04. maí 2012 - 12:00

Bresk fjölskylda: Fékk bætur vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli: Voru 4 daga á leiðinni heim

Vigfús Ægir Vigfússon

Breskri fjölskyldu, sem varð innlyksa á Spáni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, hafa verið dæmdar bætur frá spænska flugfélaginu Iberia. Það tók fjölskylduna fjóra daga að komast heim til Englands með tilheyrandi kostnaði vegna bílaleigubíla, lestarferða og gistingar.

Fjölskyldan hafið verið í tvær vikur í Ekvador og hugðist fljúga heim til London frá Madrid. Starfsmaður Iberia sagði að vegna ösku í háloftunum yrði ekki flogið til Englands þann daginn og skynsamlegast væri fyrir þau að skipuleggja för sína þangað með öðrum hætti. Þau gerðu það en daginn eftir þessa ráðgjöf flaug Iberia reyndar til London.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins skal endurgreiða flugmiða þeirra sem urðu fyrir vandræðum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli 2010. Iberia hafði endurgreitt fjölskyldunni flugmiðana en neitaði að standa straum að ferðakostnaði þeirra að öðru leyti.

Undirréttur í London tók undir sjónarmið flugfélagsins á grundvelli Evrópulöggjafarinnar. En málinu var áfrýjað og fjölskyldan vann það. Það sem réði úrslitum var að flugfélagið fór ekki að reglum í flugrekstri með því að heykjast á því að innrita fjölskylduna í næsta flug.

Iberia flugfélagið var dæmt til að greiða fjölskyldunni 8.000 sterlingspund í útlagðan ferðakostnað og 2.000 sterlingspund að auki í miskabætur.  

Það er augljóst að flugfélögin gera allt sem þau geta til að draga kjarkinn úr þeim sem vilja sækja rétt sinn. Ég vona að þetta mál verði til þess að sýna öðrum fram á að þeir hafa tækifæri til að sækja bætur til flugfélaganna,

sagði fjölskyldufaðirinn.

Iberia flugfélagið er talið hafa varið a.m.k. 50.000 sterlingspundum, yfir 10 milljónum ÍSK, í málskostnað.14.maí 2012 - 14:35

Kortanotkun erlendra ferðamanna upp á 14,6 milljarða króna: Hefur ekki aukist í takt við fjölgun ferðamanna

Erlendir ferðamenn notuðu greiðslukort til kaupa á vöru og þjónustu fyrir 14,6 milljarða króna fyrstu fjóra mánuði ársins.


09.maí 2012 - 07:00

Á bikiní í Brussel: Baðströnd í miðri borg

Brussel er borg sem hefur allt – líka sólarströnd með pálmatrjám þó borgin liggi ekki að sjó. Belgar deyja ekki ráðalausir og skella sér á ströndina í höfuðborginni þó hún liggi ekki að sjó. Í Brussel er hreinlega búin til baðströnd með hvítum sandi og pálmatrjám á sumrin.
07.maí 2012 - 14:25

Heimsmet í ferðagleði?: Nærri þriðjungur þjóðarinnar fór til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins

Um 100 þúsund Íslendingar fóru til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins sem er 6% aukning frá fyrra ári. Það er því næstum þriðja hvert mannsbarn sem hefur farið til útlanda á þessu tímabili og líklegt að um heimsmet í ferðagleði sé að ræða.

02.maí 2012 - 09:30

Bjart og fallegt fjölskyldukaffihús í Búkarest - Eitthvað fyrir alla - MYNDIR

Það eru ekki mjög mörg kaffihús í heiminum sem henta allri fjölskyldunni. Þetta kaffihús heitir Phill og er í Búkarest og er alveg kjörið fjölskyldukaffihús. 


22.mar. 2012 - 12:00

Spænskur ferðadagur í Kringlunni laugardaginn

Spænskur ferðadagur verður haldinn á Blómatorginu í Kringlunni laugardaginn 24. mars. Þar verða kynntir ýmsir áhugaverðir ferðamöguleikar, svo auðvelt ætti að vera að skipuleggja draumafríið til Spánar, og skemmtiatriði verða fyrir alla aldurshópa.
21.mar. 2012 - 18:15

Icelandair stundvísast

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í febrúarmánuði, með 90,6% stundvísi. 
16.mar. 2012 - 17:15

