04. maí 2012 - 12:00

Bresk fjölskylda: Fékk bætur vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli: Voru 4 daga á leiðinni heim

Vigfús Ægir Vigfússon

Breskri fjölskyldu, sem varð innlyksa á Spáni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, hafa verið dæmdar bætur frá spænska flugfélaginu Iberia. Það tók fjölskylduna fjóra daga að komast heim til Englands með tilheyrandi kostnaði vegna bílaleigubíla, lestarferða og gistingar.

Fjölskyldan hafið verið í tvær vikur í Ekvador og hugðist fljúga heim til London frá Madrid. Starfsmaður Iberia sagði að vegna ösku í háloftunum yrði ekki flogið til Englands þann daginn og skynsamlegast væri fyrir þau að skipuleggja för sína þangað með öðrum hætti. Þau gerðu það en daginn eftir þessa ráðgjöf flaug Iberia reyndar til London.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins skal endurgreiða flugmiða þeirra sem urðu fyrir vandræðum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli 2010. Iberia hafði endurgreitt fjölskyldunni flugmiðana en neitaði að standa straum að ferðakostnaði þeirra að öðru leyti.

Undirréttur í London tók undir sjónarmið flugfélagsins á grundvelli Evrópulöggjafarinnar. En málinu var áfrýjað og fjölskyldan vann það. Það sem réði úrslitum var að flugfélagið fór ekki að reglum í flugrekstri með því að heykjast á því að innrita fjölskylduna í næsta flug.

Iberia flugfélagið var dæmt til að greiða fjölskyldunni 8.000 sterlingspund í útlagðan ferðakostnað og 2.000 sterlingspund að auki í miskabætur.  

Það er augljóst að flugfélögin gera allt sem þau geta til að draga kjarkinn úr þeim sem vilja sækja rétt sinn. Ég vona að þetta mál verði til þess að sýna öðrum fram á að þeir hafa tækifæri til að sækja bætur til flugfélaganna,

sagði fjölskyldufaðirinn.

Iberia flugfélagið er talið hafa varið a.m.k. 50.000 sterlingspundum, yfir 10 milljónum ÍSK, í málskostnað.19.jún. 2012 - 22:00

Meira Ísland með Símanum - bakvið tjöldin

Nú standa yfir tökur á auglýsingum Símans í herferðinni Meira Ísland þar sem vakin er athygli á möguleikum snjallsímans á stærsta 3G neti landsins
18.jún. 2012 - 10:00

Tíu dýrustu og ódýrustu borgirnar eftir að dimma tekur

Nú þegar íslendingar eru á faraldsfæti og spranga um erlendar stórborgir er gott að vita hvar hagstæðast er að eyða kvöldstundum í útlöndum. Á vefsíðunni Túristi kemur fram að þrefalt dýrara er að borða og gista á Hóteli í London en í Hanoi.
18.jún. 2012 - 07:00

Ferðalög: Ingibjörg elskar París og Barcelona

Ingibjörg Reynisdóttir lærði leiklist í Danmörku en kom aftur til Íslands árið 1999. Hún hefur síðan þá starfað sem leikari og m.a. farið með hlutverk í kvikmyndunum Maður eins og ég, Strákarnir okkar, R.WW.M og nú síðast Óróa sem byggð var á unglingabókum hennar. Órói hefur notið gífurlegra vinsælda og er kvikmyndin enn að hljóta viðurkenningar úti í hinum stóra heimi.
16.jún. 2012 - 21:00

Nýtt snjallsímaforrit gæti bjargað lífi þínu: Myndband

112 Iceland er nýtt snjallsímaforrit fyrir ferðafólk. Ferðamenn sem lenda í óhappi eða alvarlegum slysum geta notað forritið til þess að kalla eftir aðstoð. Annar kostur við forritið er að hægt er að skilja eftir sig slóð, eða svokallaðan brauðmola. Það þýðir að ef gerð er leit að einstaklingi er hægt að sjá hvar viðkomandi var staddur þegar hann notaði forritið síðast.
16.jún. 2012 - 08:30

Íslandsmet sett í Reykjavíkurhöfn á mánudaginn: Tekjurnar hlaupa á hundruðum milljóna

Það stefnir í Íslandsmet í komu ferðamanna um Reykjavíkurhöfn á mánudaginn en þá munu fjögur stór skemmtiferðaskip leggjast við bryggju. Óhætt er að tala um flóðbylgju ferðamanna en sjö þúsund manns eru farþegar með þessum skipum. 
14.jún. 2012 - 09:15

