet

Ísland er á topplista hinnar heimsþekktu ferðasíðu Lonely Planet sem áfangastaður ársins 2013. Í umsögn síðunnar segir að þeir ferðamenn sem sæki landið heim kolfalli fyrir stórbrotinni náttúru landsins, dýrindis lambakjöti og einlægri gestrisni fólksins.
15.ágú. 2012 - 14:00

Þarna vilt þú ekki lenda í seinkun: Tíu verstu flugvellir heims

Flestir flugvellir eru hræðilegir, að mati ferðatímaritsins Frommer's. Ritið hefur tekið saman tíu verstu flugvelli heims og þar trónir efst á listanum JFK Airport, flugstöðvarbygging 3, í New York.


21.júl. 2012 - 21:32

Skytturnar og það besta sem Norðurland hefur gefið frá sér í Hip-Hop heiminum.

Með fyrstu hljómsveitum sem létu á sér kræla í íslensku Hip Hopi voru Skytturnar frá Akureyri. Þær voru frumkvöðlar í að senda frá sér efni, þær gáfu út kynningardiskinn SP 2001 sem innhélt meðal annars slagarann "ég geri það sem ég vil".
20.júl. 2012 - 17:00

Börn ferðast frítt með foreldrum í fyrsta sinn í íslenskri flugsögu: Frítt fyrir börn til þriggja borga

Í þessari viku og þeirri næstu fljúga börn frítt með foreldrum sínum hjá flugfélaginu WOW air. Ekki þarf að greiða krónu fyrir börn 11 ára á yngri til þriggja borga í Þýskalandi, sem eru Berlín, Köln og Stuttgart. Í tilboðinu felst að eitt barn ferðast á hvern fullorðinn.
09.júl. 2012 - 14:10

Baðströndum lokað í Bandaríkjunum vegna hákarlaárása

Mörgum baðströndum hefur verið lokað í Bandaríkjunum eftir hákarlaárásir og tilkkynningar um hákarla. Hurð skall nærri hælum á laugardaginn þegar Walter Szulc var eltur af hákarli þegar hann réri kajak sínum úti fyrir ströndinni Nauset Beach í Massachusetts.

 


FerðapressanVinsælast
Kringlukráin: happyhour kringukast maí 2016