Icelandair verðlaunað í Denver

Helgi Már, annar frá hægri, ásamt forstjóra Denverflugvallar og forystu ferðamálaráðs borgarinnar við móttöku viðurkenningarinnar. Icelandair og alþjóðaflugvöllurinn í Denver hlutu viðurkenninguna "2011 Tourism Star" á hátíðarkvöldi ferðaþjónustunnar í Denver sem haldin var miðvikudagskvöld þar í borg. 
16.mar. 2012 - 14:35

Istanbúl og Tyrkland: Ferðalag í kennslustofu með Jóni Björnssyni, rithöfundi og ferðalang

Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur hefur undanfarin ár haldið nokkur námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann fer með þátttakendur í ferðalag á framandi slóðir í kennslustofunni.
16.mar. 2012 - 12:10

Iceland Express flýgur til Köln í júní

Iceland Express mun hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní. Flogið verður tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum.
17.feb. 2012 - 09:50

Denver drottningin frá Colarado á Kolabrautinni á Food & Fun

Jennifer Jasinski. Ein þekktasti matreiðslumeistari Denver,  Jennifer Jasinski verður gestakokkur á Kolabrautinni á Food & Fun 2012.
14.feb. 2012 - 13:00

Ný könnun um ferðalög Íslendinga í fyrra - Siglufjörður kemur sterkur inn

Niðurstöður úr könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði liggja fyrir en þar var spurt um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Niðurstöður benda til að álíka margir hafi verið á faraldsfæti innanlands og áður en breytingu má sjá á heimsóknum til einstakra staða. Þá halda utanferðir áfram að færast í aukana.
04.feb. 2012 - 12:00

Kynningarfundur Göngu-Hrólfs og Vita 2012

Campocatio dalurinn í Garfangnana Toscana. Kynningarfundur Göngu-Hrólfs og Vita 2012 verður haldinn á þriðjudaginn 7. febrúar kl 19.30 á Hótel Hilton.
03.feb. 2012 - 09:45

Erlendir gestir í janúar aldrei verið fleiri

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir áratug. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% í janúarmánuði á milli ára. 
05.jan. 2012 - 08:00

Bar1 í Osló: Einn besti koníaksbar heims

Hrifinn af koníaki? Kíktu þá við á Bar1 í Osló. Við Akerbrygge í Osló liggur einn besti koníaksbar heims, Bar1. Þar er hægt að fá nærri  500 koníakstegundir og um 120 viskítegundir. Vindlar og kaffi fæst auðvitað líka á staðnum.
22.des. 2011 - 10:00

Ítalir dást að landinu okkar - Voru í fylgd með íslenskri stúlku í sumar - MYNDBAND

Íris Ann var að útskrifast úr mastersnámi í ljósmyndun og sjónlist í Mílanó á Ítalíu. Hún vann í sumar að ítölskum sjónvarpsþætti sem heitir "Shuffolato" sem snýst um að ferðast til mismunandi landa og kynna hvert land fyrir sig á öðruvísi hátt en gengur og gerist. 


21.des. 2011 - 17:05

Viltu ekki lenda við hliðina á þessum á leið til útlanda? Notaðu Facebook til að velja þér sessunaut

Það er martröð hvers flugfarþega að lenda við hliðina á óþolandi einstaklingi sem gerir ferðalagið að hreinu helvíti. Hollenska flugfélagið KLM ætlar að reyna að koma í veg fyrir þetta með því að leyfa farþegum að velja sér sessunaut í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og LinkedIn.
14.des. 2011 - 18:00

New York í jólabúningnum - Séð með augum Íslendings - MYNDBAND

Veröldin brá sér til New York á dögunum og sá þessa stóru borg í hátíðarbúningnum. 10.des. 2011 - 14:50

Ertu á leið út í heim? Maturinn um borð skiptir öllu - Þessi flugfélög bjóða upp á bestu máltíðina

Breskur matur er ekki allra, enda náði British Airways ekki nema í 13. sæti listans. Sú fullyrðing að flugvélamatur sé lítið annað en óætt drasl heyrir sögunni til, segir matarsérfræðingur Skyscanner sem hefur birt lista yfir þau flugfélög sem bjóða upp á bestu máltíðirnar um borð í flugvélum sínum.
06.des. 2011 - 19:20

Fríhöfnin hér sú ódýrasta á Norðurlöndunum - Svíarnir dýrastir en Kastrup næstódýrstur samkvæmt könnun

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ódýrasta fríhöfnin á Norðurlöndum, ef marka má verðkönnun sem norska blaðið Aftenposten gerði.
03.des. 2011 - 19:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ísland í heildarmynd- Sjáðu þessa vefsíðu

Komin er ný vefsíða þar sem hægt er að sjá Íslandi frá öðru sjónarhorni en áður. Maður að nafni Peter Molnár hefur hannað síðuna svo fólk geti skoðað 360 gráðu mynd af nokkrum þekktum ferðamannastöðum á Íslandi.