Skemmtilegasta fríið var í Færeyjum: Langar til St.Kildu

Pressan heyrði í Stefáni Pálssyni til að forvitnast hvort hann ætli að ferðast innanlands eða utan landsteinanna í sumar. Stefán er sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Hann var dómari í Gettu betur og er dyggur aðdáandi breska knattspyrnuliðsins Luton Town.
08.jún. 2012 - 18:00

Munið að hafa áfengismæli meðferðis ef leiðin liggur til Frakklands í sumarfríinu

Íslendingar sem hyggjast ferðast til Frakklands í sumar og aka í landi vínþrúgunnar þurfa að hafa það í huga að frá og með 1. júlí nk. er skylt að hafa áfengismæli í bílum þar í landi.
07.jún. 2012 - 07:00

Aldrei fleiri útlendingar komið til landsins í maímánuði frá upphafi

Metfjöldi ferðamanna fór frá Leifsstöð í maímánuði, eða alls 45.200 manns samanborið við 37.200 í sama mánuði í fyrra. Þetta er 22% aukning á milli ára. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn komið til landsins í maí frá upphafi og þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem slær met.


03.jún. 2012 - 07:00

Stjórn Icelandair Group samþykkir umhverfisstefnu og rannsóknarstyrki á hátíðarfundi

Frá undirritun samninga í gær. Stjórnarfundur Icelandair Group var haldinn á Akureyri í gær, 2. júní, í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Það var stofnað á Akureyri þann 3. júní 1937 og hét upphaflega Flugfélag Akureyrar. Með starfsemi í nafni Flugfélags Íslands og Loftleiða og síðan Flugleiða hefur fyrirækið gegnt lykilhlutverki í flugsamgöngum og ferðamálum þjóðarinnar frá upphafi. Á þessu ári er starfsemin umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr í sögu þess.
29.maí 2012 - 19:00

Sjóarinn síkáti í Grindavík haldinn um sjómannadagshelgina 1.-3. júní með pompi og pragt

Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem öflugasta sjómannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins.
28.maí 2012 - 13:30

Loft að hlýna verulega yfir Íslandi: Má búast við hitabylgju nái það niður

Hiti í 3ja km hæð yfir landinu í gær var 4 stig sem er hærri hiti en finnst í maí á háloftametalistum. Raunhæfara er samt að landsmenn njóti hita úr svokölluðum hPa-fleti sem í gær var í 1.530 metra hæð yfir landinu. Næði þessi hiti niður á landið væri hitabylgja við Reykjanesið.


24.maí 2012 - 10:25

Fjögur evrópsk flugfélög farin á hausinn á árinu: 10 önnur stefna í gjaldþrot

Fjögur evrópsk flugfélög hafa orðið gjaldþrota það sem af er þessu ári og tíu önnur berjast í bökkum vegna stöðugt hækkandi rekstrarkostnaðar. Hluthafar, starfsmenn og ferðalangar eru ekki í rónni því enginn veit hvaða flugfélag fellur næst.

 


17.maí 2012 - 16:00

Öðruvísi mér áður brá: Iceland Express alltaf á réttum tíma með tékknesku leiðinni

Svo virðist sem brandarar um óstundvísi Iceland Express eigi ekki lengur við, því ferðum félagsins til og frá Keflavíkurflugvelli seinkaði aldrei á fyrri hluta þessa mánaðar.
16.maí 2012 - 09:00

Hvert fara stjörnurnar í frí? Nokkrir heitustu áfangastaðir heims - MYNDIR

Denise Richards skellti sér til Nassau á Bahama-eyjum ásamt dætrum sínum tveimur á dögunum.

Það er kunnara en frá því þurfi að segja að stjörnurnar setja standardinn þegar að kemur að ansi mörgu – meðal annars ferðalögum. Því er ekki úr vegi að kanna hvert blessaðar stjörnurnar eru að flykkjast þessa dagana þannig að sauðsvartur almúginn geti fylgt í fótspor þeirra.

14.maí 2012 - 22:00

Las Vegas leyndardómanna: 10 góð ráð til að hafa í huga en borg syndanna er heimsótt!

Það sem gerist í Vegas er best geymt í Vegas! Þetta er einn frægasti frasi borgarinnar þar sem allt getur gerst enda eru ævintýrin á hverju horni - bókstaflega. Fyrir alla þá sem þrá að berja borgina eigin augum er nauðsynlegt að hafa nokkur atriði í huga til að fá sem mest út úr ferðinni.

 


14.maí 2012 - 14:35

Kortanotkun erlendra ferðamanna upp á 14,6 milljarða króna: Hefur ekki aukist í takt við fjölgun ferðamanna

Erlendir ferðamenn notuðu greiðslukort til kaupa á vöru og þjónustu fyrir 14,6 milljarða króna fyrstu fjóra mánuði ársins.