01.des. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

The Iceland Wiki Guide - Ný handbók á vefnum fyrir ferðamenn

Nýlega var opnuð á svokölluð Wiki síða fyrir erlenda ferðamenn á vefsvæði IcelandTravelBlog.net.

29.nóv. 2011 - 08:00

Mislukkaðir minjagripir: Forljótt drasl frá framandi löndum

Hmm, hvar á að finna þessu skeljaskrauti stað á heimilinu? Hefur þú lent í því að koma heim úr ferðalagi með fulla tösku af framandi dóti sem var rosalega sætt í minjagripaversluninni þar sem það var keypt en passar  svo engan veginn inn í íbúðina þína? Lestu þá þetta.
24.nóv. 2011 - 21:30

Frostrósir lofa kakói, pönnsum og konfekti - Syngja á Reykjavíkurflugvelli á morgun

Frostrósir hefja tónleikaferð sína á morgun föstudag í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. 

Frostrósir munu fljúga af stað með Flugfélagi Íslands frá Flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli föstudaginn 25. nóvember. Þau munu kl. 10:00 taka nokkur vel valin Frostrósalög órafmagnað. 


21.nóv. 2011 - 10:00 Kristín Bergsveinsdóttir

Versace fyrir H&M kom í búðir á föstudaginn - einungis 20 hleypt inn í einu - Myndir

Svo virðist sem að Íslendingar séu ekki eina kaupóða þjóðin en þegar sala hófst á Versace fyrir H&M á föstudaginn varð allt vitlaust og seldist línan upp á methraða í nokkrum löndum.
31.okt. 2011 - 17:00

Dýpsta sundlaug í heimi - Er hituð upp með sólarrafhlöðum - MYNDIR

Þessi sundlaug er sú dýpsta í heimi. Hún er alltaf í 30° heit og hitanum er stjórnað með sólarrafhlöðum sem eru á þaki byggingarinnar. Hún er með nokkrum hellum og hólfum í og það er algjörlega nauðsynlegt að vera í kafarabúning til að kanna alla laugina. 
25.okt. 2011 - 16:00 Íris Björk Jónsdóttir

Hilton Hotel í Pattaya er þvílíkt augnakonfekt - MYNDIR-

Hilton Hótelkeðjan er þekkt fyrir gæði og flotta hönnun. Þetta hótel sem staðsett er í Tailandi ætti ekki að slaka neitt á þeim væntingum sem kúnnar Hilton keðjunar hafa.

12.okt. 2011 - 18:00 Kidda Svarfdal

Fashion Bar í Þýskalandi - Glæsileg hönnun og þægilegt andrúmsloft - MYNDIR

Þessi stórglæsilegi bar heitir Fashion Bar og er í Berlín í Þýskalandi. Hann er 140 fermetrar og einstaklega smekklegur og skemmtilega hannaður. Litirnir rauður, hvítur og gull vinna vel saman og passa vel við hvíta sófa og stóla en einnig líka við fallega mynstrað veggfóðrið.
22.sep. 2011 - 12:15

Rússarnir yfirtaka Tívolí í Kaupmannahöfn: Byggja rússneska kirkju og úthýsa jólasveininum

Jólasveininum, eins og flestir þekkja hann, verður úthýst úr Tívolí í Kaupmannahöfn þessi jólin. Tívolíið ætlar reyndar að skipta út flest öllu því sem tengist dönsku jólunum í ár. Í staðinn verður rússneskt þema.
07.sep. 2011 - 21:30 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Hvað áfengi finnst þér best? - Sake er málið- MYNDIR

Sake þykir eitt besta vín í heiminum samkvæmt Lonely Planet. Á eftir kemur írskur Guinnes og í þriðja sæti Belgíski bjórinn. Hvað þykir besta vínið í heiminum og hvar geturu fengið það? Lonely Planet tók saman lista yfir þær áfengistegundir í heiminum sem þykja einna bestar. Þú getur ekki sleppt því til dæmis að fá þér Guinnes bjór þegar þú ferð til Írlands. Það er heldur ekki líklegt að þú fáir þér ástralskt rauðvín þegar þú ert staddur í Frakklandi. Kíktu á listann yfir það besta:
06.sep. 2011 - 21:30 Kidda Svarfdal

Má bjóða þér í þessa höll? - 740 fm hús í Tælandi til leigu - MYNDIR

Þetta stórglæsilega hús er við ströndina á Kamala á Tælandi. Þarna er stórbrotið landslag, klettar, skógur og kristaltær vötn.

Húsið er með 6 stórum svefnherbergjum sem hvert um sig er með sér svölum og baðherbergi.  Á veröndinni er 15 m löng sundlaug með einstæðu útsýni.
01.sep. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli- Góð leið til að byrja haustið

Mynd úr safni frá fyrri hátíðum: Þorsteinn Jónsson, úr hrepparígnum Hin árlega Kjötsúpuhátíð Rangárþings eystra fer fram núna um helgina 3. september á Hvolsvelli. Hátíðin verður með örlítið breyttu sniði frá því í fyrra en dagskráin er frábær og tilvalið að skella sér í bíltúr með fjölskylduna og kíkja á Hvolsvöll. Góð leið til að byrja haustið.
30.ágú. 2011 - 09:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Grill og gaman á Básum: Ferð með útivist að gosstöðvum í september

Úr myndasafni utivist.is Ef þú hefur ekki enn séð gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi er tækifæri til þess í september.
29.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ferðalangurinn: Upplifðu borgarastyrjöldina í Egyptalandi- MYNDIR

Jóhanna Helga Marteinsdóttir og Níels P. Benediktsson eru nú stödd í Nha Trang í Víetnam og hafa verið á ferðalagi undanfarna 7 mánuði. Ferðalagið hefur verið ævintýri líkast og hafa þau vægast sagt fengið að kynnast ólíkum menningarheimum. Þau segja að lykillinn að góðu ferðalagi sé þolinmæði og einnig að vera búinn við því óvænta . Hér fáum við innsýn í ferðalagið þeirra.
27.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Opinn skógur að Fossá í Hvalfirði opnaður- Vigdísarlundur vígður

Myndin tengist ekki fréttinni. Laugardaginn 27. ágúst fer fram opnun skógarins að Fossá í Hvalfirði, þar sem hann verður formlega tekinn inn í verkefnið Opinn skóg. Af því tilefni er boðað til hátíðar í skóginum og hefst hún kl. 14:00.
25.ágú. 2011 - 16:20

Flugfreyjur látnar afklæðast og þuklað á þeim: Óttast að brjóstaígræðslur springi í háloftunum

Það er síður en svo hlaupið að því að verða flugfreyja hjá Garuda Indonesia, ríkisflugfélagi Indónesíu. Þær eru látnar gangast undir ítarlega skoðun þar sem þær eru meðal annars látnar afklæðast og þuklað er á brjóstum þeirra.
25.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ljósheimadagur haldinn á sunnudag-Barnajóga og gongslökun

Það verður nóg um afslöppun Borgartúninu um helgina en þá verður Ljósheimadagurinn haldinn. Þeir sem eru áhugasamir um jóga og hugleiðslu gefst kostur á að kynna sér starfsemina í húsinu.
24.ágú. 2011 - 17:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Bláberjadagar á Súðavík- Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Berjaspretta á Vestfjörðum er í góðu meðallagi í ár og helgina 26.–28. ágúst efna Súðvíkingar í fyrsta sinn til fjölskyldu- og uppskeruhátíðarinnar Bláberjadaga þar sem fólk er hvatt til að skemmta sér saman, tína ber og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða.
24.ágú. 2011 - 15:41

Flugfreyjur British Airways til vandræða: Drykkjulæti, nekt, stóðlífi og flöskustútur

Flugstjórum British Airways hefur verið fyrirskipað að hafa stjórn á flugfreyjum í lengri ferðum á vegum félagsins. Ítrekað hefur verið kvartað undan flugfreyjunum vegna drykkjuláta og strípihneigðar þeirra.
24.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Akureyrarvaka- Hátíðin sett með kúbverskum dönsum og álfaveislu

Akureyrarvaka verður sett með eldheitu kúbönsku salsa og álfaveislu í Lystigarðum föstudaginn næsta þann 26.ágúst og stendur fram á sunnudag. 
24.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Jógadagar á Eyarbakka- Eintóm slökun og hugarró

Langar þig að bjóða innri frið og ljósi inn í líf þitt? Fá nokkra daga útaf fyrir þig í fallegu og rólegu umhverfi? Þá er þetta fyrir þig.