09.maí 2012 - 07:00

Á bikiní í Brussel: Baðströnd í miðri borg

Brussel er borg sem hefur allt – líka sólarströnd með pálmatrjám þó borgin liggi ekki að sjó. Belgar deyja ekki ráðalausir og skella sér á ströndina í höfuðborginni þó hún liggi ekki að sjó. Í Brussel er hreinlega búin til baðströnd með hvítum sandi og pálmatrjám á sumrin.
07.maí 2012 - 14:25

Heimsmet í ferðagleði?: Nærri þriðjungur þjóðarinnar fór til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins

Um 100 þúsund Íslendingar fóru til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins sem er 6% aukning frá fyrra ári. Það er því næstum þriðja hvert mannsbarn sem hefur farið til útlanda á þessu tímabili og líklegt að um heimsmet í ferðagleði sé að ræða.

02.maí 2012 - 09:30

Bjart og fallegt fjölskyldukaffihús í Búkarest - Eitthvað fyrir alla - MYNDIR

Það eru ekki mjög mörg kaffihús í heiminum sem henta allri fjölskyldunni. Þetta kaffihús heitir Phill og er í Búkarest og er alveg kjörið fjölskyldukaffihús. 


22.mar. 2012 - 12:00

Spænskur ferðadagur í Kringlunni laugardaginn

Spænskur ferðadagur verður haldinn á Blómatorginu í Kringlunni laugardaginn 24. mars. Þar verða kynntir ýmsir áhugaverðir ferðamöguleikar, svo auðvelt ætti að vera að skipuleggja draumafríið til Spánar, og skemmtiatriði verða fyrir alla aldurshópa.
21.mar. 2012 - 18:15

Icelandair stundvísast

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í febrúarmánuði, með 90,6% stundvísi. 
16.mar. 2012 - 17:15

Icelandair verðlaunað í Denver

Helgi Már, annar frá hægri, ásamt forstjóra Denverflugvallar og forystu ferðamálaráðs borgarinnar við móttöku viðurkenningarinnar. Icelandair og alþjóðaflugvöllurinn í Denver hlutu viðurkenninguna "2011 Tourism Star" á hátíðarkvöldi ferðaþjónustunnar í Denver sem haldin var miðvikudagskvöld þar í borg. 
16.mar. 2012 - 14:35

Istanbúl og Tyrkland: Ferðalag í kennslustofu með Jóni Björnssyni, rithöfundi og ferðalang

Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur hefur undanfarin ár haldið nokkur námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann fer með þátttakendur í ferðalag á framandi slóðir í kennslustofunni.
16.mar. 2012 - 12:10

Iceland Express flýgur til Köln í júní

Iceland Express mun hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní. Flogið verður tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum.
17.feb. 2012 - 09:50

Denver drottningin frá Colarado á Kolabrautinni á Food & Fun

Jennifer Jasinski. Ein þekktasti matreiðslumeistari Denver,  Jennifer Jasinski verður gestakokkur á Kolabrautinni á Food & Fun 2012.
14.feb. 2012 - 13:00

Ný könnun um ferðalög Íslendinga í fyrra - Siglufjörður kemur sterkur inn

Niðurstöður úr könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði liggja fyrir en þar var spurt um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Niðurstöður benda til að álíka margir hafi verið á faraldsfæti innanlands og áður en breytingu má sjá á heimsóknum til einstakra staða. Þá halda utanferðir áfram að færast í aukana.
04.feb. 2012 - 12:00

Kynningarfundur Göngu-Hrólfs og Vita 2012

Campocatio dalurinn í Garfangnana Toscana. Kynningarfundur Göngu-Hrólfs og Vita 2012 verður haldinn á þriðjudaginn 7. febrúar kl 19.30 á Hótel Hilton.
03.feb. 2012 - 09:45

Erlendir gestir í janúar aldrei verið fleiri

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir áratug. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% í janúarmánuði á milli ára. 
05.jan. 2012 - 08:00

Bar1 í Osló: Einn besti koníaksbar heims

Hrifinn af koníaki? Kíktu þá við á Bar1 í Osló. Við Akerbrygge í Osló liggur einn besti koníaksbar heims, Bar1. Þar er hægt að fá nærri  500 koníakstegundir og um 120 viskítegundir. Vindlar og kaffi fæst auðvitað líka á staðnum.
22.des. 2011 - 10:00

Ítalir dást að landinu okkar - Voru í fylgd með íslenskri stúlku í sumar - MYNDBAND

Íris Ann var að útskrifast úr mastersnámi í ljósmyndun og sjónlist í Mílanó á Ítalíu. Hún vann í sumar að ítölskum sjónvarpsþætti sem heitir "Shuffolato" sem snýst um að ferðast til mismunandi landa og kynna hvert land fyrir sig á öðruvísi hátt en gengur og gerist. 


21.des. 2011 - 17:05

Viltu ekki lenda við hliðina á þessum á leið til útlanda? Notaðu Facebook til að velja þér sessunaut

Það er martröð hvers flugfarþega að lenda við hliðina á óþolandi einstaklingi sem gerir ferðalagið að hreinu helvíti. Hollenska flugfélagið KLM ætlar að reyna að koma í veg fyrir þetta með því að leyfa farþegum að velja sér sessunaut í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og LinkedIn.
14.des. 2011 - 18:00

New York í jólabúningnum - Séð með augum Íslendings - MYNDBAND

Veröldin brá sér til New York á dögunum og sá þessa stóru borg í hátíðarbúningnum. 10.des. 2011 - 14:50

Ertu á leið út í heim? Maturinn um borð skiptir öllu - Þessi flugfélög bjóða upp á bestu máltíðina

Breskur matur er ekki allra, enda náði British Airways ekki nema í 13. sæti listans. Sú fullyrðing að flugvélamatur sé lítið annað en óætt drasl heyrir sögunni til, segir matarsérfræðingur Skyscanner sem hefur birt lista yfir þau flugfélög sem bjóða upp á bestu máltíðirnar um borð í flugvélum sínum.
06.des. 2011 - 19:20

Fríhöfnin hér sú ódýrasta á Norðurlöndunum - Svíarnir dýrastir en Kastrup næstódýrstur samkvæmt könnun

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ódýrasta fríhöfnin á Norðurlöndum, ef marka má verðkönnun sem norska blaðið Aftenposten gerði.
03.des. 2011 - 19:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ísland í heildarmynd- Sjáðu þessa vefsíðu

Komin er ný vefsíða þar sem hægt er að sjá Íslandi frá öðru sjónarhorni en áður. Maður að nafni Peter Molnár hefur hannað síðuna svo fólk geti skoðað 360 gráðu mynd af nokkrum þekktum ferðamannastöðum á Íslandi.


01.des. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

The Iceland Wiki Guide - Ný handbók á vefnum fyrir ferðamenn

Nýlega var opnuð á svokölluð Wiki síða fyrir erlenda ferðamenn á vefsvæði IcelandTravelBlog.net.

29.nóv. 2011 - 08:00

Mislukkaðir minjagripir: Forljótt drasl frá framandi löndum

Hmm, hvar á að finna þessu skeljaskrauti stað á heimilinu? Hefur þú lent í því að koma heim úr ferðalagi með fulla tösku af framandi dóti sem var rosalega sætt í minjagripaversluninni þar sem það var keypt en passar  svo engan veginn inn í íbúðina þína? Lestu þá þetta.
24.nóv. 2011 - 21:30

Frostrósir lofa kakói, pönnsum og konfekti - Syngja á Reykjavíkurflugvelli á morgun

Frostrósir hefja tónleikaferð sína á morgun föstudag í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. 

Frostrósir munu fljúga af stað með Flugfélagi Íslands frá Flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli föstudaginn 25. nóvember. Þau munu kl. 10:00 taka nokkur vel valin Frostrósalög órafmagnað. 


21.nóv. 2011 - 10:00 Kristín Bergsveinsdóttir

Versace fyrir H&M kom í búðir á föstudaginn - einungis 20 hleypt inn í einu - Myndir

Svo virðist sem að Íslendingar séu ekki eina kaupóða þjóðin en þegar sala hófst á Versace fyrir H&M á föstudaginn varð allt vitlaust og seldist línan upp á methraða í nokkrum löndum.
31.okt. 2011 - 17:00

Dýpsta sundlaug í heimi - Er hituð upp með sólarrafhlöðum - MYNDIR

Þessi sundlaug er sú dýpsta í heimi. Hún er alltaf í 30° heit og hitanum er stjórnað með sólarrafhlöðum sem eru á þaki byggingarinnar. Hún er með nokkrum hellum og hólfum í og það er algjörlega nauðsynlegt að vera í kafarabúning til að kanna alla laugina. 
25.okt. 2011 - 16:00 Íris Björk Jónsdóttir

Hilton Hotel í Pattaya er þvílíkt augnakonfekt - MYNDIR-

Hilton Hótelkeðjan er þekkt fyrir gæði og flotta hönnun. Þetta hótel sem staðsett er í Tailandi ætti ekki að slaka neitt á þeim væntingum sem kúnnar Hilton keðjunar hafa.