23.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Svona reynir fólk að svindla á þér- Nokkur atriði til að varast í útlöndum

Ferðalög eru oft farin í þeim tilgangi að slappa af og njóta annaðhvort sólar, borgar eða bara menningar í öðru landi. Það er einmitt þá sem maður þarf samt að vera á varðbergi gagnvart svindli af ýmsu tagi. Og það finnst víða í heiminum.  Það er bara eitt sem þarf að muna vel: Ef það er of gott til að vera satt, þá er það of gott til að vera satt......


22.ágú. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Fyrsta hótelið í geimnum- Frostþurrkaður matur og blautþurrkur á boðstólnum

Það er búið að fara út í geim. Það er búið að búa til alls kyns furðuleg hótel. Þá er bara eitt eftir. Byggja hótel í geimnum. Það er ekki fjarlægur draumur lengur því að fyrirtæki í Rússlandi ætlar að byggja slíkt í framtíðinni.
20.ágú. 2011 - 09:03 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

100 ANDLIT ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU - Farandsýning á menningarnótt

Á menningarnótt fer fram sýningin 100 ANDLIT ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU en sýningin er sett saman úr 50 ljósmyndum sem verða til sýnis í húsakynnum Crymogeu, Barónsstíg 27 og víðsvegar um miðborg Reykjavíkur.
18.ágú. 2011 - 13:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Einn dagur í stórri borg- Þú getur gert daginn fullkominn

Hver hefur ekki lent í því að heimsækja borg en hafa alveg óskaplega lítinn tíma til að komast yfir allt saman. Og enda á því að vera dauðþreyttur og treystir á myndirnar til að muna hvað hann var að skoða. Hér fyrir neðan eru spurningar sem hægt er að spyrja sig til að átta sig betur á hverju er verið að leitast eftir. Og þar af leiðandi gera daginn frábæran!
17.ágú. 2011 - 11:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Sveitasæla í Skagafirði á laugardag- Landbúnaðarsýning og bændahátíð

Skagfirskir bændur og Reiðhöllin Svaðastaðir við Sauðárkrók blása til landbúnaðarsýningar og bændahátíðar í Skagafirði næstkomandi laugardag, þann 20. Ágúst.  Þar mun margt fróðlegt og skemmtilegt bera fyrir augu manna og má þar nefna sveitamarkað, kynningu á fyrirtækjum tengdum landbúnaði og smalahundasýningu svo eitthvað sé nefnt.
16.ágú. 2011 - 17:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Heilsuvika í Rangárþingi eystra- 4 kílómetra heilsustígur vígður

Heilsuvika mun verða haldin á Hvolsvelli fyrir  íbúa í Rangárþingi eystra  dagana 28. ágúst til 4. september. Heilsuvikan hefst á kjötsúpudaginn 27. ágúst með því að vígð verður nýr Heilsustígur þar sem fólki gefst kostur á að æfa sig á leiðinni.
15.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Tallin í Eistlandi- Fallegar byggingar og einstök saga

Tallin í Eistlandi er heillandi borg. Sumrin eru afskaplega góð en kalt getur orðið á veturna. Margar og miklar menningarminjar draga að sér ótal ferðamenn ár hvert. Ferðapressan tók saman nokkur „must see“.
15.ágú. 2011 - 07:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Torgarahátíð á Húsavík- Vegleg dagskrá í boði

Átthagafélag Torgara á Húsavík hefur ákveðið að boða til Hundadagagleði helgina 19. til 20. ágúst 2011.

13.ágú. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Listamenn frá Seattle á Menningarnótt- Haldið upp á 25 ára systrasamstarf Seattle og Reykjavík

Borgirnar Reykjavík og Seattle ætla halda upp á 25 ára systrasamstarf á Menningarnótt sem haldin verður í Reykjavík þann 20. ágúst næstkomandi.

13.ágú. 2011 - 12:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Forsetinn vígir hús í Skorradal- Fyrsta húsið sem reist er úr íslenskum viði

Laugardaginn 13. ágúst kl. 14:00 verður vígsla á endurgerðu Pakkhúsinu í Vatnshorni í Skorradal.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: Birdman óskarinn feb 2015 (út 10)