12.okt. 2011 - 18:00 Kidda Svarfdal

Fashion Bar í Þýskalandi - Glæsileg hönnun og þægilegt andrúmsloft - MYNDIR

Þessi stórglæsilegi bar heitir Fashion Bar og er í Berlín í Þýskalandi. Hann er 140 fermetrar og einstaklega smekklegur og skemmtilega hannaður. Litirnir rauður, hvítur og gull vinna vel saman og passa vel við hvíta sófa og stóla en einnig líka við fallega mynstrað veggfóðrið.
22.sep. 2011 - 12:15

Rússarnir yfirtaka Tívolí í Kaupmannahöfn: Byggja rússneska kirkju og úthýsa jólasveininum

Jólasveininum, eins og flestir þekkja hann, verður úthýst úr Tívolí í Kaupmannahöfn þessi jólin. Tívolíið ætlar reyndar að skipta út flest öllu því sem tengist dönsku jólunum í ár. Í staðinn verður rússneskt þema.
07.sep. 2011 - 21:30 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Hvað áfengi finnst þér best? - Sake er málið- MYNDIR

Sake þykir eitt besta vín í heiminum samkvæmt Lonely Planet. Á eftir kemur írskur Guinnes og í þriðja sæti Belgíski bjórinn. Hvað þykir besta vínið í heiminum og hvar geturu fengið það? Lonely Planet tók saman lista yfir þær áfengistegundir í heiminum sem þykja einna bestar. Þú getur ekki sleppt því til dæmis að fá þér Guinnes bjór þegar þú ferð til Írlands. Það er heldur ekki líklegt að þú fáir þér ástralskt rauðvín þegar þú ert staddur í Frakklandi. Kíktu á listann yfir það besta:
06.sep. 2011 - 21:30 Kidda Svarfdal

Má bjóða þér í þessa höll? - 740 fm hús í Tælandi til leigu - MYNDIR

Þetta stórglæsilega hús er við ströndina á Kamala á Tælandi. Þarna er stórbrotið landslag, klettar, skógur og kristaltær vötn.

Húsið er með 6 stórum svefnherbergjum sem hvert um sig er með sér svölum og baðherbergi.  Á veröndinni er 15 m löng sundlaug með einstæðu útsýni.
01.sep. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli- Góð leið til að byrja haustið

Mynd úr safni frá fyrri hátíðum: Þorsteinn Jónsson, úr hrepparígnum Hin árlega Kjötsúpuhátíð Rangárþings eystra fer fram núna um helgina 3. september á Hvolsvelli. Hátíðin verður með örlítið breyttu sniði frá því í fyrra en dagskráin er frábær og tilvalið að skella sér í bíltúr með fjölskylduna og kíkja á Hvolsvöll. Góð leið til að byrja haustið.
30.ágú. 2011 - 09:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Grill og gaman á Básum: Ferð með útivist að gosstöðvum í september

Úr myndasafni utivist.is Ef þú hefur ekki enn séð gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi er tækifæri til þess í september.
29.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ferðalangurinn: Upplifðu borgarastyrjöldina í Egyptalandi- MYNDIR

Jóhanna Helga Marteinsdóttir og Níels P. Benediktsson eru nú stödd í Nha Trang í Víetnam og hafa verið á ferðalagi undanfarna 7 mánuði. Ferðalagið hefur verið ævintýri líkast og hafa þau vægast sagt fengið að kynnast ólíkum menningarheimum. Þau segja að lykillinn að góðu ferðalagi sé þolinmæði og einnig að vera búinn við því óvænta . Hér fáum við innsýn í ferðalagið þeirra.
27.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Opinn skógur að Fossá í Hvalfirði opnaður- Vigdísarlundur vígður

Myndin tengist ekki fréttinni. Laugardaginn 27. ágúst fer fram opnun skógarins að Fossá í Hvalfirði, þar sem hann verður formlega tekinn inn í verkefnið Opinn skóg. Af því tilefni er boðað til hátíðar í skóginum og hefst hún kl. 14:00.
25.ágú. 2011 - 16:20

Flugfreyjur látnar afklæðast og þuklað á þeim: Óttast að brjóstaígræðslur springi í háloftunum

Það er síður en svo hlaupið að því að verða flugfreyja hjá Garuda Indonesia, ríkisflugfélagi Indónesíu. Þær eru látnar gangast undir ítarlega skoðun þar sem þær eru meðal annars látnar afklæðast og þuklað er á brjóstum þeirra.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Ferðapressan
Vinsælast